Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009
26.4.2009 | 11:56
Íslendingar kusu Evrópu!
Niðurstöður hinna sögulegu kosninga í lok apríl 2009 sýna að:
Íslendingar kusu Evrópu og aðildarviðræður við ESB um framtíðarstefnu í peninga og utanríkismálum landsins. Kjósendur höfnuðu Sjálfstæðisflokknum og refsuðu harkalega og þar á líklega óskýr og margklofin stefna flokksins gagnvart Evrópu og ESB, stóran hlut að máli. Sjálfstæðisflokkurinn ber höfðinu í steininn í þessum málum, svo úr blæðir. Bjarni Benediktsson, nýr formaður, glataði sögulegu tækifæri til að taka flokkinn út úr þeirri þoku sem flokkurinn hefur vaðið í Evrópumálum og gera hann að nútímalegum hægriflokki. Í staðinn hlekkjaði Bjarni sig við drauga fortíðar og flokkurinn klofnaði.
Útkoma Vinstri-Grænna var ekki eins glæsileg og spár gerðu ráð fyrir. Stuðningur við afdráttarlausa NEI-stefnu VG gagnvart ESB, sem samstaða varð um á aðalfundi fyrir skömmu hlýtur því mun minna fylgi en liðsmenn VG höfðu vonast.
Útkoma Framsóknarflokksins var betri en kannanir gáfu til kynna. Framsókn vill ganga til aðildarviðræðna við ESB.
Borgarahreyfingin, nýtt afl úr grasrót íslenskra stjórnmála, fær fjóra þingmenn og er þetta mikill sigur fyrir hreyfinguna. Hreyfingin vill aðildarviðræður við ESB.
SKILABOÐIN ERU SKÝR: ÍSLAND Á AÐ FARA Í AÐILDARVIÐRÆÐUR VIÐ ESB!
Til hamingju Evrópusinnar, til hamingju Ísland!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.4.2009 | 18:19
Kjósum viðræður!
Ágæta áhugafólk um Evrópumál, við hvetjum alla til að kjósa á morgun þau stjórnmálaöfl sem vilja hefja viðræður við Evrópusambandið, án frekari málalenginga.
Við bendum einnig á grein Eyjubloggarans Guðmundar Gunnarssonar á Eyjunni, en þar skrifar hann:
Algengt viðkvæði stjórnmálamanna sem verja krónuna er að benda á lönd innan ESB og segja að þar séu mikil vandamál.
Ég hef áður bent á að það sé einkennilegt og óábyrgt hjá stjórnmálamönnum að bera okkur saman við lönd án þess að taka tillit til þess að þau eru með verðbólgu sem er innan við 4 - 5% og vexti á svipuðu stigi. Lönd þar sem fólk er ekki að tapa eignum sínum vegna ónýts gjaldmiðils, ofurvaxta og verðtryggingar.
Ekkert land í Evrópu hefur orðið fyrir jafnmiklu kerfistjóni og Ísland, það er vegna hruns krónunnar.
Ekkert Evruríki hefur orðið fyrir jafnmiklu tekjutapi og hér, það er vegna hruns krónunnar. Fram hefur komið að tekjustofnar ríkissjóðs hafi hrunið um tugi prósenta og sé í raun stærsta vandamálið sem komandi ríkisstjórn þarf að glíma við.
Ísland er fullkomlega rúið efnahagslegu trausti, það er vegna krónunnar.
Hér má m.a. mörgu öðru vísa til ummæla forsvarsmanna atvinnulífsins undanfarna daga.
Íslenskt atvinnulíf getur ekki endurfjármagnað sig, það er vegna krónunnar. Lönd sem eru með Evru eru ekki í sömu vandræðum. Hér vísa ég einnig til ummæla forvarsmanna atvinnulífsins og hagdeilda aðila vinnumarkaðs.
Hvergi á Norðurlöndunum eða í vestan-verðri Evrópu hefur kaupmáttur fallið eins mikið og hér, það er vegna hruns krónunnar. Kaupmáttur hefur fallið um á annan tug prósenta síðustu 10 mán.
25% af launum íslendinga fara í aukakostnað vegna krónunnar. Til þess að hafa svipuð laun og annarsstaðar á norðurlöndunum þurfum við að skila 25% lengri vinnuviku.
Hvergi hefur eignatap einstaklinga orðið eins mikið og hér, það er vegna hruns krónunnar
Hluti af verðfalli eigna lífeyrissjóða og sjóða þar sem fólk geymir sparifé sitt er vegna þessa kerfisfalls krónunnar og þessi hluti stefnir í að verða langstærsti þátturinn í verðfallinu.
Vextir hér á landi eru töluvert hærri en annarsstaðar og vaxtamunur verður alltaf a.m.k. 5% hærri á Íslandi en innan Evrusvæðisins vegna krónunnar. Ef fjölskylda sem kaupir sér eitt hús á Íslandi og önnur kaupir sér hús t.d. í Danmörku. Þá er staðan sú eftir 20 ár að þá hefur íslenska fjölskyldan greitt sem svarar andvirðis tveggja húsa, séu greiðslur bornar saman við endurgjald dönsku fjölskyldunnar.
Krónan heldur íslendingum í efnahagslegum þrælabúðum.Við viljum efnahagslegt frelsi takk fyrir.
Blogg Guðmundar: http://gudmundur.eyjan.is/
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.4.2009 | 18:11
Öflugur Auðunn
Þar segir hann meðal annars:
,,Annar valkosturinn er þessi: að láta bjartskt", skynsemisneytt stolt og eðlislæga einangrunarhyggju eyjarskeggjans hafa yfirhöndina og reyna að láta eins og íslenzka krónan sé enn þá nothæf mynt, þótt það kosti að stórdragi úr utanríkisviðskiptum, hér verði haftabúskapur varanlegur, vextir haldist háir, fyrirtæki hafi ekki aðgang að lánsfé og neyðist því ýmist til að hætta starfsemi eða flytja úr landi. Það myndi fjöldinn allur af fólki líka gera, ekki sízt það sérhæfðasta og menntaðasta. Eftir stæði einangrað samfélag sem byggði afkomu sína á hálfgerðum sjálfsþurftarbúskap með tilheyrandi rýrnun lífskjara.
Hinn valkosturinn er þessi: að sækja um aðild að félagsskap annarra Evrópuþjóða samkvæmt þeim leikreglum sem þær hafa komið sér upp og ber nú nafnið Evrópusambandið. Strax með ákvörðun um að setja stefnuna á aðildarumsókn gæfu Íslendingar skýr skilaboð til umheimsins um að þeir hygðust ekki láta hina eðlislægu einangrunarhyggju eyjarskeggjans hafa yfirhöndina, heldur sýndu þeir metnað til að eiga samleið með næstu grannþjóðum sínum og öðrum þjóðum álfunnar í að finna leiðir út úr kreppunni. Því að finna þær leiðir er viðfangsefni sem á tímum hnattvæðingar verður ekki leyst með því að hvert og eitt þjóðríki reyni að loka sig af í þeirri trú að þannig geti þau einangrað sig frá verstu áhrifum kreppunnar. Heldur einmitt hið gagnstæða; þjóðir heims, og þá sérstaklega þær sem sameinast hafa um hinn sameiginlega innri markað Evrópu, verða að taka saman höndum um vænlegustu leiðirnar út úr kreppunni."
Krækja: http://www.visir.is/article/20090424/SKODANIR04/491119299/-1
23.4.2009 | 11:45
Tæp 3.5% þjóðarinnar SAMMÁLA!
Nú hafa vel yfir 10.500 manns skráð sig á vefsíðuna www.sammala.is þar sem hvatt er til aðildarumsóknar að ESB. Þetta gera tæplega 3.5% íslensku þjóðarinnar! Evrópusamtökin hvetja alla sem styðja málið að skrá sig. Oft var þörf, en nú er nauðsyn!
23.4.2009 | 09:12
Þór Sigfússon hvetur til ESB-aðildar
Þór Sigfússon, ný-endurkjörinn formaður Samtaka atvinnulífsins(SA) hvetur til þess að Ísland sæki um aðild að ESB. Hið sama gerði Jóhanna Sigurðardóttir, en þau töluðu bæði á aðalfundi SA, sem haldinn var í gær. Þetta kemur m.a. fram á www.visir.is. Í fréttinni segir m.a. ..,,lögðu bæði áherslu á að sótt verði um aðild að Evrópusambandinu sem fyrst og stefnt að upptöku evru..." Ennfremur sagði Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar ,,viðskipti með krónuna líkari fjárhættuspili en eðlilegum viðskiptum."
Fréttin í heild sinni er hér
22.4.2009 | 19:31
Gylfi og Illugi vekja athygli
Gylfi Zoega, prófessor í viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, segir á þessu myndbandi að innganga í ESB sé leiðin til að forðast mannflótta og fátækt. Gylfi, sem er einn snjallasti hagfræðingur landsins, hefur ekki áður tala svona opinskátt um þetta mál.
Sjá http://www.youtube.com/watch?v=FCSERJBFa2I
Einnig vekjum við athygli á snjöllum pistli Illuga Jökulssonar í Fréttablaðinu í dag
Þar segir Illugi meðal annars:
,,Evrópusambandið er ekki paradís á jörð. Það gæti meira að segja komið í ljós við aðildarviðræður að kostnaður af aðild væri meiri en ávinningurinn. Sá kostnaður þarf þá reyndar að vera mikill og hár, því ávinningurinn verður óhjákvæmilega eftirsóknarverður almennilegur gjaldmiðill og stóraukinn stöðugleiki á alla lund.
En látum svo vera, ef kostnaðurinn verður of hár, þá skal ég fyrstur manna greiða atkvæði á móti aðild. Lofa því hér með!
En það er þvílík fásinna að grípa ekki fyrsta tækifæri til að komast að því hvort aðild að þessum klúbbi geti hentað okkur, að ég get eiginlega ekki skilið það. Það hlýtur að vera eintómri hræðslu um að kenna, hræðslu við umheiminn stóra."
Pistill Illuga:
http://www.visir.is/article/20090422/SKODANIR03/210679876
Við bendum einnig á leiðara Svanborgar Svavarsdóttur í Fréttablaðinu í dag og grein Reynis Kristinssonar í Markaðnum, fylgiblaði Fréttablaðsins.
Evrópusamtökin hvetja alla til að kjósa á laugardaginn þau stjórnmálaöfl sem hafa á stefnuskrá sinni að hefja án undanbragða aðildarviðræður við Evrópusambandið.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.4.2009 | 21:33
SAMMÁLA að ná 10.000!
Vel yfir 9000 einstaklingar hafa skráð sig á www.sammala.is sem er vefsíða sem berst fyrir aðildarviðræðum við ESB. Greinilegt er að um er að ræða fjöldahreyfingu fólks, sem berst fyrir skynsamlegri nálgun að ESB: AÐ SÆKJA UM OG SJÁ HVAÐ KEMUR ÚT ÚR ÞVÍ.
Evrópusamtökin hvetja alla þá sem eru sammála að fara inn á heimasíðu samtakanna og skrá sig.
21.4.2009 | 21:07
Össur á www.evropa.is

Aðild að ESB og upptaka evru við fyrsta tækifæri er besta og hraðvirkasta leiðin til að endurnýja traustið á íslenskt efnahags- og atvinnulíf. Aðrar leiðir, sem nefndar hafa verið, eins og að taka einhliða upp evru með aðstoð AGS nýjasta skyndilausn Sjálfstæðisflokksins hafa reynst pólitískar brellur sem standast ekki skoðun. Evrópustefna Samfylkingarinnar með upptöku evru mun hins vegar draga úr gengissveiflum í viðskiptum við útlönd, og útflutningsviðskipti munu aukast með aðild að stærra myntsvæði. Viðskiptakostnaður sem nú nemur milljörðum mun minnka. Matvælaverð mun lækka. Við þurfum líka á evrunni að halda til að fá erlenda fjárfesta með fjármagn inn í atvinnulífið til að tryggja farsæla endurreisn efnahagslífsins.
Greinina er að finna í heild sinni á nýrri vefsíðu Evrópusamtakanna, www.evropa.is
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.4.2009 | 17:44
Sammála heldur fund í Iðnó á morgun (21.4.09)
Félagið, sem stendur að undirskriftasöfnun á vefnum sammala.is, þar sem hvatt er til þess að Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu, efnir til borgarafundur í Iðnó síðdegis á morgun, þriðjudaginn 21.apríl.
Á fundinum munu sjö af þeim sem skráð hafa sig á listann skýra hvers vegna þeir eru sammála um að ríkisstjórnin, sem tekur við að loknum kosningum, eigi að hafa sem eitt af sínum forgangsverkefnum að hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið og bera aðildarsamning undir þjóðaratkvæði.
Til máls taka Auður Jónsdóttir rithöfundur, Guðmundur Gunnarsson formaður Rafiðnaðarsambandsins, Guðrún Pétursdóttir háskólakennari, Hilmar Veigar Pétursson framkvæmdastjóri CCP, Hörður Arnarson verkfræðingur, Óttar Proppé tónlistarmaður og bóksali og Ragnhildur Helgadóttir fyrrverandi ráðherra.
Athygli vekur að framsögumenn koma úr öllum flokkum og utan flokka.
Fundurinn, sem hefst kl. 16.30, er öllum opinn.
Einn helsti bakhjarl undirskriftasöfnunarinnar er Benedikt Jóhannesson framkvæmdastjóri Talnakönnunar og ritstjóri vikuritsins Vísbendingar.
Félagið hefur undanfarna daga staðið fyrir heilsíðuauglýsingum í dagblöðum þar sem baráttumál þess er kynnt.
20.4.2009 | 17:41
Myndband um ESB
Ungir jafnaðarmenn hafa útbúið stutt en snjallt myndband um kosti þess fyrir ungt fólk að Ísland gangi í Evrópusambandið. Sjón eru sögu ríkari!
http://www.youtube.com/watch?v=2It3cFjwRjM
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir