Leita í fréttum mbl.is

Áskorun til landsfundar Sjálfstæðisflokksins

Í Morgunblaðinu í dag birtist áhugaverð grein eftir Þórð Magnússon, stjórnarformann Eyris Invest, Marorku og fleiri fyrirtækja. Greinin er áskorun til landsfundarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.

Þórður segir: "Nú ræðir Sjálfstæðisflokkurinn hugmyndir um að hætta viðræðum við Evrópusambandið áður en fyrir liggur hvað í þeim samningi felist. Slík nálgun væri í hæsta máta óábyrg og væri merki þess að Sjálfstæðisflokkurinn væri ekki það afl sem þjóðin þarf nú til að auka stefnufestu og styrkja framtíðarsýn þjóðarinnar. Til að taka yfirvegaða ákvörðun um hvar hagsmunum íslensku þjóðarinnar er best varið, þurfum við að ljúka samningsferlinu til að sjá hver er besti mögulegi samningur sem við náum. Sá samningur sem þannig næst fram verður borinn undir þjóðina til samþykktar eða synjunar þar sem kostir og gallar eru vegnir yfirvegað. Ferlið getur vart orðið lýðræðislegra.

Þetta væri heldur ekki niðurstaða sem styrkir flokkinn því samkvæmt skoðanakönnunum eru um 50% stuðningsmanna flokksins fylgjandi því að ljúka samningaferlinu við sambandið og allt að 70% landsmanna hafa verið því fylgjandi að ljúka þessum viðræðum. Sá samningur sem þannig næst fram, verði borinn undir þjóðina til samþykktar eða synjunar. Ferlið getur vart orðið lýðræðislegra og í fullu samræmi við hugsjónir sjálfstæðismanna.

Það hefur blásið um efnahagslíf heimsins á síðustu misserum og Evrópusambandið hefur ekki farið varhluta af því frekar en aðrir. Af þeim sökum er ekki fýsilegt að hraða viðræðum heldur er það hvatning til að viðræðurnar séu yfirvegaðar og nægur tími sé tekinn til að ljúka viðræðunum. Vonandi tekst Evrópusambandinu að komast út úr mestu erfiðleikunum á næstu 2-5 árum. Við gætum þá jafnframt verið komin með samning sem íslenska þjóðin getur tekið afstöðu til."

Í lokin segir Þórður: "Sjálfstæðisflokkurinn þarf að einbeita sér að málum sem leiða til aukinnar hagsældar, bættra skilyrða atvinnurekstrar og aukinnar atvinnuþátttöku og bættra kjara launþega en ekki innbyrðis deilna. Viðræður við Evrópusambandið eru nú í ákveðnu ferli sem samþykkt var á alþingi. Fáum niðurstöðu í þær viðræður. Tækifæri okkar eru mikil og við eigum ekki og megum ekki eyða öllum okkar kröftum í fortíðina, innbyrðis deilur og átök um mál sem eru í bærilegu lagi en væri hægt að breyta svo vísað sé til átaka um breytt fiskveiðistjórnunarkerfi. Þessi átök auka ekki hagsæld og velferð þjóðarinnar.

Sjálfstæðisflokkurinn á að beina kröftunum að uppbyggingu til framtíðar. Þannig getur flokkurinn haft áhrif til góðs, verður beinn þátttakandi og gerandi í því að skapa þá hagsæld sem íslensk þjóð á skilið og getur búið við."
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Áskorun til landfundar Sjálfstæðisflokksin slítum aðildarviðræðum þjóðin var ekki spurð álits áður en sótt var um aðild og hún vill ekki eyða fjármunum né tíma í að semja um eitthvað sem fyrirfram er vitað að hún

Afturköllum ESB-umsóknina, segir þjóðin

Meirihluti þjóðarinnar vill afturkalla umsókn Samfylkingarinnar um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Könnun MMR fyrir Andríki sýnir sömu niðurstöðu og könnun Capacent Gallup í sumar fyrir Heimssýn.

Í báðum tilvikum vilja rúm 50 prósent draga umsóknina tilbaka en 35 til 38 prósent vilja halda umsókninni til streitu.

Aðildarsinnar á Íslandi eru fyrir löngu búnir að tapa slagnum um það hvort þjóðin sé fylgjandi eða andvíg aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Seinni víglína aðildarsinna, ,,að klára umsóknina til að kíkja í pakkann," er að hrynja.

Örn Ægir Reynisson, 17.11.2011 kl. 22:54

2 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Sjálfstæðisflokkurinn láti allra síst Samfylkinguna segja sér fyrir verkum

Örn Ægir Reynisson, 17.11.2011 kl. 22:55

3 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Paste/

Staðfest: fullveldi og ESB-aðild fer ekki saman

Jæja, það kom að því. Forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, Herman Van Rompuy, staðfestir að þjóðir sem ætla að starfa saman í evru-samstarfi tapa sjálfstæði sínu. Núna, rúmum tíu árum eftir að evran var sett a flot, er hægt að viðurkenna að aðild felur í sér missi fullveldis.

Evrópusambandið verður upptekið af því næstu árin að setja bönd á fullveldi aðildarríkjanna. Hvort skert fullveldi þjóðríkja og aukin miðstýring Brussel bjargi evrunni, skal ósagt látið.

Hitt er öllum ljóst að Evrópusambandið sem samfylkingarhluti ríkisvaldsins sótti um aðild að sumarið 2009 er ekki lengur til. Forsendubrestur umsóknarinnar er algjör. Við eigum að afturkalla umsóknina strax.

Örn Ægir Reynisson, 17.11.2011 kl. 23:15

4 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Örn. Það er mjög mikil oftúlkun á orðum forseta leiðtogaráðsins að hann hafi sagt að fullveldi og ESB aðild fari ekki saman. Það sem hann sagði var tvennt í stuttu máli.

Annars vegar sagði hann að til að komast upp úr þeim vandræðum sem Evru samstarfið væri í þyrftu þjóðirnar að stíga í takt og því gæti engin skorast undan og farið eigin leiðir að því marki. Með öðrum orðum þá yrðu allar þjóðirnar að fara eftir reglunum væru þar með ekki sjálfstæðar hvað varðar þær fjáragslegu ákvarðanir sem þyrfti að taka til að komast út úr þessum vandræðum.

Hins vegar sagði hann að sameiginleg mynt kallaði á samræmdar reglur í ríkisfjármálum. Þær reglur snúast reyndar aðeins um halla á fjárlögum. Þetta hafa fleiri talað um. Ákvörðun um halla á ríkisfjármálum er því eina sjálfstæða ákvörðunin sem þjóðir í Evru samstarfinu þurfa að afsala sér yfir í sameiginlega ákvarðanatöku Evru þjóða.

Það er því aðeins verið að tala um að setja reglur um hámark á hallarekstri ríkissjóðs og þar með á skuldasöfnun ríkissjóðs án samþykktar frá hinum Evru ríkjunum. Það er í raun fínt frir ráðamenn í hverju ríki fyrir sig að hafa slíkar reglur því það gerir þeim auðveldara með að standa gegn kröfum um aukin ríkisútgjöld án skattahækkana á móti því þeir geta þá bent á að þeir hafi ekki heimild til að reka ríkisjóð með miklum halla. Þeir geta því tekið óvinsældirnar af slíku af sjálfum sér og fært þær yfir á Evru samstarfið.

Sigurður M Grétarsson, 17.11.2011 kl. 23:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband