Leita í fréttum mbl.is

Elskum Evrópu!

Eiríkur JónssonRétt eins og það eru til harðir Nei-sinnar gegn Evrópu, eru einnig til harðir Já-sinnar. Einn þeirra er hinn kunni blaða og fjölmiðlamaður Eiríkur Jónsson. Hann setti þessa skemmtilegu færslu á bloggið sitt um daginn. Margt til í þessu.

(Mynd: DV/Birtingur)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Já, sælir eru einfaldir? :D

Hjörtur J. Guðmundsson, 19.11.2009 kl. 18:38

2 Smámynd: Theódór Norðkvist

Evrópa (utan Íslands) er sjálfsagt hvorki verri né betri en við. Þetta eru bara menn.

Mér sýnist reyndar að ESB löndin standi okkur framar á flestum sviðum, allavega hvað varðar neytendavernd, mannréttindi, lýðræði og efnahagslegan aðbúnað.

Það eru skrýtin rök gegn ESB-aðild að þar sé lýðræðishalli og því út í hött að ganga þar inn þegar lýðræðishallinn virðist vera mun meiri á Íslandi.

Þar sem atkvæði Vestfirðings er eins og tvö atkvæði Reykvíkings og sérhagsmunaklíkur skipa ráðamönnum fyrir.

Theódór Norðkvist, 19.11.2009 kl. 19:18

3 Smámynd: Theódór Norðkvist

Evrópa (utan Íslands) er sjálfsagt hvorki verri né betri en við. Þetta eru bara menn.

Mér sýnist reyndar að ESB löndin standi okkur framar á flestum sviðum, allavega hvað varðar neytendavernd, mannréttindi, lýðræði og efnahagslegan aðbúnað.

Það eru skrýtin rök gegn ESB-aðild að þar sé lýðræðishalli og því út í hött að ganga þar inn þegar lýðræðishallinn virðist vera mun meiri á Íslandi.

Þar sem atkvæði Vestfirðings er eins og tvö atkvæði Reykvíkings og sérhagsmunaklíkur skipa ráðamönnum fyrir.

Theódór Norðkvist, 19.11.2009 kl. 19:18

4 identicon

Það er allt í góðu að elska Evrópu.

En til hvers að elska bara Evrópu?

Þjóðfrelsissinnar geta elskað eigið land ásamt Evrópu, Ameríkunum, Asíu, Eyjaálfu og Suðurskautslandinu.

Föðurlandssvikarar elska víst bara Evrópu, nánar tiltekið Brussel.

Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 19.11.2009 kl. 21:10

5 identicon

Yfir Evrópu ríkir nú nomenklatúra, laus við allt vesen með afskipti þegnanna. Það sást í dag. Nomenklatúran valdi leiðtogana úr sínum röðum - ekki þegnanir.

Það er nú bannað.

Lýðræði?

Aumingja Evrópa!

Sigurjón Pálsson (IP-tala skráð) 20.11.2009 kl. 01:02

6 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Mér þykir mjög vænt um Evrópu, en Evrópa er auðvitað allt annað en Evrópusambandið þó sumir sjái það ekki. Mér þykir mjög vænt um evrópskar hefðir um lýðræði, frelsi, frjáls viðskipti, réttarríkið, valddreifingu og að valdið komi frá fólkinu en ekki að ofan o.s.frv. Uppbygging Evrópusambandsins er í andstöðu við þetta allt.

Hjörtur J. Guðmundsson, 22.11.2009 kl. 13:44

7 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Theodór, Evrópumálin snúast í grundvallaratriðum um það hverjir eigi að stjórna Íslandi. Íslenzkir kjósendur, þá annað hvort með beinum hætti eða í gegnum kjörna fulltrúa sína, eða stjórnmálamenn kosnir af öðrum en okkur Íslendingum til þess að hugsa um aðra hagsmuni en okkar en þó fyrst og fremst embættismenn sem enginn kýs og hafa því hvorki lýðræðislegt umboð til neins eða búa við nokkuð lýðræðislegt aðhald. Það er margt sem þarf að laga í því lýðræðiskerfi sem við búum við hér á landi en það er eins ljóst að innganga í Evrópusambandið væri risastórt skref í ranga átt í þeim efnum.

Hjörtur J. Guðmundsson, 22.11.2009 kl. 13:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband