15.12.2011 | 21:36
Bókhaldsreglur ESB þær ströngustu sem um getur
Eitt af því sem andstæðingar ESB-aðildar eru sífellt að tönnlast á er að ársreikningar sambandins séu aldrei samþykktir, en það er að sjálfsögðu ekki rétt.
Eins og í sambandi við svo margt annað kjósa Nei-sinnar að fara frjálslega með staðreyndir í sambandi við ESB og ársreikninga þess.
Á Evrópuvefnum er einmitt verið að fjalla um þetta og þar segir meðal annars:
"Endurskoðunarréttur Evrópusambandsins ber ábyrgð á endurskoðun á reikningum ESB. Með Maastricht-sáttmálanum frá árinu 1992 var réttinum gert að láta Evrópuþinginu og ráðinu í té sérstaka yfirlýsingu um að reikningar væru réttir og að þau viðskipti, sem að baki þeim byggju, væru lögmæt og rétt að formi til. Í þeim yfirlýsingum hefur hann frá upphafi lýst því yfir að reikningar sambandsins væru að mestu réttir. Hann hefur hins vegar ekki fengist til að staðfesta lögmæti og reglufestu þeirra viðskipta sem að baki þeim bjuggu, sökum þess að reglur ESB og samningsskilyrði hafi oft og tíðum verið brotin. Til að þess konar staðfesting fáist þurfa 98% bókhalds hvers stefnuflokks að vera rétt bókfærð.
Framkvæmdastjórn ESB, sem ber lagalega ábyrgð á bókhaldi sambandsins, hefur bent á að nær ómögulegt sé að standast strangar kröfur réttarins að öllu leyti. Frávik megi að mestu rekja til mistaka við flókna pappírsvinnu en aðeins mjög lágt hlutfall heildarútgjalda sambandsins megi rekja til fjársvika. (Leturbreyting, ES-bloggið)
Í svarinu kemur fram að um 80% útgjalda ESB er eytt í aðildarríkjunum og því eftirlit á ábyrgð þeirra (ESB er s.s. ekki með puttana ofan í öllu!). Endurskoðunarréttur ESB sér um mál sem tengjast fjármunum sambandsins og í svari Evrópuvefs segir: "Endurskoðunarrétturinn áréttar að stór hluti af skekkjum komi til vegna takmarkaðrar þekkingar aðildarríkjanna á flóknum reglum sambandsins. Hann álítur engu að síður að fjársvik eigi sér einnig stað og að aðildarríkin sjálf beri þar mesta ábyrgð, þar sem svikin eigi sér stað heima fyrir en ekki á vettvangi Evrópusambandsins."
Þegar öllu er á botninn hvolft, þá má lesa út úr svari Evrópuvefsins að flestar skekkjur eiga sér eðilegar skýringar og mjög lítið virðist vera um svindl, enda bendir framkvæmdastjórnin á að ..."einungis sé hægt að rekja mjög lágt hlutfall heildarútgjalda sambandsins til fjársvika."
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Aðildarsinnar þettað er algjörlega búið spil hjá ykkur
Evrópusambandið hrunið og Frakkar komnir í feita fýlu.
Búið að vekja icesave draugin vonlausa upp.Þessi landráð hafa algjörlega farið úr böndunum og hrunið yfir ykkur. Og síðast en ekki síst það hefur aldrei verið mark takandi á ykkar skoðanakönnunum ekki frekar en Jóni Ásgeiri þegar hann þóttist ekki hafa heyrt minnst á Tortola.Ef einhverjir eru farnir af límingunum þá eru það þið.
Örn Ægir Reynisson, 15.12.2011 kl. 22:20
Það mun vera fínt að vera í klíku Össurar um þessar mundir og flokksgæðingur hjá SAMFYLKINGUNNi fá bara greiddar heilar 75 milljónir úr almannsjóðum fyrir innbú í 20 feta gám sem tryggt er fyrir 7,5 milljónir.
Samfylkingun mun verða afhjúpuð lið fyrir lið
Örn Ægir Reynisson, 15.12.2011 kl. 22:24
Samfylkingin átti það að vera = SAMTRYGGINGINSPILLINGIN
Örn Ægir Reynisson, 15.12.2011 kl. 22:26
Blóðþrýstingur mörlenskra andstæðinga Evrópusambandsins er greinilega orðinn svo hár að bráðlega springa þeir í loft upp, þannig að súrsaðir selshreifar dreifast um alla heimsbyggðina.
Það verður ófögur sjón, svo ekki sé nú minnst á lyktina.
Þorsteinn Briem, 15.12.2011 kl. 22:45
SB:
Evrópusamtökin, www.evropa.is, 15.12.2011 kl. 22:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.