Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009

Litháar undirstrika stuðning sinn

Vygaudas UsackasÁ vef www.MBL.is birtist frétt um stuðning Litháens við aðildarumsókn Íslands að ESB. þar segir m.a.:,,Vygaudas Usackas, utanríkisráðherra Litháens, lýsti yfir eindregnum stuðningi við aðildarumsókn Íslendinga að ESB á stuttum blaðamannafundi sem hann átti með Össuri Skarphéðinssyni fyrir stundu. Usackas kvaðst minntur á það daglega að Ísland hefði fyrst ríkja viðurkennt sjálfstæði landsins.

„Það er mér sönn ánægja að vera á Íslandi. Það er gata í Vilnius sem ég geng um á hverjum degi sem að heitir eftir Íslandi. Ég hef fylgst með þróuninni á Íslandi og ákvað að verða fyrsti utanríkisráðherrann til að heimsækja landið eftir að umsókn um aðild að Evrópusambandinu var lögð fram formlega í Svíþjóð fyrir helgi. Við viljum fá Ísland inn í ESB,“ sagði Usackas, sem telur Ísland geta haft áhrif innan sambandsins." Öll frétt MBL er hér


Evrópuspegill 24-7-09

Allur Spegill RÚV í kvöld var helgaður Evrópumálum. T.a.m. var ítarlegt viðtal við Eirík Bergmann, forstöðumann Evrópufræðaseturs við Háskólann á Bifröst. Hlustið hér


Ísland efst á listanum á mánudag?

BloombergReuters og Bloomberg birtu í dag fréttir þar sem leitt er að því líkum að umsókn Íslands að ESB verði efst á listanum á fundi utanríkisráðherra ESB, sem haldinn verður á mánudaginn. RÚV skýrði frá þessu í kvöld. Bloomberg - RÚV


Starfshópur um Evrópumál skipaður

MBL.is hefur skýrt frá stofnun sérstaks starfshóps um utanríkismál:

,,Utanríkismálanefnd Alþingis hefur skipað sérstakan starfshóp um Evrópumál í samræmi við nefndarálit meiri hluta nefndarinnar um tillögu til þingsályktunar um aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

Starfshópnum, sem skipaður er einum fulltrúa hvers stjórnmálaflokks, er ætlað að funda reglubundið með utanríkisráðherra og samninganefnd Íslands auk þess að sitja í samráðshópi ríkisstjórnarinnar og hagsmunaaðila.

Eftirfarandi þingmenn í utanríkismálanefnd voru skipaðir í starfshópinn:

  • Árni Þór Sigurðsson (VG) formaður - Guðfríður Lilja Grétarsdóttir til vara
  • Birgitta Jónsdóttir (Bhr) - Margrét Tryggvadóttir til vara
  • Bjarni Benediktsson (D) - Þorgerður K. Gunnarsdóttir til vara
  • Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (B) - Gunnar Bragi Sveinsson til vara
  • Þórunn Sveinbjarnardóttir (S) - Valgerður Bjarnadóttir til vara."

Heimild


ESB-umsóknin tekin til umfjöllunar eftir helgi

Umsókn Íslands að ESB verður tekin til umfjöllunar á fundi utanríkisráðherra ESB á mánudag, 27. júlí. Þarmeð hefst hin eiginlega meðferð málsins.  Meðal annars skýra MBL.is og RUV.is frá þessu nú síðdegis. Sænska ríkisútvarpið birtir einnig í dag frétt um hina formlegu afhendingu Össurar á umsókn Íslendinga: http://www.sr.se/cgi-bin/ekot/artikel.asp?Artikel=2986610 Sem og SVT

Össur afhendir ESB-umsókn

Myndin hér að neðan er tekin í Stokkhólmi fyrr í dag, þegar Össur Skarphéðinsson afhenti Carl Bildt, utanríkisráðherra Svía aðildarumsókn Íslands með formlegum hætti. Milli þeirra stendur Guðmundur Árni Stefánsson, sendiherra Íslands í Svíþjóð. Myndband af fréttamannafundi er hér 

Össur lagði mikla áherslu á sjávarútvegsmálin og sagði að Ísland hefði mikið fram að færa í þeim efnum. Bildt sagði Ísland vera langt komið í ferlinu og fagnaði umsókninni. Hann telur að bæði ESB og Ísland geti hagnast af aðild Íslands og styrkja t.a.m. hina "norrænu vídd" í sambandinu. Össur sagði aðspurður að hann teldi að Ísland yrði aðildarríki árið 2012. Hann sagði það vera mögulegt að Ísland færi inn með Króatíu, en ef seinna, þá væri það bara svo. Fréttamannafundurinn stóð í hálftíma.

Rétthafi: Gunnar Seijbold/ Regeringskansliet

 


ESB á mannamáli frá RÚV

RÚVRÚV sýndi í kvöld afar vandaða og langa fréttaskýringu um ESB og hvað myndi breytast og hvað ekki, við aðild. Var þetta afar vel unnin þáttur, sem reyndi að skýra út á "mannamáli" það sem málið snýst um og hvað myndi breytast á hinum ýmsu sviðum þjóðlífs og atvinnulífs. Af miklu er að taka og kannski hefði mátt fjalla ítarlegar um t.d. umhverfismál og þá framtíð sem blasir við þar. En ekki er hægt að gera öllu skil á um 40 mínútum. RÚV fær rós í hnappagatið fyrir vel unnið verk!

Horfið hér


Aðildarumsókn að ESB afhent formlega - Bildt: Morgundagurinn sögulegur

Frá StokkhólmiÁ tenglinum hér að neðan er að finna fréttatilkynningu um formlega afhendingu aðildarumsóknar Íslands að ESB, sem fram fer í Stokkhólmi á morgun. Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra afhendir umsóknina. Smellið hér

Á bloggi sínu í kvöld segir Carl Bildt, utanríkisráðherra Svía, frá morgundeginum, býður Ísland velkomið og segir morgundaginn verða sögulegan.

Hann segir einnig að "aðdráttarafl" Evrópusamstarfsins sé mikið og að hann útiloki ekki að fleiri umsóknir að sambandinu berist á þessu ári.


Litháar senda stuðning til Íslands.

Morgunblaðið birtir frétt um stuðningsyfirlýsingu Litháens til handa Íslandi, vegna umsóknar að ESB. Fréttina má lesa í heild sinni hér

Skjaldamerki Litháens


Össur ræðir við Bildt

Carl BildtHelstu vefmiðlar skýrðu frá því í morgun að Össur Skarphéðinsson dvelur í Stokkhólmi í dag og mun þar ræða við utanríkisráðherra Svíþjóðar, Carl Bildt, um aðildarumsókn Íslands að ESB. Svíar gegna, sem kunnugt er, formennsku í ESB út þetta ár.

Sjá m.a. MBL og RÚV


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband