Leita í fréttum mbl.is

FRBL: Tvær greinar

FRBLTvær góðar Evrópugreinar birtust í Fréttablaðinu í dag, eftir Dr. Jón Orm Halldórsson, og Benedikt Jóhannesson, framkvæmdastjóra. Dr. Jón Ormur segir í byrjun sinnar greinar:

"Evrópa breyttist á röskum þrjátíu árum frá upphafi fyrri heimsstyrjaldar til loka þeirrar síðari úr drottnara heimsins í undirsáta tveggja nýrra risavelda. Um Nató sem varð til upp úr hruni evrópsku heimsveldanna var sagt að tilgangur þess væri að halda Rússlandi úti, Bandaríkjunum inni og Þýskalandi niðri.
Tilgangur
Evrópusambandið var stofnað litlu seinna af sama tilefni og að hluta í ekki alveg óskyldum tilgangi. ESB átti að binda saman kjarnaríki Evrópu. Það átti að tryggja batnandi lífskjör og sem jafnasta dreifingu þeirra með því að auka samkeppnishæfni atvinnulífs í Evrópu samhliða samfélagslegum áherslum. Tilraunin var flókin en hún var studd af einu sterkasta lögmáli efnahagslífsins. Því að opin viðskipti á milli landa auka skilvirkni og velmegun. Og öðru lögmáli sem fær nú aukna athygli. Jöfnuður og lýðræði stuðla ekki aðeins að friði í mannfélaginu heldur líka að efnahagslegri velmegun.
Tilgangi þegar náð
ESB og Nató tryggðu ekki aðeins besta frið í árþúsunda sögu Evrópu heldur leiddi samvinnan innan ESB til stórkostlegra efnahagslegra, félagslegra og pólitískra framfara í álfunni."

Í grein Benedikts, sem er formaður Sjálfstæðra Evrópumanna segir :

"Í júní 2009 samþykkti Alþingi að Ísland skyldi sækja um aðild. Margt er þó með þeim hætti að rétt er að staldra við. Flestir eru sammála um að umgjörð samningaviðræðnanna sé í ólestri vegna sundurþykkis stjórnarflokkanna. Á degi hverjum birtast sögur um vanda einstakra Evrópuríkja og enginn veit á þessari stundu hvernig tekst til um viðbrögð. Endurskoðun á sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins er ekki lokið. Niðurstöður skipta Íslendinga miklu máli. Því er eðlilegt að margir vilji sjá hvernig til tekst. Í slíku stórmáli þarf að vanda til verka á öllum sviðum og stuðla að víðtækri sátt meðal þjóðarinnar um vinnubrögð.

Þó að menn greini á um aðild að Evrópusambandinu er æskilegt að ná samstöðu um hvernig málinu skuli lokið. Sjálfstæðismenn ættu að sameinast um að beina málinu í nýjan farveg þannig að erfiðustu þáttum verði ekki að fullu lokið fyrr en árið 2013. Með því að sameinast um eftirfarandi verklag tryggja flokksmenn trausta meðferð þessa mikilvæga máls og lýðræðislega afgreiðslu þess óháð afstöðu til aðildar:

1. Nefnd formanna þeirra stjórnmálaflokka sem eiga fulltrúa á Alþingi ásamt utanríkisráðherra taki við yfirumsjón með viðræðunum.

2. Formlegar samningaviðræður um sjávarútvegsmál, landbúnaðar- og dreifbýlismál og gjaldmiðlasamstarf hefjist árið 2013. Samningaviðræðum um aðra kafla verði framhaldið með eðlilegum hraða.

3. Unnar verði fyrir árslok 2012 skýrslur útfrá íslenskum hagsmunum um:
a) Endurskoðun sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins.
b) Samkeppnishæfni Íslands til lengri tíma m.v. krónu annars vegar og evru hins vegar.
c) Framtíðarstöðu í landbúnaði og byggðaþróun með samanburði milli óbreyttar stöðu og aðildar.

4. Samningurinn öðlast því aðeins gildi að hann verði samþykktur í þjóðaratkvæðagreiðslu."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband