Leita í fréttum mbl.is

Anna Pála um Ásmund

APSAnna Pála Sverrisdóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar skrifar pistil um Ásmund Einar Daðason, bónda, þingmann og nú síðast leiðtoga Nei-sinna á Íslandi. Ásmundur sagðist nefnilega ætla að "slátra" ESB-málinu um daginn og gera Samfylkingunni lífið leitt.

Anna Pála skrifar: ,,Það er engin frétt að Ásmundur sé á móti ESB-aðild Íslendinga. Hann á fullan rétt á þeirri skoðun og það hefur legið fyrir frá byrjun samstarfs VG og Samfylkingar að flokkarnir eru ekki sammála um sjálfa aðildina. Það sem þessir tveir flokkar sammæltust hins vegar um, við myndun ríkisstjórnar í vor, var að fara í aðildarviðræður við ESB og leyfa síðan íslensku þjóðinni að kjósa – loksins – um aðildarsamning."

Og síðar segir hún: ,,Í frétt á vefritinu feykir.is kemur fram að Ásmundur segi að stöðva þurfi umsóknarferlið að ESB. Alþingi samþykkti það þó í sumar og Vinstri græn hafa gefið loforð í stjórnarsáttmála um að þjóðin fái að kjósa um aðildarsamning. Vill Ásmundur brjóta þetta loforð?"

Pistill Önnu er hér


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þjóðin fær að gefa ráðgefandi álit það er nú allt og sumt.

Hættan er sú að Samfylkingin geri það að skilyrði fyrir stjórnarsamstarfi að þjóðaratkvæðagreiðslan verði hundsuð. 

Sigurður Þórðarson, 20.11.2009 kl. 15:07

2 Smámynd: Gunnlaugur I.

Það hefði auðvitað verið lýðræðislegast og eðlilegast að þjóðin hefði fengið að koma strax og milliliðalaust að þessu mikla álitamáli með því að kosið hefði verið um það hvort leyfa ætti þessari ríkisstjórn að sækja um ESB aðild og fara í rándýrar aðildarviðræður við þetta apparat ESB.

Þegar nú liggur fyrir skoðanakönnun eftir skoðanakönnunn að mikill og vaxandi fjöldi landsmanna er algerlega andvígur inngöngu landsins í þetta Ríkjabandalag ESB þá væri réttast að afturkalla þessa aðildarumsókn og að stjórnmálamennirnir okkar og embættismennirnir gætu farið í að endurbyggja þjóðgfélagið og ná sáttum við þjóðina, en ekki að eyða tíma sínum og þjóðarinnar í þennan ESB hégóma.

Það var enginn sátt um þessa leið sem farin var og margir þingmenn VG voru pýndir til þessa óheillagernings. Það var vægast sagt mjög ólýðræðislega að þessu staðið, nánast með ofbeldi.

Sem er svo sem allt í anda ESB ólýðræðisins. Þar er allt undir borðum í pukri og leynd ókjörinna embættismannaráðanna og almenningur á nánast enga beina eða raunverulega möguleika á að koma að nokkrum málum.

En þetta eru blóðpeningar sem þjóðin þarf að leggja fram í þennan hégóma- og skrípaleik sem heitir umsóknarferli og þegar þetta verður svo kolfellt í atkvæðagreiðslu sem auðvitað verður þá væri réttast að þeir einir greiddu þennan vitleysis kostnað sem komu okkur útí þennan hégóma og fúafen ESB trúboðsins.

ÁFRAM ÍSLAND - EKKERT ESB !

Gunnlaugur I., 20.11.2009 kl. 15:24

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er þó hægt að bera virðingu fyrir ÞESSARI yfirlýsingu Ásmundar Einars. Hitt er ömurlegt, að hann ætlar að kjósa með Icesave-glapræðinu. Var hann þvingaður til að gefast upp í því máli, gegn þeim hrossakaupum að fá að beita sér á fullu í hinu málinu, en hótað ella brottrekstri úr VG eða mjög óþægilegri viðurvist þar á bæ?

ÁFRAM ÍSLAND - EKKERT ESB og EKKERT ICESAVE !

Jón Valur Jensson, 20.11.2009 kl. 16:26

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ásmundur er vel meinadi en hann áttar sig ekki á að Icesave er samsæri  til að þvinga Ísland inn í Evrópusambandið.

Sigurður Þórðarson, 20.11.2009 kl. 18:44

5 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ást SF á lýðræði dreg ég í efa - ekki vildi SF leyfa þjóðinni að kjósa um það hvort farið yrði í þetta ferli að sækja um aðild - aðeins um 30 % þjóðarinnar samkv. skoðanakönnunum hefur áhuga á að ganga í ESB - Jón Bjarnason landbúnaðar&sjávarútvegsráðherra hefur lýst þessu sem dyrabjöllugabbi - ég vona að Ásmundi Einar vegni vel í að slátra blautum draumi einsmálsflokknum um aðild að ESB -

ÁFRAM ÍSLAND - EKKERT ESB

Óðinn Þórisson, 20.11.2009 kl. 19:15

6 Smámynd: Jón Þór Helgason

Ohh, hún er svo gáfuð, hún er hugsuður. Hún er svo gáfuðu að sólin er feiminn .  Hæ samfylking (flaut)

Jón Þór Helgason, 20.11.2009 kl. 22:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband