Leita í fréttum mbl.is

Fróđleikur á fimmtudegi - ný fundaröđ ađ hefjast: Sjávarútvegsmálin međ vinkli ađ vestan

Sterkara Ísland!Fyrsti fundurinn í fundarröđinni  "Fróđleikur á fimmtudegi"  verđur fimmtudaginn 27. janúar. Frummćlandi á fundinum verđur Gunnar Ţórđarson, viđskiptafrćđingur og verkefnastjóri hjá Matís á Vestfjörđum. Gunnar mun í erindi sínu fjalla um sjávarútvegsstefnu ESB og ađildarumsókn Íslands.

Gunnar er međ MS gráđu í rekstrarstjórnun frá H.A. og M.S. í alţjóđaviđskiptum frá Háskólanum á Bifröst. Hann hefur nánast allan sinn starfsferil starfađ viđ sjávarútveg eđa tengd störf hérlendis og erlendis.

Gunnar hefur mikinn áhuga á málefnum sjávarútvegs og tekiđ ríkan ţátt í pólitískri umrćđu um atvinnugreinina og hvernig megi hámarka ávinning ţjóđarinnar af nýtingu auđlindarinnar. Hann telur ađ hćgt sé ađ semja um sjávarútvegsmál viđ ESB, sem er forsenda inngöngu í sambandiđ. Ekki kemur til greina ađ fórna hagkvćmum sjávarútveg ţjóđarinnar á altari inngöngu, enda mikilvćgi hans fyrir íslenskt hagkerfi óumdeilt.

Fundurinn verđur haldinn í fundarsal Sterkara Íslands í Skipholti 50a frá kl. 17.00  til 18.00. Gert er ráđ fyrir ađ erindin taki 20-30 mín og síđan eru umrćđur og eru fundarmenn hvattir til ađ taka ţátt í umrćđunum.

Hvetjum til fjölmennis!


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband