Leita í fréttum mbl.is

Framundan: Blóm í haga?

Í frétt á sænska SVT er sagt að íslenska kreppan sé að fá ”góðan endi,” að kostnaður vegna falls bankanna sé að hverfa í reyk og hagvöxtur sé framundan. Þá er rætt um lækkun stýrivaxta og að atvinnuleysið sé aðeins 6% (var 7,2% í september, innskot ES-blogg).

Rætt er við Ársæl Valfells, hagfræðing hjá HR í fréttinni og hann segir að Íslendingar hafi þurft að fara frá því að vera ”Kúvæt-búar” til þess að vera ”Kaupmannahafarbúar” (og hann þá á væntanlega við að hafa þurft að fara frá allsnægtum í einhverskonar ”normal”-ástand) .

Hann segir landið vera að ná sér á strik. Í fréttinni er sagt að mikilvægur þáttur í þessu sé að gjaldmiðillinn hafi fengið ”kjaftshögg” og að virði hans hafi hrunið.

Segir í fréttinni að þetta ”verkfæri” sé ekki til hjá löndum eins og Grikklandi, Írlandi eða Portúgal. Sama eigi við um þau Eystrasaltslönd, sem hafi tengt sig við Evruna.

Um Írland segir  Ársæll Valfells: ,,Nú eru það ríkisstjórnin og skattgreiðendur sem borga fyrir óábyrg útlán bankanna. Og ESB virðist vera þarna að baki. Þetta er röng leið og það var þessari leið sem Íslendingar höfnuðu í þjóðaratkvæði um Icesave.”

Það er alltaf áhugavert að velta fyrir sér hvort kom á undan hænan eða eggið! Varð það ESB sem lá að baki þessu? Nei, ríkisstjórn Írlands, ESB og Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn komust að SAMKOMULAGI um að koma Írum til hjálpar.

Hér birtist enn og aftur ”skúrkaímyndin” af ESB, sem virðist ofarlega í huga margra Íslendinga gagnvart ESB.

Í framhaldi af þessu má nefna á Ársæll Valfells hefur verið eindreginn stuðningsmaður þess að Íslendingar myndu taka einhliða upp Evru, þ.e. án samstarfs við ESB og án baktryggingar Evrópska Seðlabankans (ECB) . Sjá hér og hér

Þó krónan sé gölluð, þá er sennilega betra að reyna að nota hana með tengingu við Evru og þar með stuðning ECB. Með það að markmiði að skipta henni síðan út fyrir Evru og vera þá komin með alþjóðlegan, 100% nothæfan gjaldmiðil.

Og svona í lokin: Er hér allt að falla í lukkunnar velstand?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband