Leita í fréttum mbl.is

Hallur Magnússon: ESB-mótstaða vegna misskilnings?

Hallur MagnússonHallur Magnússon, gerir ummæli Guðna á Útvarpi Sögu að umtalsefni í pistli á bloggi sínu og segir þar: "Guðni Ágústsson er á móti aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið vegna misskilnings.  Það kom skýrt fram í viðtali við hann á Útvarpi Sögu.

Rök Guðna gegn aðildarviðræðum voru eitthvað á þá leið að “…við Íslendingar viljum ekki innflutning á lifandi búfénaði og hráu kjöti til Íslands. Við Íslendingar viljum ekki að Íslendingar beri vopn og gegni herskyldu fyrir Evrópusambandið. Íslendingar vilja ekki að landhelgin okkar fyllist ef erlendum togurum sem veiða fiskistofnana okkar”.

Það er alveg rétt að við “…við Íslendingar viljum ekki innflutning á lifandi búfénaði og hráu kjöti til Íslands. Við Íslendingar viljum ekki að Íslendingar beri vopn og gegni herskyldu fyrir Evrópusambandið. Íslendingar vilja ekki að landhelgin okkar fyllist ef erlendum togurum sem veiða fiskistofnana okkar”.

Það hefur bara ekkert með aðildarviðræður og mögulega inngöngu að Evrópusambandinu að gera.

Þvert á móti.

Því  aðildarviðræðurnar ganga meðal annars út á að við mögulega inngöngu verði tryggt að slík innganga þýði EKKI innflutning á lifandi búfénaði og hráu kjöti til Íslands. Að Íslendingar beri EKKI vopn og gegni EKKI herskyldu fyrir Evrópusambandið.  Einnig að landhelgin okkar fyllist EKKI af erlendum togurum sem veiða fiskistofnana okkar.

Ef slíkt verður ekki tryggt í aðildarsamningi mun íslenska þjóðin fella hann í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Reyndar er alveg ljóst að mýtan um herskyldu sem ungir bændur undir leiðsögn trúbróður Guðna – Ásmundar Einars Daðasonar – reyndu að ljúga inn á þjóðina stenst ekki. Evrópusambandið getur einfaldlega ekki skikkað einstök ríki innan sambandsins til herskyldu."

Allur pistill Halls

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Blautan gaf hann kúnum koss,
Kristur Jesús sé með oss,
eins og sunnlenskt hlær hann hross,
hann er þungur þeirra kross.

Þorsteinn Briem, 12.6.2011 kl. 10:44

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég vissi ekki að ég vildi ekki ESB út af þessum málefnum og reyndar skipta þau mig einskis. ÉG BARA VILL EKKI ESB. Við erum sjálfstæð þjóð og ætlum okkur að vera það áfram og jafnvel að hreinsa út EES lagabálkinn. Hlustaði á Nigel Farage. Við höfum t.d. enga samleið með suður Evrópubúum og við viljum ekki flóð af Spánverjum til íslands né Múslimum en það eru 2milljónir Spánverja sem vilja samkvæmt könnum búa á Íslandi. Sjáðu Hallur reyndu að hugsa skýrt en ef þú vilt ekki búa hér á Íslandi þá ættir þú að fá þér vinnu í ESB en mundi geymdu passann því þú sérð fljótt að Ísland er hið besta land án aðildar ESB.

Valdimar Samúelsson, 12.6.2011 kl. 18:13

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Valdimar Samúelsson,

Meirihluti Íslendinga hefur engan áhuga á að segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu og ég veit ekki til þess að þingflokkar hér hafi lagt það til.

Davíð Oddsson
kom okkur Íslendingum að minnsta kosti 60% í Evrópusambandið með aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu og Schengen-samstarfinu.

"Ísland hefur [með aðild að Evrópska efnahagssvæðinu] þegar innleitt 21 lagakafla [Evrópusambandsins] af 35 í gegnum EES-samninginn" og 21 af 35 er 60%.

"Evrópska efnahagssvæðið (EES) er sameiginlegt markaðssvæði 30 ríkja í Evrópu sem komið var á með EES-samningnum og tók formlega gildi 1. janúar 1994.

Aðild að EES eiga öll 27 aðildarríki Evrópusambandsins, sambandið sjálft og 3 aðildarríki Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA)."

"Fjórfrelsið svokallaða gildir á öllu svæðinu en það felur í sér frjáls vöru- og þjónustuviðskipti, frjálsa fjármagnsflutninga og sameiginlegan vinnumarkað.

Að auki kveður EES-samningurinn á um samvinnu EES-ríkjanna á sviði félagsmála, jafnréttismála, neytendamála, umhverfismála, menntamála, vísinda- og tæknimála o.fl."

Þorsteinn Briem, 12.6.2011 kl. 19:12

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Davíð Oddsson "var forsætisráðherra Íslands frá árinu 1991 til ársins 2004, lengst allra, en var einnig borgarstjóri í Reykjavík frá árinu 1982 til 1991, utanríkisráðherra frá 2004 til 2005 og formaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2005."

Þorsteinn Briem, 12.6.2011 kl. 19:17

5 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Hallur Magnússon getur sparað sér að gera Guðna Ágústsyni upp skoðanir.Það sem Hallur Magnússon hefur að segja og skrifa skiptir akkúrat engu máli, og hefur engin áhrif á það hvort Íslendingar ganga í ESB eða ekki.Áhuginn á ESB umræðunni er að hverfa.Flestir gera sér það ljóst nema einstöku nafnlausir breimakettir, sem halda uppi skrifum Evrópusamtakanna.Það er vissulega ágætt að þeir láti sem mest frá sér annað en persónulegt níð, sem komið hefur frá þeim stundum, því eftir því sem meira kemur frá þeim á prenti, því fráhverfari verður fólk ESB.

Sigurgeir Jónsson, 12.6.2011 kl. 20:28

6 Smámynd: Valdimar Samúelsson

KÆRI. STEINI. Þú segir mér fréttir en vissir þú ekki að við getum gert viðskipti við 150 önnur lönd án þess að vera þvinguð til þess að taka upp lög þeirra. Ert þú ekki að skilja þetta þvingunarferli. Við áttum ekki að fá að gera viðskipti við ESB löndin nema gangast undir þeirra lög. Hver sem kom þessum ferli í gegn skiptir engu heldur það sem skiptir máli núna er að við gerum ekki sömu mistök aftur með því að bæta restina að lögum ESB og gangast undir þeirra fána. Það er miklu einfaldara fyrir ykkur ESB sinna að fara af landi sem þið viljið ekki búa í undir okkar eigin lagabálka. Grágás hefir betri lög en ESB það eitt er víst. Við Íslendingar myndum með glöðu geði styrkja ykkur til Brottfarar og jafnvel gefa ykkur oneway ticket til Brussel já eða Albaníu eins og við gerðum fyrir Albanana sem voru að stela frá okkur sem og er sama og þið eruð að gera með að stela okkar sjálfstæði og gefta til Brussels eða ESB samsteypunni.  Það að þið getið ekki hunskast í burt og skammast ykkar fyrir að gera friðsamri þjóð þennan óskunda er með öllu óskiljanlegt. Já þú Hallur líka. Þetta er ekkert málefnalegt og þetta er engin refskák heldur okkar Land og sjálfstæði sem þið eruð með í höndunum eins og það sé verið að semja um kaup á sumarbústaðalóð.... 

Valdimar Samúelsson, 12.6.2011 kl. 20:47

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sigurgeir Jónsson,

Mikið gapir þú og aðrir fáráðlingar um niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarsaming Íslands að Evrópusambandinu, enda þótt viðræður um samninginn séu ekki hafnar.

Maður sem kaus Vinstri græna í síðustu alþingiskosningum og hefur því væntanlega séð fyrir hvernig þeir myndu greiða atkvæði á Alþingi um fiskveiðistjórnunarlögin á þessu ári.

Þorsteinn Briem, 12.6.2011 kl. 20:57

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ísland undirritaði samning um aðild að Schengen-samstarfinu ásamt öðrum Norðurlandaþjóðum 19. desember 1996 þegar Davíð Oddsson var forsætisráðherra.

Rúmlega
80% af íbúum Norðurlandanna eru nú í Evrópusambandinu.

Og aðild að Schengen-samstarfinu var samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu í Sviss.

Schengen
-samstarfið

Þorsteinn Briem, 12.6.2011 kl. 21:05

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Frá árinu 1957 hafa Norðurlandabúar getað ferðast á milli Norðurlandanna án vegabréfs.

Vinnumarkaður
Norðurlandanna hefur verið sameiginlegur frá árinu 1954 og nú ferðast um 40 þúsund manns á viku milli landanna vegna vinnu.

Og álíka margir flytjast búferlum á milli Norðurlandanna á hverju ári.
"

Sameiginlegur norrænn vinnumarkaður frá árinu 1954

Þorsteinn Briem, 12.6.2011 kl. 21:06

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Valdimar Samúelsson,

Hér verður einfaldlega þjóðaratkvæðagreiðsla um aðildarsamning Íslands að Evrópusambandinu þegar samningurinn liggur fyrir.

Það þýðir ekkert fyrir þig að vera með eitthvert rasistakjaftæði hér.

Þú lifir aðallega á útflutningi til Evrópska efnahagssvæðisins og ferðamönnum sem þaðan koma.

Þorsteinn Briem, 12.6.2011 kl. 21:16

12 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er ágætt að halda góðu sambandi við hin Norðurlöndin, Steini (Þorsteinn Briem? blaðamaður?), jafnvel þótt pólitískir leiðtogar þar hafi komið heimskulega fram og svikið okkur í Icesave-málinu. Sökin er ekki norrænna þjóða.

Hallur Magnússon er eindreginn Esb.innlimunarsinni og er kominn með ný samtök, Evrópuvettvanginn, þar sem hann er ein aðaltopphúfan (m.ö.o. meðal leiðandi manna). Á stofnfundi samtakanna (sjá HÉR!) var skautað framhjá þeirri tillögu að sett yrði hámark, 250.000 kr. frá hverjum lögaðila, á fégjafir eða styrki til Evrópuvettvangsins. Við verðum að gera okkur grein fyrir því, að nú geta jafnvel beinir atvinnuhagsmunir sumra manna farið að fléttast saman við framhaldið sem verður á þessum Esb.umsóknar eða "aðildar"/innlimunarferlis-málum. Í því ljósi ber trúlega að horfa á þá staðreynd, að Esb.hliðholl samtök spretta hér upp eins og gorkúlur þrátt fyrir dvínandi fylgi innlimunarhyggjunnar hér á Íslandi.

Ég kem svo að fullyrðingum Halls hér á eftir.

Jón Valur Jensson, 12.6.2011 kl. 23:38

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

233. gr. a. Hver sem með háði, rógi, smánun, ógnun eða á annan hátt ræðst opinberlega á mann eða hóp manna vegna þjóðernis þeirra, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða eða kynhneigðar sæti sektum eða fangelsi allt að 2 árum."

Almenn hegningarlög nr. 19/1940

Þorsteinn Briem, 13.6.2011 kl. 00:20

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Meirihluti Íslendinga vill einfaldlega búa á Evrópska efnahagssvæðinu.

Þjóðernisræpugengið hér ætti þá að flytja úr landi, fyrst það er svona óánægt með að búa á Evrópska efnahagssvæðinu.

Hins vegar gætu þessir fáráðlingar þá ekki flutt til annarra Norðurlanda, því þau eru öll á Evrópska efnahagssvæðinu, svo og öll önnur lönd í Norður-Evrópu.

Þorsteinn Briem, 13.6.2011 kl. 00:28

15 Smámynd: Jón Valur Jensson

Talaðu bara út og suður, norður og niður, Steini, og vertu einn um það.

Jón Valur Jensson, 13.6.2011 kl. 01:52

16 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Steini Briem, mig fannst þetta svo fallaga sagt hjá þér.: ''Hver sá sem'' Hér fyrir neðan er sviðuð lagaklása sem byrjar á ''Hver'' lestu það fyrst farðu svo á slóðina.: Ef þú getur sýnt fram á að þessi lög voru ekki brotin þann 19 Júní 2009 vegna Umsóknar um aðild að ESB láttu mig vita og ekkert um að sviðuð lög hafa verið brotin áður. Ég bíð.  http://skolli.blog.is/blog/skolli/entry/1126470/ 

X. kafli. Landráð.
86. gr. Hver, sem sekur gerist um verknað, sem miðar að því, að reynt verði íslenska ríki með ofbeldi, hótun um ofbeldi, annarri nauðung eða svikum að ráða ð eða hluta þess undir erlend yfirráð, eða að erlend yfirráð, eða að
ráða annars einhvern hluta ríkisins undan forræði þess, skal sæta fangelsi ekki skemur en 4 ár eða ævilangt.b. Þessi umsókn um aðild getur stofnað sjálfstæði og heill þjóðarinnar í hættu. ;Það er skýlaust brot á Kafla X grein 87 og grein 10 b í ráðherralögunum.

Sjá:X kafli.Landráð.  87. gr.Geri maður samband við stjórn erlends ríkis til þess að stofna til fjandsamlegra tiltækja eða ófriðar við íslenska ríkið eða bandamenn þess, án þess að verknaðurinn varði við 86. gr., þá varðar það fangelsi ekki skemur en 2 ár eða ævilangt. Sé þetta í því skyni gert að koma erlendu ríki til þess að skerða sjálfsákvörðunarrétt íslenska ríkisins á annan hátt, þá varðar það fangelsi allt að 8 árum.

Valdimar Samúelsson, 13.6.2011 kl. 11:25

17 Smámynd: Þorsteinn Briem

Valdimar Samúelsson,

Enginn verður dæmdur fyrir landráð fyrir að samþykkja aðild Íslands að Evrópusambandinu í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Og enginn hefur verið dæmdur fyrir landráð fyrir að samþykkja aðild annarra landa að Evrópusambandinu.

Davíð Oddsson
, fyrrverandi forsætisráðherra, hefur heldur ekki verið dæmdur fyrir landráð fyrir að koma Íslandi að minnsta kosti 60% í Evrópusambandið með aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu og Schengen-samstarfinu.

Þorsteinn Briem, 13.6.2011 kl. 13:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband