Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

ASÍ vill að ný ríkisstjórn fái umboð til ESB viðræðna

Gylfi ArnbjörnssonGylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir mikilvægt að Evrópumálin verði á dagskrá í kosningabaráttunni þannig að ný ríkisstjórn fái skýrt umboð til þess að fara í viðræður. „Það er mat okkar að slíkar aðildarviðræður skipti afar miklu máli núna. Þær eru helsta forsenda þess að við getum aukið hér traust og tiltrú á íslenskt hagkerfi, þannig að viðreisn efnahagslífsins gangi hratt og vel fyrir sig." Þetta kemur fram í forsetabréfi Gylfa á vef Alþýðusambands Íslands.

Nánar: http://www.mbl.is/mm/frettir/esb

 


Evrópusambandið ekki valkostur - heldur nauðsyn

Þórður MagnússonÞórður Magnússon, stjórnarformaður Eyrir Invest, sagði á Iðnþingi í dag að aðild okkar að Evrópusambandinu væri ekki valkostur heldur brýn nauðsyn. „Aðkoma Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að stjórn efnahagsmála á Íslandi hefur aukið traust á okkur en það sama myndi gerast með aðildarumsókn okkar að Evrópusambandinu. Við eigum mikið undir því að öðlast traust á alþjóðavettvangi,“ sagði Þórður og bætti við að óbreytt ástand gengi ekki til lengdar: „Án aðildar munu fyrirtækin okkar ekki geta vaxið nema flytja höfuðstöðvar til útlanda. Einhliða upptaka evru er heldur ekki valkostur.“

Þórður lagði þunga áherslu á að bætt lífskjör þjóðarinnar héldust í hendur við árangur okkar í alþjóðavæðingu og frekari útflutningi. „Mælikvarði á árangur er aukning útflutningsverðmæta fremur en vöxtur í landsframleiðslu. Það eykur getu okkar til að greiða niður erlendar skuldir og auka velmegun,“ sagði Þórður

Erindi Þórðar í heild: http://www.si.is/media/idnthing/2009-Idnthing-ThordurM.pdf


Sjónarhorn LÍÚ gagnvart ESB

Í Speglinum í gærkvöldi var rætt við Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóra LÍÚ (mynd) um afstöðu samtakanna til sjávarútvegsstefnu ESB og sambandsins í heild. Heyra má þetta á: http://dagskra.ruv.is/ras2/4462950/2009/03/05/1/

frijarngrims

 


Evran er framtíðin: Endurreisnarnefnd

Í Fréttablaðinu í dag er frétt undir fyrirsögnini: ENDURREISNARNEFND SEGIR EVRU FRAMTÍÐINA. Hún hefst svona:

Í niðurstöðum draga að ályktun endurreisnarnefndar Sjálfstæðisflokksins um samkeppnismál segir að ganga eigi til samninga við Evrópusambandið um gjaldeyrismál „sem tryggi Íslendingum aðild að evrópsku myntsamstarfi sem fyrst". Krónan, ein á báti, skapi ekki þá umgjörð um efnahagslífið sem það þarfnast. Drögin voru skrifuð af Ólafi Ísleifssyni hagfræðingi, að beiðni Sjálfstæðisflokksins.

Lesa má alla fréttina á eftirfarandi slóð: http://www.visir.is/article/2009489675634

euro


 

 


Svíar kynna ,,lógó" fyrir formennsku sína í ESB í sumar

Svíar taka við stjórn ESB þann 1. júlí í ár. Undirbúningur er á fullu vegna þessa og ætla Svíar sér stóra hluti. Sterk áhersla verður m.a. á loftslagsmál. Þann 2. mars kynnti Svíþjóð ,,lógóið" fyrir formennsku sína í ESB og lítur það svona út:

sweden-logo2009

Háupplausn: http://www.regeringen.se/content/1/c6/12/14/45/e6e29e11.jpg


RÚV hefur ESB umfjöllun

eu2Áhugafólki um málefni ESB og Evrópu er hérmeð bent á að Spegillinn (á RÚV) er að hefja umfjöllun um Ísland og ESB. Í þættinum í kvöld voru t.d. mjög áhugaverð viðtöl við Gylfa Zoëga, hagfræðing og Aðalstein Leifsson, lektor í HR. Mjög vel unnið efni.

Hlustið á => http://dagskra.ruv.is:80/ras2/4462949/2009/03/04/

eða Podcast: http://www.ruv.is/podcast/#spegillinn


Magnús Orri: Þora þeir ekki í þjóðaratkvæði?

Magnús Orri Schram skrifar ágætan pistil á nýum vefmiðli, www.pressan.is, sem fjallar um Evrópumál. Þar gerir hann m.a. að umfjöllunarefni ESB og þjóðaratkvæði um aðild.

http://www.pressan.is:80/Pressupennar/MagnusOrriSchram/


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband