Leita í fréttum mbl.is

ESB-máliđ í réttum farvegi: Rýnifundi um byggđamál lokiđ

esbis.jpgESB-málinu miđar vel áfram og er á áćtlun. Á vef utanríkisráđuneytisins birtist frétt í gćr um ađ rýnifyndi vegna byggđamál vćri lokiđ og í henni segir:

"Rýnifundi um 22. kafla samningaviđrćđna viđ Evrópusambandiđ, byggđastefnu ESB og samrćmingu uppbyggingarsjóđa, lauk í Brussel í dag. Á fundinum, sem var sá síđari af tveimur, báru sérfrćđingar Íslands og ESB saman löggjöf í ţessum samningskafla. Fyrir íslenska hópnum fór Ragnheiđur Elfa Ţorsteinsdóttir, formađur samningahópsins.

Byggđamál standa utan EES-samningsins og ţarf ađ semja um ţau frá grunni. Markmiđ byggđastefnu ESB er ađ  efla atvinnulíf og efnahagsstarfsemi innan svćđa sambandsins. Markmiđunum til stuđnings eru ţrír sjóđir, Samheldnisjóđur, Félagsmálasjóđur og Byggđaţróunarsjóđur. Ákveđin stjórnsýsla vegna umsýslu međ áćtlunum, verkefnum og fjármunum ţarf ađ vera til stađar í ađildarríkjunum, en eins og kemur fram í áliti meirihluta utanríkismálanefndar kunna ađ skapast ný tćkifćri til endurskipulagningar á byggđastefnu íslenskra stjórnvalda á grunni nýrrar hugmyndafrćđi.

Á fundinum kynntu íslenskir sérfrćđingar núverandi löggjöf, framkvćmd og stjórnsýslu í samhengi viđ byggđastefnu ESB. Af Íslands hálfu var lögđ áhersla á sérstöđu landsins, s.s. mannfćđ, strjálbýli og einangrun, sem hefur hamlandi áhrif á efnahag og samfélagsţróun. Mikilvćgt vćri ađ á grundvelli slíkra viđmiđa yrđi samiđ um framlög úr uppbyggingarsjóđum sambandsins. Finnland og Svíţjóđ hafa til ađ mynda notiđ sérstaks stuđnings vegna strjálbýlla svćđa á grundvelli ákvćđis í ađildarsamningi ţeirra.

Á međal annarra ţátta sem lögđ var sérstök áhersla á af Íslands hálfu á rýnifundunum má nefna:

  • Breytta efnahagsstöđu ţjóđarinnar.
  • Hvernig núverandi sérlausnir einstakra ađildarríkja og útvarđa sambandsins geti átt viđ um Ísland.
  • Ađ stjórnsýsla byggđamála verđi međ sem einföldustum hćtti svo ekki fari óeđlilega hátt hlutfall framlaga í umsýslukostnađ.
  • Áćtlanagerđ og stofnanaumgjörđ.

Greinargerđ samningahópsins sem fjallar um byggđamál hefur veriđ birt á heimasíđunni esb.utn.is."

Hér er greinargerđin

Ţar međ er enn einum rýnifundinum lokiđ, en á ţessum fundum fer fram greining á löggjöf ESB og Íslands, međal annars til ađ sjá muninn.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband