23.7.2010 | 02:40
0.27% stuðningur - bréf frá samtökum Nei-sinna sent á alla þingmenn Evrópuþingsins
Íslenskir Nei-sinnar berjast eins og naut í flagi gegn því að fylgt verði eftir þeirri lýðræðislegu ákvörðun frá því í fyrra að sækja um aðild að ESB. Þeir biðla m.a. til annarra Nei-sinna erlendis um stuðning, þar á meðal tveggja harðsoðinna íhaldsmanna, Daniel Hannan og Nigel Farage (mynd), sem báðir eru þingmenn á Evrópuþinginu (MEP).
Íslenskir Nei-sinnar hafa m.a. sent hinum síðarnefnda bréf, en DV fjallar um þessa sendingu í gær.
Farage er formaður UK Independence Party, sem er pínulítill flokkur lengst, lengst til hægri í breskum stjórnmálum. Þetta er svokallaður "nokkurra-prósenta-flokkur", þ.e. hann hefur nánast ekkert fylgi (fékk 3.5% í síðustu kosningum!)
En Farage stofnaði þennan flokk, eftir að hafa farið í fýlu vegna þess að John Major, þáverandi forsætisráðherra Bretlands, skrifaði undir Maastricht-sáttmála ESB.
Íslenskir Nei-sinnar sækja sér s.s. skjól hjá mönnum sem þessum.
Farage og Hannan eru tveir af 736 þingmönnum Evrópuþingsins og þeir tveir sem berjast gegn aðild Íslands að ESB. Þetta gerir um 0.27% stuðning við það að Ísland gangi ekki í ESB á Evrópuþinginu!
Sýnir fyrst og fremst mikla örvæntingu og hræðslu Nei-sinna við það að aðildarferlið fari í gang og að Ísland fái hagstæðan samning, sérstaklega varðandi sjávarútvegsmál.
Því þá eru yfir 70% fylgjandi aðili, eins og kom ekki fram í könnun sem MBL lét gera fyrir sig um daginn (sjá hér).
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
"Ráðamenn töluðu alltaf um, þegar málið var kynnt sumarið 2009, að um könnunarviðræður væri að ræða, ekki aðildarviðræður."
Heimssýn sendir bréf til útlanda
Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að leggja inn umsókn um aðild Íslands að ESB og að loknum viðræðum við sambandið verði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um væntanlegan aðildarsamning. Við undirbúning viðræðna og skipulag þeirra skal ríkisstjórnin fylgja þeim sjónarmiðum um verklag og meginhagsmuni sem fram koma í áliti meiri hluta utanríkismálanefndar."
Nefndarálit meirihluta utanríkismálanefndar
Þingmenn í Samfylkingunni, Vinstri grænum og Framsóknarflokknum, ítem Þráinn Bertelsson, greiddu atkvæði með umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu.
Samþykkt á Alþingi 16. júlí í fyrra: 33 þingmenn sögðu já en 28 nei og 2 greiddu ekki atkvæði. (Gunnar Bragi Sveinsson sagði nei.)
Þingsályktun um aðildarumsókn að Evrópusambandinu
Þorsteinn Briem, 23.7.2010 kl. 03:31
"Samfylkingin er einangruð á Alþingi sem eini ESB-flokkurinn."
Heimssýn sendir bréf til útlanda
Ályktun flokksþings framsóknarmanna í fyrra um aðildarviðræður við Evrópusambandið:
"Markmið
Að Ísland hefji aðildarviðræður við Evrópusambandið á grundvelli samningsumboðs frá Alþingi sem tryggi hagsmuni almennings og atvinnulífs og þá sérstaklega sjávarútvegs og landbúnaðar.
Þá er fullveldi og óskorað forræði Íslendinga yfir auðlindum þjóðarinnar grundvallarkrafa í þeim viðræðum.
Viðræðuferlið á að vera opið og lýðræðislegt og leiði viðræðurnar til samnings skal íslenska þjóðin taka afstöðu til aðildarsamnings í þjóðaratkvæðagreiðslu í kjölfar upplýstrar umræðu.
Skilyrði
• Skýr og einhliða úrsagnarréttur, sem er þegar viðurkenndur í aðalsáttmála ESB, verði hluti aðildarsamnings.
• Staðfest verði að Íslendingar einir hafi veiðirétt innan íslenskrar fiskveiðilögsögu og að fiskveiðistjórnun verði áfram innanríkismál Íslendinga, enda styðjist hún við reglur ESB um stöðug hlutföll, nálægðarreglu og Lúxemborgarsamkomulagið. Ísland verði sjálfstæður aðili að samningum um flökkustofna.
• Fæðuöryggi þjóðarinnar verði tryggt og viðurkennd nauðsyn á sérstökum ákvæðum vegna fámennis þjóðarinnar.
• Viðurkennt verði að íslenskur landbúnaður sé heimskautalandbúnaður.
• Framleiðsla og úrvinnsla íslenskra búfjárstofna verði tryggð ásamt sérstöðu og hreinleika íslenskra búfjárstofna.
• Staðfest verði að vegna aðstæðna á Íslandi og fámennis þjóðarinnar hafi Íslendingar varanlegan rétt til að setja lög um forgangsrétt manna með lögheimili og fasta búsetu á Íslandi til að eiga ráðandi hlut í jarðeignum, lóðum, fasteignum og atvinnufyrirtækjum, enda styðjast slík ákvæði við núgildandi reglur á Álandseyjum, Möltu, Azoreyjum og víðar innan ESB.
• Í upphafi viðræðna verði gerður stöðugleikasamningur við Evrópska seðlabankann sem tryggi stöðugt gengi íslensku krónunnar þar til Íslendingar taka upp evru.
• Tekið verði tillit til stöðu íslensks efnahagslífs við umbreytingu peninga- og gjaldeyrismála á Íslandi.
• Ákvæði verði um varðstöðu um íslenska þjóðmenningu, þjóðtungu og þjóðhætti á Íslandi. Íslenska verði viðurkennt sem eitt hinna opinberu tungumála ESB."
Ályktun flokksþings Framsóknarflokksins um aðildarviðræður við Evrópusambandið
Þorsteinn Briem, 23.7.2010 kl. 03:45
"Samkvæmt skoðanakönnunum er meirihluti Íslendinga mótfallinn inngöngu Íslands í ESB."
Heimssýn sendir bréf til útlanda
RÚV 1.7.2010:
"Nokkuð athyglisvert er að innan við helmingur svarenda telur sig þekkja vel kosti og galla ESB-aðildar og viðurkennir fjórðungur mikið þekkingarleysi.
Þá kemur fram að fólk treystir innlendum fjölmiðlum fremur illa til að fræða sig um kosti og galla aðildar. Aukinn meirihluti þjóðarinnar segist þó helst vilja fá upplýsingar um þá kosti og galla í umræðu- og heimildaþáttum í útvarpi og sjónvarpi."
Fyrir þremur árum voru Íslendingar hamingjusamasta þjóð í heimi og þá var hér ENGIN spilling, samkvæmt skoðanakönnunum.
Þorsteinn Briem, 23.7.2010 kl. 03:58
Birkir Jón Jónsson, Guðmundur Steingrímsson og Siv Friðleifsdóttir.
Þingmenn vinstri grænna sem greiddu atkvæði með aðildarumsókninni:
Álfheiður Ingadóttir, Árni Þór Sigurðsson, Bjarkey Gunnarsdóttir (varamaður Björns Vals Gíslasonar), Katrín Jakobsdóttir, Lilja Mósesdóttir, Steingrímur J. Sigfússon, Svandís Svavarsdóttir og Ögmundur Jónasson.
Einnig greiddu atkvæði með aðildarumsókninni, auk allra þingmanna Samfylkingarinnar, sjálfstæðismaðurinn Ragnheiður Ríkharðsdóttir og Þráinn Bertelsson, utan þingflokka.
Sátu hjá:
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.
Óli Björn Kárason situr nú á Alþingi sem varamaður Þorgerðar Katrínar og enda þótt Óli Björn, Lilja Mósesdóttir og Ögmundur Jónasson greiddu öll atkvæði með þingsályktunartillögu um að draga til baka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu, félli tillagan væntanlega á jöfnum fjölda atkvæða, 31 gegn 31.
Þar að auki hefði Ögmundur Jónasson tæpast áhuga á að fella ríkisstjórn, sem hann hefur sjálfur setið í, með því að greiða atkvæði með tillögunni og reyna þannig að koma í veg fyrir lýðræðislegar kosningar, þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarsamninginn.
Samþykkt á Alþingi 16. júlí í fyrra: 33 þingmenn sögðu já en 28 nei og 2 greiddu ekki atkvæði. (Gunnar Bragi Sveinsson sagði nei.)
Og Sjálfstæðisflokkurinn tapaði NÍU þingmönnum í alþingiskosningunum í fyrra.
Þorsteinn Briem, 23.7.2010 kl. 06:59
"Samfylkingin [...] beið afhroð í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum þann 29. maí síðastliðinn, sem og VG [Vinstri grænir]."
Heimssýn sendir bréf til útlanda
Sjálfstæðisflokkurinn tapaði NÍU þingmönnum í alþingiskosningunum í fyrra og Framsóknarflokkurinn tapaði fimm þingmönnum í alþingiskosningunum 2007.
Þorsteinn Briem, 23.7.2010 kl. 07:32
Lýðræðislegt hvað? Það var ekki neitt lýðræðislegt við umsóknina eins og pistillinn lýsir. Samfylkingarófétið beitti pólitísku ofbeldi eins og vanalega og af þeirra völdum var tillaga um að þjóðin hefði fyrsta og síðasta orðið felld. Lygar og rangfærslur já-sinna.
Elle_, 23.7.2010 kl. 15:51
Lýðræðiskjörnir alþingismenn samþykktu frumvarpið. Það er lýðræði.
Jújú það voru sumir VG menn sem eru á móti ESB en voru fylgjandi því að láta þjóðina kjósa um samninginn.
Þetta er lýðræði.
Sleggjan og Hvellurinn, 23.7.2010 kl. 16:23
Voru þvingaðir með hótunum Jóhönnu um stjórnarslit og það er ekki lýðræði.
Elle_, 23.7.2010 kl. 17:53
Kannski ætti ég ekki að nota orðið þvingaðir þarna. Þeim var hótað, það er enginn vafi og það er ólýðræðislegt. Hinsvegar voru VG-líðar sjálfir sekir um að hlýða hótununum eins og rakkar.
Elle_, 23.7.2010 kl. 17:56
Það verður kosið um samninginn í þjóðaratkvæðisgreiðslu. Er það ekki lýðræði?
Sleggjan og Hvellurinn, 23.7.2010 kl. 19:11
Nei, því umsóknin komst í gegn með hótunum. Og þjóðin átti að hafa fyrsta orðið um hvort sótt yrði um eða ekki og var rænd þessu. Núna vill 70% þjóðarinnar að umsóknin verði dregin til baka og það þarf. Samfylkingin batt líka þannig um hnútana að lokaniðurstaðan yrði ekki bindandi. Það er ekki lýðræði.
Elle_, 23.7.2010 kl. 19:27
60% þjóðarinnar er á móti ekki 70%.
Það er eðlilegt að kjósa um samning í staðinn fyrir að kjósa um kjaftasögur.
Sleggjan og Hvellurinn, 23.7.2010 kl. 20:21
Hélt það væru 70% En það er ekkert eðlilegt við fullveldisafsal lands og það er það sem það yrði og ekki heldur eðlilegt þó 51% vildi það. Ætti að mínum dómi að vera 70-75% í svo alvarlegu máli. Við værum að gefa upp fullveldið, því bandalagið er ekkert nema stækkandi stórríki og fer með æðsta vald yfir aðildarlöndunum og lögum þeirra.
Elle_, 23.7.2010 kl. 21:07
Elle, Sá skilningur sem þú leggur í fullveldi varð úreltur strax á 19 öldinni.
Jón Frímann Jónsson, 24.7.2010 kl. 02:16
Jón Frímann, allur skilningur þinn um fullveldi varð úreltur fyrir Krist.
Elle_, 24.7.2010 kl. 14:08
Elle, Sjáum hvort að þú skilur þetta hérna.
Ákvörðunarvald ESB á sér alltaf grundvöll í fullveldi og sjálfstæði aðildarríkjanna sjálfra. Ásamt þeim takmörkunum sem ákvörðunarvaldi ESB eru settar í sáttmálum ESB, sem eru æðstu lög Evrópusambandsins.
Náðiru þessu ?
Jón Frímann Jónsson, 24.7.2010 kl. 14:51
Æðsta vald er æðsta vald, Jón Frímann. Og hættu að tala niður til manns eða hættu að svara.
Elle_, 24.7.2010 kl. 15:02
Elle, Æðsta vald innan ESB er vald ríkjanna sjálfra. Hærra verður ekki komist, og er þetta vald rétthærra en vald Framkvæmdastjórnar ESB. Þeir sem fara með þetta vald eru Forsætisráðherrar aðildarríkjanna og engir aðrir.
Þannig að fullyrðingar þínar um meint valdleysi er tóm della.
Jón Frímann Jónsson, 25.7.2010 kl. 03:41
Endalaus og tóm della í öllum sem vilja ekki sættast á ofríkið og æðsta valdið í stórríkisbákninu?? Nei, þeir munu hafa ÆÐSTA VALD og skiptir engu hvað þú þrætir oft.
Elle_, 25.7.2010 kl. 12:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.