Leita í fréttum mbl.is

Haraldur og sjónhverfingarnar í MBL

Haraldur BenedikssonÞað verður að segjast eins og er að forsíða MBL í gær var sérkennileg, allavegana sá hluti sem sneri að Bændasamtökum Íslands og formanni þeirra, Haraldi Benediktssyni. Fyrirsögn aðalfréttarinnar er "Norrænn stuðningur er sjónhverfing" og er þar verið að fjalla um þau ákvæði í aðildarsamningi Finna að ESB er lúta að stuðningi við landbúnað. Orðrétt segir í MBL:

,,Tal um stuðning ESB við svokallaðan norðlægan landbúnað er sjónhverfing. Við teljum að ekkert sé þar á bak við," segir Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands."

Síðan ræðir Haraldur þá staðreynd (sem lengi hefur legið fyrir) að finnsk stjórnvöld fengu að halda áfram að styrkja finnskan landbúnað og sé þar af leiðandi greiddur af finnskum skattgreiðendum:

"Mér hefur sjaldan brugðið jafn mikið og þegar þetta kom fram," segir Haraldur og vísar þá til funda með finnsku samningamönnunum og vinnu með íslenskum fræðimönnum á þessu sviði. "Maður verður sífellt meira undrandi á fullyrðingum um að hinu og þessu sé hægt að ná í samningum. Staðreyndin er sú að við erum í aðildarferli, ekki samningum, og nokkuð ljóst að ESB lagar sig ekki að okkur," segir Haraldur.

Í kjölfar þessara yfirlýsinga Haraldar er vert að benda á að það hefur alltaf legið fyrir að það væru finnsk yfirvöld sem myndu greiða stærstan hluta hins norræna styrkjar. Ákvæði samningsins eru um að Finnar máttu halda stuðningi sínum við sína bændur óbreyttum. Þetta eru ekki nýjar fréttir og því sérkennilegt að slá þessu allt í einu upp núna.

Og allt tal um sjónhverfingar dæma sig sjálfar. ,,Við teljum að ekkert sé þar á bakvið," segir Haraldur. Hljómar þetta ekki eins og einhverskonar afneitun? Það er nefnilega alveg hellingur þarna á bakvið, eða samningar um stórfelldan opinberan stuðning við finnskan landbúnað, til þess að tryggja tilverurétt þess atvinnuvegar. Því Finnar eru alveg eins og Íslendingar, vilja finnskar landbúnaðarvörur. 

Í frétt sem birtist í Helsingin Sanomat í nóvember 2007 lýsir einmitt forsætisráðherra Finna, Matti Vanhanen, yfir mikill i ánægju með framlengingu ákvæðis 141 í samningi Finna, í sex ár í viðbót. Þar samþykkti ESB alfarið hugmyndir Finna! 

Í annarri frétt í sama blaði nokkrum dögum síðar segar Vanhanen að ákvæði 141, sé sú lausn sem tryggir afkomu finnskra bænda (,,..secure livelihood of its farmers..."). Eru þetta sjónhverfingar? Er þetta ekki kristaltært dæmi um hvernig smáríki (Finnland er jú ekki stórt!) nær sínu fram í samningum við ESB og hvernig sambandið virðir kröfu smáríkis? Að ESB aðlagi sig að hagsmunum smáríkis?

Grein 142 í aðildarsáttmála Finnlands, Svíþjóðar (og Noregs, sem felldu) hljómar svona:

The Commission shall authorize Norway, Finland and Sweden to grant long-term national aids with a view to ensuring that agricultural activity is maintained in specific regions. These regions should cover the agricultural areas situated to the north of the 62nd Parallel and some adjacent areas south of that parallel affected by comparable climatic conditions rendering agricultural activity particularly difficult.

Athyglivert að að notað er orðalagið "long-term", þ.e.a.s til langtíma. Erfitt er að sjá fyrir sér að ESB myndi ganga gegn þessari yfirlýsingu.

Stuðningur íslenska ríkisins við bændur nemur um 10 milljörðum króna samkvæmt nýjustu fjárlögum. Það veit Haraldur Benediktsson. Fordæmi frá aðildarsamningi Finna og Svía, myndu tryggja álíka ákvæði við stuðning til handa íslenskum bændum.

En afstaða Bændasamtakanna til AÐILDARVIÐRÆÐNA er NEI. Miðað við þetta er ólíklegt að sú afstaða breytist. NEI-bænda mun því væntanlega hljóma áfram eins og kröftugt baul úr búki Búkollu!

Heimildir: Morgunblaðið, Helsingin Sanomat.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Formaður Bændasamtakanna úti á túni og ríður ekki feitum hesti frá þessari umræðu.

Mykjudreifarinn í Hádegismóum greiddur af sægreifum.

Þorsteinn Briem, 10.2.2010 kl. 23:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband