Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2010

Hallur Magnússon um ESB-landbúnað-umhverfismál

Hallur Magnússon"Sauðfjárræktin mun blómstra sem aldrei fyrr og hin einstaka íslenska mjólk mun flæða í formi skyrs, smjörs og annarra mjólkurafurða inn á hinn stóra neytendamarkað sem lönd Evrópusambandsins er. Það eru nefnilega nægilega margir Evrópubúar sem vilja og geta keypt hágæða landbúnaðarvöru á háu verði.
 
Það eina sem þarf að tryggja er að hefðbundinn íslenskur landbúnaður haldist áfram sem hefðbundinn íslenskur landbúnaður. Þó með þeirri breytingu að íslenskir bændur geti lifað sómasamlegu lífi í stað þess hokurs og fátæktargildru sem íslensk stjórnvöld hafa skapað þeim á undanförnum árum.
 
Það er tiltölulega einföld leið að tryggja það í aðildarsamningum við Evrópusambandið. Við göngum frá samningum um íslenskan landbúnað á grundvelli umhverfismála en ekki á grundvelli landbúnaðarmála."

Svo segir Hallur Magnússon í nýjum pistli á Eyjubloggi sínu, en þar fjallar hann um ESB og landbúnaðarmál. Lesið allan pistilinn hér


Jón Baldvin á Útvarpi Sögu um ESB

Jón BaldvinÁ Útvarpi Sögu er reglulega þáttur sem heitir ESB-Nei eða Já. Þann 9. desember var Jón Baldvin Hannilbalsson, gestur þáttarins. Stjórnendur voru Jón Baldur Lorange og Elvar Örn Arnarson.

Hlusta hér

En: Útvarp Saga mætti vera duglegri að setja eldri þætti inn á þáttasíðuna, en ekki bara að hafa nýjasta þáttinn!  íslendingar þurfa vitræna umræðu um ESB og þessu þáttum til hróss er hægt að segja að hana er oftar en ekki að finna í þáttunum.


Evran styrkist

Fram kemur á Visir.is: ,,Gengi krónunnar hefur veikst aðeins gagnvart evru frá því í síðustu viku. Nú þegar þetta er ritað (kl. 09:40) stendur evran í rúmum 153 krónum á innlendum millibankamarkaði en í síðustu viku kostaði hún 151 krónur. Evran hefur á sama tíma verið að sækja í sig veðrið gagnvart dollaranum og almennt að styrkjast á gjaldeyrismörkuðum eftir mikla lækkun í nóvember.

Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að önnur þróun hefur verið á gengi krónu gagnvart Bandaríkjadollar og hefur verð hans í krónum talið lækkað nánast stöðugt það sem af er þessum mánuði. Nú stendur Bandaríkjadollar í tæpum 115 krónum en í lok síðasta mánaðar kostaði hann rúmar 117 krónur. Dollarinn er samt enn talsvert dýrari en hann var í upphafi nóvember þegar hann kostaði tæplega 111 krónur."
 

Þjóð.is kominn á netið! Áhugaverð viðtöl um ESB!

FólkVekjum athygli á nýjum vef: www.thjod.is, þar sem ýmsir, menn, konur, frá Íslandi, sem og annarsstaðar frá tjá sig um ESB.

Vekjum sérstaka athygli á þessu "kjarnyrta" viðtali við Thomas H.Ilves, forseta Eistlands, sem bendir m.a. annars á að það eru fleiri sem vinna hjá Tallin-borg í Eistlandi, en hjá ESB í Brussel!

 


OECD: Evrusvæðið að rétta úr kútnum, en hættan ekki yfirstaðin - Trichet: Erum á réttri leið!

EvraFinancial Times birtir í dag frétt þess efnis að Evrusvæðið sé hægt og sígandi að rétta úr kútnum. Þetta samkvæmt skýrslu frá OECD, Efnhags of framfarastofnun Evrópu, sem kom út í morgun: ,,

"A modest recovery is under way, although risks remain. Financial conditions have strengthened. Activity has picked up, but the recovery is likely to be muted,” the report argued."
 
Fram kemur fréttinni að heilmargt þurfi að gera til að laga eftirköst 2008-kreppunnar, og að í ýmsum löndum sé þörf pólitískum umbótum.

Lesa má frétt FT hér og hér er að finna viðtal við Claude Trichet, yfirmanns stjórnar Seðlabanka Evrópu, þar sem hann segir að málin séu á réttri leið.


Myndband frá áhugaverðum hádegisverðarfundi um Evrópumál

SamfylkinginSamfylkingin hefur verið með hádegisfund um Evrópumál núna í haust og hafa þeir tekist vel. Síðasti fundurinn var haldinn síðastliðinn þriðjudag. Þar ræddu Guðmundur Hálfdánarson og Tryggvi Tulinius.

Nú er hægt að horfa á erindi þeirra á fundinum, sem voru mjög áhugaverð.

Hér er krækjan

Bendum líka á þetta erindi hér, sem Aðalsteinn Leifsson hélt.


Skoðanir bænda: Allir á sömu línu og forystan?

bændablaðiðRitari þarf bensín á bílinn, rétt eins og aðrir Íslendingar. Við síðustu áfyllingu kippti ritari með sér Bændablaðinu, enda einlægur aðdáandi blaðsins.

Bændablaðið er t.d. eina blaðið á Íslandi sem er með ljóðadálk, þar er oft margt mjög skemmtilegt.

Mikið hefur verið rætt um afstöðu bænda gagnvart ESB, en hin "opinbera lína" er að þeir séu á móti. Lesa má margar færslur um þetta hér á þessu bloggi.

Það sem vekur hinsvegar athygli ritara er umfjöllunin um ESB-málið í Bændablaðinu sem kom út núna 2.des. Þar er heil opna um málið.

Margir bændur, rétt eins og allir aðrir Íslendingar, eru skuldugir. Það er bændum greinilega ofarlega í huga.  Ekkert óeðlilegt við það.

En það eru vangaveltur bænda um ESB-málið, sem vekja athygli ritara. T.d. segir í blaðinu að Sigurgeir Hreinsson, bóndi á Hríshóli í Eyjafarðarsveit ...,,hafi nefnt hvort varasamt væri fyrir Bændasamtökin að standa á hliðarlínunni og fylgjast með yfirstandandi samningaviðræðum."

Á öðrum fundi er sagt frá Jóhanni Nikulássyni, bónda í Stóru-Hildisey II.  Samkvæmt honum vill stærstur hluti bænda ekki fara inn en ...,,óhjákvæmilegt væri að taka þátt í umræðunni. Hann taldi að íslenskir bændur þyrftu að búa sig undir samkeppni frá útlöndum í meiri mæli."

Þetta er áhugavert. Það er kannski svo að meðal bænda eru skoðanir sem ekki eru í samræmi við skoðanir forystunnar. Sem er eðlilegt.

Punktur Jóhanns er einnig mjög áhugaverður, þ.e.s.a. bændur munu ganga í gegnum ýmsar breytingar á komandi árum, með eða án aðildar að ESB.

Kannski er lykilatriðið þetta: Hvernig verða rekstrarskilyrði bænda? Bændur eru jú í raun aðilar sem eru háðir gengismálum, vöxtum, verðbólgu og almennum skilyrðum efnahagslífsins. Vilja bændur umhverfi óstöðugleika eða stöðugleika?

Þetta skiptir bændur máli og ekki síst þá sem kaupa afurðir þeirra, íslenska neytendur!


Þeir taka af okkur 200 mílurnar!!! Nei-sinnar bulla við starfsmenn bandaríska sendiráðsins-"paranojan" í algleymingi!

us-embassy.gifHún er nokkuð mögnuð frásögnin sem Fréttablaðið birtir í dag úr Wikileaks-skjölunum um ESB-málið. Þar ser sagt frá fundi með liðsmönnum Nei-samtakanna, Heimssýnar og starfsmönnum sendiráðs Bandaríkjanna. Kíkjum á frásögn FRBL: "Sendiráðið ræddi einnig við ónefndan talsmann Heimssýnar sem mun hafa sagt...að ESB myndi líklega afnema 200 mílna efnahagslögssögu og leyfa öðrum ríkjum að veiða í henni."

Er ekki allt í lagi með þetta fólk? Hverskonar endemis vitleysa er þetta?

Þetta sýnir best á hvaða "plani" Nei-sinnar eru. ESB hefur ekki hreyft við lögsögum þeirra aðildarríkja sem liggja að sjó!

Þetta sýnir algjörlega svart á hvítu hvað það er nauðsynlegt að halda aðildarferlinu áfram, þannig að venjulega gefið fólki geti kynnt sér málið! Aðeins fræðsla getur unnið bug á rugli sem þessu.

Séu sjónarmið sem þessi ráðandi, er kannski bara eins gott að skríða inn í torfkofana aftur og hýrast þar!


ESB-reglur vernda vinnandi mann

HamarHér er áhugaverð færsla af blogginu á Vísir.is, sem Kristbjörn Árnason skrifar:

,,Íslenskir dómstólar hafa alla tíð verið ansi hallir undir sjónarmið atvinnurekenda og tryggingarfélaga þeirra þegar launamenn verða fyrir slysum.

Sérstaklega hafa þeir verið erfið gagnvart þeim sem búa yfir viðurkenndri verkþekkingu. Þá hafa dómstólar ætlast til þess að slíkir launamenn eigi að hafa þá þekkingu að varast slys. Slys eru slys og gera ekki boð á undan sér. Breytir þá engu hvort maðurinn hafi þetta stutta námskeið sem iðnnámið er eða ekki

Þetta mál fjallar um íslenskan húsasmið sem slasaðist alvarlega á byggingarsvæði Smáralindar 2001. Hann stefndi vinnuveitanda sínum sem Hæstiréttur taldi ekki bera ábyrgð. EFTA-dómstóllinn snýr þeim dómi við.

Einungis í undantekningartilvikum getur það samræmst tilskipunum ESB um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum að gera starfsmann ábyrgan fyrir öllu eða meginhluta tjóns sem hann verður fyrir vegna vinnuslyss, þegar fyrir liggur að vinnuveitandi hefur ekki farið að reglum um öryggi og heilsu á vinnustað. Þetta er staðfest í dómi EFTA-dómstólsins frá í morgun.

En með inngöngu Íslands í EFTA fengu íslenskir launamenn lög um vinnuvernd. Nema að sjávarútvegur og landbúnaður er undanþegin þeim lögum. Þar sem þær greinar eru á undan-þágu frá öllum ESB reglum.

En íslenskum dómstólum tókst strax í byrjun að draga úr þessum rétti eftir hagsmunum tryggingafélaganna. Er það jafn vel í andstöðu við vilja samtaka atvinnurekenda. Þetta var mjög mikilvægur dómur.

Fjallað er um málið á vef ASÍ

Bloggið

(Leturbreyting, ES-blogg)


Magnús Orri í FRBL: Laun og skuldir í sömu mynt - Katrín um erlendar fjárfestingar

Magnús Orri Schram, þingmaður skrifar grein í Fréttablaðið í dag undir yfirskriftinni "Laun og skuldir í sömu mynt" og segir þar:

,,Stærstur hluti erfiðleika íslenskra fyrirtækja og heimila snýst ekki um hrun bankakerfisins heldur miklu fremur um sveiflur í gengi erlendra mynta, launakrónu og verðtryggðar krónu. Ríkið tók á sig mikið högg vegna hruns bankanna en tókst með neyðarlögunum að minnka það tjón og senda reikninginn að einhverju leyti til erlenda kröfuhafa. Tjón almennings er hins vegar miklu fremur tengt gengi krónunnar og því verðbólguskoti sem varð því samfara. Þannig hitti hrun launakrónunnar íslensk heimili miklu verr en banka­hrunið. Íslendingar upplifa bæði banka- og myntkreppu, þegar önnur lönd glíma bara við bankakreppu. Sem dæmi hefur írskur almenningur ekki lent í stórkostlegu eignatjóni enda eru laun þeirra og skuldir í sömu myntinni.

Stjórnmálamenn eiga að skapa skilyrði og umhverfi til að fólk vilji búa hér áfram. Sumir stjórnmálamenn hafa lagt á það áherslu að framtíð íslenskra neytenda, íslenskra skuldara og íslenskra launamanna sé best borgið í myntsamstarfi við vinaþjóðir í Evrópu. Aðrir stjórnmálamenn hafa ekki lagt fram neina framtíðarsýn í þessum efnum. Nú er komið að almenningi að standa með sjálfum sér og krefjast breytinga. Íslenskur almenningur á skilið að laun og skuldir séu í sömu myntinni."
 
 
Bendum einnig á grein eftir Katrínu Júlíusdóttur, iðnaðarráðherra,  um erlendar fjárfestingar í blaðinu í dag, en þar segir hún: ,,Erlend fjárfesting í atvinnuuppbyggingu er ekki aðeins mikilvæg vegna innspýtingar fjármagns í efnhagslífið heldur fylgir henni gjarnan ný þekking, tækni og tengsl við markaði. Hér á landi hafa erlendar fjárfestingar því miður verið bæði fátíðar og einhæfar enda hafa íslensk stjórnvöld aldrei mótað markvissa opinbera stefnu í þeim efnum. Úr því verður bætt."
 
 



« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband