Leita í fréttum mbl.is

Iver B. Neumann: ESB-umræðan hér lík þeirri norsku

IS-ESB-2RÚV birti þessa frétt í kvöld:

" Sérfræðingur frá Óslóarháskóla segir umræðuna um aðild að Evrópusambandinu hér á landi líkjast umræðunni í Noregi að mörgu leyti. Hún snúist um „okkur og hina“ þar sem litið er á útlönd sem ógn en ekki samstarfsaðila.

Iver B. Neumann, prófessor og yfirmaður hjá norsku alþjóðamálastofnuninni, er staddur á Íslandi til að fjalla um stöðu Evrópumála í Noregi. Það sem honum þykir hvað áhugaverðast er hversu lítil umræða sé um Evrópusambandsaðild þar í landi.

Neumann telur að útkoman yrði mjög jöfn hér á landi kæmi til þjóðaratkvæðagreiðslu. Norðmenn hafa tvisvar hafnað aðild að Evrópusambandinu í þjóðaratkvæðagreiðslu, síðast árið 1994.

Neumann býst ekki við að Norðmenn eigi eftir að sækjast eftir aðild í nánustu framtíð þar sem þeir standi svo vel fjárhagslega. Staðan sé ekki sú sama á Íslandi."

Myndband um sama mál

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"In 1963, Norway and the United Kingdom applied for membership in the European Economic Community (EEC). When France rebuffed the UK's application, accession negotiations with Norway, Denmark, Ireland and the UK were suspended. This happened twice.

Norway completed its negotiations for the terms to govern a Norwegian membership in the EEC on 22 January 1972.

Following an overwhelming parliamentary majority in favour of joining the EEC in early 1972, the government decided to put the question to a popular referendum, scheduled for September 24 and 25.

The result was that 53.5% voted against membership and 46.5% for it."

"Norway entered into a trade agreement with the community following the outcome of the referendum. That trade agreement remained in force until Norway joined the European Economic Area in 1994.

On 28 November 1994, yet another referendum was held, narrowing the margin but yielding the same result: 52.2% opposed membership and 47.8% in favour, with a turn-out of 88.6%."

"Norway experienced rapid economic growth [...] from the early 1970s, a result of exploiting large oil and natural gas deposits that had been discovered in the North Sea and the Norwegian Sea.

Today, Norway ranks as the third wealthiest country in the world in monetary value, with the largest capital reserve per capita of any nation. Norway is the world’s fifth largest oil exporter, and the petroleum industry accounts for around a quarter of its GDP.

Following the ongoing financial crisis of 2007–2010, bankers have deemed the Norwegian krone to be one of the most solid currencies in the world."

Þorsteinn Briem, 24.8.2010 kl. 20:44

2 Smámynd: Gunnlaugur I.

Neumann þessi Norski veit ekkert hvað hann er að segja um Ísland.

Þessi gamli og bugaði ESB sinni hefur nú játað sig sigraðan en hann hefur frá unga aldri helgað líf sitt og starf baráttunni fyrir því að véla föðurland sitt undir yfirráð ESB valdsins og elítunnar í Brussel.

Það hefur sem betur fer fyrir land hans og þjóð ekki borið neinn árangur og nú sér hann að leikurinn er endanlega tapaður.

Nú viðurkennir hann að Noregur muni ekki ganga í ESB í fyrirsjánalegri framtíð.

Sama mun eiga við um Ísland ! 

Eftirá skýringar hans og afsakanir eru ekkert annað en sárindi og biturð.

Gunnlaugur I., 24.8.2010 kl. 20:54

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

14.5.2010:

"Norska ríkið neyðist til að skera niður útgjöld vegna þess að afgangur á fjárlögum er orðinn alltof mikill. Skuldleysi þjóðarinnar er orðið hættulegt og ógnar atvinnu manna. Gísli Kristjánsson [pistlahöfundur RÚV í Noregi,] útskýrir hvernig þessum þversögnum víkur við:

"Hér er það Sigbjörn Johnsen, fjármálaráðherra Noregs, sem er að tilkynna um niðurskurð á fjárlögum vegna þess að ríkið á of mikla peninga, svo mikla peninga að aðeins niðurskurður og sparnaður getur bjargað þjóðinni.

Rökin fyrir þessum niðurskurði eru augljós og hagfræðin að baki hefur lengi verið þekkt: Það er óttinn við afleiðingar þess að sleppa öllu þessu fé út í hagkerfið.

Of miklir peningar leiða til aukinnar eftirspurnar innanlands, sem leiðir til verðbólgu, sem leiðir til hækkandi vaxta, sem leiðir til straums af erlendum peningum inn í landið, sem leiðir til hækkandi gengis, sem leiðir til samdráttar í útflutningi, viðskiptahalla og atvinnuleysis.

Þetta er skrúfa sem hagfræðingar hafa oft lýst í smáatriðum og  skólabókardæmi um það sem getur gerst er
íslenska efnahagsbólan á árunum 2002-2008.

Hún var fjármögnuð með lánsfé en hér í Noregi stafar hættan af því að mikil verðmæti streyma upp úr gas- og olíulindum. Það má ekki sleppa þessu fé lausu. Það verður að loka það inni með valdi.

Að öðrum kosti væri hægt hér að búa til efnahagsbólu, margfalt, margfalt stærri og hættulegri en þá íslensku og með margfalt alvarlegri afleiðingum.

Í ljósi þessa er ekki að undra þótt norski fjármálaráðherrann sé gagnrýndur fyrir að ganga of skammt í niðurskurði.

Það eru þó aðeins bara eins og ein fjárlög Íslands sem eru tekin úr umferð núna og ekki meira en sem nemur vextinum í hagkerfinu.

Hægri menn hér segja að ríkisstjórnin hefði átt að gera meira en að taka bara kúfinn af. Það átti að skera af hörku.

Viðskiptablaðið Dagens Næringsliv tekur í sama streng í leiðara í dag og segir að fjármálaráðherra hafi brugðist vonum. Hann hafi verið tekinn inn í ríkistjórn einmitt til að til að skera niður en hafi svo bara krukkað smávegis í fjárlögin.

Miklu meiri niðurskurður bíði næsta árs. Niðurskurðurinn var bara 17 milljarðar en hefði þurft að vera 40-50 milljarðar.


Vandinn er ekki bara hættan ofhitun hagkerfisins innanlands. Það er skuldakreppa í Evrópu og hún getur komið illa við hagkerfi þar sem peningar fljóta yfir barma á öllum koppum og kirnum.

Það gerist þannig að ef norski seðlabankinn neyðist til að hækka vexti vegna ofþenslu, til dæmis á húsnæðismarkaði heima, leiðir það til versnandi samkeppnistöðu útflutningsgreina.

Vextir yrðu hærri í Noregi en í samkeppnislöndunum þar sem lágir vextir eru nauðsyn.
Háir vextir heima draga að sér erlent sparifé, það myndast óeðlileg eftirspurn eftir norskum krónum, gengið hækkar og það rýrir enn samkeppnisstöðuna.

Þetta gerðist líka á Íslandi þegar vextir voru komnir upp í fimmtán prósent.
Seðlabankastjóri vill því fyrir alla muni sleppa við að hækka vexti og vill að ríkið skeri niður og taki peningana úr umferð – létti á þrýstingnum.

Hættan á kaupum útlendinga á norskum krónum er ein ástæða þess að
Jens Stoltenberg forsætisráðherra neitar staðfastlega að ríkið tryggi innistæður í norskum bönkum.

Aðeins fyrstu tvær milljónirnar eru tryggðar og ekkert meira.
Með fullri innlánstryggingu þættust erlendir peningamenn komnir í öruggt skjól með fé sitt í norskum banka, óeðlileg eftirspurn eftir krónum skapaðist, gengið hækkaði, útflutningur tapaði og fólkið missti vinnuna.

Staðan er sérstaklega viðkvæm vegna þess að á krepputíma má búast við að eftirspurn minnki almennt í heiminum. Og þar sem mest af útflutningi Norðmanna fer til Evrópu getur skuldakreppan þar haft alvarlegar afleiðingar.

Norðmenn verða því að draga úr kostnaði innanlands, rétt eins og skuldugar þjóðir, jafnvel þótt þeir eigi ofgnótt af peningum.


Við þetta bætist svo enn að norska ríkið á útistandandi hjá skuldugum þjóðum í gegnum Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um sex þúsund milljarða íslenskra króna.""

Ofgnótt fjár í Noregi

Þorsteinn Briem, 24.8.2010 kl. 21:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband