Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, mars 2009

Jón Baldvin um sjávarútvegsmál

Jón Baldvin HannibalssonJón Baldvin Hannibalsson, fyrrum utanríkisráđherra skrifar grein í Fréttablađiđ í dag um sjávarútvegsmál. Greinin er svar til Helga Áss Grétarssonar vegna greinar sem hann skrifađi í sama blađ fyrir skömmu. Í grein sinni segir Jón Baldvin međal annars:

,,Almenna reglan er sú ađ ađildarríki ESB ráđa sjálf yfir auđlindum sínum. Eignarréttarskipan á ţeim er ţeirra mál. Spánverjar ráđa sínum ólífulundum; Bretar sinni Norđursjávarolíu; Pólverjar sínum kolanámum og Finnar sínum skógarlendum. Sameiginlega fiskveiđistefnan er undantekning frá ţessu. Ástćđan liggur í augum uppi. Öldum saman hafa grannţjóđir viđ Norđursjó, sem nú eru innan ESB, nytjađ sameiginlega fiskistofna á sameiginlegu hafsvćđi. Til ţess ađ mismuna ţeim ekki er umsjá hins sameiginlega hafsvćđis hjá Evrópusambandinu, fremur en einhverri ađildarţjóđanna. Ţađ rćđst af ađstćđum.

Samningsstađa okkar Íslendinga gagnvart Evrópusambandinu um forrćđi yfir efnahagslögsögunni er öll önnur en ţessara ţjóđa. Íslenska efnahagslögsagan er algerlega ađskilin frá sameiginlegri lögsögu bandalagsins. Helstu nytjastofnar á Íslandsmiđum eru stađbundnir."

Hér er greinin í heild sinni: http://www.visir.is/article/2009519711540


Hagsmunasamtök öryrkja funduđu um ESB

Magnús NorđdahlÖryrkjabandalag Íslands og Ţroskhjálp heldu fund um Evrópumál á Grand Hótel fimmtudaginn 18.mars.  Var fundurinn liđur í fundaröđ félaganna um ýmis hagsmunamál. Nú var s.s. komiđ ađ málefnum ESB. Ţrír frummćlendur voru auglýstir, Magnús Norđdahl, lögfrćđingur ASÍ, Guđrún Guđmundsdóttir , framkvćmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands og Hjörtur Guđmundsson, stjórnarmađur í Heimssýn. Hann bođađi hinsvegar forföll á síđustu stundu. Einnig voru fulltrúar stjórnmálaflokkanna á fundinum, allir nema Árni Johnsen, Sjálsftćđisflokki, sem forfallađist. Burtséđ frá ţessu var vel mćtt á fundinn.

Fundurinn var áhugaverđur en niđurstađa hans var kannski sú ađ margt má bćta hér á landi í sambandi viđ mál öryrkja og fatlađra. Magnús Norđdahl komst m.a. ađ ţeirri niđurstöđu ađ sá samtakamáttur sem er ađ finna í ţessum málaflokkum innan ESB, gćti komiđ öryrkjum og fötluđum hér á landi til góđa. Guđrún fór yfir ýmis lagaleg og réttindaleg málefni og sagđi m.a. ađ Ísland gćti stađiđ sig betur í ađ framfylgja ýmsum hlutum sem koma öryrkjum og fötluđum til góđa. Hún benti međal annars á ađ ađild ađ ESB gćfi mikla möguleika til rannsókna á ţeim sviđum sem tengjast málefnum öryrkja og fatlađra. 

Ađ loknum framsögum var svo opnađ fyrir fyrirspurnir og pallborđsumrćđur.

Í pallborđsumrćđum sagđi Kolbrún Stefánsdóttir, fulltrúi Frjálslynda flokksins, og stjórnarmađur í Heimssýn, ađ hún ,,vćri bara á móti ESB” á sagđi m.a. ađ frjálst flćđi vinnuafls hefđi stuđlađ ađ fćrri atvinnutćkifćrum fyrir fatlađa! Ekki birti hún tölur eđa önnur gögn máli sínu til stuđnings. Ţá virtist hún ekki vera međ ţađ á hreinu hvađa Norđurlönd vćru í ESB.

Siv Friđleifsdóttir, fulltrúi Framsóknarflokksins sagđist vilja hefja ađildarviđrćđur viđ ESB og lagđi mikla áherslu á alţjóđlegt samstarf og ađ Ísland vćri eđlilegur hluti af ţví samstarfi.


Myndi fagna umsókn Íslands

cecilia_malmstromŢannig komst Evrópumálaráđherra Svia, Cecilia Malmström ađ orđi í viđtali viđ EUObserver ţann 17.mars, en Svíar taka viđ formennski í ESB í sumar. Í viđtalinu rćddi hún ţau mál, en ţar var einnig velt upp mögulegum nćstu ađildarríkjum. Í viđtalinu sagđi Malmström:,,,...as a Swede I think it would be very nice to receive an application from Iceland. But that is of course up to them." Eđa međ öđrum orđum: ...,,sem Svíi myndi ég fagna ađildarumsókn Íslands, en ţađ er ţeirr sjálfra ađ ákveđa ţađ."

Í byrjun mars birtist einnig viđtal viđ hana í Sydsvenska Dagbladet, sem gefiđ er út í Malmö. Grípum hér niđur í viđtaliđ:

Det sägs att Island kan hinna före Kroatien i EU-kön. Kan det bli sĺ?

– Jo, det kan de. Än sĺ länge har Island inte ens sökt. Men det vore jätteroligt om Sverige kunde ge islänningarna kandidatstatus i EU. De uppfyller de flesta av de krav som EU ställer – jämställdhet, respekt för minoriteter osv. Den prövningen kan gĺ fort. Det som tar tid är att granska Islands fiske- och jordbrukspolitik och att anpassa Islands ekonomi sĺ att den fungerar pĺ en gemensam europeisk marknad.

Blađamađur spyr hana hvort Ísland gćti orđiđ á undan Króatíu inn í ESB? (sem sćkist eftir ađild 2011, innsk. bloggari).  Hún svarar: ,,Jú, ţeir geta ţađ. En landiđ hefur ekki sótt um. Ţađ vćri mjög ánćgjulegt fyrir okkur Svía ađ geta veitt Íslandi stöđu sem umsóknarland. Ţeir uppfylla jú flest skilyrđin, um m.a. jafnrétti, virđingu fyrir minnihlutahópum o.s.frv. Ferliđ ţyrfti ekki ađ taka langan tíma. Ţađ sem tćki mestan tíma eru sjávarútvegs og landbúnađarmálin og ađ ađlaga efnhag landsins ţannig ađ hann myndi virka vel á hinum sameignlega markađi ESB."

Sjá: http://euobserver.com/?aid=27783

http://sydsvenskan.se/sverige/article416924/Affischnamn-med-dubbla-roller.html


Evran og ESB hjá Samtökum Iđnađarins (SI)

Jón-SteindórJón Steindór Valdimarsson framkvćmdastjóri Samtaka iđnađarins skrifar kjarnyrtan leiđara í nýjasta fréttabréf Samtakanna. Ţar segir hann međal annars: ,,Til ţess ađ íslensk fyrirtćki stćkki hér á landi og erlend fyrirtćki og erlendir fjárfestar sjái sér hag í starfssemi hér, ţarf ađ byggja upp traust á íslensku efnahagslífi og efnahagsstjórn. Um ţessar mundir er ţađ í molum og tómt mál ađ tala um breytingar í ţeim efnum nema međ róttćkum ađgerđum og breytingum.

Ţađ er orđiđ kristaltćrt í hugum flestra, ekki síst ţeirra sem standa í rekstri, ađ sú peningamálastefna sem viđ höfum rekiđ og ţar međ íslenska krónan sé úr sögunni. Stjórnvöld verđa ađ taka af skariđ í ţessum efnum. Verđi ţađ ekki gert er veriđ ađ taka ákvörđun um ađ binda íslensku atvinnulífi og almenningi fótakefli sem verđur dýrkeypt.

Eina raunhćfa leiđin til ţess ađ skapa traust á nýju kerfi er ađ taka upp evru og ganga í Efnahags- og myntbanda­lagiđ sem heldur um evruna. Ţađ er ómögulegt án ţess ađ ganga í Evrópusambandiđ og stjórnvöld verđa ađ hafa hug­rekki til ţess ađ horfast í augu viđ ţađ. Tal um ađra kosti er blekking."

Hćgt er lesa leiđarann í heild sinni á vef Samtaka iđnađarins:

http://www.si.is/upplysingar-og-utgafa/leidari-si/nr/3641

 


Ísland og umheimurinn - Krossgötur RÚV

RÚVÍ ţćttinum Krossgötum á rás 1, síđastliđinn laugardag, var fjallađ ítarlega um stöđu Íslands gagnvart umheiminum. Ţetta er efni sem hćgt er ađ mćla međ viđ hvern ţann sem lćtur sig alţjóđamál varđa. Hjálmar Sveinsson er umsjónarmađur.

Hlustiđ: http://dagskra.ruv.is/ras1/4430563/2009/03/14/


Tćkifćri fyrir sveitarfélögin í ESB - Spegillinn

Anna G. BjörnsdóttirTaliđ er ađ mikil tćkifćri fyrir íslenska sveitarstjórnarstigiđ sé ađ finna í ESB. Ţetta mál var tekiđ fyrir á fundi hjá Alţjóđamálastofnunar Háskóla Íslands +i vikunni. Ţar rćddi Anna G. Björnsdóttir ţessi mál. Anna Karlsdóttir sagđi síđan frá reynslu Dana í ţessum málum, sem er mjög áhugaverđ.

Í Speglinum í gćr var rćtt viđ Önnu Björnsdóttur, en hún er sviđsstjóri alţjóđa og ţróunarsviđs Sambands íslenskra sveitarfélaga. Krćkja inn á ţáttinn:

http://dagskra.ruv.is/ras2/4462956/2009/03/13/


Viđskiptalífiđ vill ESB og Evru

Jón Sigurđsson,,Forystumenn í íslensku atvinnulífi virtust sammála um upptöku evru og kosti ađildar ađ Evrópusambandinu í pallborđsumrćđum á Viđskiptaţingi Viđskiptaráđs á Hilton Nordica." Svo hefst frétta MBL í dag frá Viđskiptaţingi Viđskiptaráđs. Ţar sagđi Jón Sigurđsson, forstjóri Össurar m.a. ađ; ,,stjórnvöld ćttu ađ leggja ríka áherslu á ađild ađ Evrópusambandinu og upptöku evru."

Frétt MBL í heild sinn:

www.mbl.is/mm/vidskipti/frettir/2009/03/12/vilja_halda_i_att_ad_evropu/

Einnig er ađ finna frétt um ţetta á vefsíđu Viđskiptaráđs, hér er slóđin:

http://www.vi.is/um-vi/frettir/nr/838/


Landbúnađur í Speglinum

Erna BjarnadóttirErna Bjarnadóttir, hagfrćđingur samtaka bćnda, var í viđtali í Speglinum á RÚV í kvöld. Ţar rćddi hún einarđa afstöđu íslenskra bćnda gegn ESB, en ţeir segja ađ hlutar af landbúnađinum muni gjörsamlega leggjast í rúst viđ inngöngu! Vert er ađ minna á ađ í öllum ađildarríkjum ESB er ađ finna landbúnađ og hefur hann hvergi lagst í rúst svo vitađ sé!

Í viđtalinu var Erna spurđ um hvort hún gćti séđ eitthvađ jákvćtt fyrir íslenskan landbúnađ viđ inngöngu. Svarađi hún međ ţví ađ nefna gengismál og vexti og var komin á fremsta hlunn međ ađ nota orđiđ ,,jákvćtt" en hćtti í miđju orđi og notađi orđiđ möguleikar í stađinn!

Er orđiđ ,,jákvćtt" bannorđ hjá íslenskum bćndum ţegar ESB er annarsvegar? Er búiđ ađ leggja ,,línu" ţar sem eingöngu er einblínt á hiđ neikvćđa?

Spegillinn: http://dagskra.ruv.is/ras2/4462953/2009/03/10/

 


Skynsemisnálgun Ţorgerđar Katrínar í Evrópumálum

Ţorgerđur Katrín GunnarsdóttirFlestir flokkar hafa veriđ međ prófkjör eđa forval ađ undanförnu og einnig mun verđa kjöriđ víđa nćsta laugardag. Ein af ţeim sem er í frambođi er Ţorgerđur Katrín Gunnarsdóttir, varaformađur Sjálfstćđisflokksins.

Hún bloggar um Evrópumálin á blogginu sínu og segir međal annars:

,,Spurningin um ESB-ađild verđur ekki útkljáđ nema af ţjóđinni sjálfri. Ţví tel ég rétt ađ viđ mótum ţau skilyrđi sem viđ teljum ađ samţykkja verđi eigi ESB-ađild ađ vera raunhćfur kostur fyrir Íslendinga. Síđan yrđi látiđ á ţađ reyna hvort hćgt vćri ađ ná fram ţeim skilyrđum og niđurstađan lögđ í dóm ţjóđarinnar. Öđruvísi verđur ţetta mál ekki klárađ." Evrópusamtökin fagna ţessari yfirlýsingu Ţorgerđar Katrínar og vona ađ fleiri frambjóđendur taki af skariđ í ţessum Evrópumálum fyrir kosningar
 

Blogg Ţorgerđar er ađ finna á:  http://www.thorgerdur.is/island.asp


Mikill meirihluti Íslendinga vill ađildarviđrćđur viđ ESB

ESBÍ nýrri könnun sem Samtök iđnađarins birta kemur fram ađ mikill meirihluti landsmanna vill ađildarviđrćđur viđ ESB, eđa tćplega 65% ađspurđra. Fylgismönnum ađildarviđrćđna fjölgar frá síđustu könnun. Hefur stuđningur viđ ađildarviđrćđur ekki veriđ meiri í sex ár.

Kemur ţetta fram í könnun sem Capacent Gallup gerđi fyrir samtökin, en fyrirtćkiđ kannađi viđhorf landsmanna til Evrópumála međ símakönnun dagana 11. - 25. febrúar sl.

Nei viđ ađildarviđrćđum sögđu 28.2%. Ţeim hefur einnig fjölgađ lítillega frá síđustu könnun. Fleiri taka ţví afstöđu međ eđa á móti ađildarviđrćđum.

Upphaflegt úrtak var 1.350 manns og svarhlutfall 65,2%. Hlutfall ţeirra sem vilja ekki ganga í ESB er hćrra en ţeirra sem í dag vilja ađild, 45.5 eru andvígir, 39.7 vilja ađild.

Athygli vekur ađ um helmingur ţeirra sem svöruđu telja ţađ vera gott fyrir íslenskan efnahag ađ ganga í ESB, eđa 48%. Ţeir sem telja ţađ ekki gott voru 39%.

Ţá vilja 55% landsmanna taka upp Evru sem gjaldmiđil, en 30% eru ţví andvígir.

Sjá má könnunina í heild sinni á:

www.si.is/malaflokkar/althjodlegt-samstarf/frettir-og-greinar-um-althjodamal/nr/3672

Einnig er frétt á ESB-síđu MBL:

www.mbl.is/mm/frettir/esb/2009/03/08/flestir_vilja_adildarvidraedur/


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband