28.3.2008 | 17:23
Um talnaleikfimi og reglugerðir ESB
Nokkrar deilur hafa blossað upp um hve mikið af regluverki Evrópusambandsins við Íslendingar tökum upp í gegnum EES samninginn. Menn flagga tölum frá 6,5% upp í 80% eftir því hvað viðkomandi vill sanna hve samtvinnað Ísland er reglugerðarsetningu Evrópusambandsins. Staðreyndin er hins vegar sú að ekkert ESB land tekur upp allt regluverk Evrópusambandsins þannig að svona talnaleikfimi segir ekki nema hluta sannleikans. Eiríkur Bergmann Einarsson, forstöðumaður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst, hefur rannsakað þetta manna mest og hefur bent á að Ísland taki upp um 80% af því sem Svíþjóð taki upp. Sú tala segi mun meira en þær tölur sem menn eru að deila um hér á landi.
Ísland tekur reyndar upp nánast allt reglugerðaverk Evrópusambandsins varðandi innri markaðinn og þar með flest þau lög sem tengjast verslun og viðskipum þar með talið samkeppnislöggjöf, neytendavernd og þjónustutilskipun ESB. Löggjöf Evrópusambandsins hefur því áhrif á nánast hvern einasta einstakling á Íslandi á hverjum degi. Það má því örugglega færa rök fyrir því að við höfum tekið upp á milli 70-80% af ESB reglum sem snerta málefni hins innri markaðar.
Við tökum hins vegar ekki upp einstakar reglugerðir sem tengjast tímabundnum aðgerðum eins og niðurgreiðslu á mjólkurafurðum í Mið-Evrópu, svæðisbundnum aðgerðum í landnýtingu á Írlandi eða skyndilokunum á veiðsvæðum í Eystrasalti. Evrópusambandið setur lög með reglugerðum, tilskipunum og ákvörðunum. Tilskipanir (directives) eru rammlöggjöf og yfirleitt viðamestar en reglugerðir (regulations) og ákvarðanir (decisions) eru margfalt fleiri en hafa yfirleitt tímabundna og/eða takmarkaða lögsögu.
Sigurður Kári Kristjánsson alþingismaður fór mikinn á síðum Morgunblaðsins fyrir skömmu og vísaði þar í svar sem Davíð Oddsson þáverandi utanríkisráðherra hafði gefið við fyrirspurn hans um hve við tækjum upp af lögum ESB. Í svarinu kom fram að frá því EES-samningurinn gekk í gildi árið 1994 og fram til ársins 2004 hafi ESB samþykkt 1.047 tilskipanir, 27.320 reglugerðir og 10.569 ákvarðanir. Ísland hafði á þessum tíma tekið upp 2.527 gerðir frá ESB þar á meðal stóra lagabálka varðandi samkeppnismál, um óréttmáta viðskiptahætti, neytendamál, umhverfsvernd og fleira. Með því að blanda saman öllum þessum gerðum fékk utanríkisráðherrann út að Ísland taki 6.5% af reglugerðaverki ESB í innlend lög.
Flestir hugsandi menn sjá að sú framsetning gefur alls ekki rétta mynd af mikilvægi þeirrar lagasetninga sem Ísland hefur tekið upp. Fyrst skal nefna að ótækt er að leggja tilskipanir, reglugerðir og ákvarðanir Evrópusambandsins að jöfnu enda greinir ESB ávalt vel þar á milli. Í öðru lagi er mikilvægi þessara lagagerða mjög misjafnt og ekki hægt að leggja þær allar að jöfnu. Í þriðja lagi er síðan ljóst að ekkert land tekur upp allar þessar reglugerðir og því er þessar tölur ekki samanburðarhæfar.
Fyrir þá sem vilja kynna sér þessi mál er gott að lesa grein Eiríks Bergmanns Einarsson ,,Á kafi í Evrópusamrunanum á slóðinni http://www.bifrost.is/default.asp?sid_id=22905&tId=1 en þar fjallar hann um hve vandmeðfarið er með svona tölfræðiupplýsingar. Eftir því sem ég best veit hefur engin dregið í efa þær rannsóknir sem Eiríkur birtir þar.
Andrés Pétursson er formaður Evrópusamtakanna
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Þannig að sjávarútvegsstefnan, landbúnaðarstefnan og tollastefnan hafa bara 20% vægi í reglugerðaverki ESB?
Má ekki vera að þetta segi okkur fyrst og fremst hversu merkingarlaust það er að stunda prósentureikning með lagabálka?
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 22:45
Jú, mér finnst þessi prósentuumræða alltaf pínu þreytandi. Þegar það er svona hrikalega langt milli þeirra sem eru með aðild og segja að allt að Ísland hafi þegar tekið upp allt að 90% að regluverki sambandins, og séu í raun efnislega meira í Evrópusambandinu en Bretland sem stendur utan EMU og Schengen - en svo koma þeir sem eru á móti og segja að Ísland hafi bara tekið upp rétt 6% af reglugerðum sambandins með jafn hæpnum forsendum og lýst er í þessari grein.
.
Manni líður stundum eins og sumir sem eru á móti aðild vilji helst bara rugla umræðuna eins mikið og hægt er til að þurfa ekki að ræða málin eins og þau eru; við erum mestmegnis í ESB, og það er komin tími til að semja um fulla aðild til að við getum rætt málin út frá okkar aðildarsamningum.
Jónas Tryggvi Jóhannsson, 29.3.2008 kl. 19:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.