Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009
3.6.2009 | 11:28
Nýtt fréttabréf um Ísland og ESB
Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg, með aðsetur í Osló, gefur reglulega út fréttabréf sem tengjast ESB og málum þess. Eitt nýtt slíkt er nú komið út. Það má nálgast hér. Þar skrifar sendiherra ESB gagnvart Íslandi og Noregi, Percy Barnevik. Hann spyr þessarar spurningar: Er það virkilega svo að ESB ráði yfir náttúruauðlindum aðildarríkja ESB ?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.6.2009 | 11:21
Evrópukosningar hafnar
Kosningar til Evrópuþingsins hefjast formlega í dag og standa fram á sunnudag. Kosið er um 736 þingmenn í 27 aðildarríkkjum ESB. Búist við að þátttaka í kosningunum verði lakari en síðast, en þátttaka hefur farið minnkandi, þeirri staðreynd er ekki hægt að neita. Þátttakan er þó mjög mjög mismunandi á milli landa, t.d. er hún mjög góð í Belgíu (90% 2004) og hinum Benelux-löndunum, en lítil í Bretlandi, þar sem þátttaka í almennum kosningum getur verið mjög slæm (61% 2005, 38% í Evrópuþingskosningum 2004).
Evrópuþingið tekur hinsvegar á mjög veigamiklum málum, s.s. loftslagsmálum og áhrif þess fara vaxandi. Slíkt er einnig ætlunin með Lissabonn-sáttmálanum, þ.e. að auka völd Evrópuþingsins. Það má kannski segja að Evrópuþingið sé að fjalla um mál sem almenningur finnur kannski ekki mikið fyrir dags daglega. Það fjallar t.d. ekki um skólamál eða heilbrigðismál eða önnur þau málefni sem ríkisstjórnir landanna sjálfra taka ákvarðanir um. Um 375 milljónir eru á kjörskrá.
Í Speglinum í gær var ágætt viðtal við Dr. Baldur Þórhallsson um Evrópukosningarnar.
Hlusta: http://dagskra.ruv.is/ras2/4463006/2009/06/02/3/
Vefur Wikipedia um Evrópuþingið: http://en.wikipedia.org/wiki/European_Parliament
Evrópuþingið sjálft (á ensku): http://www.europarl.europa.eu/news/public/default_en.htm
Kosningarnar: http://en.wikipedia.org/wiki/European_Parliament_election,_2009
Stjórnmál og samfélag | Breytt 4.6.2009 kl. 12:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.6.2009 | 08:35
Efnahagsleg bremsa
Áhugavert efni úr Úr MBL, 2.6.09, bein tilvitnun:
"FYRIRTÆKIÐ Applicon ehf., dótturfélag Nýherja, hefur allt frá því bankarnir fóru á hliðina hér á landi í október á síðasta ári lagt áherslu á að koma starfsmönnum fyrirtækisins í störf á erlendri grundu.
Ingimar G. Bjarnason, framkvæmdastjóri Applicon, segir að unnið hafi verið markvisst að þessu. Nú þegar hafi átta sérfræðingar fyrirtækisins farið til starfa erlendis í mislangan tíma og stefnt sé markvisst að því að koma fleirum út á næstu misserum.
Við gerðum okkur grein fyrir því hvert stefndi síðastliðið haust og hófumst strax í nóvember handa við að reyna að verða okkur úti um verkefni erlendis, segir Ingimar. Enn sem komið er höfum við einungis náð að tryggja okkur um 5-10% af þeim fyrirspurnum sem okkur berast. Þetta er því enn óplægður akur fyrir okkur. Í sumum tilvikum höfum við ekki haft þekkinguna, en í öðrum hafa keppinautar orðið fyrir valinu eða talið áhættusamt að bjóða í stærri verkefni vegna óvissu með gengisþróun. Sveiflur í gengi krónunnar hafa mikil áhrif á hvort okkur tekst að koma fólki í verkefni út. Það er því lykilatriði að hér skapist jafnvægi í gengismálum á næstunni. Þrátt fyrir þessa annmarka er verulegur áhugi á íslensku starfsfólki í þekkingariðnaði. Við höfum orð á okkur fyrir að vera vel menntuð, með breiða þekkingu á viðfangsefnunum og göngum með réttu hugarfari að þeim verkefnum sem okkur eru falin hverju sinni. Starfsmenn Applicon hafa fengið mjög góða umsögn hjá þessum erlendu viðskiptavinum. Við gerum okkur ágætar vonir um að þessi leið skili okkur fleiri og spennandi verkefnum þegar fram líða stundir. Það má líta á þessa vinnu sem maraþon; árangurinn næst ekki strax heldur þurfum við að vera vakandi yfir þeim tækifærum sem bjóðast og styrkja enn frekar þá reynslu sem við höfum af alþjóðlegum verkefnum. Þannig getum við viðhaldið þekkingu innan fyrirtækisins og verðum í stakk búin til að takast á við ný verkefni þegar þau bjóðast hér á landi síðar. (Feitletrun, bloggari ES)
Þessi rödd úr viðskiptalífinu segir kannski það sem segja þarf um þau höft sem krónan og staða gjaldeyrismála halda þjóðinni í. Þetta er lýsing á efnahagslegri bremsu!
Fyrirsögn fréttar: Sveiflur í gengi krónunnar hafa mikil áhrif á árangurinn
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.6.2009 | 23:08
Stefanía greinir ESB-málið
Stjórnmálafræðingurinn Stefanía Óskarsdóttir hefur að undanförnu látið að sér kveða í umræðunni um ESB og ritar tvær,,greiningar" á ESB-málinu á vefsvæðið Pressuna (www.pressan.is). Fyrir áhugasama er það þess virði að lesa Stefaníu, en það er á hægt á þessum slóðum. Einnig væri gaman að heyra í fleiri konum um þessi mál, á því er mikil "karla-slagsíða." ESB-málið er að sjálfsögðu fyrir alla!
ESB, þingið og þjóðarvilji (29-5-09)
Hliðarspor Evrópuhraðlestarinnar (2-6-09)
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.6.2009 | 14:58
Sjávarútvegsmál: Össur kynnir sér reynslu Möltu
Frá því var sagt í hádegisfréttum RÚV að Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, er staddur á Möltu til að kynna sér reynslu þeirra af sjávarútvegsmálum ESB. Malta gekk í ESB árið 2004 og fékk landið hagstæðar undanþágur og ákvæði fyrir sjávarútvegsmál. Össur hyggst kynna sér reynslu fleiri ríkja á ferð sinni.
RÚV/texti: http://ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item276763/
Hlusta: http://dagskra.ruv.is/ras2/4435679/2009/06/02/6/
Frétt Malta Indpendent: www.independent.com.mt/news.asp?newsitemid=88924
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.6.2009 | 22:54
Árni Þór um ESB-tillögur
Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar skrifar pistil á www.pressan.is um þá meðferð sem ESB-málið fær á næstunni. Málið fer s.s. til umfjöllunar í nefndinni og það þýðir að athyglin eykst verulega á þeirri nefnd. Meðal annars hefur verið rætt um að fundirnir verði opnir, en bloggara er þó ekki kunnugt um hvort sú verður raunin. Það sem hinsvegar skiptir lykilmáli í sambandi við ESB-málið er að það fái faglega umfjöllun í nefndinni, undir stjórn Árna. Það er hlutverk fastanefnda Alþingis að fjalla faglega um mál, sem á dagskrá eru.
Slóð nefndarinnar: http://www.althingi.is/vefur/ut.html?lthing=.&nefnd=ut
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.6.2009 | 14:12
Írland: Aukinn stuðningur við Lissabonn-sáttmála
Í frétt The Irish Times í dag segir að stuðningur við Lissabonn-sáttmálann fari nú vaxandi þar í landi. Samkvæmt fréttinni myndu 54% Íra segja JÁ við sáttmálanum, væri kosið í dag. Um fjórðungur myndi segja NEI.
Krækja á fréttina.
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir