Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Jón Baldvin um sjávarútvegsmál

Jón Baldvin HannibalssonJón Baldvin Hannibalsson, fyrrum utanríkisráðherra skrifar grein í Fréttablaðið í dag um sjávarútvegsmál. Greinin er svar til Helga Áss Grétarssonar vegna greinar sem hann skrifaði í sama blað fyrir skömmu. Í grein sinni segir Jón Baldvin meðal annars:

,,Almenna reglan er sú að aðildarríki ESB ráða sjálf yfir auðlindum sínum. Eignarréttarskipan á þeim er þeirra mál. Spánverjar ráða sínum ólífulundum; Bretar sinni Norðursjávarolíu; Pólverjar sínum kolanámum og Finnar sínum skógarlendum. Sameiginlega fiskveiðistefnan er undantekning frá þessu. Ástæðan liggur í augum uppi. Öldum saman hafa grannþjóðir við Norðursjó, sem nú eru innan ESB, nytjað sameiginlega fiskistofna á sameiginlegu hafsvæði. Til þess að mismuna þeim ekki er umsjá hins sameiginlega hafsvæðis hjá Evrópusambandinu, fremur en einhverri aðildarþjóðanna. Það ræðst af aðstæðum.

Samningsstaða okkar Íslendinga gagnvart Evrópusambandinu um forræði yfir efnahagslögsögunni er öll önnur en þessara þjóða. Íslenska efnahagslögsagan er algerlega aðskilin frá sameiginlegri lögsögu bandalagsins. Helstu nytjastofnar á Íslandsmiðum eru staðbundnir."

Hér er greinin í heild sinni: http://www.visir.is/article/2009519711540


Hagsmunasamtök öryrkja funduðu um ESB

Magnús NorðdahlÖryrkjabandalag Íslands og Þroskhjálp heldu fund um Evrópumál á Grand Hótel fimmtudaginn 18.mars.  Var fundurinn liður í fundaröð félaganna um ýmis hagsmunamál. Nú var s.s. komið að málefnum ESB. Þrír frummælendur voru auglýstir, Magnús Norðdahl, lögfræðingur ASÍ, Guðrún Guðmundsdóttir , framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands og Hjörtur Guðmundsson, stjórnarmaður í Heimssýn. Hann boðaði hinsvegar forföll á síðustu stundu. Einnig voru fulltrúar stjórnmálaflokkanna á fundinum, allir nema Árni Johnsen, Sjálsftæðisflokki, sem forfallaðist. Burtséð frá þessu var vel mætt á fundinn.

Fundurinn var áhugaverður en niðurstaða hans var kannski sú að margt má bæta hér á landi í sambandi við mál öryrkja og fatlaðra. Magnús Norðdahl komst m.a. að þeirri niðurstöðu að sá samtakamáttur sem er að finna í þessum málaflokkum innan ESB, gæti komið öryrkjum og fötluðum hér á landi til góða. Guðrún fór yfir ýmis lagaleg og réttindaleg málefni og sagði m.a. að Ísland gæti staðið sig betur í að framfylgja ýmsum hlutum sem koma öryrkjum og fötluðum til góða. Hún benti meðal annars á að aðild að ESB gæfi mikla möguleika til rannsókna á þeim sviðum sem tengjast málefnum öryrkja og fatlaðra. 

Að loknum framsögum var svo opnað fyrir fyrirspurnir og pallborðsumræður.

Í pallborðsumræðum sagði Kolbrún Stefánsdóttir, fulltrúi Frjálslynda flokksins, og stjórnarmaður í Heimssýn, að hún ,,væri bara á móti ESB” á sagði m.a. að frjálst flæði vinnuafls hefði stuðlað að færri atvinnutækifærum fyrir fatlaða! Ekki birti hún tölur eða önnur gögn máli sínu til stuðnings. Þá virtist hún ekki vera með það á hreinu hvaða Norðurlönd væru í ESB.

Siv Friðleifsdóttir, fulltrúi Framsóknarflokksins sagðist vilja hefja aðildarviðræður við ESB og lagði mikla áherslu á alþjóðlegt samstarf og að Ísland væri eðlilegur hluti af því samstarfi.


Myndi fagna umsókn Íslands

cecilia_malmstromÞannig komst Evrópumálaráðherra Svia, Cecilia Malmström að orði í viðtali við EUObserver þann 17.mars, en Svíar taka við formennski í ESB í sumar. Í viðtalinu ræddi hún þau mál, en þar var einnig velt upp mögulegum næstu aðildarríkjum. Í viðtalinu sagði Malmström:,,,...as a Swede I think it would be very nice to receive an application from Iceland. But that is of course up to them." Eða með öðrum orðum: ...,,sem Svíi myndi ég fagna aðildarumsókn Íslands, en það er þeirr sjálfra að ákveða það."

Í byrjun mars birtist einnig viðtal við hana í Sydsvenska Dagbladet, sem gefið er út í Malmö. Grípum hér niður í viðtalið:

Det sägs att Island kan hinna före Kroatien i EU-kön. Kan det bli så?

– Jo, det kan de. Än så länge har Island inte ens sökt. Men det vore jätteroligt om Sverige kunde ge islänningarna kandidatstatus i EU. De uppfyller de flesta av de krav som EU ställer – jämställdhet, respekt för minoriteter osv. Den prövningen kan gå fort. Det som tar tid är att granska Islands fiske- och jordbrukspolitik och att anpassa Islands ekonomi så att den fungerar på en gemensam europeisk marknad.

Blaðamaður spyr hana hvort Ísland gæti orðið á undan Króatíu inn í ESB? (sem sækist eftir aðild 2011, innsk. bloggari).  Hún svarar: ,,Jú, þeir geta það. En landið hefur ekki sótt um. Það væri mjög ánægjulegt fyrir okkur Svía að geta veitt Íslandi stöðu sem umsóknarland. Þeir uppfylla jú flest skilyrðin, um m.a. jafnrétti, virðingu fyrir minnihlutahópum o.s.frv. Ferlið þyrfti ekki að taka langan tíma. Það sem tæki mestan tíma eru sjávarútvegs og landbúnaðarmálin og að aðlaga efnhag landsins þannig að hann myndi virka vel á hinum sameignlega markaði ESB."

Sjá: http://euobserver.com/?aid=27783

http://sydsvenskan.se/sverige/article416924/Affischnamn-med-dubbla-roller.html


Evran og ESB hjá Samtökum Iðnaðarins (SI)

Jón-SteindórJón Steindór Valdimarsson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins skrifar kjarnyrtan leiðara í nýjasta fréttabréf Samtakanna. Þar segir hann meðal annars: ,,Til þess að íslensk fyrirtæki stækki hér á landi og erlend fyrirtæki og erlendir fjárfestar sjái sér hag í starfssemi hér, þarf að byggja upp traust á íslensku efnahagslífi og efnahagsstjórn. Um þessar mundir er það í molum og tómt mál að tala um breytingar í þeim efnum nema með róttækum aðgerðum og breytingum.

Það er orðið kristaltært í hugum flestra, ekki síst þeirra sem standa í rekstri, að sú peningamálastefna sem við höfum rekið og þar með íslenska krónan sé úr sögunni. Stjórnvöld verða að taka af skarið í þessum efnum. Verði það ekki gert er verið að taka ákvörðun um að binda íslensku atvinnulífi og almenningi fótakefli sem verður dýrkeypt.

Eina raunhæfa leiðin til þess að skapa traust á nýju kerfi er að taka upp evru og ganga í Efnahags- og myntbanda­lagið sem heldur um evruna. Það er ómögulegt án þess að ganga í Evrópusambandið og stjórnvöld verða að hafa hug­rekki til þess að horfast í augu við það. Tal um aðra kosti er blekking."

Hægt er lesa leiðarann í heild sinni á vef Samtaka iðnaðarins:

http://www.si.is/upplysingar-og-utgafa/leidari-si/nr/3641

 


Ísland og umheimurinn - Krossgötur RÚV

RÚVÍ þættinum Krossgötum á rás 1, síðastliðinn laugardag, var fjallað ítarlega um stöðu Íslands gagnvart umheiminum. Þetta er efni sem hægt er að mæla með við hvern þann sem lætur sig alþjóðamál varða. Hjálmar Sveinsson er umsjónarmaður.

Hlustið: http://dagskra.ruv.is/ras1/4430563/2009/03/14/


Tækifæri fyrir sveitarfélögin í ESB - Spegillinn

Anna G. BjörnsdóttirTalið er að mikil tækifæri fyrir íslenska sveitarstjórnarstigið sé að finna í ESB. Þetta mál var tekið fyrir á fundi hjá Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands +i vikunni. Þar ræddi Anna G. Björnsdóttir þessi mál. Anna Karlsdóttir sagði síðan frá reynslu Dana í þessum málum, sem er mjög áhugaverð.

Í Speglinum í gær var rætt við Önnu Björnsdóttur, en hún er sviðsstjóri alþjóða og þróunarsviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga. Krækja inn á þáttinn:

http://dagskra.ruv.is/ras2/4462956/2009/03/13/


Viðskiptalífið vill ESB og Evru

Jón Sigurðsson,,Forystumenn í íslensku atvinnulífi virtust sammála um upptöku evru og kosti aðildar að Evrópusambandinu í pallborðsumræðum á Viðskiptaþingi Viðskiptaráðs á Hilton Nordica." Svo hefst frétta MBL í dag frá Viðskiptaþingi Viðskiptaráðs. Þar sagði Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar m.a. að; ,,stjórnvöld ættu að leggja ríka áherslu á aðild að Evrópusambandinu og upptöku evru."

Frétt MBL í heild sinn:

www.mbl.is/mm/vidskipti/frettir/2009/03/12/vilja_halda_i_att_ad_evropu/

Einnig er að finna frétt um þetta á vefsíðu Viðskiptaráðs, hér er slóðin:

http://www.vi.is/um-vi/frettir/nr/838/


Landbúnaður í Speglinum

Erna BjarnadóttirErna Bjarnadóttir, hagfræðingur samtaka bænda, var í viðtali í Speglinum á RÚV í kvöld. Þar ræddi hún einarða afstöðu íslenskra bænda gegn ESB, en þeir segja að hlutar af landbúnaðinum muni gjörsamlega leggjast í rúst við inngöngu! Vert er að minna á að í öllum aðildarríkjum ESB er að finna landbúnað og hefur hann hvergi lagst í rúst svo vitað sé!

Í viðtalinu var Erna spurð um hvort hún gæti séð eitthvað jákvætt fyrir íslenskan landbúnað við inngöngu. Svaraði hún með því að nefna gengismál og vexti og var komin á fremsta hlunn með að nota orðið ,,jákvætt" en hætti í miðju orði og notaði orðið möguleikar í staðinn!

Er orðið ,,jákvætt" bannorð hjá íslenskum bændum þegar ESB er annarsvegar? Er búið að leggja ,,línu" þar sem eingöngu er einblínt á hið neikvæða?

Spegillinn: http://dagskra.ruv.is/ras2/4462953/2009/03/10/

 


Skynsemisnálgun Þorgerðar Katrínar í Evrópumálum

Þorgerður Katrín GunnarsdóttirFlestir flokkar hafa verið með prófkjör eða forval að undanförnu og einnig mun verða kjörið víða næsta laugardag. Ein af þeim sem er í framboði er Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins.

Hún bloggar um Evrópumálin á blogginu sínu og segir meðal annars:

,,Spurningin um ESB-aðild verður ekki útkljáð nema af þjóðinni sjálfri. Því tel ég rétt að við mótum þau skilyrði sem við teljum að samþykkja verði eigi ESB-aðild að vera raunhæfur kostur fyrir Íslendinga. Síðan yrði látið á það reyna hvort hægt væri að ná fram þeim skilyrðum og niðurstaðan lögð í dóm þjóðarinnar. Öðruvísi verður þetta mál ekki klárað." Evrópusamtökin fagna þessari yfirlýsingu Þorgerðar Katrínar og vona að fleiri frambjóðendur taki af skarið í þessum Evrópumálum fyrir kosningar
 

Blogg Þorgerðar er að finna á:  http://www.thorgerdur.is/island.asp


Mikill meirihluti Íslendinga vill aðildarviðræður við ESB

ESBÍ nýrri könnun sem Samtök iðnaðarins birta kemur fram að mikill meirihluti landsmanna vill aðildarviðræður við ESB, eða tæplega 65% aðspurðra. Fylgismönnum aðildarviðræðna fjölgar frá síðustu könnun. Hefur stuðningur við aðildarviðræður ekki verið meiri í sex ár.

Kemur þetta fram í könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir samtökin, en fyrirtækið kannaði viðhorf landsmanna til Evrópumála með símakönnun dagana 11. - 25. febrúar sl.

Nei við aðildarviðræðum sögðu 28.2%. Þeim hefur einnig fjölgað lítillega frá síðustu könnun. Fleiri taka því afstöðu með eða á móti aðildarviðræðum.

Upphaflegt úrtak var 1.350 manns og svarhlutfall 65,2%. Hlutfall þeirra sem vilja ekki ganga í ESB er hærra en þeirra sem í dag vilja aðild, 45.5 eru andvígir, 39.7 vilja aðild.

Athygli vekur að um helmingur þeirra sem svöruðu telja það vera gott fyrir íslenskan efnahag að ganga í ESB, eða 48%. Þeir sem telja það ekki gott voru 39%.

Þá vilja 55% landsmanna taka upp Evru sem gjaldmiðil, en 30% eru því andvígir.

Sjá má könnunina í heild sinni á:

www.si.is/malaflokkar/althjodlegt-samstarf/frettir-og-greinar-um-althjodamal/nr/3672

Einnig er frétt á ESB-síðu MBL:

www.mbl.is/mm/frettir/esb/2009/03/08/flestir_vilja_adildarvidraedur/


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband