Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2010

Ásmundur, Lilja og Atli: Nei, við fjárlögum eigin stjórnar! Ásmundur segir nei vegna ESB-málsins

Ásmundur Einar DaðasonÁsmundur Einar Daðason, Nei-sinni "numero uno" á Íslandi greiddi ekki atkvæði með fjárlögum ríkisstjórnarinnar. Helstu ástæðun nefndi hann vera aðildarumsókn Íslands að ESB. Hann segir að verið sé að eyða "milljörðum" í umsóknina, en það er að sjálfsögðu ekki rétt, enda útskýrir Ásmundur ekki hvað hann á við, getur það sennilega ekki!

Sama gerðu Lilja Mósesdóttir og Atli Gíslason, þ.e. greiddu atkvæði gegn fjárlögunum. 

Þetta er nýtt í íslenskum stjórnmálum og eru þremenningarnir komnir í andstöðu við sína eigin stjórn í mikilvægasta máli hennar, því EKKERT er mikilvægara fyrir ríkisstjórn en að hafa góðan stuðning við fjárlög.

Kannski er helsta spurningin sem vaknar hvað þessi nýi flokkur á að heita? 

Þetta sýnir alveg svart á hvítu að VG er ekki einn flokkur lengur. 

Grímur Atlason er með áhugaverða bloggfærslu um þetta, sem er stutt og hljómar svona:

"Ásmundur, Lilja, Atli, Styrmir Gunnarsson og aðrir áhrifalausir áhrifamenn í VG – hvernig væri að leggja fram vantraust á þessa ríkisstjórn sem þið styðjið ekki. Hætta þessum látalætum – þetta er móðgun við heilbrigða skynsemi. Það er alveg hreint magnað að Styrmir Gunnarsson skuli stýra atkvæðum fólks í NV-kjördæmi."

(Leturbreyting: ES-blogg) 


Útgerðin á næstum einn billjarð erlendis!

SmáeyJá, þið lásuð rétt, en þetta snýst ekkert um billjard!

RÚV greindi frá að íslenskir útgerðaraðilar eiga eignir erlendis, sem nálgast þessa tölu (þúsund milljarðar!), billjarð. Í frétt RÚV segir:

"Eignir Íslendinga í sjávarútvegi erlendis námu ríflega 873 milljörðum króna í lok síðasta árs. Þetta kemur fram í svari Árna Páls Árnasonar, efnahags- og viðskiptaráðherra, við fyrirspurn Marðar Árnasonar á Alþingi og byggist á upplýsingum frá Seðlabankanum.

 Bankinn gefur ekki upp í hvaða fyrirtækjum Íslendingar eiga, hvar þau starfa, hve stóran hlut Íslendingar eiga í þeim, hvenær þeir eignuðust hlutina, eða hvert virði þeirra er. Vísar bankinn í þagnarskyldu samkvæmt lögum um bankann."

Skuldir útgerðarinnar á Íslandi eru um 5-600 milljarðar.

Þetta eru athyglisverðar tölur. 

Heimildin 

Myndin er úr mest séða íslenska myndbandinu á YouTube, Smáey kemur til hafnar! 


Kaupmátturinn hrundi!

VerslarRÚV greinir frá: "Efnahagskreppan hefur komið harðar niður á íslenskum launþegum en nokkrum öðrum launþegum í heiminum. Þetta er niðurstaða samanburðarkönnunar, sem Alþjóðavinnumálastofnunin í Genf birti í dag.

Með samtals 13% samdrætti í kaupmætti launa frá ársbyrjun 2008 til ársloka 2009 skera íslenskir launþegar sig úr í samanburðarkönnun Alþjóðavinnumálastofnunarinnar í Genf."

"Öfugt við íslenska launþega héldu launþegar í nágrannalöndunum víðast hvar launum sínum þrátt fyrir kreppuna, að minnsta kosti hlutfallslega, miðað við vinnutíma, því í nokkrum löndum var kreppunni mætt með færri vinnustundum, t.d. í Þýskalandi. Í skýrslunni er líka borið saman hlutfall launa af landsframleiðslu; með öðrum orðum, hversu mikið af hagnaðinum rennur í vasa launþega og hversu mikið af honum fer í vasa annarra." 

Kaupmáttur mælir jú hvað launamenn fá fyrir launin sín í viðkomandi gjaldmiðli, í þessu tilfelli íslensku krónuna.  

Ísland sker sig úr varðandi kreppuna að því leyti að ekki bara hrundu bankarnir, heldur líka gjaldmiðillinn.

Blessuð krónan hlýtur því að eiga hér hlut að máli. 


Jón Bjarnason er fórnarlamb!

Jón BjarnasonJón Bjarnason er fórnarlamb! Hann var kúgaður, þvingaður og neyddur til þess að banna fosföt í íslenskum saltfiski! 

Það eru "kúgarar" innan EES og ESB sem eru að hamast á Jóni.

Að hans eigin sögn. Jóni er "hótað" og honum er "stillt upp við vegg," já það er eins og Jón Bjarnason sé að glíma við harðsvíruð glæpasamtök!

En svo fengu Færeyingar og Danir leyfi til þess að bíða með þetta bann á fosfötum, vegna þess að ESB er að skoða hvort það þarf að banna þetta yfir höfuð!

Af hverju beið Jón ekki? Eða er það betra fyrir "málstaðinn" að koma fram í fréttum og segja að hið vonda Evrópusamfélag sé að hóta honum og þvinga?


Grikkir mótmæla

Mótmæli í GrikklandiTil mikilla mótmæla hefur komið í Aþenu í Grikklandi í dag, vegna aðgerða stjórnvalda, sem koma í kjölfar efnhagsvandræða landsins.

Væru Grikkir í N-Kóreu, væri ekki um að ræða nein mótmæli. En það ríkir lýðræði í Grikklandi og í því felst rétturinn til að mótmæla.

Íbúar N-Kóreu hafa enga "rödd" en það hafa hinsvegar Grikkir. Grikkir kusu kannski yfir sig slæma stjórnmálamenn, íbúar N-Kóreu fá ekkert að kjósa, nema kommúnistaflokkinn! 


ESB-ferlið: Fleiri rýnifundum lokið

esbis.jpgÁ umsóknarvef ESB-málsins segir: 

"Rýnifundi um staðfesturétt og þjónustu lokið
-
10.12.2010

Rýnifundi um 3. kafla löggjafar Evrópusambandsins, staðfesturétt og þjónustu, lauk í Brussel í gær, fimmtudag. Á fundinum, sem stóð í einn dag, báru sérfræðingar Íslands og ESB saman löggjöf í þessum samningskafla.

Rýnifundi um frjálsa vöruflutninga lokið
-
10.12.2010

Rýnifundi um 1. kafla löggjafar Evrópusambandsins, frjálsa vöruflutninga, lauk í Brussel á miðvikudag. Á fundinum, sem stóð í tvo daga, báru sérfræðingar Íslands og ESB saman löggjöf í þessum samningskafla. Fyrir íslenska hópnum fór Bryndís Kjartansdóttir, formaður samningahóps um EES málefni."

Fréttasíða umsóknarferlisins 


Stefán Benediktsson um "skort á heimilisfesti"

Stefán BenediktssonStefán Benediktsson skrifar áhugaverða hugleiðingu um Ísland/Þýskaland á blogg sitt og segir m.a.: "

"Íslendingar og þjóðverjar eru í vanda, heimilisfestuvanda. Þótt báðar þjóðirnar séu óumdeilt Evrópuþjóðir snýst vandi þeirra beggja um að horfast í augu við þessa einföldu staðreynd, að við erum Evrópuþjóðir sem báðar þurfa á góðum og velviljuðum grönnum að halda.

Þjóðverjar eru lýðræðisþjóð, án lýðræðissögulegs bakgrunns. Lýðræðið staldraði stutt við í Þýskalandi eftir fyrstu heimstyrjöldina, síðan tók Hitler þá úr leik í 15 ár og svo var annarri heimstyrjöldinni lokið. Undir verndarvæng BNA og með miklum stuðningi og góðvilja nágranna sinna byggðu þeir hratt upp lýðræðissamfélag. Nýja lýðræðisríkið byggði ekki á þjóðríkistilfinningu. Meiri áhersla var lögð á heimilisfestu í NATO, í Evrópu og í hópi Vesturlanda, að vera vestrænn, þeir hétu jú Vestur-þjóðverjar í munni annarra, en þeirra sjálfra. Samband V-Þýskalands og BNA var náið. V-Þjóðverjar áttu öryggi sitt, vegna vopnleysis, undir Bandaríkjamönnum.Eftir fall múrsins og Sovét var allt breytt. NATO var þarflaust. Evrópa og Þjóðverjar höfðu enga þörf fyrir Bandaríkjamenn og Bandaríkjamenn heldur enga þörf fyrir Evrópu.

Bandaríkjamenn þurfa nú fyrst og fremst að komast að samkomulagi við nýtt stórveldi, Kína, en til þess er engin þörf á bandamönnum hvorki vopnuðum né óvopnuðum. Þetta vopnlausa „stríð“ fer fram utan og án þátttöku Evrópu."

Síðan skrifar Stefán: ,,Íslendingar eiga svona „skort á heimilisfesti“ sameiginlegan með þjóðverjum. Það gerðist þó með öðrum hætti.  Við gáfum sjálfstæði okkar áður en orðið varð til í munni okkar. Gáfum það til að stöðva innanlandsátök sem hinn nýi erlendi herra hafði kynt undir. Það var 1262. Síðan fengum við fullveldi 1918 og settum tvo banka á hausinn i löbet av null komma fem,  en nutum öryggis undir vernd þess samveldis, sem við vorum hluti af. Svo kom stríð og við ákváðum að verða sjálfstæð, en næstum því daginn eftir báðum við guð að hjálpa okkur eða réttara sagt guðs útvöldu þjóð BNA. Þeir komu í hvelli með sitt „varnarlið“ og við einbeittum okkur að fjölbreytni tegunda í spillingu og einokun, eins og hermangi fyrir verktaka og innflytjendur og verðbólgu fyrir útgerð og útflytjendur og Sambandinu fyrir Framsókn."

Pistill Stefáns í heild sinni.


Der Spiegel um Kínverja og Evrópu

KínaKínverjar vaða í peningum, mest dollurum. Varasjóður þeirra er talinn vera um 2 trilljónir dollara (2000 milljarðar dollara, milljarður dollara = þúsund milljónir dollara)!

Samkvæmt Der Spiegel fara Kínverjar nú um Evrópu með þessa vasa fulla fjár. Til að fjárfesta. Þeir hafa líka komið við sögu hér á landi. Dr. Jón Ormur Halldórsson fjallaði um þetta mál í áhugaverðu spjalli á Rás 1 í byrjun vikunnar.

En umfjöllun Der Spiegel er einnig áhugaverð að mörgu leyti. Þar er sagt að Kínverjar séu að "gera sér mat" úr vandræðum Evrópuríkjum, sérstaklega svokölluðum PIIGS ríkjum:

,,Indeed, the rising superpower is cleverly capitalizing on the euro crisis to extend its long-term political and economic influence in Europe. Chinese offers of aid are mainly directed at the shakiest members of the euro zone, the heavily indebted so-called PIIGS countries (Portugal, Ireland, Italy, Greece and Spain). The People's Republic would like to win them over as long-term allies in the EU.

In the past, China had shown itself to be a "friend" of Greece, Spain and Italy, and it purchased their government bonds at a time when other investors had fled, Premier Wen Jiabao said during a trip to Europe in October. "We will continue to provide aid and help certain countries overcome their difficulties...." segir í grein Der Spiegel.

ESB er með sérstakt verkefni til þess að "skilja" Kína: Understanding China, heitir það. 


Ingólfur Sverrisson í FRBL: Lærum af reynslunni

Ingólfur SverrissonÍ Fréttablaðinu í dag er að finna áhugaverð grein um ESB-málið, eftir Ingólf Sverrisson, forstöðumann málm- og véltæknisviðs hjá Samtökum Iðnaðarins. Fyrisögnin er "Lærum af reynslunni." 

Hann skrifar til að byrja með: ,,Fyrir eitt hundrað árum voru flestar þjóðir Evrópu mjög uppteknar af því að blása upp taumlausa þjóðernishyggju innan sinna landamæra. Hún byggðist á því að viðkomandi þjóð væri sérstakari, klárari og merkilegri á alla lund en aðrar þjóðir á meginlandinu og þess vegna flest leyfilegt.

Þetta kemur vel fram í þeirri merku bók „Veröld sem var" eftir Stefan Zweig sem lýsir því hvernig skólarnir voru nýttir til að innræta nemendum sínum dýrkun á öllu því sem þýskt var og um leið fyrirlitningu á nágrönnum sínum. Þetta voðalega fólk væru einlægt að troða illsakir við þá og því væri fátt göfugra en að lemja á þegnum þessara þjóða með vel heppnuðu stríði til að leysa þar með öll þessi leiðindi."

Svo segir Ingólfur: ,,Nú gerast hins vegar þau undur að hið virtasta fólk hér á landi telur engum vafa undirorpið að Evrópubúar vilji fá okkur í ESB til þess eins að svipta okkur auðlindunum, komast yfir allt sem fémætt getur talist og skilja okkur svo eftir í eymd og volæði. Þessu til sönnunar eru útfærðar hinar ótrúlegustu hvatir stjórnenda ESB gagnvart Íslandi og sagðar tröllasögur sem við nánari skoðun eiga sér enga stoð í raunveruleikanum.

Allur þessi málflutningur minnir á frásagnir kennara Stefans Zweig í bókinni, sem áður er nefnd, þegar hann þrumaði yfir nemendum sínum um yfirburði Þjóðverja og öll þau ósköp sem aðrar þjóðir vildu gera á hlut þeirra. Því væri fátt göfugra fyrir unga menn en að falla í stríði fyrir keisarann og fjölskyldu hans, eins og góði dátinn Svejk orðaði það.

Svipuð viðhorf virðast því miður vera enn landlæg hér á landi og ekki batnaði það eftir að kreppan skall á. Þá svall mönnum móður yfir því að við gátum ekki farið okkar fram í einu og öllu gagnvart Evrópubúum, sem ekki skyldu yfirburði okkar og snilld á fjármálasviðinu þrátt fyrir ítarlegar útskýringar! Þar var innræti þessa Evrópufólks vel lýst og því hljótum við að vera tilbúnir að fara nýja för til Sviðinsstaða að hætti áðurnefndra fóstbræðra og láta finna fyrir okkur. Við getum líka refsað ESB-þjóðum með því að einangra okkur hér við ysta haf, gefið þeim langt nef og treyst á eigin ágæti í anda sjálfbærrar þróunar. Þá munu Evrópubúar komast að því fullkeyptu, leggja niður skottið og hætta öllum áformum um að ræna Ísland!"


Öll grein Ingólfs 


Makríllinn á Rás 2 - Einar K. notaði allt "vopnabúrið" gegn ESB

Makríll á sundiMakríldeilan milli Íslands. Noregs. Færeyja, ESB, Bretlands og Rússlands(!), var rædd á Rás 2 í morgun. Þar mættu Einar K. Guðfinnsson, fyrrum sjávarútvegsráðherra og sjálfstæðismaður og Ólína Þorvarðardóttir, frá Samfylkingu.

Einar, sem á rætur í útgerðarveldi á Bolungarvík, er mikill andstæðingur ESB og hann notaði allt "vopnabúrið" og ræddi um "óbilgirni", "hörku", "fantaskap", "kúganir", "hótanir" og "ögranir" frá ESB, en forðaðist að nota orðið Noregur í þessu samhengi. Norðmenn og ESB hafa ákveðið veiða um 90% af makrílkvótanum. Norðmenn eru ekki í ESB, en aðilar að EES, eins og við Íslendingar. Einar K. viðurkenndi að við hefðum farið okkur "óðslega" í byrjun makrílveiða hér um miðjan þennan áratug.

Ólína Þorðvarðardóttir (sem einnig notaði orðið "óbilgirni" ) benti á að við hefðum nú kannski ekki hegðað okkur mjög vel í sambandi við makrílinn og mokað honum upp í bræðslu. 

Makríll þykir fyrirtaks matfiskur víða í Evrópu og er t.d. reyktur og grillaður makríll lostæti. Ritari sá t.d. danskan þátt á RÚV um daginn, þar sem dönsk kona gerði ljúffenga máltíð úr grilluðum makríl.

Makríllinn er flökkustofn, sem þýðir að hann flakkar á milli lögsagna landanna hér á norðurhveli jarðar. Það er s.s. ekki um s.k. staðbundinn stofn að ræða, en langstærstur hluti stofna hér við land eru staðbundnir. "Flakkið" á makrílnum gerir málið því flókið og erfitt og snúnara.

 Ólína benti á að þetta væri langtímaverkefni. Þetta mál er að öllum líkindum ekki búið, heldur kannski rétt að byrja. 

MBL með frétt um hrygningu makríls hér við land. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband