Leita í fréttum mbl.is

Um að halda opnu - leiðari FRBL

Í leiðara Fréttablaðsins í dag fjallar Ólafur Þ. Stephensen um ESB-málið, sérstaklega  í ljósi atburða helgarinnar og skrifar: ,,Þrír stjórnmálaflokkar eru klofnir í afstöðu sinni til aðildar að Evrópusambandinu. Þetta eru Sjálfstæðisflokkurinn, Vinstrihreyfingin - grænt framboð og Framsóknarflokkurinn. Í stað þess að horfast í augu við að skoðanir eru skiptar og finna leiðir, sem færa deiluna af vettvangi flokkanna, reyna flokksmenn í öllum þremur stjórnmálahreyfingum að knýja fram "skýra afstöðu", sem stuðlar fyrst og fremst að því að viðhalda klofningi og deilum innan flokkanna."

Síðar segir: ,,Hagsmunir allra þessara flokka eru að halda málinu opnu, halda aðildarviðræðunum áfram og útkljá málið svo í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það eru sömuleiðis hagsmunir þeirra að baráttan fyrir atkvæðagreiðsluna fari fram á vettvangi já- og nei-hreyfinganna en rífi ekki flokkana í sundur. Það er ennfremur líklegt til að þjóna hagsmunum allra þessara flokka að sem beztur samningur náist við ESB. Þá geta Evrópusinnar innan þeirra ekki sagt, segi þjóðin nei við aðildarsamningi, að brögðum hafi verið beitt til að koma í veg fyrir að Ísland fengi bezta hugsanlega samning.

Vilji Framsóknarflokkurinn til dæmis ná betri fótfestu í þéttbýlinu, heldur hann málinu opnu. Sama á við um VG, vilji flokkurinn halda í ýmsa þá kjósendur, sem komu til hans í síðustu kosningum og eru jákvæðir gagnvart ESB-aðild. Og þetta á við um Sjálfstæðisflokkinn ef hann vill ná aftur til sín kjósendum, sem fóru yfir til Samfylkingarinnar vegna stefnunnar í Evrópumálum og ef hann vill hindra að fyrir næstu kosningar verði til nýr Evrópusinnaður hægriflokkur."

Allur leiðarinn 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Flestir Íslendingar eru einmitt búnir að fá meira en nóg af "vilja"þessara fjögurra stjórnmálaflokka,sem oftar en ekki eru þvingaðar fram af kanónum þeirra,a.m.k.eftir að þeir dýrðar dagar liðu undir lok, þegar borin var virðing fyrir formennum þeirra.Ég sem er andstæðingur ESB.inngöngu langar að spyrja  ósköp hversdagslegra spurninga einar af mörgum.                                                                         Er það ekki rétt að landbúnaðarvörur,kjöt og mjólkurafurðir,séu mun ódýrari hér heldur en í ESB.löndum?                         Annað,,,eru ekki að opnast markaðir fyrir kjöt útflutning til BNA og fleiri landa,er ekki skyr að slá í gegn?Er þar ekki leið til markaðsvinnu um leið og við eflum landbúnað?

Helga Kristjánsdóttir, 23.11.2010 kl. 00:49

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fyrir alþingiskosningarnar í fyrra voru 38% vinstri grænna hlynnt aðild Íslands að Evrópusambandinu og 56% hlynnt viðræðum um aðild að sambandinu.

Viðhorf Íslendinga til Evrópusambandsins fyrir alþingiskosningarnar í fyrra

Þorsteinn Briem, 23.11.2010 kl. 00:52

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

SKOÐANAKANNANIR nú skipta hins vegar engu máli varðandi umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu, enda liggur umsóknin nú þegar fyrir og hefur legið fyrir frá því 17. júlí í fyrra, studd af fólki í flestum eða öllum stjórnmálaflokkum hér.

Þorsteinn Briem, 23.11.2010 kl. 00:53

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

48. gr. Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum."

Stjórnarskrá Íslands

Þorsteinn Briem, 23.11.2010 kl. 00:55

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er FYLGJANDI aðild Íslands að Evrópusambandinu, og hún var VARAFORMAÐUR SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS 2005-2010.

Þorsteinn Briem, 23.11.2010 kl. 00:56

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ragnheiður Ríkharðsdóttir, ÞINGMAÐUR SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS frá árinu 2007, er einnig FYLGJANDI aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Þorsteinn Briem, 23.11.2010 kl. 00:58

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Úr kosningastefnuskrá Framsóknarflokksins fyrir alþingiskosningarnar í fyrra:

"Við viljum að Ísland hefji aðildarviðræður við Evrópusambandið á grundvelli samningsumboðs frá Alþingi sem tryggi hagsmuni almennings og atvinnulífs og þá sérstaklega sjávarútvegs og landbúnaðar, líkt og kveðið er á um í skilyrðum síðasta flokksþings framsóknarmanna.

Viðræðuferlið á að vera opið og lýðræðislegt og leiði viðræðurnar til samnings skal íslenska þjóðin taka afstöðu til aðildarsamnings í þjóðaratkvæðagreiðslu í kjölfar upplýstrar umræðu."

Kosningastefnuskrá Framsóknarflokksins fyrir alþingiskosningarnar í fyrra, sjá bls. 4

Þorsteinn Briem, 23.11.2010 kl. 01:00

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þingmenn framsóknarmanna sem greiddu atkvæði með þingsályktun um aðildarumsókn að Evrópusambandinu:

Birkir Jón Jónsson, Guðmundur Steingrímsson og Siv Friðleifsdóttir.

Þorsteinn Briem, 23.11.2010 kl. 01:01

9 Smámynd: Þorsteinn Briem


Nefndarálit meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis um aðild Íslands að Evrópusambandinu:


"Undirritun aðildarsamnings með fyrirvara um staðfestingu.

Skýrsla utanríkisráðherra til Alþingis um samningsniðurstöðuna.

Ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um aðildarsamninginn.


Ef niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar er jákvæð kynnir utanríkisráðherra þingsályktunartillögu um staðfestingu aðildarsamningsins í ríkisstjórn og leggur fyrir Alþingi að fengnu samþykki stjórnarþingflokka og forseta Íslands.

Alþingi samþykkir samkvæmt 21. grein stjórnarskrárinnar að samningurinn verði staðfestur af Íslands hálfu, með fyrirvara um nauðsynlegar stjórnarskrárbreytingar.

Tillaga um stjórnarskrárbreytingar lögð fyrir Alþingi samkvæmt 79. grein stjórnarskrárinnar. Ef tillagan er samþykkt er þing rofið og boðað til kosninga.

Samþykki nýkjörið Alþingi ályktunina um stjórnarskrárbreytingar óbreytta skal hún staðfest af forseta Íslands og er hún þá gild stjórnskipunarlög."

Þorsteinn Briem, 23.11.2010 kl. 01:38

10 identicon

Helga:  Þú spyrð hér að ofan hvort landbúnaðarvörur hér á landi séu ódýrari en í ESB.  Verðlag er auðvitað mismunandi í löndum ESB.  En ég get sagt þér að landbúnaðarvörur eru miklu ódýrari í Berlín en á Íslandi.

Ég er með annan fótinn á Íslandi og versla í báðum löndum.  Ég ber saman verð og það er alveg augljóst að verðlag á Íslandi er hærra.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 23.11.2010 kl. 02:08

11 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ísland hefur hæsta verðlag í gervallri evrópu og þá er noregur ekki undanskilinn ! 

Óskar Þorkelsson, 23.11.2010 kl. 04:27

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Árið 2008 voru flutt út frá Íslandi 1.800 tonn af kindakjöti fyrir 848 milljónir króna.

Þar af fóru 833 tonn til Bretlands og Danmerkur,
sem var töluvert meira en til Noregs og Færeyja, og einungis 65 tonn til Bandaríkjanna.

Hagtölur landbúnaðarins 2010

Þorsteinn Briem, 23.11.2010 kl. 05:03

14 Smámynd: Gunnlaugur I.

Þið farið hér mikið yfir klofningi í ESB málum í öðrum flokkum.

Ólafur Stephenssen talar um klofning hjá Sjálfstæðisflokknum, VG og Framsókn.

En hann passar sig að minnast ekki á að samkvæmt þeim skoðanakönnunum sem gerðar hafa verið er mikill meirihluti stuðningsmanna þessara flokka algerlega andsnúinn ESB aðild og hefur andstaðan verið þetta 70 til 90%. Af þessum 10-30% eru auðvitað sumir hlutlausir eða hafa ekki gert upp hug sinn. Þannig að stuðningur við ESB aðild hjá þessum flokkum er hverfandi og í raun sáralítil. Svipað á við um stuðningsmenn Hreyfingarinnar og einnig þes stóra hóps sem engan flokk styður. Þar er andstaðan við ESB aðild líka gríðarleg.

En svo hefur komið í ljós að í rauninni er klofningurinn mestur meðal stuðningsmanna Samfylkingarinnar, því þar eru það aðeins 60 til 65% sem styðja ESB aðild og helför Samfylkingarinnar til Brussel.

En á þetta minnist ESB sinninn Ólafur Stephenssen ekkert.

Hann minnist heldur ekkert á að síðan Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti á Landsfundi sínum með yfirgnæfandi meirihluta harða og einarða andstöðu við ESB aðild, þá hefur fylgi flokksins aukist gríðarlega í hverri skoðanakönnuninni á fætur annarri.

Annað sögðu ESB sinnarnir að flokkurinn væri að einangra sig og mála sig útí horn.

Á sama tíma hefur fylgið við ESB-Samfylkinguna hrunið en þeir hafa nú misst næstum 30% af fylgi sínu frá s.l. kosningum.

ESB trúboðið er á villigötum og reynir í örvæntingu að tala um klofning annars staðar, en lítur ekki í eigin barm og sér ekki að sífellt fleiri yfirgefa trúna á ESB helsið !

Virkin þeirra falla hvert af öðu, Grikkland og Írland og hvað næst  og eftir stendur nú lítið annað en lygi og blekkingar ESB trúboðsins. 

Gunnlaugur I., 23.11.2010 kl. 10:36

15 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Er "virkið" Ísland ekki lögnu fallið???

Sleggjan og Hvellurinn, 23.11.2010 kl. 13:50

16 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Að gagnrýna þessi lönd sem eiga í erfileikum.... komandi frá Íslandi er einsog að kasta stein úr glerhúsi....   mín skoðun.

Sleggjan og Hvellurinn, 23.11.2010 kl. 13:51

17 Smámynd: Gunnlaugur I.

Sleggjan & Co.

Grikkland og Írland eru miklu verr stödd heldur en Ísland á alla vegu, sama hvernig skoðað er. 

Ekki er evran að hjálpa þeim nema síður sé. Erlend fyrirtæki og erlendir fjárfestar flýja þessi ríki svo sér undir yljarnar á þeim. Skuldatryggingarálag allra þeirra er mörgum sinnum hærri en á Íslandi. Samdráttur atvinnulífsins og kaupmáttar launa miklu harkalegri og ríkisskuldir sem hluti af landsframleiðslu 2falt eða 3falt hærri eftir allar skuldsetningarnar frá AGS og ESB. Auk þess er atvinnuleysi þessara ríkja allra 2falt til 3falt hærra en það er á Íslandi. Gæfulegt eða hitt þó heldur. 

Síðan bíða hin PIIGS ríkin í þessum gyllta biðsal ESB/Evru dauðans, handjárnuð á höndum og fótum með Evruna og kominn uppá náð og miskunn Commízararáðana í Brussel.

Þessari steingeldu Náhirð ESB- elítunnar og þeirra ónýtu silkihúfa, viljið þið ESB troboðið á Íslandi nú troða þjóð ykkar inn í !

Hafiði ævarandi skömm fyrir !   

Gunnlaugur I., 23.11.2010 kl. 15:44

18 Smámynd: Þorsteinn Briem

Heildarskuldir íslenskra fyrirtækja voru 22.675 milljarðar króna í árslok 2008, andvirði 170 Kárahnjúkavirkjana.

Þorsteinn Briem, 23.11.2010 kl. 16:15

20 Smámynd: Þorsteinn Briem

GENGI EVRU er nú 51% HÆRRA gagnvart Bandaríkjadal og 37% HÆRRA gagnvart breska sterlingspundinu en í ársbyrjun 2002 þegar evruseðlar voru settir i umferð.

Þorsteinn Briem, 23.11.2010 kl. 16:24

21 Smámynd: Þorsteinn Briem

GENGI EVRU gagnvart sænsku OG norsku krónunni er nú um 2% hærra en í ársbyrjun 2002 þegar evruseðlar voru settir í umferð.

Þorsteinn Briem, 23.11.2010 kl. 16:32

22 Smámynd: Þorsteinn Briem

Árið 2008 fóru tæplega 70% af útflutningi Noregs til fimm Evrópusambandsríkja, Bretlands 27%, Þýskalands 12,8%, Hollands 10,4%, Frakklands 9,4% og Svíþjóðar 6,5%.

Þorsteinn Briem, 23.11.2010 kl. 16:43

23 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Evran er of hátt skráð og ættu allir sem eiga evrur að selja þær sem fyrst.Hallinn á ríkisbúskap evrulandanna er svo mikill  að ekkert getur komið í veg fyrir hrun evrunnar, jafnvel ekki aukinn vopnasala til þiðja heimsins.Evruríkin munu í framtíðinni eiga erfitt með að skapa aukna orku til að halda uppi hagvexti og þar sem engar náttúruauðlindir og litið landrími er í evrulöndunum munu þau akki geta farið út í framleiðslu á náttúrurlegri olíu í stórum stíl.Evrulandanna bíður ekkert annað en fátækt í framtíðinni.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 23.11.2010 kl. 17:32

24 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Öll hrávara og matvæli eru að hækka á heimsmarkaði og bitnar það fyrst og fremst á evrulöndunum.Þess vegna meðal annars snúa þau sér til Rússlands þar sem nóg verður af öllu í framtíðinni.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 23.11.2010 kl. 17:36

25 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Jöklabréf eða krónubréf (e. glacier bonds) eru skuldabréf sem gefin voru út í íslenskum krónum af erlendum aðilum frá ágúst 2005.

Áætlað er að erlendir fjárfestar eigi krónubréf að andvirði 300-400 milljarðar króna, sem er um fjórðungur af landsframleiðslu Íslands.

Forsendur viðskipta sem þessara er
mikill munur á vöxtum í hagkerfum viðkomandi landa, hátt sögulegt gengi þess gjaldmiðils sem bréfin eru gefin út í og mikil eftirspurn í því landi eftir lánsfé.

Stýrivextir
Seðlabanka Íslands voru komnir í 13,3% í júní 2007, 15,5% í maí 2008 og 18% í október 2008."

Jöklabréf
- Wikipedia


Stýrivextir hérlendis og á evrusvæðinu 2002-2007

Þorsteinn Briem, 23.11.2010 kl. 17:36

27 identicon

Sigurgeir:  Það er alveg hárrétt athugað hjá þér að evran stendur ekki vel.  En svo spyr maður sig ef evran á að falla í verði, á móti hvaða gjaldmiðli.  Flest ríki heims eiga í miklum vandræðum í dag.  Það kemur evrunni vel í dag annars væri hún miklu lægri í dag en hún er í raun og veru.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 24.11.2010 kl. 02:44

28 Smámynd: Gunnlaugur I.

Ef einhver er að henda "Steinum" úr Glerhúsi, þá er það Steini Briem, sem hendir sínum Steinum og grjóthnullungum að vanda á Lýðveldið Ísland úr Glerhúsi ESB Elítunnar.

Glerinu rignir hinns vegar mest yfir hann sjálfan því Glerhús ESB elítunnar leikur sjálft á reiðiskjálfi.

Bara til að minna ykkur enn og aftur á lygarnar og blekkingarnar sem þið reynduð að selja þjóðini okkar hér eftir hrunið:

"ÞETTA HEFÐI ALDREI GETAÐ GERST, HEFÐUM VIÐ VERIÐ Í ESB OG MEÐ EVRU" 

Þessi mesta og versta blekking og lygi gjörvallrar Íslandssögunnar er nú hruninn til grunna og ofan á þeim rústum liggja nú brunarústir Gríska og Írska hagkerfisins og fleiri hagkerfi ESB/Evru al-sælunnar eru nú líka við það að falla ofan á þessa sömu hrúgu.

Þau bíða skjálfandi hin hagkerfi PIIGS landa ESB Valdaelítunnar, í gylltum biðsal ESB/Evru dauðans ! 

Þeim verður líka reynt að "bjarga" af ESB/AGS elítunni, ekki þeirra sjálfra vegna því vandlega verður séð fyrir því að þeim sem "bjargað" verður með þessum hætti, verði haldið í hrömmum skuldafjötra og ósjálfstæðis og volæðis um margra ára skeið.

Nei þetta er einungis gert til þess að halda dauðahaldi í þessa tilbúnu mynteiningu og þá útópíu ESB elítunnar um ESB Stórríkið, en einnig til þess að Evran sjálf hrynji ekki öll til grunna ofan á alla hrúguna og ofan á sjálfa Elituna sem ræður þessu óburðuga og handónýta Ríkjasambandi sem heitir ESB.

Gunnlaugur I., 24.11.2010 kl. 10:13

29 identicon

Gunnlaugur, ef þú skoðar efnahagsástandið í Grikklandi og Írlandi þá veistu að þetta er heimatilbúinn vandi.

Þetta er þeim sjálfum að kenna.

Annars, segðu mér ef þú ert ekki á sama máli af hverju varð þetta efnahagshrun í ríkjunum?

Það er alveg týpískt að leita að ástæðum hjá öðrum en manni sjálfum.

Þurfti Grikkland að taka svona mikil lán?  Af hverju?

Þurfti írska ríkisstjórnin að búa til húsnæðisbólu?  Þurfti írska ríkisstjórnin að leyfa bönkunum að starfa eins og þeir vildu?

Vissir þú það að þýskir bankar fóru til Írlands til þess að losna við stífari reglur í Þýskalandi?

Það er ekki alltaf hægt að skella skuldinni á aðra.  Það er best að vera varkár en það voru þessi ríki alls ekki.

Ef evran hrynur, þá er það þeim löndum að kenna sem hana hafa.  Heimatilbúinn vandi.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 24.11.2010 kl. 13:10

33 Smámynd: Þorsteinn Briem

Atvinnuleysi hefur verið svipað undanfarið í Evrópusambandinu og Bandaríkjunum, eða 9,6% í Evrópusambandinu og 9,7% í Bandaríkjunum í maí síðastliðnum.

Atvinnuleysi í Evrópusambandinu og Bandaríkjunum í maí 2010


Vinnumálastofnun - Atvinnuleysi hérlendis í maí 2010


Ísland er hins vegar örlítill vinnumarkaður miðað við Evrópusambandslöndin og Bandaríkin.

Þorsteinn Briem, 24.11.2010 kl. 13:26

34 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Frá árinu 1957 hafa Norðurlandabúar getað ferðast á milli Norðurlandanna án vegabréfs.

Vinnumarkaður
Norðurlandanna hefur verið sameiginlegur frá árinu 1954 og nú ferðast um 40 þúsund manns á viku milli landanna vegna vinnu.

Og álíka margir flytjast búferlum á milli Norðurlandanna á hverju ári.
"

Sameiginlegur norrænn vinnumarkaður frá árinu 1954

Þorsteinn Briem, 24.11.2010 kl. 13:29

35 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Evrópska efnahagssvæðið (EES) er sameiginlegt markaðssvæði 30 ríkja í Evrópu sem komið var á með EES-samningnum og tók formlega gildi 1. janúar 1994.

Aðild að EES eiga öll 27 aðildarríki Evrópusambandsins, sambandið sjálft og 3 aðildarríki Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA)."

"Fjórfrelsið svokallaða gildir á öllu svæðinu en það felur í sér frjáls vöru- og þjónustuviðskipti, FRJÁLSA FJÁRMAGNSFLUTNINGA OG SAMEIGINLEGAN VINNUMARKAÐ.

Að auki kveður EES-samningurinn á um samvinnu EES-ríkjanna á sviði félagsmála, jafnréttismála, neytendamála, umhverfismála, menntamála, vísinda- og tæknimála o.fl."

Evrópska efnahagssvæðið
- Wikipedia

Þorsteinn Briem, 24.11.2010 kl. 13:32

36 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ef einhver vill kvarta undan íslenskri aðlögun að Evrópusambandinu getur viðkomandi hringt í Morgunblaðið.

Davíð Oddsson var forsætisráðherra þegar Ísland fékk aðild að Evrópska efnahagssvæðinu og Schengen-samstarfinu.

Þorsteinn Briem, 24.11.2010 kl. 13:34

38 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Gunnlaugur

Evran er að hjálpa þeim að því leyti að vextir eru lágir og þeir eru ekki með gjaldeyrishöft. Þegar vextir fóru uppí 18% hérna í miðri kreppu kostaði okkur marga milljarða skv SA. Svo hafa mörg fyrirtækið flúið land útaf gjaldeyrishöftunum og margir hagfræðingar hafa reiknað út að þessi höft kosta okkur milljarða á mánuði. Það eru einhver landsbyggðarsjúkrahús sem gætu notað þann pening.

Erlendir fjárfestar eru líka að flýja Ísland einsog hefur sannast. Óstöðugleikinn, höftin og krónan heillar ekki.

Það er rangt að kaupmáttur launa á Írlandi hafa dregist meiri saman en á Íslandi. Vegna gengisfall krónunnar hefur kaupmáttur hérna dregist saman um 50%.

Svo er alltaf gaman að þú ert að segja að Evran er dauð.... hvað er þá krónan?? Jarðaför hennar var haldin 2008 ef þú misstir af því.

Sleggjan og Hvellurinn, 24.11.2010 kl. 13:48

39 Smámynd: Gunnlaugur I.

Þruman & Sleggjan og Co. Dell ein stærsta erlenda fjárfesting Irlands var að fara með allt sitt hafurtask frá ESB og EVRU landinu Írlandi. Nefndu mér hvaða erlend fjárfesting hefur verið að flýja krónu landið Ísland. Ef .æææu nefnir íslenska frumkvöðla fyrirtækið CCP þa´er það rangt hjá þe´r þaví að þeir hafa enn þá íslenska kennitölu og haf verið að auka strfssemi sína og starfsmannafjölda sinn hérlendis. Þeir hafa ekki flutt kennitölu sína þó svo að þeir hafi um margra ára skeið haft starfssemi í fjölda annarra landa. Þeir hafa ekki flutt starfssemi sína frá Íslandi eins og margir vilja í áróðursskyni láta í veðri vaka þeir hafa einungis flutt hluta bréfa skráningu sína frá íslensku Kauphöllinni til þeirrar dönsku enn þar haf þeir reyndar verið um langan tíma.

Ég veit reyndar þvert á móti um fyrirtæki sem eru að flytja lögheimili sitt frá ESB og til Íslands vegna mjög þjálfaðs og menntað vinnuafls þægilegra viðmóts og lægri gjalda og skatta og sterkrar stöðu útflutnings iðnaðar þjóðarinnar. 

Einmitt vegna sjálfstæðis þjóðarinnar og fullveldis.

Ykkar rök fyrir ESB aðild eru ragnarök miðstýringar og steinrunnis kerfis ! 

Gunnlaugur I., 24.11.2010 kl. 16:41

40 Smámynd: Þorsteinn Briem

15.11.2010:

"Hlutabréf Össurar hf. voru afskráð í Kauphöll Íslands í dag en þar hafa þau verið skráð síðan 1999.

Gjaldeyrishöftin og krónan eru meðal ástæðna þess að viðskipti með hlutabréf í Össuri hf. fara nú einungis fram í Danmörku.

Jón [Sigurðsson, forstjóri Össurar hf.,] segir að til lengri tíma litið sé erfitt að reka alþjóðafyrirtæki á Íslandi með krónuna sem gjaldmiðil og stjórnendur Össurar hafi aldrei farið leynt með þá skoðun sína.

Með gjaldeyrishöftum sé þetta síðan nánast ekki hægt.
"

Hlutabréf Össurar hf. afskráð í Kauphöll Íslands

Þorsteinn Briem, 24.11.2010 kl. 17:16

41 Smámynd: Þorsteinn Briem

27.10.2010:

"Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP, sagði á hádegisfundi Evrópuvaktar Samfylkingarinnar í gær um evru eða krónu, að fyrirtæki hans væri í raun búið að leggja krónuna einhliða niður, þar sem það notar hana ekki.

Allir starfsmenn fyrirtækisins fá nú greitt í evru.


Nú eru tæplega 300 starfsmenn hjá fyrirtækinu hér á landi þar af hafa 80 manns flust til Íslands til að starfa hjá CCP.

Alls starfa um 600 manns hjá CCP og á þessu ári hafa verið ráðnir um 200 manns til starfa hjá fyrirtækinu.

Fram kom hjá Hilmari að árið 2005 hafi horfið 150 milljón króna hagnaður CCP þegar krónan styrktist uppúr öllu valdi.

Hann telur gjaldeyrishöftin "sturluð" og það sé afar flókið að reka alþjóðlegt fyrirtæki í þessu örmyntarkerfi sem við búum við nú.


Hilmar fór síðan yfir hið mikilvæga framlag sprotafyrirtækja og hugbúnaðariðnaðarins í hagkerfi landsins."

CCP framleiðir einn besta netleik heims: EVE-Online."

Umfjöllun um fundinn

Þorsteinn Briem, 24.11.2010 kl. 17:24

42 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Við skulum passa okkur á því að hrósa gjaldeyrishöftunum því ef við hefðum verið í ESB þá hefðum við ekki getað sett þau!!

Gjaldeyrishöftin eru bestu rökin gegn ESB aðild.

Lúðvík Júlíusson, 24.11.2010 kl. 17:25

43 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

og þrátt fyrir dapra hagvaxtarspá í USA þá er hún samt miklu betri en spár fyrir íslenska hagkerfið.

Lúðvík Júlíusson, 24.11.2010 kl. 17:26

44 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum var inneign íslenskra fyrirtækja á gjaldeyrisreikningum að meðaltali um 110 milljarðar króna síðustu tvö ár fyrir bankahrunið."

"Gjaldeyrishöftin eru einfaldlega yfirlýsing um að íslenska krónan sé ekki í lagi, þau virka eins og stórt viðvörunarskilti," segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA), í samtali við Fréttablaðið.

Vilhjálmur segir að fyrirtæki kjósi því að halda erlendum gjaldeyri á gjaldeyrisreikningum, frekar en að skipta honum í krónur.

Og samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum áttu íslensk fyrirtæki um 174 milljarða króna í erlendum gjaldeyri á svokölluðum gjaldeyrisreikningum í íslenskum fjármálastofnunum í maí [í fyrra]."

Samtök atvinnulífsins um gjaldeyrishöftin

Þorsteinn Briem, 24.11.2010 kl. 17:31

45 Smámynd: Þorsteinn Briem

Útflutningur á vörum og þjónustu árið 2009:

1. sæti:
Þjónusta 287 milljarðar króna (þar af samgöngur, flutningar og ferðaþjónusta 197 milljarðar króna),

2. sæti: Iðnaðarvörur
244 milljarðar króna (þar af ál 171 milljarður króna og kísiljárn 17 milljarðar króna),

3. sæti: Sjávarafurðir
209 milljarðar króna,

4. sæti: Landbúnaðarvörur
8 milljarðar króna.

Útflutningsverðmæti samgangna, flutninga og ferðaþjónustu var því níu milljörðum króna meira árið 2009 en útflutningsverðmæti áls og kísiljárns.

Utanríkisverslun, þjónustuviðskipti við útlönd árið 2009


Utanríkisverslun okkar Íslendinga með vörur árið 2009

Þorsteinn Briem, 24.11.2010 kl. 17:42

46 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Gunnlaugur.

Nær öll sprotafyrirtæki vilja að Ísland gengur í ESB... þannig að þín rök eiga ekki stoð í raunveruleikanum.

Sleggjan og Hvellurinn, 24.11.2010 kl. 19:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband