28.6.2011 | 12:56
Stefán, Björg og Þorsteinn með grein í Morgunblaðinu um ESB-málið
Stefán Haukur Jóhannesson, aðalsamningamaður Íslands gagnvart ESB skrifar með þeim Björgu Thorarensen og Þorsteini Gunnarssyni, grein í Morgunblaðið í gær um ESB-málið. Þar segja þau:
"Rýnivinna síðustu mánaða, þar sem öll löggjöf Íslands og ESB var borin saman eftir samningsköflum, staðfesti að Ísland hefur í gegnum aðild sína að EES-samningnum og Schengen-samkomulaginu tekið upp marga stærstu þætti í regluverki ESB. Ef það er lagt saman við margvíslegar aðrar alþjóðlegar skuldbindingar Íslands sem einnig samrýmast regluverki sambandsins kemur í ljós að það eru tiltölulega fá og afmörkuð svið sem eftir standa. Ísland er því sennilega eitt best undirbúna umsóknarríki í sögu Evrópusambandsins. Um leið hefur komið í ljós að á ákveðnum sviðum eru aðstæður og löggjöf talsvert frábrugðin og verður viðfangsefni að finna sameiginlegar lausnir á þeim sviðum. Sérstaka athygli hefur vakið meðal samstarfsríkja okkar í Evrópu hversu vel undirbúnir og faglega sterkir íslenskir sérfræðingar hafa reynst vera.
Ríkjaráðstefnan í dag
Samningaviðræður hefjast um fyrstu fjóra samningskaflana í dag undir forystu Ungverja. Þeir fjalla um opinber innkaup, upplýsingatækni og fjölmiðlun, vísindi og rannsóknir og menntun og menningu. Gert er ráð fyrir að samningaviðræðum um tvo síðasttöldu kaflana mun ljúka á sama fundi. Íslendingar hafa um árabil tekið þátt í vísinda-, rannsókna og menntasamstarfi Evrópuríkja. Það hófst fyrir daga EES-samningsins en styrktist til muna við gildistöku hans árið 1994. Óþarft er að geta þess hversu mikilvægt það er okkar vísindamönnum og unga menntafólki að hafa áfram greiðan og traustan aðgang að rannsóknaráætlunum og menntasamstarfi á meginlandi Evrópu. Áfram verður haldið í haust þegar samningaviðræður um fleiri kafla hefjast undir forystu Póllands í ESB. Það fer eftir framvindu undirbúnings á Íslandi og í ESB-ríkjunum 27 hvaða kaflar það verða. Í upphafi næsta árs taka Danir við keflinu í ESB til sex mánaða og þá er stefnt að því að hefja viðræður um lungann af þeim samningsköflum sem þá kunna að standa eftir. Engin fyrirfram ákveðin tímaáætlun er um lok viðræðna heldur ræður framgangur samningaviðræðna hraðanum.
Miklir hagsmunir í húfi
Aðild að samstarfi Evrópuríkja á vettvangi Evrópusambandsins er stórt mál fyrir sérhverja þjóð. Því er mikilvægt að undirbúa viðræðurnar af kostgæfni. Í samningaviðræðunum verðum við bæði í vörn og sókn. Við munum standa vörð um grundvallarhagsmuni Íslands svo sem í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum en um leið sækja fram til að nýta þá möguleika og sóknarfæri sem felast til að mynda í atvinnu- og byggðastefnu Evrópusambandsins, gjaldmiðilsmálum og afnámi tolla. Loks mun endanleg samningsniðurstaða liggja fyrir á öllum málefnasviðum. Þá getum við Íslendingar tekið upplýsta afstöðu til aðildar að ESB og metið kosti og galla hennar en lokaorðið um það á þjóðin."
Greinin er aðgengileg áskrifendum Morgunblaðsins á vefnum.
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Hvar geta þeir sem ekki kaupa Morgunblaðið lesið greinina? Sá tími er löngu liðinn að mbl. sé umræðuvettvangur sem nær til þorra Íslendinga?
Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 28.6.2011 kl. 15:01
Hægt að lesa dagblöðin ókeypis á bókasöfnum landsins, Hrafn minn.
Þorsteinn Briem, 28.6.2011 kl. 15:48
Morgunblaðið er áreiðanlegasti frétta og umræðumiðill Íslands.Morgunblaðið birtir það sem skiptir máli og er hlutlaust í umfjöllun sinni.En í Baugsmiðlinum Fréttablaðinu var grein í gær eftir Össur Skarphéðinsson,gamlan og nýjan komma þar sem hann er að benda á að Ísland hafi gert fríverslunarsamning við Kína um tollfrían innflutning á sjávarafurðum og iðnvarningi til Hong Kong.Þennan samning hefði Ísland ekki fengið ef Ísland væri í ESB, heldur hefði ESB haft samningsforræðið.Össur er greinilega að búa sig undir það að ESB umræðurnar fari út um þúfur eða að einhver samningsómynd verði felld og vill hafa eitthvað uppi í erminni þegar kemur að Alþingiskosningum og eftir þær.En þessi samningur við Kína sínir það að ekkert er því til fyrirstöðu að Ísland fari fram á samning um tollfríðindi við ESB,eftir að ESB ferlið verður út af borðinu.Ísland getur bent ESB á Kínasamningin sem fordæmi.
Sigurgeir Jónsson, 28.6.2011 kl. 16:18
VIÐSKIPTI EVRÓPUSAMBANDSLANDANNA OG KÍNA:
"EU-China trade has increased dramatically in recent years.
CHINA IS NOW THE EU'S 2ND TRADING PARTNER behind the USA AND THE BIGGEST SOURCE OF IMPORTS.
THE EU IS CHINA'S BIGGEST TRADING PARTNER.
The EU's open market has been a large contributor to China's export-led growth.
The EU has also benefited from the growth of the Chinese market and the EU is committed to open trading relations with China.
However the EU wants to ensure that China trades fairly, respects intellectual property rights and meet its WTO obligations."
"The EU-China High Level Economic and Trade Dialogue was launched in Beijing in April 2008."
"In 2006 the European Commission adopted a major policy strategy (Partnership and Competition) on China that pledged the EU to accepting tough Chinese competition while pushing China to trade fairly.
Part of this strategy is the ongoing negotiations on a comprehensive Partnership and Cooperation Agreement (PCA) that started in January 2007.
These will provide the opportunity to further improve the framework for bilateral trade and investment relations and also include the upgrading of the 1985 EC-China Trade and Economic Cooperation Agreement."
"THE EU WAS A STRONG SUPPORTER OF CHINA'S ACCESSION TO THE WTO, arguing that a WTO without China was not truly universal in scope.
For China, formal accession to the WTO in December 2001 symbolised an important step of its integration into the global economic order.
The commitments made by China in the context of accession to the WTO secured improved access for EU firms to China's market.
IMPORT TARIFFS AND OTHER NON-TARIFF BARRIERS WERE SHARPLY AND PERMANENTLY REDUCED."
Þorsteinn Briem, 28.6.2011 kl. 16:24
Einn tiltekinn bloggari st.br., hefur reynt að draga úr trúverðugleika Morgunblaðsins, með því að ljúga því upp að hann hafi sjálfur verið blaðamaður þar.Honum hefur ekki tekist að koma með nein rök fyrir því, og trúverðug leiki Morgunblaðsins stendur því óhaggaður.
Sigurgeir Jónsson, 28.6.2011 kl. 16:26
Árið 2009 komu 65% af innflutningi okkar Íslendinga frá Evrópska efnahagssvæðinu og þá fóru um 84% af útflutningi okkar þangað.
Árið 2009 fóru einungis 3,9% af vöruútflutningi okkar til Bandaríkjanna, 2,3% til Kína, 1,2% til Rússlands og 0,5% til Kanada en þá komu einungis 6,9% af vöruinnflutningi okkar frá Bandaríkjunum, 5% frá Kína, 1,9% frá Kanada og 0,7% frá Rússlandi.
Utanríkisverslun okkar Íslendinga með vörur árið 2009
Um 70% af erlendum ferðamönnum hér búa á Evrópska efnahagssvæðinu en einungis um 10% í Bandaríkjunum, 2% í Kanada, 1% í Kína og enn færri í Rússlandi.
Þar að auki ferðumst við Íslendingar aðallega til Evrópska efnahagssvæðisins og Íslendingar í námi erlendis stunda langflestir nám á Evrópska efnahagssvæðinu.
Þorsteinn Briem, 28.6.2011 kl. 16:31
Viðskipti ESB við Ísland eru ESB mikilvæg.Enginn hefur véfengt það og ekki ESB.Því er engin ástæða til að halda það að ekki sé hægt að ná fram hagstæðum fríverslunarsamningum við ESB.ESB mun ekki í framtíðinni stjórna heimsversluninni.Hlutfall ESB í heimsversluninni hefur verið að dragast saman.Innganga Íslands í ESB hefur í för með sér einangrun og afskiptaleysi.Nei við ESB.
Sigurgeir Jónsson, 28.6.2011 kl. 17:08
Klofningur Evrópuríkja í utanríkismálum á heimsvísu dregur úr áhrifum ESB á heimsmálin.Ef ESB beitir Ísland kúgun í verslun, þá hlýtur það óhjákvæmilega að hafa áhrif á afstöðu Íslands í utanríkismálum á alþjóðavísu.Engin ástæða er til að halda að ESB muni ekki verða þetta ljóst.Nei við ESB.
Sigurgeir Jónsson, 28.6.2011 kl. 17:12
Vegna aðildar Íslands að Evrópusambandinu falla hér niður tollar á vörum frá Evrópusambandslöndunum.
Árið 2009 komu 65% af innflutningi okkar Íslendinga frá Evrópska efnahagssvæðinu og þá fóru um 84% af útflutningi okkar þangað.
"The commitments made by China in the context of accession to the WTO secured improved access for EU firms to China's market.
IMPORT TARIFFS AND OTHER NON-TARIFF BARRIERS WERE SHARPLY AND PERMANENTLY REDUCED."
Þorsteinn Briem, 28.6.2011 kl. 17:43
@Steini Briem. Málið snýst ekki um aðgengi að bókasöfnum. Í mörgum sveitarfélögum eru engin dagblöð á bókasöfnum. Auk þess er opnunartími iðulega á vinnutíma. Hér er um samninganefnd Íslands að ræða. Nokkir nefndrmenn skrifa grein um stöðu mála. Innihald greinarinnar skiptirmáli fyrir alla þjóðina. Að minnsta kosti alla sem hafa kosningarrétt. Af þessu leiðir einfaldlega að MBL er ekki rétti vettvangurinn. Miklu nær væri að setja greinina á vef Utanríkisráðuneytis(síðu um Evrópumál) eða vef Forsætisráðuneytis. Sem sagt: markhópur er öll þjóðin en ekki áskrifendur MBL.
Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 28.6.2011 kl. 18:45
Greinin ætti að birtast hér:http://esb.utn.is/vidraedur/
Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 28.6.2011 kl. 18:51
Sumir lesa eingöngu Moggann, Hrafn minn.
Þorsteinn Briem, 28.6.2011 kl. 19:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.