Leita í fréttum mbl.is

Aðalhagfræðingur Seðlabankans: Mælir með inngöngu í myntbandalag - flotgengið orsakar vandamál, leysir engin!

Þórarinn G. PéturssonÁ visir.is stendur: "Aðalhagfræðingur seðlabankans telur að sjálfstæð peningastefna í litlum hagkerfum eins og Íslandi orsaki vandamál við hagstjórn, án þess að leysa neitt. Hann mælir með inngöngu í myntbandalag, eða myntráð.

Þetta er niðurstaða rannsóknarritgerðar sem Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur seðlabankans, vann í samstarfi við þá Francis Breedon og Andrew Rose. Í ritgerðinni rannsaka þeir skipan peningamála í litlum ríkum hagkerfum.

Þar segir að lítil hagkerfi þurfi að glíma við meiri óstöðugleika í efnahagslífinu en stærri ríki. Þau velji því yfirleitt fastgengisstefnu með því að binda gjaldmiðil sinn gjaldmiðlum annarra ríkja þar sem kostnaður við sjálfstæða peningastefnu er hár í hlutfalli við íbúafjölda í minni ríkjum. Ríki með einhverskonar fastgengisstefnu virðast hafa nokkurn ábata af henni, en höfundar ritgerðarinnar lýsa slíkri stefnu sem ókeypis hádegisverði; þær skapi gengisstöðugleika, án þess að hafa neikvæð áhrif á aðra þætti hagkerfisins.

Þau ríki sem reyni hins vegar að halda í sjálfstæða peningastefnu með því að halda úti fljótandi gjaldmiðli, eins og til dæmis Ísland, virðist ekkert græða á því. Þau glími við meiri óstöðugleika í gengi gjaldmiðilsins, án þess að uppskera minni óstöðugleika í öðrum hagstærðum. Flotgengið orsaki þannig fjölda vandamála við hagstjórn, án þess að leysa nein." (Leturbr. ES-blogg)

Öll frétt Vísis


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Eigum við að gapa yfir áliti þessa Þórarins? Þeim hefur nú ekki tekizt það í Seðlabankanum síðustu misserin að áætla rétt skuldir íslenzka þjóðarbúsins -- það skekaði hjá þeim matið um á 5. hundrað milljarð króna, þ.e. vanmat skuldanna um þessa fjárhæð, þar til þeir áttuðu sig um daginn! Í millitíðinni höfðu þeir notað sitt lægra mat (sem ýmsir höfðu þó reynt að benda á, að væri beinlínis RANGT) til að flagga því sem ástæðu til að skrifa upp á Icesave-aulasamningana!

Og það er engin ástæða til að hafa krónu-gjaldmiðilinn algerlega fljótandi - og heldur ekki að stuðla að því, að íslenzkir útrásarvíkingar séu út um allar trissur að hamast í einhverjum alþjóða-fjármálaviðskiptum.

Jón Valur Jensson, 13.6.2011 kl. 02:10

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

SKEIKAÐI !

Og til frekari skýringar á lokasetningu í fyrri málslið: Seðlabankamenn notuðu sínar hrikalega vitlausu tölur sem rök fyrir því, að við hefðum alveg efni á að borga Icesave! (hina ólögvörðu frekjukröfu).

Jón Valur Jensson, 13.6.2011 kl. 02:13

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Greinargerð Más Guðmundssonar seðlabankastjóra 17. maí síðastliðinn um upptöku evru hérlendis:

"Til þess að aðildarríki [Evrópusambandsins] sé heimilt að taka upp evru verður að uppfylla ákveðin efnahagsleg og fjármálaleg skilyrði, svokölluð Maastricht-skilyrði:

Ársverðbólga má ekki vera meira en 1,5% yfir meðalverðbólgu í þeim þremur aðildarríkjum sem standa best að vígi varðandi verðbólgu.

Langtímavextir mega ekki vera hærri en 2% yfir meðalvöxtum í þeim þremur aðildar-ríkjum sem standa best með tilliti til verðstöðugleika.

Halli á rekstri hins opinbera má ekki vera meiri en 3% af landsframleiðslu.

Skuldir hins opinbera mega ekki vera hærri en 60% af landsframleiðslu nema hægt verði að sýna fram á fullnægjandi lækkunarferil að því markmiði.

Umsóknarríkið þarf að hafa tekið þátt í gengissamstarfi Evrópu, ERM II, í a.m.k. tvö ár án þess að rjúfa tilskilin gengisvikmörk eða fella miðgengið gagnvart evru (með þátttöku í ERM II aðstoðar Seðlabanki Evrópu við að halda gengi gjaldmiðilsins innan ±15% fráviks frá ákveðnu miðgengi við evru)."

"Skuldir hins opinbera mega ekki vera yfir 60% af landsframleiðslu samkvæmt Maastricht-skilyrðunum nema hægt verði að sýna fram á fullnægjandi lækkunarferil að því markmiði.

Mikilvægt er að halda á lofti að skuldastaðan er lækkandi og sjálfbær og að staða lífeyrisskuldbindinga til framtíðar er betri en víða í aðildarríkjunum.

Ef sýnt er fram á fullnægjandi lækkunarferil ætti skuldastaða hins opinbera ekki að seinka upptöku evru. Halda þarf til haga þróun opinberra skulda á Íslandi og að peningalegar eignir eru meiri en í flestum öðrum Evrópuríkjum."

"Gjaldeyrishöft koma óhjákvæmilega til umfjöllunar í samningaviðræðum þótt þau falli ekki beint undir þennan kafla. Höftin þarf að afnema áður en til inngöngu kemur. Ræða þarf hugsanlega aðstoð ESB við að komast út úr þeim."

"Í 126. gr. sáttmálans og viðaukum við hann er kveðið á um að halli á rekstri hins opinbera megi ekki vera umfram 3% af landsframleiðslu.

Tvær undantekningar eru þó á þeirri reglu. Annars vegar ef hallinn hefur lækkað og sé nærri 3% af VLF. Hins vegar ef umframhallinn er lítill, vegna sérstakra aðstæðna svo sem mikils samdráttar í hagkerfinu, og tímabundinn.

Auk þess mega skuldir hins opinbera ekki vera umfram 60% af landsframleiðslu. Gerð er undantekning frá því ef skuldirnar fara lækkandi og nálgast skuldahámarkið nægilega hratt.

Skuldir hins opinbera á Íslandi verða líklega innan við 100% af landsframleiðslu í árslok 2011. Stefnt er að því að þær fari síðan hratt lækkandi og verði um 80% af landsframleiðslu í árslok 2013.

Hægt væri að lækka skuldirnar umfram það nokkuð hratt með sölu eigna sem ríkissjóður hefur eignast við endurfjármögnun bankakerfisins og minnkun gjaldeyrisforðans þegar fram líða stundir.

Innan Evrópusambandsins er nú unnið að breytingum á þessum reglum, m.a. vegna þeirrar auknu athygli sem skuldastaða hins opinbera hefur fengið í núverandi fjármálakreppu."

"Meðal þeirra tillagna sem komið hafa fram er að skilyrða ríki með skuldir umfram 60% af VLF til þess að lækka skuldir sínar árlega um 1/20 af skuldum yfir 60% yfir þriggja ára tímabil.

Ef framhald verður á þeim afgangi af rekstri hins opinbera sem stefnt er að árið 2013 mun Ísland eiga í litlum vandræðum með að uppfylla þær kröfur."

"Við mat á skuldastöðu hins opinbera þarf að líta til þess að hreinar skuldir voru í lok árs 2010 um 69% af VLF. Þá eru peningalegar eignir ríkissjóðs meiri en t.d. í þeim ríkjum sem gengu í sambandið árið 2004.

Lífeyrissjóðir standa mun betur með tilliti til framtíðarskuldbindinga en gerist í mörgum Evrópuríkjum. Skuldastaða Íslands frá þessum sjónarhóli er því allsterk og síst lakari en í mörgum aðildarríkjum Evrópusambandsins."

Þorsteinn Briem, 13.6.2011 kl. 02:22

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ertu alveg viss um að gamli Marxistinn Már sé ekki málpípa gamla Marxistans Steingríms?

Jón Valur Jensson, 13.6.2011 kl. 03:06

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

"12. maí 2004.

Már Guðmundsson aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands hefur verið ráðinn aðstoðarframkvæmdastjóri og staðgengill framkvæmdastjóra peningamála- og hagfræðisviðs Alþjóðagreiðslubankans í Basel í Sviss (Deputy Head of the Monetary and Economics Department of the Bank for International Settlements, BIS).

Í stöðunni felast stjórnunarstörf, rannsóknir og þátttaka í yfirstjórn stofnunarinnar, auk þátttöku í ráðstefnum og fundum fyrir hönd BIS. Már hefur störf hjá BIS undir lok júní. [...]

Í ráðningunni felst mikil persónuleg viðurkenning fyrir Má Guðmundsson og um leið viðurkenning fyrir Seðlabanka Íslands.
"

Már Guðmundsson ráðinn til Alþjóðagreiðslubankans í Basel


"Már Guðmundsson lauk BA prófi í hagfræði frá háskólanum í Essex auk þess sem hann stundaði nám í hagfræði og stærðfræði við Gautaborgarháskóla. Hann er með M-phil. gráðu í hagfræði frá háskólanum í Cambridge og stundaði þar doktorsnám.

Már hefur frá árinu 2004 gegnt starfi aðstoðarframkvæmdastjóra peningamála- og hagfræðisviðs Alþjóðagreiðslubankans í Basel í Sviss. Hann starfaði áður í Seðlabanka Íslands í um tvo áratugi og þar af sem aðalhagfræðingur í rúm tíu ár."

Þorsteinn Briem, 13.6.2011 kl. 03:14

6 Smámynd: Gunnar Waage

Þetta er allt í lagi ef að einangra á gjaldmiðilsspurninguna, það er þó ekki hægt. Okkar helsta vandamál er ekki gjaldmiðillinn heldur efnahagsstjórn ríkisstjórnarinnar og ef mönnum líður betur þá er allavega einn maður sem tekur undir þetta og heitir hann Már Guðmundsson, það er bara alveg sama hvernig Seðlabankinn hagar sinni stjórn, ef að stjórnvöld eru að fara í hina áttina eins og reyndin var í aðdraganda bankahrunsins.

Gjaldmiðilsskipti myndu því virka eins og að skipta um öryggi í töflunni en þráast við að skipta um sprungna peru.

By the way, þessi niðurstaða Seðlabankamannsins er tekin svo til orðrétt upp úr fundargerðum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í rínivinnu þeirra í gegn um tíðina, þetta er því mjög safe ályktun. Vandamálið er þó að þessi skilgreining á við um lítil og einföld hagkerfi, Ísland er mjög þróað kerfi með fjölbreytta starfssemi og þjónustu, erlendur gjaldmiðill og fastgengi hentar ekki í það nema menn hafi gaman að því að klessa á veggi í sífellu.

Eftir situr ríkisstjórn sem vill ekki reka heilbrigðan markaðsbúskap en mokar þess í stað fé undir auðhringa eins og fyrri daginn, var að enda við að endurfjármagna bankana út á krít hjá almenningi.

Ef nýr gjaldmiðill getur læknað þessa stjórnarhætti, þá þætti mér gaman að sjá það. Hvað varðar stöðuga peningastefnu, þá hefur hagkerfi eins og hér á landi lítið að gera við fastgengisstefnu ef neinu tagi. Það mun einungis kalla á viðvarandi hærra atvinnuleysi en þekkst hefur hér á landi.

Gunnar Waage, 13.6.2011 kl. 03:45

7 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Aðalhagfræðingur Seðlabankans talar um myntbandalag eða myntráð.Hvað á maðurinn við.ESB er ekki myntbandalag eingöngu í sjálfu sér.Bandaríkin ekki heldur, eða Kanada.Mörg ríki nota hinsvegar aðra mynt en þeirra eigin ríkis.Á hagfræðingurinn við þau ríki.Ef svo er .á er hann ekki að flytja nein ný tíðindi.En það liggur fyrir að það eru Alþingiskosningar innan tveggja ára.Þá verður kosið um aðild að ESB, ef ESB verður ekki komið með samning áður á borðið sem búið verður að kjósa um.Innan tveggja ára mun það liggja á borðinu, sem allir vita nema breimaköttur ESB, að Ísland á ekkert erindi inn í ESB nema skapa fátækt á Íslandi.

Sigurgeir Jónsson, 13.6.2011 kl. 10:57

8 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Það var Már Guðmunsson sem var höfundur verðbólgumark miðastefnu Seðlabankans sem orsakaði allt of hátt gengi íslensku krónunnar með þeim skelfilegu afleiðingum að krónan féll að lokum á einu ári um 100 %.Það var því eins og að ráða skrattann í vinnu að gera þennan mann að Seðlabankastjóra eftir að fyrir lá að Svisslendingar gætu ekki notað hann.

Sigurgeir Jónsson, 13.6.2011 kl. 11:05

9 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Það voru ekki eigöngu Svisslendingar sem gátu ekki notað hann.Það sama var um alþjólega eigendur bankans.

Sigurgeir Jónsson, 13.6.2011 kl. 11:10

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Við Íslendingar höfum enga góða ástæðu til að skipta hér evrum í íslenskar krónur og þeim svo aftur í evrur.

Evran er að sjálfsögðu fullgildur gjaldmiðill gagnvart hvaða gjaldmiðli sem er, til að mynda Bandaríkjadal, japanska jeninu, breska sterlingspundinu, norsku, sænsku og dönsku krónunni, sem bundin er gengi evrunnar með 2,25% vikmörkum.

Frá áramótum
til þriðja þessa mánaðar hafði gengi evru gagnvart Kanadadollar HÆKKAÐ um 7,34%, Bandaríkjadollar um 9,07%, japanska jeninu um 8,17%, breska sterlingspundinu um 3,41%, íslensku krónunni um 7,5%, sænsku krónunni um 0,39%, norsku krónunni um 0,08% og dönsku krónunni um 0,04%.

Á
rið 2009 voru fluttar hér út iðnaðarvörur fyrir um 244 milljarða króna, þar af 90% til Evrópska efnahagssvæðisins, sjávarafurðir fyrir um 209 milljarða króna, þar af um 80% til Evrópska efnahagssvæðisins, og landbúnaðarvörur fyrir um átta milljarða króna, þar af um 60% til Evrópska efnahagssvæðisins.

Gjaldeyristekjur
okkar af ferðaþjónustu voru um 155 milljarðar króna árið 2009 og um 70% af erlendum ferðamönnum hér búa á Evrópska efnahagssvæðinu.

Við aðild Íslands að Evrópusambandinu falla niður tollar á okkar landbúnaðarvörum í Evrópusambandslöndunum og þar eru enn tollar á íslenskum sjávarafurðum.

Þegar þeir tollar falla niður er hægt að auka hér fullvinnslu á sjávarafurðum og landbúnaðarvörum fyrir Evrópumarkaðinn.

Og hér falla niður "þrjátíu prósenta tollar á kjöt, mjólkurvörur og egg, tuttugu prósent á sætabrauð og kex, fimmtán prósent á fatnað og sjö og hálft prósent á heimilistæki."

Hver yrðu áhrif aðildar á íslenska neytendur?


Geymsluþol nýmjólkur er hins vegar of lítið til að það borgi sig að flytja hana hingað með skipum þúsundir kílómetra frá öðrum Evrópulöndum og of dýrt yrði að flytja mjólkina hingað með flugvélum.

Vegna gengisfalls íslensku krónunnar þurfa erlend stóriðjufyrirtæki hér að greiða mun lægri laun en áður, þar sem þau greiða hér laun í íslenskum krónum.

Íslenskir starfsmenn stóriðjufyrirtækjanna fá hins vegar mun færri evrur en áður fyrir þær íslensku krónur sem þeir fá greiddar fyrir sína vinnu, jafnvel þó hún væri nú jafn verðmæt fyrir stóriðjufyrirtækin og fyrir gengisfall krónunnar.

Og vegna gengisfalls íslensku krónunnar hafa allar vörur hækkað hér gríðarlega í verði, bæði erlendar og innlendar, með tilheyrandi verðbólgu.

Í íslenskar vörur eru notuð erlend aðföng og íslenskur landbúnaður notar gríðarlega mikið af erlendum aðföngum, til að mynda dráttarvélar, olíu, kjarnfóður, heyrúlluplast og tilbúinn áburð, sem hefur hækkað gífurlega mikið í verði, meðal annars vegna gengisfalls íslensku krónunnar.

Íslensk heimili og fyrirtæki þurfa að kaupa hér alls kyns erlendar vörur og aðföng, til að mynda byggingavörur, bifreiðar, olíu og bensín, og flest íslensk skip eru smíðuð á Evrópska efnahagssvæðinu.

Og öll áætlanagerð heimila og fyrirtækja hér er að sjálfsögðu mjög erfið þegar þau þurfa að búa við gríðarlegar gengissveiflur íslensku krónunnar.

Seðlabanki Evrópu ákveður stýrivexti á öllu evrusvæðinu og þeir eru nú 1,25%.

Og með upptöku evru munu erlendar fjárfestingar hér að öllum líkindum stóraukast.

Eistland er lítill markaður en þar eiga erlend fyrirtæki matvöruverslanir, eistneska krónan hefur verið bundin gengi evrunnar undanfarin ár og Eistland tók upp evru nú um áramótin.


Mikill kostnaður fylgir því einnig fyrir bæði íslensk og erlend fyrirtæki
, svo og erlenda ferðamenn hér frá evrusvæðinu, að kaupa og selja evrur fyrir íslenskar krónur.

Og íslenskir ferðamenn ferðast mikið til evrusvæðisins
, auk þess sem fjölmargir Íslendingar stunda þar nám.

Erlendir bankar í Eistlandi.


"
The biggest financial service providers are commercial banks. There were six commercial banks and eleven branches of foreign banks in Estonia at the end of 2008."

Þar af voru sænsku bankarnir Skandinaviska Enskilda Banken (SEB) og Swedbank með samtals 70% markaðshlutdeild.


Statistical Yearbook of Estonia 2009


Þorsteinn Briem, 13.6.2011 kl. 11:47

11 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Ef einhverjir vilja fella niður tolla á vörum frá ESB þá þarf ekki að ganga í ESB til þess.Sömuleiðis þarf ESB ekki að krefjast inngöngu Íslands í ESB tl að fella niður tolla á vörum frá Íslandi.ESB hefur fellt niður tolla á vörum frá löndum sem ekki eru í ESB.Sviss er skýrasta dæmið um það.EF ESB ríkin vilja teljast til siðaðra þjóða þá verða þau að haga sér eins og siðuðum þjóðum sæmir í sambandi við samninga við önnur ríki varðandi niðurfellingu á tollum.Sviss hefur staðið upprétt gagnvart ESB.Við getum gert það líka. 

Sigurgeir Jónsson, 13.6.2011 kl. 13:22

12 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

ESB hefur haft uppi hótanir ef Ísland tekur upp evru án þess að ganga í ESB.Hvorki Bandaríkin né Kanada hafa haft uppi slíkar hótanir.Því ber okkur að skoða strax í fullri alvöru að taka upp annanhvorn gjáldmiðil þessara ríkja.Kúgunartilburðir ESB eru augljósir við að reyna að nauðga Íslandi inn í ESB og notar það mútur grímulaust í því sambandi.

Sigurgeir Jónsson, 13.6.2011 kl. 13:26

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sigurgeir Jónsson,

Stýrivextir Seðlabanka Íslands voru komnir upp í 18% haustið 2008 þegar Davíð Oddsson var seðlabankastjóri
og höfðu þá verið mjög háir undir hans stjórn í bankanum næstliðin ár vegna margra ára ofþenslu í efnahagslífinu hér.

Og verðbólgan hér á Íslandi var 18,6% í janúar 2009
.

Gengi evru gagnvart íslensku krónunni HÆKKAÐI UM 86% frá ársbyrjun til ársloka 2008 og Davíð Oddsson var seðlabankastjóri allt árið.

Már Guðmundsson, þá aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands, var ráðinn til Alþjóðagreiðslubankans í Basel í Sviss
árið 2004.

september árið 2005 tilkynnti Davíð [Oddsson] að hann hygðist hætta í stjórnmálum og taka við stöðu seðlabankastjóra sem Halldór Ásgrímsson, þáverandi forsætisráðherra, skipaði hann í. Hann sagði af sér embætti ráðherra 27. september og tók við stöðu seðlabankastjóra 25. október sama ár."

Davíð Oddsson var seðlabankastjóri til 26. febrúar 2009 og Már Guðmundsson varð hér seðlabankastjóri 20. ágúst 2009.

Stýrivextir Seðlabanka Íslands eru nú 4,25% og verðbólgan hér er 3,4%.

Þorsteinn Briem, 13.6.2011 kl. 13:33

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

VERÐLÆKKANIR Á MATVÖRUM, FATNAÐI OG HEIMILISTÆKJUM HÉRLENDIS VIÐ AÐILD ÍSLANDS AÐ EVRÓPUSAMBANDINU.

"Einstaka vörutegundir gætu lækkað um allt að tuttugu og fimm prósent, segir Eva Heiða [Önnudóttir, sérfræðingur í Evrópumálum], en mest yrði lækkunin á landbúnaðarvörum.

Það er vegna þess að Evrópusambandið er tollabandalag.

ENGIR TOLLAR ERU LAGÐIR Á ÞÆR VÖRUR SEM FLUTTAR ERU MILLI LANDA INNAN SAMBANDSINS.

Gengi Ísland í Evrópusambandið yrðu tollar á vörur frá Evrópusambandsríkjum felldir niður en þaðan kemur ríflega helmingur alls innflutnings."

"Þannig eru lagðir þrjátíu prósenta tollar á kjöt, mjólkurvörur og egg, tuttugu prósent á sætabrauð og kex, fimmtán prósent á fatnað og sjö og hálft prósent á heimilistæki."

Hver yrðu áhrif aðildar á íslenska neytendur?

Þorsteinn Briem, 13.6.2011 kl. 13:59

15 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Már Guðmundsson var kokkurinn að verðbólgumarkmiðastefnu Seðlabankans þegar hún var tekin upp.Hún byggðist á því að stjórna verðbólgu með stýrivöxtum, sem aftur leiddi til straums erlends fjármagns inn í landið sem hækkaði gengi krónunnar, með tilheyrandi erlendum lántökum sem orsakaði enn meiri hækkun krónunnar og erlenda skuldasöfnun sem síðan orsakaði hrunið.Davíð Oddsson var ekki orðinn Seðlabankastjóri þegar verðbólgumarkmiðastefna Seðlabankans var tekin upp.Davíð Oddsson varaði ítrekað við þeim mönnum sem notuðu bankana í eigin þágu með eignarhaldi á þeim.Hann var eini stjórnmálamaðurinn sem það gerði.því miður var ekki hlustað á hann.Nei við breimaköttum og ESB.

Sigurgeir Jónsson, 13.6.2011 kl. 15:58

16 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Til þess að geta flutt inn vörur frá ríkjum ESB þarf Ísland atvinnuvegi sem skapa fjármagn inn í þjóðfélagið.Spánn er í ESB líka Grikkland.Bæði þessi lönd geta flutt inn vörur frá hinum löndunum án tolla.Ekki er sjánlegt að það bjargi fjárhag þeirra.Þessi lönd eru bæði láglaunalönd með tilheyrandi atvinnuleysi og fátækt og framtíð þessara land er vægast sagt dökk.Svo er um flest lönd í sunnan og austanverðu ESB.Þegar Ísland var hluti Danmerkur voru engir tollar á vörur héðan og engir tollar á vörur hingað frá Danmörku og við höfðum ekki íslenskan gjaldmiðil.Samt var hér viðvarandi fátækt og landflótti og fólk féll úr hor.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 13.6.2011 kl. 16:10

18 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 13.6.2011 kl. 18:13

19 Smámynd: Þorsteinn Briem

Davíð Oddsson, formaður bankastjórnar Seðlabanka Íslands, 17. nóvember 2005:

"Bankastjórn Seðlabanka Íslands minnir á að í nefndinni sem samdi frumvarp það sem varð að lögum nr. 36/2001 var fullur einhugur um efni þess.

Í lögunum var bankastjórn, sem í sitja þrír bankastjórar, falið ákvörðunarvald í peningamálum auk stjórnar bankans að öðru leyti.

Í 24. gr. lagana var einnig kveðið á um að bankastjórn setti starfsreglur sem bankaráð staðfestir um undirbúning, rökstuðning og kynningu ákvarðana sinna í peningamálum."

Verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands:


"Markmið stefnunnar í peningamálum er stöðugt verðlag. Hinn 27. mars 2001 var tekið upp formlegt verðbólgumarkmið.

Verðbólgumarkmiðinu er nánar lýst í yfirlýsingu Seðlabanka Íslands og ríkisstjórnarinnar."

Forsætisráðherra
árið 2001 var Davíð Oddsson.

Þorsteinn Briem, 13.6.2011 kl. 18:37

20 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Það eru aðalhagfæðingar allstaðar s.s. hjá Seðlabankanum og IFS og hver veit hvað. Ég er minn aðalhagfræðingur og ég segi: Annaðhvort lifum við með krónni eða tökum upp USD og hættum þessu ESB rugli. 

Valdimar Samúelsson, 13.6.2011 kl. 19:54

21 Smámynd: Valdimar Samúelsson

ESB eitt af öllum ríkjum settu hömlur á innflutning frá Íslandi. Sigurgeir Jónsson ég er sammála Sigurgeir í þeim efnum og af nær 200 löndum þá lokuðu ESB á okkur og vildu  einangra okkur til hlýðni en það vita allir. USD er okkar besti kostur og engar kvaðir á þeim bæ. 

Valdimar Samúelsson, 13.6.2011 kl. 20:07

22 Smámynd: Þorsteinn Briem

Valdimar Samúelsson,

Þjóðernisræpa ykkar er orðin svo rugluð að þið viljið endilega vera með mynd af forseta Bandaríkjanna eða Bretadrottningu, þjóðhöfðingja Kanadamanna, á gjaldmiðli ykkar.

Gefið hins vegar skít í íslenska evrumynt, enda þótt hana prýði vangamynd af Davíð Oddssyni, fyrrverandi seðlabankastjóra og forsætisráðherra.

Euro coins - National sides

Þorsteinn Briem, 13.6.2011 kl. 20:51

23 Smámynd: Jón Valur Jensson

Skreppið, Steini og Evrópusamtök, sem snöggvast inn í veruleikann.

"Einn af þekktustu hagfræðingum heims, Nouriel Roubini, segir í grein í Financial Times í gær að mistekist hafi að leysa vandann vegna mismunandi efnahagsgetu og samkeppnishæfni aðildarríkja evrusvæðisins. Að óbreyttu stefni nú í að að evrusamstarfið leysist upp.

Roubini, sem er hagfræðiprófessor í New York, er m.a. frægur fyrir að hafa spáð rétt um fjármálakreppuna 2008. Hann segir rætt um þrjár leiðir út úr evruvandanum.

Í fyrsta lagi að láta gengi evrunnar falla til að auka samkeppnishæfnina í jaðarríkjunum en harðlínustefna evrópska seðlabankans bendi ekki til að það sé raunhæf leið. Í öðru lagi að auka framleiðni og halda launum niðri en það verði of seinlegt, hafi t.d. tekið Þjóðverja heilan áratug. Loks sé nefnd verðhjöðnun en hún valdi samdrætti. Argentínumenn hafi reynt þessa aðferð í þrjú ár en loks gefist upp og hætt að borga af skuldum sínum.

„Ef við gefum okkur því að þessar þrjár lausnir séu ólíklegar er í raun aðeins eftir ein leið til að auka samkeppnishæfni og hagvöxt í jaðarríkjunum: yfirgefa evruna, taka aftur upp þjóðargjaldmiðilinn og ná þannig fram geysimikilli gengisfellingu, bæði á nafnverði og í reynd,“ segir Roubini."

Tilvitnun lýkur.

Já, hvernig lízt ykkur á? Þetta er upphaf fréttargreinar eftir Kristján Jónsson blaðamann, Spáir hruni evrusamstarfsins, á bls. 15 í Mbl. í dag.

Smellið á titilinn eða fáið ykkur blaðið til að lesa meira!

Og farið þið svo að drífa í því að koma ykkur niður á jörðina!

Evran!?! Hahaha!

Jón Valur Jensson, 14.6.2011 kl. 10:44

24 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jón Valur Jensson,

Mig minnir að Kristján Jónsson hafi einnig þýtt úr ensku heimsendaspádóm Bandaríkjamanns fyrir skömmu.

Kristján er ágætur í dönsku, enda bjó hann í Danmörku og kaus hér Bandalag jafnaðarmanna.

Hvað voru hinir nýástföngnu félagar, Kristján Jónsson og Davíð Oddsson, að bralla þegar ég benti margsinnis á það, til að mynda á bloggi Ómars Ragnarssonar, að 80% hækkun á verði íbúða hér á höfuðborgarsvæðinu á árunum 2004-2008 stæðist engan veginn?!

Davíð Oddsson hækkaði stöðugt stýrivexti Seðlabankans og útlendingar keyptu Jöklabréf á háum vöxtum fyrir nokkur hundruð milljarða króna, sem við sitjum núna uppi með. Gjaldþrot Seðlabankans og gjaldeyrishöft.

Ég veit ekki til þess að nokkurt evruríki hafi ákveðið að hætta með evruna.

Evruríkin telja einfaldlega hagkvæmast að nota evruna, enda eiga þau mest viðskipti við önnur ríki á Evrópska efnahagssvæðinu, rétt eins og við Íslendingar.

80% Íra eru ánægð með evruna


Og Eistland tók upp evruna nú um áramótin.

Írland, Portúgal og Grikkland hafa fengið LÁN hjá öðrum ríkjum Evrópusambandsins og þessi ríki gætu hætt að nota evruna ef þau teldu það hagkvæmara fyrir sig.

Svíþjóð og Bretland eru í Evrópusambandinu en Svíar eru með sænska krónu og Bretar sitt sterlingspund.

Ísland og Noregur eiga einnig mest viðskipti við önnur ríki á Evrópska efnahagssvæðinu en Norðmenn eru með sterkan gjaldmiðil, líkt og Svisslendingar, sem einnig eru í EFTA.

Og Svisslendingar eiga einnig mest viðskipti við ríki á Evrópska efnahagssvæðinu.

Við Íslendingar erum hins vegar hvorki Svisslendingar né Norðmenn.

En við erum að sjálfsögðu Evrópubúar, eins og allar þessar þjóðir.

Í sumum fylkjum Bandaríkjanna og Kanada hefur lengi verið töluvert atvinnuleysi, rétt eins og í Evrópu, til að mynda á Spáni.

US Monthly Unemployment Rates by State 1976-2009


"G8-hópurinn (e. Group of Eight) er hópur átta stærstu iðnríkja heims; Bandaríkjanna, Þýskalands, Ítalíu, Frakklands, Japans, Bretlands, Kanada og Rússlands, auk þess sem Evrópusambandið á fulltrúa í hópnum."

G8-hópurinn


Af þessum átta ríkjum er helmingurinn í Evrópusambandinu og þrjú þeirra nota evruna.

"The Group of Twenty Finance Ministers and Central Bank Governors (G-20, G20, Group of Twenty) is a group of finance ministers and central bank governors from 20 major economies: 19 countries plus the European Union, which is represented by the President of the European Council and by the European Central Bank."

G-20 major economies


Mogginn er ekki kominn út á heimsenda en hann er kominn út í Móa, ásamt hinu nýástfangna pari, Kristjáni Jónssyni og Davíð Oddssyni.

Þorsteinn Briem, 14.6.2011 kl. 14:58

25 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Grikkir þurfa að lækka launin sín um 30% yfir alla línuna. Málið leyst.

Sleggjan og Hvellurinn, 14.6.2011 kl. 18:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband