Leita í fréttum mbl.is

Benedikt Jóhannesson: Óráð að draga umsókn til baka

BenediktBenedikt Jóhannesson, formaður Sjálfstæðra Evrópumanna telur óráð að draga umsókn Íslands að ESB til baka. Hann segir það í samræmi við stefnu Sjálfstæðisflokksins að stefna að sem bestum samning og ljúka aðildarviðræðunum. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag, en þar segir:

"„Almennt talað held ég að það sé heppilegt miðað við stöðuna í þjóðfélaginu að halda sem flestum leiðum opnum burtséð frá því hvaða skoðun menn hafa á þessum Evrópumálum,“ segir Benedikt og bætir við: „Ég held að það væri mjög í anda stefnu flokksins að ljúka viðræðunum og fá þann besta samning sem við getum fengið. Nú ef hann er svo ekki nógu góður þá hef ég þá trú á þjóðinni að hún sé nógu greind til að hafna honum. Ég held að það væri mjög vont að taka það af þjóðinni að taka afstöðu til samnings.“

Benedikt segir umræðu um efnahagsvandræði í Evrópu hafa verið áberandi að undanförnu en að þeir erfiðleikar séu ekki ástæða til að vera á móti ESB.

„Það eru auðvitað efnahagserfiðleikar víðar, til dæmis í Bandaríkjunum. En mér sem sjálfstæðismanni hefur hugnast mjög vel sú stefna ESB að vilja jöfnuð í ríkisfjármálum og það að ríki skuldi ekki of mikið. Ég held að það sé einmitt stefna sjálfstæðismanna hér á Íslandi, að það eigi að ná jöfnuði í ríkisfjármálum og minnka skuldir sem allra mest,“ segir Benedikt. „Akkúrat í þessu máli held ég að stefna ESB og Sjálfstæðisflokksins fari afar vel saman,“ segir Benedikt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

"Niðurstaða landsfundar Sjálfstæðisflokksins í afstöðunni til Evrópusambandsins voru mikil vonbrigði, segir Benedikt Jóhannesson, formaður Sjálfstæðra Evrópusinna."

Ef hann er ekki ánægður með niðurstöðu landsfundar þá ætti hann að stofna flokk eða ganga í Samfylkinguna enda er hann að þjöstnast gegn 72% kjósenda Sjálfstæðisflokksins sem eru harðákveðnir í að ganga ekki í sambandsríkið.

Vonandi tekur hann Ragnheiði Ríkharðsdóttur með sér!

Eggert Sigurbergsson, 16.8.2011 kl. 19:13

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Eggert Sigurbergsson,

Sjálfstæðisflokkurinn hefur frá árinu 1929 verið nokkurs konar kosningabandalag FJRÁLSLYNDRA og ÍHALDSMANNA.


Og sumir í Sjálfstæðisflokknum hafa deilt á hugmyndir annarra í flokknum um FRJÁLSHYGGJU.

"Hannes Hólmsteinn Gissurarson (fæddur 19. febrúar 1953) er prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og virkur þátttakandi í stjórnmálaumræðum á Íslandi. Hann er kunnur að eindregnum stuðningi við frjálshyggju."

Fólk sem kýs Sjálfstæðisflokkinn aðhyllist einstaklingshyggju, frjálslyndi, frjálshyggju eða íhaldsstefnu.

Meira KRAÐAK er nú varla til í einum stjórnmálaflokki og samstaðan oft lítil, enda hefur Sjálfstæðisflokkurinn MARGSINNIS KLOFNAÐ og brot úr flokknum myndað hér ríkisstjórn með öðrum stjórnmálaflokkum.


Sjálfstæðisflokkurinn


Liberalism


Conservatism


Frjálshyggja


Christian political parties

Þorsteinn Briem, 16.8.2011 kl. 20:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband