Leita í fréttum mbl.is

Ríkisendurskoðun með alvarlega gagnrýni á Bændasamtökin - Eru þau ríki í ríkinu?

KúÍ nýrri skýrslu sem Ríkisendurskoðun hefur birt kemur fram alvarleg gagnrýni á Bændasamtök Íslands. Margvísleg atriði eru nefnd, en almennt telur Ríkisendurskoðun að umfang og hlutverk sé þeirra sé of mikið í landbúnaðarmálum landsins. Í skýrslunni segir: "Að mati Ríkisendurskoðunar er núverandi eftirlit sjávarútvegs‐ og landbúnaðarráðuneytisins með framkvæmd samninga þess við Bændasamtökin ófullnægjandi. Ráðuneytið  reiðir sig um of á það eftirlit sem samtökin sjálf hafa með framkvæmdinni. Það gerir t.d. ekki úrtakskannanir á forsendum útreikninga sem liggja til grundvallar greiðslum. Brýnt er að sjávarútvegs‐ og landbúnaðarráðuneytið öðlist betri yfirsýn en það hefur nú um ráðstöfun og nýtingu fjármuna og þann árangur sem framlög til landbúnaðarmálaskila."

Þá gagnrýnir Ríkisendurskoðun það fyrirkomulag að Bændasamtökin sjái alfarið sjálf um hagskýrslugerð og um þetta segir í skýrslunni: "Að mati Ríkisendurskoðunar verður sjávarútvegs‐ og landbúnaðarráðuneytið að tryggja óhlutdræga og vandaða hagskýrslugerð fyrir íslenskan landbúnað. Gjalda verður varhug við að Bændasamtökum Íslands sé falin hagskýrslugerð á þessu sviði." Þetta er eitt af þeim atriðum sem bent hefur verið á í sambandið við aðildarviðræðurnar við ESB.

Má kannski velta fyrir sér spurningunni í framhaldi af skýrslu Ríkisendurskoðunar hvort Bændasamtökin séu nánast ríki í ríkinu hér á landi? Það er jú þægileg staða að hafa eftirlit með sjálfum sér. Árlega hafa framlög íslenskra skattborgara verið um 10 milljarðar til landbúnaðarins og er íslenskur landbúnaður sá landbúnaður sem nýtur hvað mestra ríkisstyrkja á byggðu bóli.

Fjallað hefur verið um þetta í fréttum, meðal annars hér og hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég vil að LÍÚ fái styrki á við Bændasamtökin til þess a fylgjast með sjávarútvegsfyrirtækjum.  Það er hneyklið.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 26.3.2011 kl. 16:47

2 identicon

Löggjöfin sem Bændasamtökin starfa eftir er skipulagslegt slys og stórgölluð. Hún er hins vegar verk Alþingis og stjórnvalda.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 26.3.2011 kl. 19:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband