Bloggfærslur mánaðarins, desember 2010
20.12.2010 | 22:01
Eru Evrópusinnar andstæðingar íslensks landbúnaðar?
Þær eru margar goðsagnirnar um ESB. Dæmi: ESB ætlar að INNLIMA Ísland, ESB tekur AF OKKUR FISKINN. ESB tekur AF OKKUR ORKUNA og svo framvegis. Það er af nógu að taka.
Enn ein goðsögnin eða tilraun til goðsagnamyndunar, má finna í Fréttablaðinu í dag, en það er að finna í grein eftir Arnþrúði Heimisdóttur, grunnskólakennara.
Við tökum það strax fram að við fögnum innákomu fleiri kvenna inn á ESB-leikvöllinn!
En við fögnum kannski ekki alveg með sama hætt því sem Arnrþúður segir um Evrópusinna og landbúnað.
Það ber að taka fram til að byrja með, að bændur eru ekki hafnir yfir gagnrýni, rétt eins og aðrar stéttir eða aðilar sem koma að "kerfum" þessa lands. Útgerðarmenn eru heldur ekki hafnir yfir gagnrýni, kennarar, löggur eða læknar, svo dæmi séu tekin.
Grein Arnþrúðar ber titilinn:Vinna fjölmiðlar gegn landbúnaði? og er veltir Arnþrúður fyrir sér ýmsu í sambandi við bændur, fjölmiðla og ESB/Evrópusinna. Hún segir m.a. að fjölmiðlar séu að "leika" sér með fólk sem vinnur í landbúnaði.
Um okkur Evrópusinna segir Arnþrúður beinum orðum: "Stuðningsmenn Evrópusambandsaðilar eru oft andstæðingar íslensks landbúnaðar líka, því þeir vita að hagsmunir íslensks landbúnaðar þvælast fyrir í aðildarumsókn."
Þetta er að okkar mati grundvallar misskilningur hjá Arnþrúði. Margir Evrópusinnar gagnrýna hinsvegar það FYRIRKOMULAG sem er á íslensku landbúnaðarkerfi, sem er eitt hið dýrasta og mest styrkta í heimi. Og hefur verið svo lengi. Árlega kostar landbúnaðarkerfið um 10.000 milljónir og rekstur Bændasamtakanna um 500 milljónir, úr vasa almennings.
Og bændur eru ekkert að þvælast fyrir aðildarumsókn, þeir vilja hinsvegar ekki vera með og hafa firrt sig ábyrgð á samningaferlinu. Af umfjöllun í Bændablaðinu má hinsvegar lesa að það eru til þeir bændur sem eru á þeirri skoðun að bændur eigi að taka þátt í þessu ferli. Aðildarferlið er í gangi og í því fer fram vinna, án beinnar aðkomu bænda.
Hversvegna? Jú, kannski helst vegna þess að íslenskur landbúnaður hefur breyst mjög mikið (án ESB) og mun breytast á komandi áratugum (með/eða án ESB!)
Evrópusinnum er ekki illa við bændur eða eru andstæðingar þeirra og vilja að sjálfsögðu sjá líflegan, góðan íslenskan landbúnað, þar sem framleiddar eru gæðavörur.
Íslenskt landbúnaðarkerfi er hinsvegar ekki fullkomið og verður aldrei (með eða án ESB!). Það má bæta. Til dæmis skipta gengismál og jafnvægi í efnahagsumhverfi miklu máli fyrir bændur.
Margir Evrópusinnar hafa bent á TÆKIFÆRI fyrir íslenskan landbúnað, en stundum er eins og talað sé fyrir daufum eyrum. Stundum er eins og "kerfið" sé fasti, sem ekki er hægt að breyta.
Staðhæfing Arnþrúðar er því röng og ritara finnst ekkert betra en góðar sósur með íslenskum rjóma eða nýbakað brauð með smjöri! Bara lítið dæmi!
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 22:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.12.2010 | 08:26
Hömlun haftanna
Á Eyjunni stendur: ,,Nýsköpunar- og sprotafyrirtæki eiga undir högg að sækja að því er kemur fram í nýrri grein í Iðnaðarblaðinu. Eins og Eyjan hefur greint frá, hefur mikil ásókn bankanna í tæknimenntað starfsfólk valdið nýsköpunarfyrirtækjum erfiðleikum við að manna sig.
Það hefur ekki orðið nýliðun að ráði í tæp þrjú ár. Þetta gerir okkur voðalega erfitt fyrir. Við berjumst um hvern mann. Það er líka mjög erfitt að flytja fólk til landsins. Fólk utan Evrópusambandsins á mjög erfitt með að flytja hingað vegna þess að það eru miklar hömlur á að fá starfsfólk erlendis frá, segir Svana Helen Björnsdóttir, forstjóri Stika og formaður Samtaka sprotafyrirtækja.
Eitt þeirra vandamála sem þessi fyrirtæki glíma við er að erfitt hefur verið að afla fjár. Fyrir utan að lítið fjármagn er í boði verða þeir sem leggja fé í sprotafyrirtæki að vera þolinmóðir og skilja að langur tími getur liðið frá fjárfestingu til þess tíma að fjárfestingin skili arði. Þá hefur reynst sérstaklega erfitt að afla fjármagns erlendis frá. Rekstrarskilyrði eru óstöðug og þau fyrirtæki sem hafa erlenda fjárfesta innanborðs á annað borð vaxa mörg að mestu leyti erlendis núna. Þar nefnir Svana sem dæmi Össur, Actavis og Marel. Hættan við þessar aðstæður er að starfsemin flytjist úr landi og komi ekki hingað aftur." (Feitletrun, ES-blogg)
19.12.2010 | 08:22
Eyjafjallajökull í Boston Globe - myndasería skoðuð af milljónum
Ísland komst heldur betur í fréttir á árinu, vegna eldsumbrotanna í Eyjafjallajökli. Dagblaðið Boston Globe hefur tekið saman syrpu með myndum frá gosinu, sem hefur fengið um 16 milljónir skoðanir, þegar þetta er skrifað.
Skoða hér
18.12.2010 | 18:02
Hádegismóaskáldið fer á kostum!
"Hádegismóaskáldið" fer á kostum í Reykjavíkurbréfi MBL í dag, enda mikilhæfur stílisti og húmoristi. Takið eftir frjórri orðanotkun í þessu broti úr bréfinu, en höfundurinn tekur upp hanskann fyrir Lilju Mósesdóttur í bréfinu og segir:
,,Með hliðsjón af þessum alkunnu staðreyndum eru árásir núverandi forsætisráðherra á Lilju Mósesdóttur (sem hún kallar jafnan Lilju Móses) í besta falli broslegar, en þó helst ósvífnar. Þær koma að minnsta kosti úr hörðustu átt. Það endaði þannig að Jóhanna stóð loks við hótanir sínar og fór úr ríkisstjórn. Og hún yfirgaf líka flokkinn sinn. Og fyrir ill örlög þjóðarinnar sköpuðust í fáeinar vikur skilyrði til að slíkur stjórnmálamaður lenti í leiðtogasæti þjóðarinnar, þegar hún þurfti helst á öllu öðru að halda. Og háttalagið hefur ekkert breyst. Hótanirnar halda sífellt áfram. Og allt of lengi hafa þær verið teknar alvarlega. Íslenska þjóðin er nú í aðlögunarferli að ESB þótt hún sé alfarið á móti því af því að Alþingi undir hótunum Jóhönnu og Samfylkingar samþykkti að fara í aðildarviðræður. Þeim viðræðum er enn þvert gegn betri vitund lýst sem könnunarviðræðum, »sjá hvað er í pakkanum-viðræðum«. Þingmenn VG, allir sem einn, vita nú orðið í hjarta sínu að það þurfti ekki að kaupa sæti í ríkisstjórn með Samfylkingunni því ógnarverði sem Steingrímur J. gerði og því miður Ögmundur Jónasson, sem lét Össur, af öllum mönnum, plata sig. Samfylkingin sá að hún var búin að berja allt lífsmark úr Sjálfstæðisflokknum og hún yrði að kosta öllu til að komast í aðra ríkisstjórn og í aðstöðu til að kenna Sjálfstæðisflokknum einum um »hrunið«. Til þess mundi hún hafa óskoraðan stuðning Baugsmiðlanna auðvitað og fréttastofu RÚV, eins og hefur sýnt sig. Samfylkingin, sem var pólitískt dótturfélag Baugs og helsti pólitíski ábyrgðarmaður útrásarmannanna og hafði tryggt að fjölmiðlaumræðan myndi standa með auðmönnum á móti almenningi, vildi allt til þess vinna að sitja ekki samsíða Sjálfstæðisflokknum. Það átti jafnt við um ríkisstjórn og stjórnarandstöðu. Það var lykillinn að því að hún gæti í samstarfi við tvær fyrrnefndar áróðursmaskínur dregið upp falska mynd af því sem fram fór. Steingrímur, sem var búinn að standa í ráðherraspreng síðan 1991 eða í tæpa tvo áratugi, skynjaði af þeim ástæðum ekki að það var VG sem gat sett öll skilyrðin en ekki öfugt. Sjálfsagt er þetta eitt örlagaríkasta vanmat á pólitískri stöðu sem þekkt er á Íslandi."
18.12.2010 | 17:35
Jákvæðar hagvaxtartölur á Írlandi á þriðja fjórðungi - á réttri leið skv. Lenihan fjármálaráðherra
Í International Herald Tribune má lesa að hagvöxtur hafi aukist til muna á Írlandi á þriðja ársfjórðungi ársins. Brian Lenihan, fjármálaráðherra telur þetta vera merki um að landið sé á réttri leið og að útflutningur sé kominn á gott skrið:
,,DUBLIN (Reuters) Irelands economy returned to modest growth in the third quarter as a strong export performance compensated for depressed domestic consumption, data on Thursday showed.
The countrys gross domestic product rose 0.5 percent in the third quarter from negative 1 percent in the second, missing expectations for a 0.8 percent increase as consumers and businesses further reduced expenditures in the face of a spiraling banking crisis and aggressive government cutbacks.
Despite the modest performance, Irelands government seized on the growth figures as proof the country was not in danger of a double-dip recession and on track to meet tough targets laid down in the bailout package from the European Union and the International Monetary Fund.
The finance minister, Brian Lenihan, said in a statement that the latest figures show that the economy had stabilized and was on an export-led growth path."
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 17:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.12.2010 | 17:09
Þorsteinn Pálsson um "aðventuuppreisnina" í VG
Þorsteinn Pálsson kallar hjásetu þremenninganna í VG í sambandi við fjárlögin, "Aðventuuppreisnina" og gerir þetta að umtalsefni í "Kögunarhólspistli" í Fréttablaðinu í dag. Þorsteinn segir:
,,Þrír þingmenn VG studdu ekki fjárlagafrumvarpið. Það eru stór tíðindi. En hvaða þýðingu hafa þau? Á svarinu eru tvær hliðar. Annars vegar kemur pólitísk kreppa stjórnarsamstarfsins upp á yfirborðið. Það er alvarlegt veikleikamerki. Hins vegar birtist vinstrivængur VG fáliðaðri en hann hefur sýnst vera undir yfirborðinu.
Málefnalega hefur uppreisn vinstrivængsins snúist um grundvallaratriði stjórnarstefnunnar: Aðildarumsóknina að ESB og samstarfsáætlunina við AGS. Hin hlið málsins sýnir harðsnúna valdabaráttu innan VG. Eftir að Ögmundur Jónasson keypti sig inn í ríkisstjórnina á ný hefur vinstri vængurinn þó virkað bæði forystulaus og stefnuvilltur.
Stóra spurningin er hvort þetta áfall hefur áhrif á framhaldið. Samhentar stjórnir þurfa að sönnu ekki nema þrjátíu og tvö atkvæði. Framhaldið veltur þá á að vinstrivængurinn nái ekki þeim styrk til andófs sem hann hafði fyrir flokksráðsfundinn á dögunum. Það þýðir aftur að flokksforystan getur tæplega, eins og áformað er, hróflað við stöðu vinstrivængsins í ríkisstjórn þar sem hann hefur nú tvo stóla."
Síðan ræðir Þorsteinn um Framsóknarflokkinn og skrifar: ,,Hluti Framsóknarflokksins hefur staðið þéttingsfast með vinstrivængnum um að slíta aðildarviðræðunum við ESB. Þá hefur Framsóknarflokkurinn fylgt sömu sjónarmiðum og vinstrivængur VG varðandi skuldavanda heimilanna.
Lítið hefur farið fyrir hinum hluta þingflokks framsóknarmanna sem fylgt hefur yfirvegaðri og raunsærri pólitík. Hann er eigi að síður til staðar. Trúlega myndi flokksforystan halla sér á þá sveifina ef ráðherrastólar væru í boði. Einhver hluti þingmanna Framsóknarflokksins er þó líklegur til að halda áfram á sömu braut með vinstrivæng VG."
Leiðar FRBL er einnig um málið.
Teiknari Fréttablaðsins, Halldór Baldursson, gerir þessu líka skemmtileg skil í blaði dagsins.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 17:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.12.2010 | 16:59
Elvar Örn um kaupmátt og krónuna
Framkvæmdastjóri Sterkara Ísland, Elvar Örn Arason, ritar pistil um krónuna og kaupmátt á Eyjunni. Elvar segir: ,,Alþjóðavinnumálastofnunin í Genf birti í vikunni skýrslu með samanburði á áhrifum fjármálakreppunnar á kaupmátt launafólks um víða veröld. Í henni kom fram að efnahagskreppan hefur komið harðar niður á íslenskum launþegum en nokkrum öðrum í veröldinni.
Ég hef tekið saman töflu yfir þróun kaupmáttar í Evrópusambandslöndunum, ásamt Íslandi og Noregi. Mesta aukningin átti sér stað í Austur-Evrópu eða allt að 50% á tímabilinu 2000-09. Athygli vekur að kaupmáttarskerðingin var langmest á Íslandi eftir bankahrun eða 13%. Ekkert annað land kemst nálægt þessu, jafnvel launþegar Írlands, Grikklands og Eystrasaltsríkjanna hafa ekki orðið fyrir eins mikilli skerðingu lífskjara.
Kaupmáttaraukningin sem byggðist upp hér á landi á tímabilinu 2000-07 þurrkaðist út í kjölfar hrunsins. Þetta er lýsandi einkenni á þeim efnahagslega óstöðugleika sem við höfum búið við. Innganga Íslands í ESB og upptaka evru er stærsta hagsmunamál launþega og heimila í þessu landi, og eina færa leiðin út úr kollsteypu hagkerfinu."
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 17:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.12.2010 | 17:48
Ásmundur Einar: Hve margir milljarðar í ESB-umsókn?
"Uppreisn" þremenninganna í VG gegn fjárlögum ríkisstjórnarinnar hefur vakið athygli manna og fjölmiðla. Morgunblaðið skrifar um þetta og þar segir m.a.:
"Ásmundur Einar sagði við atkvæðagreiðsluna að hin ranga forgangsröðun birtist skýrt í að lagðir væru milljarðar í aðildarumsóknina að ESB á sama tíma og skorið væri niður til velferðar- og heilbrigðismála."
En við spyrjum Ásmund Einar: Hvað verða lagðir margir MILLJARÐAR í ESB-umsóknina? Getur hann svarað því?
Það væri fróðlegt að heyra, fá töluna!
Eða er þetta bara svona út í loftið?
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 18:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.12.2010 | 17:13
Bændur þurfa líka stöðugleika - meira ESB í jólablaði Bændablaðsins
Í jólablaði Bændablaðsins er að sjálfsögðu sjálfsögðu rætt um ESB-málið. Þar segir að bændafundum sé lokið, en að mikið hafi verið rætt um ESB-málið. sagt er frá fundi á Egilstöðum og í blaðinu stendur:
,,Á fundinum komu fram bæði sjónarmið um að e.t.v. mætti afstaðan til málsins vera mildari, en einnig þess efnis að hvergi mætti slaka á. Kallað ver eftir enn frekari kynningu á málinu, sérstaklega á byggðastefnu ESB."
Þetta er áhugavert, í fyrsta lagi sýnist ritara að það séu í raun mjög skiptar skoðanir meðal bænda um ESB-málið, þrátt fyrir grjótharða Nei-afstöðu forystunnar. Er kannski afstaða hins almenna bónda að breytast?
Og þetta: Að þeir kalli eftir upplýsingum, sem er mjög jákvætt!
Bendum bændum á þessar krækjur:
http://www.evropa.is/category/landbunaðarmal/
http://www.evropa.is/2009/04/06/soknarfæri-fyrir-byggðirnar-2/
Fram kemur einnig í blaðinu að landbúnaðarafurðir seljist vel, en að bændur njóti þess ekki, m.a. vegna slæmrar skuldastöðu og óvissu um rekstur.
Því er mikilvægt að bændur fái, eins og aðrir stöðugan gjaldmiðil, lága vexti og verðbólgu. Þetta fæst m.a. með aðild að ESB.
Bændur þurfa líka stöðugleika!
(Mynd: BBL)
Evrópumál | Breytt 17.12.2010 kl. 17:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
16.12.2010 | 16:33
Þorskveiðar fá alþjóðlega vottun: Styrkir vígstöðu okkar gagnvart ESB
Á vef LÍÚ segir: "Veiðar Íslendinga á þorski í íslenskri fiskveiðilögsögu hafa hlotið vottun sem byggist á ströngustu kröfum sem settar eru á alþjóðavettvangi. Vottunin staðfestir ábyrga fiskveiðistjórnun og góða umgengni um auðlindir sjávar.
Fiskifélag Íslands, sem í eru helstu samtök hagsmunaaðila í íslenskum sjávarútvegi, hafði forgöngu um að byggja upp vottunarverkefnið á Íslandi, en það byggir á alþjóðlegum staðli; leiðbeinandi reglum matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) um vottun fiskveiða og siðareglum FAO um ábyrgð í fiskimálum. Írska fyrirtækið Global Trust Certification, sem er óháð vottunarstofa sem hlotið hefur faggildingu samkvæmt ISO staðli, var fengið til að gera úttekt á stefnu og framkvæmd í þorskveiðum Íslendinga og hefur nú lokið þessara úttekt og gefið út vottorð sem staðfestir að þorskveiðarnar samræmist alþjóðlegum kröfum."
Þetta er gott mál og getur aðeins styrkt vígstöðu Íslands gagnvart ESB í komandi samningaviðræðum við sambandið. Við erum sérfræðingarnir í íslenskri lögsögu, þekkjum hana best og hefðin og reynslan er okkar! Lögsagan er líka okkar og ENGRA ANNARARA!
Fínt mál! Óskum útgerðinni til hamingju!
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 16:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir