Leita í fréttum mbl.is

Björgvin G. um "Kandískar krónur"

Björgvin G. SigurðssonBjörgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar skrifar pistil á Pressuna um gjaldmiðilsmál, sem hann kallar "Kandískar krónur" og segir þar meðal annars:

"Nú þegar heimsbyggðin siglir í gegnum brimskafla skuldakreppu og fjármálaerfiðleika ágerist umræðan um framtíðarstefnu Íslendinga í gjaldmiðils- og peningamálum. Þorra landsmanna er ljóst að ekki er búandi til lengdar við núverandi ástand. Það ógnar fullveldi landsins til lengri tíma litið og það er með engum hætti réttlætanlegt að afhenda komandi kynslóðum landið án þess að skjóta traustum stoðum stöðugs gjaldmiðils undir samfélagið.

Þá hefur hávær þögnin í efnahagstillögum sjálfstæðis- og framsóknarmanna um framtíðarfyrirkomulag peningamála vakið enn meiri athygli á verkefninu.

Verðtryggð króna í höftum og sífelldri verðmætarýrnun er valkosturinn við upptöku evru að mati flestra. Einhliða upptaka annarra þjóða mynta hefur alltaf verið slegin út af borðinu. Enda fylgja því margvíslegar og meiriháttar skuldbindingar að hleypa einu samfélagi inn á myntsvæði annars. Skuldbindinga sem er varða fjármálakerfið og efnahagsmálin almennt.

Til dæmis um þessa staðreynd er svar Jens Stoltenberg forsætisráðherra Noregs frá því fyrir tveimur árum. Þá aðspurður um hvort Íslendingum byðist að taka upp norska krónu í stað þeirrar íslensku.

Nei, hún er okkar gjaldmiðill Norðmanna, sagði forsætisráðherrann. Meti Íslendingar það svo að þeir þurfi annan gjaldmiðil er evran svarið. Til þess er hún. Myntbandalag þjóða með sameiginlegan markað og mikil viðskipti sín á milli, var efnislega svar hans."

Allur pistill Björgvins


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Látum ekki þessa Kratana vera að rugla í okkur lengur með kjaftæði um gjaldmiðilsmál þeir hafa ekki hundsvit

á efnahagsmálum Evrópusambandið er hrunið evran gengur ekki upp en kratarnir halda áfram að vinna vinnuna sína það er svo mikið að gera hjá þeim í Brussel að þeir hafa haft tíma til tilkynna þeim andlátið enn.

Kíkið á slóðina og sjáið hvernig evran er notuð til að sjúga næringuna úr fórnarlömbunum:http://www.youtube.com/watch?v=n6jeIwFld3Q&feature=share

Örn Ægir Reynisson, 11.11.2011 kl. 22:35

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hvorki Vinstri grænir, FramsóknarflokkurinnSjálfstæðisflokkurinn hafa lagt til að gjaldmiðill okkar Íslendinga verði Kanadadollar eða Bandaríkjadollar.

Þorsteinn Briem, 11.11.2011 kl. 23:26

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Greinargerð Más Guðmundssonar seðlabankastjóra 17. maí síðastliðinn um upptöku evru hérlendis:

"Til þess að aðildarríki [Evrópusambandsins] sé heimilt að taka upp evru verður að uppfylla ákveðin efnahagsleg og fjármálaleg skilyrði, svokölluð Maastricht-skilyrði:

Ársverðbólga má ekki vera meira en 1,5% yfir meðalverðbólgu í þeim þremur aðildarríkjum sem standa best að vígi varðandi verðbólgu.

Langtímavextir mega ekki vera hærri en 2% yfir meðalvöxtum í þeim þremur aðildar-ríkjum sem standa best með tilliti til verðstöðugleika.

Halli á rekstri hins opinbera má ekki vera meiri en 3% af landsframleiðslu.

Skuldir hins opinbera mega ekki vera hærri en 60% af landsframleiðslu nema hægt verði að sýna fram á fullnægjandi lækkunarferil að því markmiði.

Umsóknarríkið þarf að hafa tekið þátt í gengissamstarfi Evrópu, ERM II, í a.m.k. tvö ár án þess að rjúfa tilskilin gengisvikmörk eða fella miðgengið gagnvart evru (með þátttöku í ERM II aðstoðar Seðlabanki Evrópu við að halda gengi gjaldmiðilsins innan ±15% fráviks frá ákveðnu miðgengi við evru)."

"Skuldir hins opinbera mega ekki vera yfir 60% af landsframleiðslu samkvæmt Maastricht-skilyrðunum nema hægt verði að sýna fram á fullnægjandi lækkunarferil að því markmiði.

Mikilvægt er að halda á lofti að skuldastaðan er lækkandi og sjálfbær og að staða lífeyrisskuldbindinga til framtíðar er betri en víða í aðildarríkjunum.

Ef sýnt er fram á fullnægjandi lækkunarferil ætti skuldastaða hins opinbera ekki að seinka upptöku evru. Halda þarf til haga þróun opinberra skulda á Íslandi og að peningalegar eignir eru meiri en í flestum öðrum Evrópuríkjum."

"Gjaldeyrishöft koma óhjákvæmilega til umfjöllunar í samningaviðræðum þótt þau falli ekki beint undir þennan kafla. Höftin þarf að afnema áður en til inngöngu kemur. Ræða þarf hugsanlega aðstoð ESB við að komast út úr þeim."

"Í 126. gr. sáttmálans og viðaukum við hann er kveðið á um að halli á rekstri hins opinbera megi ekki vera umfram 3% af landsframleiðslu.

Tvær undantekningar eru þó á þeirri reglu. Annars vegar ef hallinn hefur lækkað og sé nærri 3% af VLF. Hins vegar ef umframhallinn er lítill, vegna sérstakra aðstæðna svo sem mikils samdráttar í hagkerfinu, og tímabundinn.

Auk þess mega skuldir hins opinbera ekki vera umfram 60% af landsframleiðslu. Gerð er undantekning frá því ef skuldirnar fara lækkandi og nálgast skuldahámarkið nægilega hratt.

Skuldir hins opinbera á Íslandi verða líklega innan við 100% af landsframleiðslu í árslok 2011. Stefnt er að því að þær fari síðan hratt lækkandi og verði um 80% af landsframleiðslu í árslok 2013.

Hægt væri að lækka skuldirnar umfram það nokkuð hratt með sölu eigna sem ríkissjóður hefur eignast við endurfjármögnun bankakerfisins og minnkun gjaldeyrisforðans þegar fram líða stundir.

Innan Evrópusambandsins er nú unnið að breytingum á þessum reglum, m.a. vegna þeirrar auknu athygli sem skuldastaða hins opinbera hefur fengið í núverandi fjármálakreppu."

"Meðal þeirra tillagna sem komið hafa fram er að skilyrða ríki með skuldir umfram 60% af VLF til þess að lækka skuldir sínar árlega um 1/20 af skuldum yfir 60% yfir þriggja ára tímabil.

Ef framhald verður á þeim afgangi af rekstri hins opinbera sem stefnt er að árið 2013 mun Ísland eiga í litlum vandræðum með að uppfylla þær kröfur."

"Við mat á skuldastöðu hins opinbera þarf að líta til þess að hreinar skuldir voru í lok árs 2010 um 69% af VLF. Þá eru peningalegar eignir ríkissjóðs meiri en t.d. í þeim ríkjum sem gengu í sambandið árið 2004.

Lífeyrissjóðir standa mun betur með tilliti til framtíðarskuldbindinga en gerist í mörgum Evrópuríkjum. Skuldastaða Íslands frá þessum sjónarhóli er því allsterk og síst lakari en í mörgum aðildarríkjum Evrópusambandsins."

Þorsteinn Briem, 11.11.2011 kl. 23:27

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er þá helzt eitthvað að marka þennan ófrumlega Esb-áhanganda, heimspekinginn og fyrrverandi bankamálaráðherrann Björgvin G. Sigurðsson, um efnahags- og gjaldeyrismál !

Jón Valur Jensson, 12.11.2011 kl. 02:42

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Viðtalið við Jens Stoltenberg var eitt besta viðtal sem ég hef séð í fréttamennsku. Og ég fylgist mjög vel með fréttum.

Þar var slegið útaf borðinu þessi upptaka norska krónu. Fyrir þetta viðtal þá mátti heyraí Steingrím J að við áttum að taka upp norska krónu og jafnvel ganga lengra í samvinnu við Noreg.

Jens Stoltenberg sló á þær væntingar og að því virðist var þetta allt í höfðinu á Steingrími og það var einsog Steingrímur hefði ekkert verið búinn að ræða við Jens. Þetta var stórfurðulegt.

Eftir þetta viðtal þá heyrðist lítið í Steingrími um upptöku norsku krónunnar... eða þaðan af meira.

Sleggjan og Hvellurinn, 12.11.2011 kl. 14:23

6 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þessi spurning til Jens Soltinberg var svo góð að því leyti að þessi spurning var að brenna á öllum Íslendingum. Og fréttamenn eiga að spurja spurninga sem brenna á þjóðinni.

Það voru svo miklar innanhús pælingar og það er oft þannig á Íslandi. Að fylgjast engöngu með Íslenskum fjölmiðlum er skemmandi. Maður verður að lesa erlenda fjölmiðla líka. Þetta viðtal við Jens Stoltenberg sannaði að maður er í svo mikill rugl hringiðju hér á Ísland. Gott að spurja Jens Stoltenberg beint að því sem brennur á þjóðinni. Jens Stoltenberg kom af fjöllum um þessar gjaldeyrispælingar. En svarið var stutt.  NEI

Sleggjan og Hvellurinn, 12.11.2011 kl. 14:26

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Frá áramótum hefur gengi evrunnar gagnvart Bandaríkjadollar HÆKKAÐ um 2,9%, Kanadadollar um 5,58%, íslensku krónunni 3,29% og sænsku krónunni 1,56% en lækkað um 0,01% gagnvart breska sterlingspundinu, 2,1% gagnvart japanska jeninu, norsku krónunni um 0,6% og svissneska frankanum 0,66%.

Og frá ársbyrjun 2006 hefur gengi evrunnar gagnvart íslensku krónunni HÆKKAÐ um 112,43%.

Þorsteinn Briem, 12.11.2011 kl. 14:51

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

SJÁLFSTÆÐUR ÍSLENDINGUR.

"Einar Lárusson er tveggja barna faðir sem flutti með fjölskyldu sína til Svíþjóðar í janúar [2010].

Hann segist hafa fengið nóg af ástandinu á Íslandi og segir að fjölskyldunni líði mjög vel í Svíþjóð þar sem samfélagið sé manneskjulegra og fólkið jákvæðara en hér á landi.

Einar sendi þingheimi harðort bréf í vikunni þar sem hann lýsti viðhorfi sínu til ástandsins.

"Ég var á Íslandi um daginn og fékk eiginlega sjokk yfir verðlaginu.

Kaffið sem ég drekk hérna í Svíþjóð er þrisvar sinnum dýrara á Íslandi.

Ég fór með bíl í skoðun og það var 100 prósent dýrara en í Svíþjóð.

Það er of dýrt að vera Íslendingur.
"

Einar vakti athygli í vikunni þegar hann sendi þingheimi bréf þar sem hann lýsti því að hann væri búinn að fá nóg af íslensku þjóðfélagi.

Búið væri að ræna fólkið aleigunni.
"

Of dýrt að vera Íslendingur - Fluttur til Svíþjóðar

Þorsteinn Briem, 12.11.2011 kl. 14:55

9 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Það er dýrt að vera íslendingur eftir efnahagsárás ESB á Ísland en það yrði enn dýrara að ganga í Evrópusambandið.

Látum ekki LygaMörð afturgengin í Össuri og Landráðafylkinguni blekkja fólk.

Sjáið hvernig Evrópusambandið vinnur eins og blóðsuga sogar næringuna úr aðildarríkunum:

Skoðið slóðina:http://www.youtube.com/watch?v=n6jeIwFld3Q&feature=share

Örn Ægir Reynisson, 12.11.2011 kl. 15:26

10 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Örn Ægir. Miðað við skrif þín þá ert þú svo sannarlega að kasta steini úr glerhúsi þegar þú ert að segja aðra "ekki hafa hundsvit á gjaldmiðilsmálum". Og enn meira ert þú út á þekju þegar þú ert að ásaka einhverja "ESB efnahagsböðla" um ástandið á Íslandi. Þessi samsæriskenning þín er svo dæmalaust heimskulega að þú gerir einfaldlega lítið úr þér með þessu bulli.

Ef leita á sökudólga utan útrásarvíkinga á því hruni sem hér varð þá er það númer eitt Sjálfstæðisflokkurinn og hans stjórn seinustu 17 árin fyrir hrun. Það var undir stjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsókarflokksins sem ákveðið var að einkavæða báða bankana í einu og að falla frá skilyrði um dreift eingarhald til þess eins að hygla flokksgæðingum í báðum flokkum og selja þeim bankana. Þannig stóðu þessir flokkar fyrir því að koma bönkunum í hendur glæpamanna og fjárglæframanna. Það er ekki á nokkurn hátt við okkur "kratana" að sakast í þeim efnum eins og þú hefur ranglega haldið fram í mörgum tilfellum bæði á þínu eigin bloggi go eins á bloggsíðum annarra.

Það er líka fáránleg fullyrðing þín um að ESB sé að "sjúga næringu" úr aðildarríkjum sínum. ESB er ekkert annað en samstarfsvettvangur Evrópuríkja með það að markmiði að bæta lífskjjör í öllum aðildarríkjum sínum og að koma á friði milli aðildarríkjanna. Mikill árangur hefur náðst á báðum sviðum og þó vissulega sé það ekki bara ESB að þakka þá á ESB engu að síður stóran þátt í því.

Öll aðildarríkki ESB hafa haft mikinn hag af þátttöku sinni í þessum samstarfsvettvangi og hafa fyrir vikið öll uppskorið betri lífskjör fyrir þegna sína en ef þau hefðu staðið utan ESB. Það er ekkert sem bendir til annars en að það sama verði upp á teningnum ef við Íslendingar göngum í ESB. Það eru því mun nær að kalla þá "efnahagsböðla" sem vilja halda Íslandi utan þessa samstarfsvettvangs ef menn á annað borð vilja nota það orð í umræðunni.

Sigurður M Grétarsson, 12.11.2011 kl. 16:08

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Í reglum Evrópusambandsins er tiltekið að velta sambandsins megi ekki vera meiri en 1,27% af þjóðarframleiðslu aðildarríkjanna en hún er nú rúmlega 1%.

Evrópusambandið fer með samanlagt 2,5% af opinberu fé aðildarríkjanna og ríkin sjálf þar af leiðandi 97,5%."

Þorsteinn Briem, 12.11.2011 kl. 16:26

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Nefndarálit meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis um aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu:

"Um 6% af útgjöldum Evrópusambandsins renna til reksturs stofnana sambandsins.

Um 45% renna til landbúnaðar í aðildarríkjunum,
1% til ríkisstyrkja í sjávarútvegi og 39% til uppbyggingarsjóða.

Og um 7% fara í málefni sem Ísland tekur nú þegar þátt í
samkvæmt EES-samningnum."

"Nefndin fjallaði um mögulegan kostnað Íslands við aðild að Evrópusambandinu og í því samhengi hvernig greiðslum aðildarríkja til sambandsins er háttað.

Við mat á kostnaði er nauðsynlegt að taka tillit til greiðslujöfnuðar við Evrópusambandið en með því er átt við svokallaðar nettógreiðslur.

Nettóframlag aðildarríkja eða nettógreiðslur eru greiðslur hvers aðildarríkis til ESB að frádreginni heildarfjárhæð styrkja sem koma til baka úr sjóðum Evrópusambandsins til verkefna í aðildarríkinu."

"Meirihlutinn telur rétt að benda á að Ísland greiðir árlega háar fjárhæðir til stofnana EES-samningsins og í þróunarsjóð EFTA-ríkjanna."

"Beinn kostnaður árið 2007 var áætlaður rúmlega 1,3 milljarðar króna.

En vegna gengisbreytinga telur meiri hlutinn raunhæft að tvöfalda þá upphæð og því megi segja að
rúmlega 2,5 milljarða króna útgjöld falli niður á ári verði af aðild Íslands að Evrópusambandinu."

Þorsteinn Briem, 12.11.2011 kl. 16:28

13 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

PASTE/

Cameron beinir spjótum sínum að Merkel - býr sig undir Berlínarferð

12. nóvember 2011 klukkan 18:33

David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að fljúga til Berlínar í næstu viku til að fylgja eftir vaxandi reiði berskra stjórnvalda yfir því að Angela Merkel Þýskalandskanslari geri ekki nóg til að binda enda á skuldakreppu evru-svæðisins.

Á vefsíðunni mailonline segir að æðstu ráðamenn í Downing stræti séu bálreiðir í garð Merkel fyrir að leggja ekki nógu mikið fé af mörkum til stuðnings evrunni og að hún taki ekki til hendi fyrr en „algjört öngþveiti ríki“.

Angela Merkel og David Cameron

Fyrr í vikunni sagði Cameron að „mikil óvissa“ ríkti um framtíð evru-svæðisins og sagði breskt efnahagslíf verða fyrir skaða vegna ráðaleysis leiðtoga svæðisins.

Þá hefur Barack Obama einnig lagt hart að Merkel og Nicolas Sarkozy Frakklandsforseta að grípa til róttækari aðgerða til að sýna svart á hvítu að evrunni sé borgið. Innan Hvíta hússins er litið þannig á að tregða Merkel kunni að kosta Obama forsetaembættið á næsta ári vegna þess að vandræðin á evru-svæðinu auki á bandaríska efnahagsvandann.

Líklegt er talið að Cameron verði í Berlín í lok næstu viku. Ferð hans verður hins vegar ekki ákveðin nema með skömmum fyrirvara vegna þess hve mikil óvissa ríkir um framvindu mála.

Talið er víst að Cameron hvetji Merkel til þess að heimila Seðlabanka Evrópu að verða þrauta-lánveitandi ríkja á evru-svæðinu. Þjóðverjar standa fast gegn öllum slíkum tillögum af ótta við verðbólgu, minnugir ástandsins á þriðja áratugnum sem stuðlaði að valdatöku Hitlers.

Mailonline segir að í breska stjórnkerfinu telji menn að Merkel grípi til nauðsynlegra aðgerða á elleftu stundu. Þeir liggja hins vegar ekki á þeirri skoðun sinni að hún hafi leyft málinu að þróast á þann veg að mjög erfitt verði að ná tökum á því.

William Hague, utanríkisráðherra Breta, hefur líkt ástandinu á evru-svæðinu við hús í ljósum logum þar sem allar leiðir til útgöngu séu lokaðar. „Vandinn er sá að Merkel ætlar ekki að gera neitt fyrr en það logar í gluggatjöldunum og teppin sviðna,“ sagði Hague.

Örn Ægir Reynisson, 12.11.2011 kl. 18:44

14 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Paste/

Van Rompuy: Evran og ESB eru í tilvistarkreppu - sigrast verður á henni

12. nóvember 2011 klukkan 17:57

Jóhanna Sigurðardóttir og Herman Van Rompuy, forseti leiðtogaráðs ESB, í Brussel 8. nóvember 2011.

Evru-svæðið stendur frammi fyrir „tilvistarkreppu“ og á henni verður að sigrast sagði Herman Van Rompuy, forseti leiðtogaráðs ESB, föstudaginn 11. nóvember í ræðu í Flórens. Hann sagðist ætla að gera allt sem í sínu valdi stæði til að viðhalda samheldni innan svæðisins. „Evran er liður í pólitískri vegferð sem heppnast ekki nema efnahagur sé stöðugur og heilbrigður,“ sagð hann.

Í ræðu sinni sagði Van Rompuy að evran yrði aldrei sterkari en veikasti hlekkur hennar og það yrði að binda enda á að ríki færu ólíkar leiðir í efnahagsmálum. „Við erum í krísu sem snertir sjálfa kviku Evrópusambandsins, evruna. Þetta er tilvistarkreppa og við ætlum okkur að komast út úr henni,“ sagði forseti leiðtogaráðsins. „Ekki er unnt að búa við sameiginlegan gjaldmiðil en láta síðan einstök ríki sjá um allt annað, þannig hefur það hins vegar verið.

Örn Ægir Reynisson, 12.11.2011 kl. 18:45

15 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Evrópusambandið blasir við öllum sem gjörspillt ónýtt verkfæri nema fyrir Frakka og Þjóðverja sem sýgur næringuna úr fórnarlömbunum og þar er evran aðal verkfærið.Þettað blasir við öllum almenningi um allan heim.Að sjálfsögðu reyna þeir að klóra í bakkan og ljúga upp skoðanakönnum eins og t.d.að 70% Grikkja vilji evruna áfram og vera í Evrópusambandinu.Það er bara elítan sem hefur grætt á óförum sem eru látnar bitna á almenningi svipað og þeir sem að vildu að við myndum borga icesave hér og við Íslendingar horfum á President of the European Council ljúga því í evrópska fjölmiðla um daginn að almenningur á Íslandi stæði heilshugar á bakvið aðildarumsóknina. Það blasir allstaðar við þar sem ESB og meðhjálparar þess eru er lýgin notuð alveg óspart markmiðunum til framdráttar.Þettað sér allt eðlilegt fólk en bjánarnir halda samt áfram að bulla velrænt og ákveðið enda fá þeir borgað fyrir öllum til ama og leiðinda.

Erfitt að fá upplýsingar frá Luxemborg Evrópusambandið sér um sína. Efnahagsböðlar Evrópusambandsins Lánin sem efnahagsböðlarnir fengu (hinir svokölluðu útrásarvíkingar leitt að líkja þessum mönnum við víkinga, víkingar sviku ekki sitt eigið fólk)lánin sem þeir fengu til að kaupa upp íslenska fjölmiðla og efnahagslíf komu frá MIÐ EVRÓPU eftir að þeir komu höndum yfir bankana og fyrirtækin hófust þeir handa við að ræna allt saman innanfrá og forðuðu þýfinu í gegn um Lúxemborg og þaðan til skattaskjóla.Evrópuelítan Luxemborgar heldur hlífiskildi yfir sínum mönnum og neitar að gefa upplýsingar um hvert peningarnir fóru.Síðan átti Íslenska þjóðin að sitja eftir gjaldþrota og bera ábyrgð á lánunum.Blekkt og svikin átti hún síðan að vilja í Evrópusambandið.Þannig var plottið! Og nú erum við hér með fólk í ríkisstjórn sem er og hefur unnið með Evrópuelítuni að þessum markmiðum en hefur afhjúpast gjörsamlega.Ég myndi segja að það væri komin tími til að slíta aðildarviðræðum,og sparka þessu liði með afli útur stjórnaráðinu og kæra þá sem það eiga skilið fyrir landráð.Og að sjálfsögðu að reka þettað ESB lið með sitt hafurtask og sendiráð úr landi sem fyrst.Og afhjúpa fyrir öllum umheimi vinnubrögð og útþennsluaðferðir Evrópusambandsins

Örn Ægir Reynisson, 12.11.2011 kl. 18:48

16 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Áhugaverðar slóðir berið saman loforð og efndir Samfylkingarinnar:http://www.youtube.com/watch?v=u4qWdBdQPKw

Örn Ægir Reynisson, 12.11.2011 kl. 18:53

17 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Þau verða að bjarga bönkunum sínu svo að plottið gangi upp annars hrynur öll spilaborgin.Paste/

Mikilvægt að Grikkir hafi hraðar hendur

Merkel og Sarkozy ræða málin. Reuters

Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hafa lagt á það áherslu við Lucas Papademos, forsætisráðherra Grikklands, að grísk stjórnvöld hafi hraðar hendur við að koma í framkvæmd aðgerðum sem munu forða landinu frá gjaldþroti.

Í dag áttu Merkel og Sarkozy símafund með Papademos, sem sór embættiseið í gær sem leiðtogi bráðabirgðastjórnar landsins. Þau lögðu mikla áherslu á að grísk stjórnvöld komi öllum aðgerðum til framkvæmda sem Grikkir hafa heitið ESB-ríkjunum.

Fram kemur í tilkynningu frá skrifstofu forseta Frakklands að næsta greiðsla neyðarláns ESB-ríkjanna til Grikklands muni aðeins eiga sér stað þegar Grikkir verði búnir að grípa til nauðsynlegra aðgerða.

Merkel og Sarkozy áttu jafnframt annan fund þar sem þau ræddu þróunina á evrusvæðinu og til hvaða ráða sé hægt að grípa til að hraða samkomulaginu sem náðist þann 27. október sl.

Segir í tilkynningu að leiðtogarnir hafi ítrekað þá afstöðu sína að verja evruna.

Örn Ægir Reynisson, 12.11.2011 kl. 19:10

18 Smámynd: Þorsteinn Briem

Andstæðingar Evrópusambandsins.

Einu sinni á ári fór bóndi nokkur í kaupstað og kom þá ætíð sauðdrukkinn heim með þessa yfirlýsingu:

"Ég er húsbóndi á mínu heimili!"

Aðra daga ársins minntist hann aldrei á þetta atriði, enda var hann engan veginn húsbóndinn á bænum, því húsfreyjan gegndi því hlutverki og ansaði aldrei þessu fyllerísrausi eiginmannsins.

Þorsteinn Briem, 12.11.2011 kl. 19:10

19 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Kanada dollari er ekki vinsæll allstaðar. Sem dæmi þá taka Kínamenn aðeins við USD í dag . Eru men einhvað feimnir við Amerískt við sem höfum verið í viðskiptum við þá í nær hundrað ár. Er það kannski satt sem Ameríkanar sem voru hér við uppbyggingu á NATO Herstöðinni í Keflavík að hér væri urmull af Kommúnistum. Mig er farið að gruna að þeir leynist ennþá í stjórnkerfi landsins.

Valdimar Samúelsson, 12.11.2011 kl. 19:59

20 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Við stundum mest af viðskiptum okkar við evrópur.

Sleggjan og Hvellurinn, 12.11.2011 kl. 21:13

21 Smámynd: Þorsteinn Briem

15.6.2011:

"Stjórnvöld í Kanada hvöttu Bandaríkin í gær til að forðast að lenda í greiðsluþroti, enda hefði það í för með sér "truflanir" fyrir hagkerfi heimsins.

Fjármálaráðherra Kanada, Jim Flaherty, sagði fjölmiðlum að hann hefði rætt málið við bandaríska ráðamenn og hvatt þá til að finna einhverja lausn á fjárlagahalla Bandaríkjanna en Bandaríkin eru gríðarlega mikilvægur markaður fyrir kanadískan útflutning.

"Við þurfum ekki á frekari truflun á hagkerfi heimsins að halda þessa dagana," sagði Flaherty.

Ummæli hans koma í kjölfar þess að enn er reynt að ná samstöðu á Bandaríkjaþingi um að hækka þakið á leyfilegum skuldum bandaríska ríkisins fyrir 2. ágúst næstkomandi en þá gæti farið svo að Bandaríkin fari að hætta að geta greitt af skuldum sínum að öðrum kosti.

Fjárlagahalli bandaríska ríkisins á þessu ári er talinn verða um 1,4 trilljónir dollara.
"

Kanada hvetur Bandríkin til að forðast greiðsluþrot

Þorsteinn Briem, 12.11.2011 kl. 21:36

22 Smámynd: Þorsteinn Briem

"As of October 2009, Canada's national unemployment rate was 8.6 percent. Provincial unemployment rates vary from a low of 5.8 percent in Manitoba to a high of 17 percent in Newfoundland and Labrador.

Between October 2008 and October 2010, the Canadian labour market lost 162,000 full-time jobs and a total of 224,000 permanent jobs.

Canada's federal debt
is estimated to be $566.7 billion for 2010–11, up from $463.7 billion in 2008–09.

Canada’s net foreign debt rose by $40.6-billion to $193.8-billion in the first quarter of 2010."

Þorsteinn Briem, 12.11.2011 kl. 21:38

23 Smámynd: Þorsteinn Briem

Árið 2009 komu 65% af innflutningi okkar Íslendinga frá Evrópska efnahagssvæðinu og 84% af útflutningi okkar fóru þangað.

Einungis 3,9% af vöruútflutningi okkar fóru þá til Bandaríkjanna, 2,3% til Kína, 1,2% til Rússlands og 0,5% til Kanada og einungis 6,9% af vöruinnflutningi okkar komu frá Bandaríkjunum, 5% frá Kína, 1,9% frá Kanada og 0,7% frá Rússlandi.


Utanríkisverslun okkar Íslendinga með vörur árið 2009


Um 70% af erlendum ferðamönnum hér á Íslandi árið 2009 búa á
Evrópska efnahagssvæðinu en einungis um 10% í Bandaríkjunum, 2% í Kanada, 1% í Kína og enn færri í Rússlandi.

Þar að auki ferðumst við Íslendingar aðallega til Evrópska efnahagssvæðisins og Íslendingar í námi erlendis stunda langflestir nám á Evrópska efnahagssvæðinu.

Þorsteinn Briem, 12.11.2011 kl. 22:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband