Leita í fréttum mbl.is

Myndir frá opnun Evrópustofu

EvrópustofaHér má sjá myndir frá opnun Evrópustofu um síðustu helgi og greinlegt að þar "stigu menn á stokk," bæði þeir sem eru með og á móti! Nýr fjármálaráðherra, Oddný Harðardóttir var á svæðinu!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Ein ábending til þeirra sem sjá um heimasíðu Evrópustofu. Ef meiningin er að vera með opið hús hjá Evrópustofu þá væri gott ef staðsetning hennar kæmi fram með áberandi hætti á heimasíðunni. Ég er búinn að leita mikið á heimasíðunni af heimilisfanginu en hef ekki fundið það.

Sigurður M Grétarsson, 24.1.2012 kl. 21:23

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Evrópustofa er að Suðurgötu 10, 101 Reykjavík."

Um Evrópustofu

Þorsteinn Briem, 24.1.2012 kl. 21:55

3 Smámynd: Kristin stjórnmálasamtök

Óskemmtilegar eru þessar fréttir af hinni ólögmætu "Evrópustofu".

Svo er þetta rangnefni – þetta er ekki "stofa" fyrir 57% Evrópu, heldur einungis þau 43% (Króatía meðtalin), þar sem tíu gömul nýlenduveldi ráða lögum og lofum (frá 1. nóvember 2014 munu þau ráða 73,34% atkvæðavægi í ráðherraráði ("ráðinu") og leiðtogaráði Evrópusambandsins, en hin 17 (18) ríkin, saklaus af nýlendustefnu, munu ráða þar 26,66% atkvæðavægi! Ísland fengi þar 0,06% atkvæðavægi, ef ykkur tekst að narra þjóðina, m.a. með með ólöglegum áróðri EvrópuSAMBANDSstofu.

Kristin stjórnmálasamtök, 25.1.2012 kl. 14:21

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Afsakið, var ekki búinn að útskrá mig af vef Kristinna stjórnmálasamtaka. Þið megið þurrka út innleggið hér fyrir ofan, sem og þetta, en ég legg svo athugasemdina inn aftur, undir eigin nafni, eins og til stóð

Jón Valur Jensson, 25.1.2012 kl. 14:23

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Óskemmtilegar eru þessar fréttir af hinni ólögmætu "Evrópustofu".

Svo er þetta rangnefni – þetta er ekki "stofa" fyrir 57% Evrópu, heldur einungis þau 43% álfunnar (Króatía meðtalin), þar sem tíu gömul nýlenduveldi ráða lögum og lofum (frá 1. nóvember 2014 munu þau ráða 73,34% atkvæðavægi í ráðherraráði ("ráðinu") og leiðtogaráði Evrópusambandsins, en hin 17 (18) ríkin, saklaus af nýlendustefnu, munu ráða þar 26,66% atkvæðavægi! Ísland fengi þar 0,06% atkvæðavægi, ef ykkur tekst að narra þjóðina, m.a. með með ólöglegum áróðri EvrópuSAMBANDSstofu.

Jón Valur Jensson, 25.1.2012 kl. 14:25

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jón Valur Jensson,

Þú FULLYRÐIREvrópustofan hér sé ólögleg.

Það ætti þá að vera lítið mál fyrir þig og aðra rugludalla að höfða mál gegn þeim sem fyrir henni standa.

En það gerið þið að sjálfsögðu ekki, því þið eruð ekkert nema kjafturinn.

Þorsteinn Briem, 25.1.2012 kl. 14:52

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Lissabon-sáttmálinn:

"16. gr.

1.
RÁÐIÐ skal fara með löggjafar- og fjárveitingarvald ÁSAMT EVRÓPUÞINGINU. Það skal annast stefnumótun og samræmingu eins og mælt er fyrir um í sáttmálunum.

2.
Í ráðinu skal eiga sæti FULLTRÚI frá hverju aðildarríkjanna, á ráðherrastigi, sem hefur heimild til að skuldbinda ríkisstjórn viðkomandi ríkis og greiða atkvæði fyrir hennar hönd.

3.
Ráðið skal taka ákvörðun með auknum meirihluta nema kveðið sé á um annað í sáttmálunum.

4.
Frá 1. nóvember 2014 skal aukinn meirihluti skilgreindur sem a.m.k. 55% þeirra sem eiga sæti í ráðinu, þ.e. í það minnsta fimmtán ríki, og skulu þeir vera fulltrúar aðildarríkja sem til teljast a.m.k. 65% af íbúafjölda Sambandsins.

Til þess að MINNIHLUTI GETI STÖÐVAÐ FRAMGANG MÁLA verður hann að vera skipaður a.m.k. FJÓRUM FULLTRÚUM ráðsins, en náist það ekki skal litið svo á að aukinn meirihluti hafi náðst.

Mælt er fyrir um annað fyrirkomulag varðandi aukinn meirihluta í 2. mgr. 238. gr. sáttmálans um starfshætti Evrópusambandsins."

Þorsteinn Briem, 25.1.2012 kl. 14:54

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þessir fjórir verða að hafa á bak við sig rétt rúmlega 35% atkvæðavægis ríkjanna í ráðinu – ella gildir hitt, að 15 ríki (þ.e. 55% ríkjanna 27) nægja til að taka bindandi ákvörðun, ef það skilyrði er jafnframt uppfyllt, að þau hafi á bak við sig a.m.k. 65% af íbúafjölda Evrópusambandsins.

Steini Briem hefur reynt að bera á móti þessu, en ávallt í trássi við 2. og 3. tölulið þessarar 16. greinar. Hefði túlkun hans verið rétt, hefðu fjögur örsmæstu ríkin, með langt innan við 1% atkvæðavægi, vald til að stöðva allar þessar ákvarðanir ráðherraráðsins! Það er væntanlega ekki í takti við væntingar hans eða annarra Esb-sinna um völd og áhrif Evrópusambandsins til allrar framtíðar!

Jón Valur Jensson, 25.1.2012 kl. 15:32

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Aðildarríki Evrópusambandsins eru nú 27 og MINNIHLUTI fulltrúa í Ráðinu er því samkvæmt 16. gr. Lissabon-sáttmálans TÓLF fulltrúar EÐA FÆRRI, þar sem FIMMTÁN fulltrúa EÐA FLEIRI þarf nú til mynda þar aukinn meirihluta, AÐ MINNSTA KOSTI 55% þeirra sem sæti eiga í Ráðinu.

Og þessir FIMMTÁN fulltrúar EÐA FLEIRI þurfa að vera fulltrúar AÐ MINNSTA KOSTI 65% af íbúafjölda sambandsins.

Aukinn meirihluti í Ráðinu GETUR VERIÐ fimmtán ríki með samtals 92,2% af íbúum Evrópusambandsins og MINNIHLUTINN því tólf ríki með samtals 7,8% af íbúum sambandsins.

Og FJÖGUR þeirra EÐA FLEIRI GETA stöðvað framgang mála í Ráðinu, samkvæmt 16. gr. Lissabon-sáttmálans.

Þorsteinn Briem, 25.1.2012 kl. 16:44

10 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Áróðursmaskína Evrópusambandisins að fara á fulla ferð á sama tíma og leppstjórn ESB hér á landi vinnur í takt með Brussel, þjóðin sér í gegnum

plottið og vill ekki sjá að ganga í Evrópusambmandið!

Örn Ægir Reynisson, 25.1.2012 kl. 20:14

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jón Valur Jensson og Örn Ægir Reynisson,

Skoðanakannanir varðandi aðild Íslands að Evrópusambandinu eru harla lítils viirði þegar samningur um aðildina liggur ekki fyrir.

Tugþúsundir Íslendinga hafa ekki tekið afstöðu til aðildarinnar og aðrar tugþúsundir geta að sjálfsögðu skipt um skoðun í málinu.

Fólk tekur afstöðu til aðildarinnar fyrst og fremst út frá EIGIN HAGSMUNUM, til að mynda AFNÁMI VERÐTRYGGINGAR HÉR, mun LÆGRI VÖXTUM og LÆKKUÐU VERÐI á mat- og drykkjarvörum, fatnaði og raftækjum með AFNÁMI ALLRA TOLLA á vörum frá Evrópusambandsríkjunum.

Og harla ólíklegt er að meirihluti Íslendinga láti brjálæðinga taka frá sér allar þessar KJARABÆTUR.

En fyrir ÖFGAÞJÓÐERNISSINNA skipta þær að sjálfsögðu engu máli.

Þeir vilja ekki einu sinni láta meirihluta atkvæða ráða hér í þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að Evrópusambandinu þegar samningur um aðildina LIGGUR FYRIR, heldur heimta þeir að aukinn meirihluti atkvæða ráði í málinu.

Og helst af öllu vilja þessir brjálæðingar að samningur um aðildina liggi aldrei fyrir, svo skíthræddir eru þeir um að tapa þjóðaratkvæðagreiðslunni og vera dregnir að húni með Evrópufánanum fyrir framan Stjórnarráðshúsið.

Samkvæmt skoðanakönnunum voru 38% Króata fylgjandi og 52% andvígir aðild landsins að Evrópusambandinu 16. apríl í fyrra, einungis níu mánuðum fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildina, þar sem TVEIR ÞRIÐJU kjósenda voru FYLGJANDI aðildinni.

Þorsteinn Briem, 25.1.2012 kl. 21:11

12 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Athyglisvert viðtal við fyrrverandi bókara hjá Evrópusambandinu illa hvað verður um skattfé evrópumanna? http://www.tvr.ro/articol.php?id=118850

Örn Ægir Reynisson, 25.1.2012 kl. 21:39

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Í reglum Evrópusambandsins er tiltekið að velta sambandsins megi ekki vera meiri en 1,27% af þjóðarframleiðslu aðildarríkjanna en hún er nú rúmlega 1%.

Evrópusambandið fer með samanlagt 2,5% af opinberu fé aðildarríkjanna og ríkin sjálf þar af leiðandi 97,5%."

Þorsteinn Briem, 25.1.2012 kl. 21:51

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Nefndarálit meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis:

"Um 6% af útgjöldum Evrópusambandsins renna til reksturs stofnana sambandsins.

Um 45% renna til landbúnaðar í aðildarríkjunum,
1% til ríkisstyrkja í sjávarútvegi og 39% til uppbyggingasjóða.

Um 7% fara í málefni sem Ísland tekur nú þegar þátt í
samkvæmt EES-samningnum."

"Meiri hlutinn telur rétt að benda á að Ísland greiðir árlega háar fjárhæðir til stofnana EES-samningsins og í þróunarsjóð EFTA-ríkjanna."

"Beinn kostnaður árið 2007 var áætlaður rúmlega 1,3 milljarðar króna. Vegna gengisbreytinga telur meiri hlutinn raunhæft að tvöfalda þá upphæð og því megi segja að rúmlega 2,5 milljarða króna útgjöld falli niður á ári verði af aðild Íslands að Evrópusambandinu."

Þorsteinn Briem, 25.1.2012 kl. 21:59

15 Smámynd: Jón Valur Jensson

Steini hefur vitnað í skoðanakannanir, þegar það hentar honum, jafnvel í Króatíu, en þegar hann heyrir t.d. um þessa (júlí 2011): Aðeins fjórði hver Breti styður áframhaldandi veru í ESB - aðeins 8% vilja evru í stað punds! þá verður hann bara foj og segir skoðanakannanir "harla lítils virði" - og þeim mun fremur sem hann sér 14 skoðanakannanir í röð, sem allar sýna yfirgnæfandi andstöðu við inntöku íslands í Evrópusambandið.

Svo heldur hann áfram að sýna hér ólæsi sitt á 16. grein Lissabonsáttmálans.

Skýring á afstöðubreytingu Króata getur verið: 1) kosningasvindl, b) yfirþyrmandi áróður Esb., eins og sá sem að er stefnt hér á landi með því að ausa hundruðum milljóna króna í slíkan óumbeðinn áróður, þvert gegn lögum nr. 62/1978. Þetta er hneisa og YFIRGANGUR, og við eigum ekki að lúta þessu. Það er verið að reyna að innlima Ísland í stórveldi gamalla nýlenduvelda.

Steini: ""Í reglum Evrópusambandsins er tiltekið að velta sambandsins megi ekki vera meiri en 1,27% af þjóðarframleiðslu aðildarríkjanna en hún er nú rúmlega 1%." --En þessu getur Esb. auðveldlega breytt og mun gera það.

Og lokasetning Steina þjónar blekkingartilgangi, því að greiðslur okkar til Esb. yrðu miklu meiri en vegna EES.

Jón Valur Jensson, 26.1.2012 kl. 00:17

16 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þetta er skemmtilegar myndir. Benidikt Jóhannesson sjálfstæðismaður. Oddný fjármálaráðherra. Múgur og margmenni. Ungir sem gamlir. Og girnileg kaka ofan á alltsaman. Virðist vera mjög heppnað og allir sáttir.

Það er stórfurðulegt að Jón Valur og feiri NEI sinnar vilja enfaldlega loka þessari stofu.

Kannski er þetta tækifæri fyrir NEI sinna að kíkja í heimsókn í kaffi og kleinur og fræðast um ESB. Kosti og galla.

Sleggjan og Hvellurinn, 26.1.2012 kl. 00:21

17 Smámynd: Þorsteinn Briem

24.10.2011:

"Tillaga um þjóðaratkvæði um samband Bretlands og ESB var kolfelld á breska þinginu í kvöld með 483 atkvæðum gegn 111.

William Hague
, utanríkisráðherra Breta,  sagði í samtali við The Guardian að um væri að ræða "ranga spurningu á röngum tíma".

Talsmaður David Cameron sagði í kvöld að það væri best fyrir hagsmuni Bretlands að vera í Evrópusambandinu."

Þorsteinn Briem, 26.1.2012 kl. 00:38

19 Smámynd: Þorsteinn Briem

Noregur og Bretland eru olíuríki með sterka gjaldmiðla.

Ísland er hins vegar ekki olíuríki og ENGAN VEGINN með sterkan gjaldmiðil.

Hér á Íslandi er mesta verðbólga í Evrópu en í Noregi er lítil verðbólga.

Árið 2008 fóru tæplega 70% af útflutningi Noregs til fimm Evrópusambandsríkja, Bretlands 27%, Þýskalands 12,8%, Hollands 10,4%, Frakklands 9,4% og Svíþjóðar 6,5%.

Þorsteinn Briem, 26.1.2012 kl. 00:51

20 Smámynd: Þorsteinn Briem

Samtök iðnaðarins töldu árið 2002 að kostnaður í íslenska hagkerfinu minnkaði um allt að 44 milljarða króna á ári með aðild Íslands að Evrópusambandinu og upptöku evru.

"Vergar þjóðartekjur (GNI) á Íslandi árið 2005 voru 977 milljarðar króna og því má áætla að ef Ísland gengi í ESB gætu heildargreiðslur ríkissjóðs til ESB orðið um 10,5 milljarðar króna á ári (þ.e. 1,07% af 977 milljörðum króna) en að hámarki um 12,1 milljarðar króna á ári."

"En hafa verður í huga að stór hluti þess fjármagns sem greitt er til ESB mun skila sér til baka til þjóðarbúsins í styrkjum til landbúnaðar, uppbyggingarverkefna og rannsóknar- og þróunarverkefna.

Í því sambandi má nefna að 86% af tekjum ESB árið 2002 skiluðu sér aftur til aðildarríkjanna í styrkjum og þar af fóru 46% til landbúnaðar, 34% til uppbyggingarverkefna og 6% til rannsóknar- og þróunarverkefna og annarra innri málefna."

[Af 12,1 milljarði króna eru 86% um 10,4 milljarðar króna og mismunurinn er 1,7 milljarðar króna.]

Nýju aðildarríkin
, auk Portúgals, Grikklands, Írlands og Spánar, fá hins vegar meiri greiðslur frá ESB en þau greiða til sambandsins."

Beinn kostnaður Íslands vegna samningsins um Evrópska efnahagssvæðið
(EES) var um 1,4 milljarðar króna árið 2007 og 1,7 milljarðar króna að frádregnum 1,4 milljörðum króna eru allt að 300 milljóna króna kostnaður íslenska ríkisins á ári vegna aðildar Íslands að Evrópusambandinu.

En
kostnaður í íslenska hagkerfinu minnkar um allt að 44 milljarða króna á ári með aðild Íslands að sambandinu og upptöku evru.

Sjá hér töflu 2.4 á bls. 51 um árlegan kostnað íslenska ríkisins vegna EES-samningsins:

Ísland og Evrópusambandið - Evrópunefnd

Þorsteinn Briem, 26.1.2012 kl. 00:55

21 Smámynd: Jón Valur Jensson

Athugasemd, sett hér inn í flýti (tímaskortur til annars):

Steini svarar ekki þeirri ábendingu minni, að hér er um lögbrot að ræða gegn lögum okkar nr. 62/1978. Þau eru hér:

Lög um bann við fjárhagslegum stuðningi erlendra aðila við íslenska stjórnmálaflokka og blaðaútgáfu erlendra sendiráða á Íslandi

1978 nr. 62 - 20. maí. Tóku gildi 6. júní 1978. Breytt með l. 10/1983 (tóku gildi 25. mars 1983) og l. 162/2006 (tóku gildi 1. jan. 2007).

"1. gr. …1) Þá er erlendum sendiráðum á Íslandi óheimilt að kosta eða styrkja blaðaútgáfu í landinu.

1) L. 162/2006, 13. gr.

2. gr. Lög þessi taka til stjórnmálaflokka og félagasamtaka þeirra, svo og til hvers konar stofnana, sem starfa á þeirra vegum, beint eða óbeint, þ. á m. blaða, og einnig til blaða og tímarita, sem út eru gefin á vegum einstaklinga eða félagasamtaka.

3. gr. Bann það, sem felst í 1. gr. þessara laga, nær til hvers konar stuðnings, sem metinn verður til fjár, þ. á m. til greiðslu launa starfsmanna eða gjafa í formi vörusendinga.

4. gr. Erlendir aðilar teljast í lögum þessum sérhverjar stofnanir eða einstaklingar, sem hafa erlent ríkisfang, hvort sem þeir eru búsettir hér á landi eða ekki.

5. gr. Brot gegn lögum þessum varða sektum …1)

Fjármagn, sem af hendi er látið í trássi við lög þessi, skal gert upptækt og rennur til ríkissjóðs."

1) L. 10/1983, 74. gr.

Jón Valur Jensson, 26.1.2012 kl. 07:45

22 Smámynd: Jón Valur Jensson

Augljóst er, að sendiráð Esb. er að fara í kringum þessi lög með því að setja hér á fót áróðursstofu. Skiptir þar engu, hversu "hlutlægar" upplýsingar forsvarsmenn þessa áróðursbatterís segja það munu veita. Jafnvel sjálft nafnið á henni er áróður: "Evrópustofa" – ætti að vera EvrópuSAMBANDSstofa, enda er Esb. ekki nema 42,5% af Evrópu (43% eftir formlega inntöku Króatíu). Og þessi "stofa" telur það ekki hlutverk sitt að upplýsa Íslendinga um ALRÆÐI löggjafar Esb., þegar um ágreining í lagaefnum er að ræða við hvort heldur gamla eða nýja löggjöf "aðildarríkjanna" (sbr. Harald Hansson: Ísland svipt sjálfsforræði). Það verður heldur ekki meðal áherzluatriða starfsmanna "stofunnar" að auðvitað yrði hvalveiðum, selveiðum og hákarlaveiðum útrýmt við Ísland – af Esb.!, ef við látum gabbast til að láta innlimast í þetta stórveldi, fyrir utan að margar fuglategundir verða hér friðaðar þvert gegn allri skynsemi og gegn hagsmunum Íslendinga. Bara svo að eitthvað sé nefnt, sem verður EKKI á dagskrá "stofunnar" að kynna fyrir landsmönnum!!!

Og athugið: 12 manns a.m.k. virðast vera í þessu verkefni hjá Athygli og hinu þýzka samstarfsfyrirtæki þess.

Jón Valur Jensson, 26.1.2012 kl. 08:01

23 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Jón

Þú ættir kannski að kíkja í Evrópustofunna og sjá hvað hún hefur uppá að bjóða. Ég held að þú hefur gott af því. 

Sleggjan og Hvellurinn, 26.1.2012 kl. 09:10

24 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jón Valur Jensson,

Þú FULLYRÐIREvrópustofan hér sé ólögleg.

Það ætti þá að vera lítið mál fyrir þig og aðra rugludalla að höfða mál gegn þeim sem fyrir henni standa.

En það gerið þið að sjálfsögðu ekki, því þið eruð ekkert nema KJAFTURINN!!!

Þorsteinn Briem, 26.1.2012 kl. 12:12

25 Smámynd: Jón Valur Jensson

Jú, það er aðeins meira á mér en "KJAFTURINN", Steini, en mikið ertu orðinn æstur. Það er góðs viti. Þú græðir nefnilega ekkert á því, karlinn minn.

Og þið þarna, sleggja og hvellur: Það er ennþá til viðtengingarháttur í íslenzku máli.

Jón Valur Jensson, 26.1.2012 kl. 12:34

26 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jón Valur Jensson,

Það felst að sjálfsögðu enginn æsingur í því að endurtaka það sem ég skrifaði hér í gær:

"Þú FULLYRÐIREvrópustofan hér sé ólögleg.

Það ætti þá að vera lítið mál fyrir þig og aðra RUGLUDALLA að höfða mál gegn þeim sem fyrir henni standa."

Þorsteinn Briem, 26.1.2012 kl. 12:44

27 Smámynd: Jón Valur Jensson

Bíddu bara, góði !

Jón Valur Jensson, 26.1.2012 kl. 14:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband