Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2010
3.11.2010 | 21:51
Algjörlega STRAND!
Nei-samtökin, Heimssýn, blása til ráðstefnu um strandríki á föstudaginn. Þar á að ræða Grænland, Ísland, Færeyjar og Noreg út frá ,,samfelldri landfræðilegri keðju" sem sagt er að löndin myndi.
Þetta er nokkuð fyndið, því ef hugmyndafræði Heimssýnar verður ofan á hér á landi, þá verður Ísland meira STRAND-ríki en nokkru sinni fyrr. Algjörlega strand!
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 21:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
3.11.2010 | 21:38
Þýski mótorinn kominn á fullt?
Atvinnuleysi í Þýsklandi er í sögulegu lágmarki um þessar mundir. Um þetta bloggar Elvar Örn Arason á Eyjunni og hann segir m.a.: ,,Fjöldi atvinnulausra hefur ekki verið lægri í Þýskalandi í átján ár. Tæp hundrað þúsund manns hafa fengið vinnu í mánuðinum og þar með eru atvinnulausir rétt innan við þrjár miljónir eða 7%. Atvinnu- og félagsmálaráðherrann, Ursula von der Leyen, greindi alsæl frá tölunum á blaðamannafundi nokkrum dögun fyrr en áætlað var. Fyrir fimm árum voru meira en fimm miljónir án atvinnu í Þýskalandi.
Atvinnuleysið hefur minnkað jafnt og þétt frá því um mitt árið 2009. Það er einstakt afrek hjá Þjóðverjum að takast að draga úr atvinnuleysi í dýpstu efnahagskreppu frá seinni heimsstyrjöld og ýmsir hagfræðingar segja þetta sé kraftaverki líkast."
3.11.2010 | 18:28
Ísland nálgast EVRU-viðmiðin
Eins og fram hefur komið í fréttum lækkaði Seðlabankinn vexti í dag um 0.75%. Í frétt á www.visir.is segir: ,,Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,75 prósentur. Vextir á viðskiptareikningum innlánsstofnana lækka í 4,0% og hámarksvextir á 28 daga innstæðubréfum í 5,25%. Vextir á lánum gegn veði til sjö daga, svokallaðir stýrivextir, lækka í 5,5% og daglánavextir í 7,0%."
Sem stendur er verðbólga í landinu um 3.3 prósent og hefur hún hrapað úr 18% í ársbyrjun 2009. Verðbólgumarkmið Seðlabanka er 2.5% Útlit er fyrir að verðbólga lækki frekar á næstunni.
Þetta leiðir hugann að viðmiðum Evrunnar, sem eru:
1. Halli á rekstri hins opinbera má ekki vera 3% af landsframleiðslu.
2. Skuldir hins opinbera mega ekki vera yfir 60% af landsframleiðslu.
3. Verðbólga sé ekki meiri en 1,5% umfram meðaltal í þeim þremur ESB-ríkjum sem hafa minnsta verðbólgu undangengið ár.
4. Langtímanafnvextir (á mælikvarða skuldabréfa ríkisins til 10 ára) séu ekki meiri en 2% umfram samsvarandi vexti í þeim þremur aðildarríkjum ESB sem hafa minnsta verðbólgu.
5. Að gengi gjaldmiðils umsóknarríkisins hafi ekki sveiflast umfram 15% vikmörk í kringum tiltekið viðmiðunargengi undangengin tvö ár."
Það er ljóst að Ísland er að nálgast Evru-skilyrðin aftur, að minnsta kosti varðandi vexti og verbólgu. Sem er mikilvægt.
Gjaldmiðilsmál okkar eru jú í ólestri með krónu í öndunarvél, sem menn þora varla að snerta.
Það gengur ekki til framtíðar, fyrir almenning og atvinnulíf!
En skuldir og hallarekstur á ríkissjóði eru vandmál.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 19:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.11.2010 | 23:17
Evrópa er þarna úti - búið að sækja um hjá ESB!
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er ágætlega pennafær. Það hefur sés að undanförnu í blaðgreina-seríu, sem hann hefur kallað HVAÐ GETUM VIÐ GERT og hafa birst í Fréttablaðinu. Alls er um fjórar greinar að ræða. Hingað til.
Þar fer Sigmundur yfir sviðið og kemur með sína sýn á málefnin. Í fjórðu grein sinni sagði Sigmundur í inngangi:
"Í þremur greinum hef ég fjallað um forystu framsóknarmanna í uppgjöri við fortíð, leiðandi stefnu í lýðræðisumbótum og málefnum heimila og atvinnulífs. Í síðustu grein rakti ég 10 af þeim málum sem Framsókn hefur barist fyrir síðastliðin 2 ár. Margt af því hefur þegar sannað gildi sitt og er nú ofarlega í umræðunni. Ástæða er til að nefna nokkur slík atriði til viðbótar."
Gott og vel. En það sem einkennir þessar greinar er eins og að útlönd séu varla til. Það örlítið minnst á AGS (IMF) og Icesave í grein III, annars er þetta allt saman "innanríkis."
Og ekki segir Sigmundur orð um ESB eða hvernig Ísland á að haga samskiptum sínum við aðrar þjóðir.
Sem er svolítið kindugt, sérstaklega í ljósi þess að í skýrslu Evrópunefndar Framsóknarflokksins árið 2007, segir orðrétt:
,,Framsóknarflokkurinn vill vera leiðandi afl í Evrópuumræðunni á Íslandi. Líkt og í öðrum stjórnmálaflokkum hérlendis er mismunur á afstöðu manna til Evrópusambandsaðildar. Burtséð frá því er mikilvægt að til staðar sé þekking innan flokksins sem unnt er að byggja á ef mál taka aðra stefnu á vettvangi Evrópumála en verið hefur undanfarinn áratug eða svo."(Feitletrun, ES-blogg)
Halló! Halló, Framsóknarflokkur: Evrópa er þarna úti - hún er til! ESB líka! Það er meira að segja búið að sækja um!
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 23:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
2.11.2010 | 19:48
Vigdís Hauks ekki af baki dottin! Vill fá undanþágu frá þróunaraðstoð!
Vigdís Hauksdóttir fékk töluverða athygli eftir hina andvana fæddu þingsályktunartillögu sem hún lagði fram um daginn.
"Heimssýnartillagan" var svo illa unnin að hún var ekki þingtæk og málið allt hið vandræðalegasta, fyrir þá sem að því komu. Birgitta Jónsdóttir baðst opinberlega afsökunar á þessu magnaða klúðri.
En nú reynir Vigdís að spyrna við fótum.
Fram kemur á www.visir.is í dag að Vigdís komi nú fram með tillögu um að Ísland fái undanþágu frá greiðslum í þróunarsjóð EFTA, sem miðar að því að ríkari lönd styðjui við þau sem eru verr stödd.
Hún blandar að sjálfsögðu ESB inn í málið og segir menn ekki vilja ,,styggja" sambandið!
Þetta eru náttúrlega fáránleg rök. Ísland er hluti af alþjóðlegu samstarfi á mörgum sviðum og þetta er einn hluti af því.
Það er því miður mikið af fólki sem hefur lent illa í "krísunni" hér á landi og með þeim ber að standa.
Það eru einnig mjög margir úti í heimi sem hafa lent illa í þessu og þetta er leið Íslands til þess að láta sitt af hendi rakna og sýna samstöðu.
Fé þetta er m.a. til að aðstoða lönd sem eru að ná sér á strik eftir áratuga kúgun kommúnista í Evrópu, s.s. í Búlgaríu og Rúmeníu.
Vigdís er í Framsóknarflokknum. Hvernig er það, er hann ekki ennþá félagshyggjuflokkur? Eru þessar hugmyndir í samræmi við stefnu flokksins?
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 20:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.11.2010 | 17:09
Andri Geir um ESB á Eyjunni með flestar athugasemdir - viðtalið
Fréttin um Andra Geir Arinbjarnarson og viðtalið við hann í "Silfri Egils" um síðustu helgi er sú frétt á Eyjunni, sem hefur flestar athugasemdir/komment. Andri var að tala um ESB og í fréttinni segir:
,,Yngri kynslóðir munu segja nei við foreldra sína og flytjast til Evrópusambandsins ef eldri kynslóðir segja nei við aðild að sambandinu. Næsta kynslóð mun þá einfaldlega leysa sína stöðu sjálf með því að fara úr landi og flytjast til ESB.
Þetta sagði Eyjubloggarinn Andri Geir Arinbjarnarson í Silfri Egils í dag, en Andri Geir hefur verið afkastamikill þjóðfélagsrýnir eftir hrun.
Og síðar segir: ,,Ef þetta verður ekki leyst, þá mun næsta kynslóð bara leysa þetta sjálf með því að fara bara úr landi og flytjast til ESB, sagði Andri Geir. Tifandi tímasprengja tikkar í grunnskólum og framhaldsskólum landsins.
Öll fréttin og allt Silfurs-viðtalið
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 17:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.11.2010 | 22:56
Enn um Ögmund og Stöð tvö
Eins og fram hefur komið vill dóms og mannréttindamálaráðherra, Ögmundur Jónasson, flýta aðildarviðræðunum við ESB. Þessu lýstu hann yfir í umtöluðu viðtali á Stöð tvö í gærkvöldi. Horfið hér
En vill Ögmundur afgreiða málið án þess að landið, stjórnkerfið og stofnanir séu óundirbúin?
Á s.s. bara að hespa þessu af í flýti? Er það ekki "íslenska leiðin"?
Hvernig væri að VANDA málið og reyna að ná sem bestum samningi? Er eitthvað að því?
Og láta svo þjóðina kjósa!
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 22:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
1.11.2010 | 21:44
Bloggað um styrkjamál BÍ að austan
Einar Ben Þorsteinsson (frá Egilstöðum) er alfarið á móti styrkveitingu BÍ til Nei-samtakanna. Á bloggi sínu segir hann: ,,Það að Bændasamtök Íslands sjái sér fært að styrkja stjórnmálasamtökin Heimssýn sérstaklega er ákaflega merkileg staðreynd. Sem meðlimur í Bændasamtökum Íslands verð ég að mótmæla því harðlega að fé okkar félagsmanna sé notað í þessum tilgangi."
Svo segir hann að ,,siðferðilega orkar ákvörðun stjórnenda Bændasamtakanna mjög tvímælis, og vonandi verður þetta pólitíska prump dregið tilbaka."
Hér er öll færsla hans en í athugasemd við færsluna segir á einum stað:
,,Bændur hafa ekkert val um aðild sína að bændasamtökunum, og eru tilneyddir að leggja þeim til sjálfsaflafé.
Mannréttindadómstóll Evrópu hefur ítrekað talið slíka skylduaðild brjóta gegn félagafrelsi manna, er þá litið sérstaklega til þess hvort samtökin sem um ræðir séu pólitísks eðlis. Leiðir skylduaðild að slíkum samtökum til þess að einstaklingar eru neyddir til að styðja málstað sem þeir eru ekki fylgjandi, líkt og í tilviki Einars.
Má sjá þessa niðurstöðu í MDE í Máli Sigurðar Á. Sigurjónssonar.
Er munur á slíkum styrkjum hvort þeir komi frá sameiginlegum sjóðum ríkisins, eða skattpíndum félagsmönnum, líkt og í tilviki Bændasamtakanna."
1.11.2010 | 20:45
Mikil gagnrýni frá Ríkisendurskoðun á ráðuneyti L og S!
Eins og fram hefur komið styðja Bændasamtök Íslands samtök Nei-sinna, Heimssýn. Og hafa gert í fjölda ára. Það gera það með svokölluðu "sjálfsaflafé", en ekki er alveg á hreinu hvað það er.
Þetta beinir að sjálfsögðu kastljósinu að rekstri Bændasamtakanna, en vissir þættir hans hafa m.a. verið gagnrýndir af Ríkisendurskoðun(RE). Spilar ráðuneyti landbúnaðar og sjávarútvegsmála inn í (LS).
Í september kom t.d. út skýrsla til Alþingis, frá RE, um framkvæmd búvörusamninga. Þar kemur fram alvarleg gagnrýni á framkvæmd þeirra, en í skýrslunni segir orðrétt:
,,ÁBENDINGAR TIL SJÁVARÚTVEGS- OG LANDBÚNAÐARRÁÐUNEYTIS
1. RÁÐUNEYTIÐ ÞARF AÐ SINNA BETUR EFTIRLITSSKYLDU SINNI
Áríðandi er að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið herði eftirlit sitt með framkvæmd búvörusamninga og greiðslum vegna þeirra. Ríkisendurskoðun ítrekar mikilvægi þess að uppgjör vegna samninganna fari fram árlega svo að tryggja megi að upplýsingar vegna þeirra séu réttar í ríkisreikningi. Einnig leggur stofnunin áherslu á að ráðuneytið fari reglulega yfir forsendur reikninga og staðfesti þær svo að tryggt sé að greiðslur séu í samræmi við skuldbindingar.
2. AUKA VERÐUR GAGNSÆI ÚTREIKNINGA
Fjárhæðir greiðslna samkvæmt búvörusamningum hafa verið uppfærðar miðað við verðlagsþróun og aðrar forsendur sem samið hefur verið um sérstaklega. Einnig eru dæmi um að greiðslur vegna uppgjörs fyrri samninga hafi verið bókaðar á gildandi samninga. Ríkisendurskoðun telur að í bókhaldi þurfi að aðgreina eða sérkenna greiðslur vegna eldri samninga. Eins og málum er háttað er erfitt, nema fyrir sérfróða, að átta sig á því hvernig greiðslur vegna búvörusamninga eru samsettar. Að mati Ríkisendurskoðunar þarf sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið að tryggja aukið gagnsæi þessara útreikninga þannig að þingmenn, eftirlitsaðilar og almenningur eigi auðveldara með að glöggva sig á þeim. (Skáletrun, ES-blogg)
3. GERA VERÐUR FORMLEGA SAMNINGA UM ÞÓKNANIR
Ekki hafa verið gerðir formlegir samningar um þær þóknanir sem ríkissjóður greiðir BÍ fyrir umsýslu búvörusamninga. Ríkisendurskoðun telur áríðandi að slíkir samningar verði gerðir."
Sem kunnugt er hefur Jón Bjarnason neitað að taka við IPA-styrkjum frá ESB, en markmið þeirra er að undirbúa stjórnsýslu Íslands undir mögulega aðild.
Með þeim er t.d. hægt að bæta þetta sem hér er rætt að ofan, sem og margt annað í íslenskri stjórnsýslu, sem fékk SVÍÐANDI gagnrýni í Rannsóknarskýrslu Alþingis og síðar í Atla-skýrslunni svonefndu. En Jón Bjarnason segir NEI!
IPA-styrkirnir eru veittir burtséð frá því hvort af aðild verður eða ekki og ESB mun ekki krefjast endurgreiðslu á þeim. En Jón Bjarnason segir NEI.
Við lestur skýrslu RE læðist að manni grunur um að ekki sé allt með felldu í sambandi við þessi mál!
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 20:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.11.2010 | 17:33
Ólína Þorvarðardóttir: Vill skoða Bændasamtökin
Ólína Þorvarðardóttir vill kíkja á Bændasamtökin í kjölfar frétta um stuðning þeirra við NEI-samtökin, Heimssýn. Í pistli á bloggi sínu segir Ólína:
,,Bændasamtökin hafa árum saman starfað fyrir opinbert fé. Já, það hefur af einhverjum ástæðum þótt eðlilegt að hluti af skattfé almennings rynni í það að halda uppi hagsmunasamtökum bændastéttarinnar. Rökin fyrir því hafa sjálfsagt hljóðað eitthvað á þá leið að íslenskur landbúnaður ætti undir högg að sækja, það þyrfti að styðja íslenska bændur í því að halda uppi byggð í landinu
eða hvað veit ég. Í seinni tíð hafa verkefnasamningar legið til grundvallar (a.m.k. einhverju af) ríkisframlaginu, en hrædd er ég um að eftirlit með því hvernig fjármununum er varið sé (a.m.k. stundum) í hálfgerðu skötulíki.
Jæja, samtökin hafa hingað til ekki talið sig of haldin af þessum framlögum. Kannski það sé nú að breytast. Þau virðast a.m.k. ekki telja eftir sér að halda uppi öðrum samtökum sem berjast gegn inngöngu Íslands í ESB . Ríkisútvarpið hefur nú greint frá því að Bændasamtökin styðja hreyfinguna Heimssýn með beinum fjárframlögum og leyfa henni að auglýsa frítt í Bændablaðinu."
Síðan skrifar hún: ,,Nú held ég það sé tímabært að endurskoða hin opinberu framlög til Bændasamtakanna, á grundvelli opinberrar úttektar á fjárreiðum samtakanna. Meðal þess sem þarft væri að skoða er hvernig verkefnasamningum þeirra við ríkið hefur verið framfylgt."
Lífleg umræða er um málið í tengslum við pistil Ólínu.
(Mynd: www.visir.is)
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir