10.2.2010 | 19:39
Haraldur og sjónhverfingarnar í MBL
Það verður að segjast eins og er að forsíða MBL í gær var sérkennileg, allavegana sá hluti sem sneri að Bændasamtökum Íslands og formanni þeirra, Haraldi Benediktssyni. Fyrirsögn aðalfréttarinnar er "Norrænn stuðningur er sjónhverfing" og er þar verið að fjalla um þau ákvæði í aðildarsamningi Finna að ESB er lúta að stuðningi við landbúnað. Orðrétt segir í MBL:
,,Tal um stuðning ESB við svokallaðan norðlægan landbúnað er sjónhverfing. Við teljum að ekkert sé þar á bak við," segir Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands."
Síðan ræðir Haraldur þá staðreynd (sem lengi hefur legið fyrir) að finnsk stjórnvöld fengu að halda áfram að styrkja finnskan landbúnað og sé þar af leiðandi greiddur af finnskum skattgreiðendum:
"Mér hefur sjaldan brugðið jafn mikið og þegar þetta kom fram," segir Haraldur og vísar þá til funda með finnsku samningamönnunum og vinnu með íslenskum fræðimönnum á þessu sviði. "Maður verður sífellt meira undrandi á fullyrðingum um að hinu og þessu sé hægt að ná í samningum. Staðreyndin er sú að við erum í aðildarferli, ekki samningum, og nokkuð ljóst að ESB lagar sig ekki að okkur," segir Haraldur.
Í kjölfar þessara yfirlýsinga Haraldar er vert að benda á að það hefur alltaf legið fyrir að það væru finnsk yfirvöld sem myndu greiða stærstan hluta hins norræna styrkjar. Ákvæði samningsins eru um að Finnar máttu halda stuðningi sínum við sína bændur óbreyttum. Þetta eru ekki nýjar fréttir og því sérkennilegt að slá þessu allt í einu upp núna.
Og allt tal um sjónhverfingar dæma sig sjálfar. ,,Við teljum að ekkert sé þar á bakvið," segir Haraldur. Hljómar þetta ekki eins og einhverskonar afneitun? Það er nefnilega alveg hellingur þarna á bakvið, eða samningar um stórfelldan opinberan stuðning við finnskan landbúnað, til þess að tryggja tilverurétt þess atvinnuvegar. Því Finnar eru alveg eins og Íslendingar, vilja finnskar landbúnaðarvörur.
Í frétt sem birtist í Helsingin Sanomat í nóvember 2007 lýsir einmitt forsætisráðherra Finna, Matti Vanhanen, yfir mikill i ánægju með framlengingu ákvæðis 141 í samningi Finna, í sex ár í viðbót. Þar samþykkti ESB alfarið hugmyndir Finna!
Í annarri frétt í sama blaði nokkrum dögum síðar segar Vanhanen að ákvæði 141, sé sú lausn sem tryggir afkomu finnskra bænda (,,..secure livelihood of its farmers..."). Eru þetta sjónhverfingar? Er þetta ekki kristaltært dæmi um hvernig smáríki (Finnland er jú ekki stórt!) nær sínu fram í samningum við ESB og hvernig sambandið virðir kröfu smáríkis? Að ESB aðlagi sig að hagsmunum smáríkis?
Grein 142 í aðildarsáttmála Finnlands, Svíþjóðar (og Noregs, sem felldu) hljómar svona:
The Commission shall authorize Norway, Finland and Sweden to grant long-term national aids with a view to ensuring that agricultural activity is maintained in specific regions. These regions should cover the agricultural areas situated to the north of the 62nd Parallel and some adjacent areas south of that parallel affected by comparable climatic conditions rendering agricultural activity particularly difficult.
Athyglivert að að notað er orðalagið "long-term", þ.e.a.s til langtíma. Erfitt er að sjá fyrir sér að ESB myndi ganga gegn þessari yfirlýsingu.
Stuðningur íslenska ríkisins við bændur nemur um 10 milljörðum króna samkvæmt nýjustu fjárlögum. Það veit Haraldur Benediktsson. Fordæmi frá aðildarsamningi Finna og Svía, myndu tryggja álíka ákvæði við stuðning til handa íslenskum bændum.
En afstaða Bændasamtakanna til AÐILDARVIÐRÆÐNA er NEI. Miðað við þetta er ólíklegt að sú afstaða breytist. NEI-bænda mun því væntanlega hljóma áfram eins og kröftugt baul úr búki Búkollu!
Heimildir: Morgunblaðið, Helsingin Sanomat.
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Formaður Bændasamtakanna úti á túni og ríður ekki feitum hesti frá þessari umræðu.
Mykjudreifarinn í Hádegismóum greiddur af sægreifum.
Þorsteinn Briem, 10.2.2010 kl. 23:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.