Leita í fréttum mbl.is

Sigurður Bessason um krónuna: "Svæsnasti óvinur launafólks"

Sigurður BessasonStrax eftir hrunið, haustið 2008 var ljóst að íslenska krónan gat ekki staðið óstudd. Þessvegna var hún sett á gjörgæslu, sem kallast gjaldeyrishöft og er þar enn. Ísland og íslenskt atvinnulíf fer inn í árið 2012 með "haftakrónuna" að leiðarljósi.

Mikið hefur verið rætt og ritað um þessi höft og menn t.d. bent á að þau séu mjög skaðleg. Vinna við að afnema höftin er hafin en enginn veit í raun hvernig krónan mun bregðast við "frelsinu" aftur. Það er erfitt mál þegar um þjóðargjaldmiðil er að ræða! Menn hljóta að vera sammála um það, hvort sem um er að ræða þá sem eru fylgjendur hennar eða ekki.

Fylgifiskur krónunnar er óstöðugleiki og verðbólga og það gerir Sigurður Bessason, formaður verkalýðsfélagsins Eflingar að umtalsefni í pistli á vefsíðu félagsins. Hann segir:

"Allt frá því samningar voru undirritaðir hefur allt of há verðbólga ríkt í landinu sem jafnt og þétt hefur saxað á þann ávinning sem stefnt var að til að reyna að vinna aftur hluta kaupmáttarins sem tapaðist í hruninu. Markmiðið um að ná marktækri styrkingu íslensku krónunnar er augljóslega ekki að takast á þessu ári. Íslenska krónan hefur sannarlega sýnt það í þessu hruni að hún er vinur framleiðanda sem flytja vörur sínar til útlanda en um leið svæsnasti óvinur launafólks þar sem veikindi hennar nærast á lækkuðum kaupmætti fólksins.

Því miður staðfestir viðhorfskönnun Gallup Capacent sem gerð var fyrir Flóafélögin nýlega alla helstu neikvæðu þætti þessarar þróunar."

(Mynd af www.efling.is - skjáskot)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Orð hans segja allt sem segja þarf um krónuna því  enn og aftur telja menn sig geta handstýrt gengi krónunnar.

"Markmiðið um að ná marktækri styrkingu íslensku krónunnar er augljóslega ekki að takast á þessu ári."

Gjaldmiðill er ekki eitthvað sem á að handstýra eins og gert var á árunum fyrir hrun.  Gjaldmiðill á að endurspegla styrk hagkerfisins og horfur án afskipta stjórnmálamanna eða verkalýðshreyfingarinnar.  Gjaldmiðill og gengi hans er heldur ekki eitthvað sem á að semja um í kjarasamningum eins og var gert.

Lúðvík Júlíusson, 28.12.2011 kl. 18:46

2 Smámynd: Kristinn D Gissurarson

Hvernig getur krónan verið svæsnasti óvinur launafólks? Það er hagstjórnin sem skiptir máli, ekki hvað gjaldmiðillinn heitir.

Það er alveg ljóst að ef útflutningsgreinarnar fá ekki "rétt" verð fyrir afurðir sínar er ekki hægt að reka þjóðfélagið. Menn geta svo deilt um skiptinguna.

Ég veit, satt best að segja, ekki hvort skynsamlegt er að skipta um gjaldmiðil. Ekki kemur evran til greina. Það er ekki vitað hvort hún hefur það af, í því ölduróti sem ríkir innan ESB.

Kristinn D Gissurarson, 28.12.2011 kl. 22:13

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Fyrst andstæðingar aðildar Íslands að Evrópusambandinu á þessu bloggi eru svona gríðarlega vissir um að Evrópusambandið og evran séu að hruni komin hljóta þeir að samþykkja að leggja eina milljón króna inn á reikninginn minn um næstu áramót ef það gerist ekki.

Þögn er sama og samþykki.

Reikningsnúmerið mitt er 0311-26-6300.

Steini Briem, 5.8.2011 kl. 18:37"

Þorsteinn Briem, 28.12.2011 kl. 23:21

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Verkalýðsforystaner svæsnasti óvinur verkafólks, og verkafólk væri miklu betur sett án verkalýðsforystunnar í núverandi mynd. Þessi forysta vinnur af heilindum gegn öllum hag verkafólks. Ekki datt Gylfa Arnbjörnssyni í hug að fara fram á hækkun skattleysismarka, sem hefði verið besta og réttlátasta kjarabótin, enda er Gylfi í liði með SA. 

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 29.12.2011 kl. 00:18

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Kristinn D Gissurarson,

Við Íslendingar lifum sem betur fer á fleiru en útflutningi sjávarafurða, sem eru þar í þriðja sæti.

Í fyrsta sæti er útflutningur á þjónustu og í öðru sæti útflutningur á iðnaðarvörum.

Útflutningur á sjávarafurðum var hér 28,15% af útflutningi vöru og þjónustu árið 2009 en 55,59% árið 1994, samkvæmt Landssambandi íslenskra útvegsmanna (LÍÚ):

Hlutfall sjávarafurða af útflutningi 1994 - 2009


Verð á íslenskum sjávarafurðum hefur verið hátt erlendis undanfarin ár og verður það áfram vegna mikillar eftirspurnar.

Íslenskur sjávarútvegur hefur því enga þörf fyrir gengisfellingu íslensku krónunnar, sem hækkar hér verð á aðföngum, til að mynda skipum, varahlutum, olíu, veiðarfærum og kosti.

Og sömu sögu er að segja af öðrum útflutningsgreinum hér, til að mynda iðnaði og ferðaþjónustu, þar sem lækkun á gengi íslensku krónunnar þýðir til dæmis verðhækkun á bifreiðum, tækjum, varahlutum, olíu og bensíni.

Og í landbúnaði hækkar gengisfelling íslensku krónunnar verð á til að mynda dráttarvélum, olíu, varahlutum, tilbúnum áburði og kjarnfóðri.

Þar af leiðandi hækkar hér verð á sjávarafurðum, iðnaðar- og landbúnaðarvörum, svo og innfluttum byggingavörum, verðbólgan eykst því og öll verðtryggð lán hækka.

Sjómenn jafnt sem forstjórar þurfa þar af leiðandi að greiða hér hærra verð en áður fyrir til dæmis matvörur, bifreiðar, bensín, varahluti og íbúðarhúsnæði.

Allir launamenn krefjast því launahækkunar til að vega upp á móti gengisfellingunni.

Og að sjálfsögðu eru Hádegismórarnir og aðrir "Sannir Íslendingar" hrifnir af því.

Þeim finnst gott að pissa í skóinn sinn.

Það er hlýtt og notalegt.

Þorsteinn Briem, 29.12.2011 kl. 03:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband