Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009
28.7.2009 | 08:46
MBL um ESB í leiðara
Seinni leiðari MBL í dag fjallar um ESB-umsókn Íslands og fyrstu skref í því máli. Þar segir m.a.:
,,Fyrstu skrefin í ferli umsóknar Íslands um aðild að Evrópusambandinu eru uppörvandi. Ráðherraráð sambandsins ákvað í gær að vísa umsókn Íslands áfram til framkvæmdastjórnar sambandsins sem mun leggja mat á hversu vel íslenzk löggjöf fellur að samningum ESB. Þetta gerist þótt aðeins séu fáeinir dagar síðan Ísland lagði inn umsókn sína. Önnur ríki, sem nú sækjast eftir aðild að sambandinu, hafa mörg hver þurft að bíða mun lengur eftir slíku mati."
Allur leiðarinn er hinsvegar hér
28.7.2009 | 08:42
Össur í Deutsche Welle
27.7.2009 | 23:16
Ísland og Google 27.7.09
Á Google News voru kl. 23.10 alls 73 fréttir víðsvegar um heim sem tengdust ákvörðun utanríkisráðherra ESB að hleypa umsókn Íslands að ESB áfram:
Sjá: http://news.google.com/news/more?pz=1&ned=us&cf=all&ncl=dPTjVOH4jgz0VnMvgRhbsMd1B7I6M
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.7.2009 | 22:33
Hvað tekur við?
S.l. föstudag birtist áhugaverð fréttaskýring um næstu skréf í ESB-málinu í MBL. Eins og kunnugt er afgreiddi fundur utanríkisráðherra ESB umsókn Íslands í dag, veittu henni brautargengi. Kíkjum á hluta fréttaskýringar MBL:
,,Fari svo að ráðherraráðið vísi umsókn Íslands til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins hefst mikil undirbúningsvinna. Stækkunarskrifstofa ESB, undir forystu Ollis Rehn, setur saman litla deild til að taka saman skýrslu um hversu vel Ísland er í stakk búið til aðildar, hvort við fullnægjum þeim skilyrðum sem nýjum aðildarríkjum eru sett og hvaða vandamál geta komið upp í viðræðum. Fullbúin skýrsla verður svo lögð fyrir leiðtogafund sambandsins, þar sem einnig verður óskað eftir umboði til samningsviðræðna. Íslensk stjórnvöld vonast til að þetta hafist fyrir leiðtogafundinn í desember, í lok formennskumisseris Svía. Auðunn Arnórsson, stjórnmálafræðingur og blaðamaður, bendir þó á að ekki sé víst að þetta gangi eftir, því ný stjórn taki við framkvæmdastjórn ESB í haust. Því má telja bjartsýnt að skýrslan um Ísland verði tilbúin fyrir jól og fyrr getur leiðtogaráðið ekki ákveðið hvort formlega skuli hefja viðræður. Það er háð ýmsum þáttum hve hratt ferlið mun ganga og hve mikill pólitískur vilji er til að koma til móts við kröfur Íslendinga, segir Auðunn. Nefnir hann m.a. framgöngu Lissabonsáttmálans og efnahagsstöðu Lettlands, sem gæti leitt til fordæmis fyrir hraðari upptöku evrunnar en hingað til hefur viðgengist.
Ljóst er að þótt umsóknarferlið sé ekki undir stjórn Íslendinga þá dugir ekki að sitja og bíða. Mikilvægasti hluti samningaviðræðnanna fer fram á milli dagsins í dag og þangað til leiðtogafundurinn ákveður að hefja skuli viðræður, segir Aðalsteinn Leifsson stjórnmálafræðingur. Lykilatriði sé að kynna öllum aðildarríkjunum sjónarmið Íslands, ekki bara þeim stærstu. Ráðuneytin þurfi nú að vinna dag og nótt til að auka stuðning við hagsmuni okkar. Frá upphafi þarf að vera skýrt af hálfu Íslands á hvað við leggjum áherslu. Við getum ekki beðið þangað til formlegar aðildarviðræður byrja. Þá verður þegar búið að móta þann farveg sem viðræðurnar fara í.
Fram hefur komið að Ísland fái ekki neina ,,flýtimeðferð," enda óraunhæft að fara fram á slíkt. Hinsvegar vita allir sem fylgjast með þessum málum að Ísland hefur mikið forskot á bæði Króatíu og Albaníu vegna þátttöku sinnar í EES. Það er hinn pólitíski raunveruleiki.
Sjá hér
Myndband af MBL.is
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.7.2009 | 16:12
Evrópuráðherra Svía bloggar um Ísland
Á bloggi sínu skrifar Cecilia Malmström, Evrópumálaráðherra Svía um fund utanríkisráðherra ESB í dag, undir yfirskriftinni ,,Jákvæð ákvörðun um Ísland." Færsluna má lesa hér:
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.7.2009 | 15:33
Rétt og ekki rétt tímasetning?
,,Þegar litið er á stöðu mála hér á landi og innan Evrópusambandsins er auðvelt að rökstyðja þá niðurstöðu, að óðagot Samfylkingarinnar í ESB-málum hafi leitt til þess, að tímasetning aðildarumsóknar Íslands sé óskynsamleg. Nær hefði verið að fresta málinu um fjögur til fimm ár.
Í raun er óskiljanlegt með íslenska hagsmuni í huga, að nú sé skynsamlegast að verja tíma og fjármunum á vettvangi stjórnmála og stjórnsýslu til að ræða við ESB og deila um málið á heimavelli."
Björn vill s.s. bíða í allt að hálfan áratug með að sækja um! Fresta málinu! Hvað vakir fyrir BB? Ekki frestuðu Svíar eða Finnar umsókn sinni, með allt í kalda koli. Eitt af því fyrsta sem fyrrum ríki Austur-Evrópu gerðu eftir að hafa losnað undan kommúnismanum, var að sækja um aðild. Spánn, Grikkland og Portúgal gerðust aðilar að ESB í kjölfar herforingjastjórna og fasisma. Slóvenía í kjölfar grimmilegra bræðravíga, að ekki sé minnst á Króatíu! Áhugavert væri að fá álit frá Birni hvenær hefði verið ,,rétti tíminn" fyrir þessi lönd að sækja um?
Er ekki málið að Björn er í raun að vonast að allt verði bara í himnalagi hér eftir 4-5 ár, svo hægt sé að segja, ,,við höfum það svo fínt, við þurfum ekkert að sækja um." Bloggari kveikir ekki alveg á röksemdafærslu Björns.
Og hvenær hafa Íslendingar tekið stórar utanríkispólitískar ákvarðanir án innanlandsdeilna? Aðildin að NATO, EFTA, EES, o.s.frv?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.7.2009 | 14:14
Umsókn Íslands fékk grænt ljós
Skýrt var frá því í dag að utanríkisráðherrar ESB hefðu á fundi fyrr í dag samþykkt einróma að gefa umsókn Íslands að ESB grænt ljós. Á www.MBL.is segir:
,,Mikil undirbúningsvinna mun nú væntanlega hefjast. Stækkunarskrifstofa ESB, undir forystu Ollis Rehn, setur saman litla deild til að taka saman skýrslu um hversu vel Ísland er í stakk búið til aðildar, hvort við fullnægjum þeim skilyrðum sem nýjum aðildarríkjum eru sett og hvaða vandamál geta komið upp í viðræðum. Fullbúin skýrsla verður svo lögð fyrir leiðtogafund sambandsins, þar sem einnig verður óskað eftir umboði til samningsviðræðna. Íslensk stjórnvöld vonast til að þetta hafist fyrir leiðtogafundinn í desember, í lok formennskumisseris Svía. "
Á www.ruv.is segir:
,,Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar, sagði í morgun að aðildarviðræður Íslands muni að öllum líkindum ganga hratt fyrir sig, en Íslendingum muni þó ekki verða veitt nein forréttindi umfram aðrar aðildarþjóðir sambandsins. Svíar eru nú í forsæti sambandsins. Bildt tjáði fréttamönnum fyrir fund utanríkisráðherranna að ekki væri um að ræða að Ísland fengi að stytta sér leið, heldur væri einfaldlega um skemmri veg að fara fyrir Ísland þar sem það væri þegar aðili að sameiginlegum markaði ESB og Schengen-svæðinu."
Viðbrögð Össurar Skarphéðinssonar voru þessi: ,,...utanríkisráðherra, fagnar því sérstaklega að tímasett áætlun um aðildarviðræður við Evrópusambandið virðist ganga upp. Hann segir ákvörðun ráðherranna 27 mikinn sigur fyrir Ísland enda tekin einróma."
Sjá: http://ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item291635/
Ekkert varð því af andstöðu frá Hollandi og Bretlandi, eins og ýmsir voru að spá í. Þetta sýnir því að Icesave og aðildarumsókn að ESB eru ótengd mál.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.7.2009 | 22:32
Jón Sigurðsson í FRBL
Jón Sigurðsson, fyrrv. iðnaðarráðherra skrifar góða grein í Fréttablaðið í gær og segir þar m.a.:
,,Íslendingar sækjast eftir fullri aðild að Evrópusambandinu til þess að ljúka löngu aðlögunarferli sem þegar hefur fært þjóðinni margvíslegar framfarir. En Íslendingar eru núna annars flokks aðildarþjóð Evrópusambandsins, auka-land, háð fylgiríki.
Við óskum þess að verða fullgild þátttökuþjóð, fullvalda aðildarríki. Við Íslendingar teljum enga aðra tilhögun geta til langframa hentað eða fullnægt óskum okkar, hagsmunum okkar og þjóðarmetnaði okkar sem sjálfstæðrar þjóðar. Frjáls þjóð gerir slíka kröfu til sjálfrar sín og til annarra."
Greinina má lesa í heild sinni á www.evropa.is eða á vef FRBL,
http://visir.is/article/20090724/SKODANIR04/281103580/-1
26.7.2009 | 11:06
Reykjavíkurbréf um ESB
Reykjavíkurbréf MBL í dag fjallar alfarið um ESB-málið og gerir m.a. að umtalsefni sínu meirihlutaálit utanríkismálanefndar Alþingis. Kíkjum aðeins á bréfið þar sem höfundur ræðir framleiðslustyrki í landbúnaði:
,,Slíkur stuðningur er á undanhaldi í Evrópusambandinu. Það er í samræmi við þróunina í viðræðum um aukna fríverzlun á vettvangi Heimsviðskiptastofnunarinnar (WTO). Á undanförnum árum hefur margoft komið fram að þegar samkomulag næst um að draga úr tollum, ríkisstyrkjum og öðrum hindrunum á frjálsum milliríkjaviðskiptum með búvörur, muni Ísland þurfa að laga sig að reglum ESB, burtséð frá aðild að sambandinu. (feitletrun, bloggari)
Í meirihlutaálitinu er réttilega bent á að ákveðið svigrúm er fyrir framleiðslutengda styrki norðan 62. breiddargráðu í núverandi landbúnaðarstefnu ESB. Það er heimskautalandbúnaðurinn svokallaði, sem var skilgreindur innan landbúnaðarstefnunnar við inngöngu Finnlands og Svíþjóðar í ESB. En meirihlutinn vill ganga enn lengra og kanna til hlítar hvort sérákvæði Rómarsáttmálans um eyjar og héruð sem eru í mikilli fjarlægð frá meginlandi Evrópu geti átt við um stöðu Íslands.
Um sjávarútvegsmál:
,,Í umfjöllun meirihlutans um sjávarútvegsmál gætir raunsæis að því leyti að þar gera menn því ekki skóna að hægt sé að fá fulla eða varanlega undanþágu frá sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins. Hins vegar er talið mikilvægt að tryggja forræði Íslendinga yfir sjávarauðlindinni. Það telur nefndin t.d. gerlegt með því að íslenzka efnahagslögsagan verði skilgreind sem sérstakt fiskveiðistjórnarsvæði, þar sem réttindi verði ekki til staðar fyrir erlend fiskveiðiskip til veiða úr staðbundnum íslenzkum stofnum. Raunar má telja víst að það sé þegar nokkuð öruggt mál vegna reglu ESB um svokallaðan hlutfallslegan stöðugleika; réttur ríkja til að veiða í lögsögu annarra byggist á hefð, sem ekki er lengur til staðar eftir að erlendum fiskiskipum var ýtt út fyrir 200 mílurnar.
Það er stærri spurning hvort hægt yrði að fella reglur Íslands um stjórnun fiskveiða inn í sjávarútvegsstefnu ESB. Fordæmið í því máli er aðildarsamningur Noregs á sínum tíma, þar sem gert var ráð fyrir að stjórnunarreglur Norðmanna norðan 62. breiddargráðu yrðu felldar inn í stefnuna."
Reykjavíkurbréfið má lesa í heild sinni hér
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
25.7.2009 | 12:46
Athyglisvert sjónarhorn sjómanns - hvað með bændur?
Í fréttaskýringarþætti RÚV um ESB vakti viðtal við sjómanninn Guðmund Geirdal sérstaka athygli bloggara. Um var að ræða óvenju skynsamlegt sjónarhorn á sjávarútvegsmálin. Viðtalið má sjá í heild sinni hér
Bloggara er spurn: Eiga bændur innan sinna vébanda talsmenn svipaðrar nálgunar? En sem kunnugt er hafa samtök bænda neitað að ræða aðild, segja einfaldlega NEI við aðildarviðræðum við ESB. Hvað þýðir það? Er það ekki yfirlýsing um að bændur vilji óbreytt ástand?
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir