Leita í fréttum mbl.is

Formaður VR vill ekki að forseti ASÍ ræði ESB á komandi þingi

Það hlýtur að teljast nokkuð athyglisvert að formaður VR, Stefán Einar Stefánsson, vilji kalla eftir afstöðu komandi þings ASÍ, þess efnis hvort það eigi yfir höfuð að ræða ESB-málið, en á Eyjunni segir um þetta:

"Stefán Einar Stefánsson, formaður VR, ætlar að kalla eftir afstöðu ASÍ þingsins hvort forseti sambandsins eigi yfir höfuð að tjá sig um Evrópumál. Hvergi er minnst á ESB aðild í gögnum sem lögð verða fyrir þingið sem haldið verður í október.

Morgunblaðið greinir frá því að engin formleg tillaga hefur verið lög fram fyrir ASÍ þingið sem haldið verður dagana 17. til 19. október. Formlegur frestur til að skila inn tillögum og ályktunum er liðinn. Það útilokar þó ekki að ESB-málið verður rætt á þinginu. ASÍ samþykkti afdráttarlausa stefnu um aðild að ESB á ársfundi 2008.

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir að ástæðan fyrir þessu sé að talið var mikilvægara að taka atvinnu-, húsnæðis- og lífeyrismál sérstaklega fyrir. Hann telur enn brýnt að aðildarviðræðurnar verði kláraðar og niðurstaðan lögð í þjóðaratkvæðagreiðslu."

Hversvegna má ekki ræða ESB-málið? Við búum jú í lýðræðissamfélagi og þar hlýtur mönnum að vera frjálst að ræða þau mál, sem þeim þykir ástæða að ræða.

Afstaðan til Evrópu og ESB er mikilvægt hitamál, sem þarf að fá niðurstöðu í.

Ekki viljum við búa í samfélagi þar sem einhverskonar þöggun ræður og ríkir?

Liðsmenn VR hafa sennilega ótvíræðan hag af því að ræða ESB-málið, kosti þess og galla.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband