Leita í fréttum mbl.is

Þjóðarframleiðsla myndi aukast um 7% (100 milljarða) við aðild að ESB

Eyjan birtir frétt í dag og vísar til fréttar FRBL þar sem kemur fram að þjóðarframleiðsla hér á landi myndi aukast um 7% við aðild að ESB. Það eru um það bil 100 milljarðar íslenskra króna.

Þetta kemur fram í doktorsritgerð Magnúsar Bjarnasonar, stjórnmálafræðings, sem hann varði í Hollandi. Í frétt Eyjunnar segir:

,,Segir Magnús að sjávarútvegsmálin snúist ekki fyrst og fremst um hverrar þjóðar þeir eru sem veiða fiskinn heldur fyrst og fremst að ekki sé gengið á auðlindina. „Á meðan fiskinum er landað á Íslandi skapar það íslenska atvinnu en vandamálið er að hjá ESB hafa þeir veitt meira en stofnarnir þola og þeir eru að eyðileggja auðlindina.“

„Þetta þarf því að negla niður í aðildarsamningi, ekki „þegar þar að kemur“, því lausnin er alltaf sú að það er veitt meira en stofnarnir þola. Þetta er ekki bara efnahagsmál heldur umhverfismál líka.“

Kveða þurfi á um að tillögum vísindamanna um hámarksafla verði fylgt.

Landbúnaður

Magnús fjallar mikið um landbúnaðarmál í bók sinni og er niðurstaðan að aðild yrði jákvæð fyrir neytendur í landinu. Hins vegar sé einnig ljóst að hluti bænda á óhagkvæmum býlum þurfi að gera rekstur sinn arðbærari.

„Landbúnaðurinn er lítill hluti af þjóðarframleiðslunni en engu að síður er þetta matur, og hann má ekki bregðast. Það er oft talað um matvælaöryggi en á móti kemur að innlend framleiðsla er gjörsamlega háð innflutningi. Öll olía og allir traktorar og annað er innflutt. Það er alveg útilokað að segja að við ætlum að skerma okkur frá umheiminum og vera sjálfum okkur nóg.“

Aðild krefst hagræðingar í landbúnaði að mati Magnúsar og vissulega þurfi bændur að taka nokkuð til hjá sér. Raunin hafi verið að býlum hefur fækkað en þau stækkað hjá löndum innan sambandsins.

Evran

Upptaka evru hér yrði mjög til góðs að mati Magnúsar en aðeins ef efnahagsmálin séu í lagi af okkar hálfu. „Við þurfum að uppfylla skilyrði um að verðbólgan sé í lagi, að vaxtastig og ríkisfjármál séu í lagi. En þetta er allt í ólagi sem stendur.“

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband