Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2010
17.8.2010 | 10:56
Guðmundur Andri í FRBL
Guðmundur Andri Thorsson, rithöfundur, skrifar grein í Fréttablaðið í gær, um Vinstri græn og ESB, sem hefst svona:
"Þegar Davíð Oddsson talar um fræðimenn og stjórnmálaskýrendur sem sérhæft hafa sig í regluverki Evrópusambandsins kallar hann þá alltaf sérfræðinga Samfylkingarinnar". Þar með gefur hann sínu fólki skilaboð um að taka aldrei mark á orði sem þessir fræðimenn kunna að hafa til málanna að leggja. Aldrei. Gildir þá einu hvað það er eða hversu mikið vit þeir hafa á málaflokknum: Aldrei. Þeir eru á vegum andstæðingsins". Samfylkingarinnar. Gott ef ekki hreinlega Baugs.
Gamalkunnur dilkadráttur
Við þetta búum við. Eilífan drátt gamalla fjallkónga inn í gamla dilka. Óskandi væri samt að okkur tækist að ræða þetta mál án þess að þátttakendur þurfi að vísa í sífellu fram flokksskírteinum. Óskandi væri að umræðan um ESB snerist um málefni: þjóðarhag, lífskjör, stað Íslands í heiminum, krónuna, umhverfismál, stöðugleika, atvinnumál, eðli fullveldisins, vöruútflutning, tollamál, verð á matvöru "
Öll greinin: http://www.visir.is/vinstri-graen-og-evropusambandid/article/2010368840296
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 11:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
16.8.2010 | 10:21
Sagan, gömul og ný!
Styrmir Gunnarsson, fyrrum Moggastjóri er mikill USA-vinur. Ragnar Arnalds er hinsvegar kommúnisti og mikill USA-óvinur. En það sem sameinar þessa menn er andstaða þeirra við ESB, samband 27 lýðræðisríkja í Evrópu.
Styrmir Gunnarsson ritar pistil í Moggann um helgina og þar er sagt að sé mismunandi sýn á sögun (það sem hefur gerst og er fortíð) sem skilur þá að.
Þeir geta því sameinast í andstöðu við það sem hefur ekki gerst, en á kannski eftir að gerast, það er aðild Íslands að ESB. Þeir vilja hinsvegar ekki gefa því séns, þeir vilja draga umsóknina til baka og þar með taka lýðræðislegt vald af þjóðinni, þ.e.a.s. að fá að kjósa um aðildarsamning í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Þjóðaratkvæðagreiðsla er beint lýðræði, sem Styrmir hreinlega elskar (og dáir). Þannig að hann er kominn í mótsögn við sjálfan sig!
En hver er svo framtíðarsýn þessara manna? Ónothæfur gjaldmiðill? Opið kerfi gagnvart okurvöxtum og óðaverðbólgu? Verðtrygging? Fákeppni á markaði? Hátt matvælaverð? Hverfandi traust erlendra aðila gagnvart Íslandi (sem við þurfum sárlega að koma í rétt horf!). Lánstraust nánast í ruslflokki?
Hvaða sögu vilja þessir menn skapa komandi íslenskum kynslóðum? Ekki munum við lifa á sjálfsþurftarbúskap í landbúnaði og sjávarútvegi. Sú tíð er liðin, það er "history"!
Það þarf "ný tök", aukin samskipti við okkar traustustu viðskiptavini. Og hvar eru þeir (og hafa verið) í gegnum söguna?
Jú, í Evrópu!
(Jóhann Hauksson, DV, er einnig með pistil um þetta, hér)
15.8.2010 | 09:46
Blaðamaður MBL segir RÚV stunda blekkingar og "hanna" fréttir
Hjörtur J. Guðmundsson, stjórnarmaður í Nei-samtökum Íslands og starfandi blaðamaður á Morgunblaðinu, segir í pistli á Evrópuvakt Styrmis Gunnarssonar og Björns Bjarnasonar, að RÚV stundi blekkingar í Evrópuumræðunni.
Þetta í framhaldi af ummælum Adolfs Guðmundssonar, formanns LÍÚ um að klára bæri aðildarferlið að ESB og reyna að ná sem bestum samningi um sjávarútvegsmál.
Orð af þessu tagi eru EITUR Í BEINUM, manna á borð við Hjört Guðmundsson.
Hjörtur segir m.a. að RÚV "hanni" fréttir. Þetta eru í raun mjög alvarlegar ásakanir frá hendi starfandi blaðamanns á Morgunblaðinu, en kannski í takti við það sem er að gerast á Morgunblaðinu þessi misserin.
Svo afsakar hann þögn MBL um málið með því að blaðið hafi þegar þetta kom fram, þá þegar fjallað um málið. Og að í þeirri umfjöllun MBL hafi komið fram það sem Hjörtur kallar "raunveruleg sjónarmið" Adolfs.
Var þá það sem hann sagði á Rás 2 "óraunveruleg sjónarmið" Adolfs?
Einnig segir Hjörtur að um "enga frétt" hafi verið að ræða! Það er svo augljóst að MBL vildi gera sem minnst úr þessu!
Hvort á að hlæja eða gráta?
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 10:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
14.8.2010 | 15:43
Kostnaður sveigjanleikans ofl: Guðmundur Gunnarsson
Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins ritar góða grein í Fréttablaðið í dag. Hann segir m.a: " Staða krónunnar er allt of lág. Með því að halda krónunni svona lágri er verið að skapa nýjan heimatilbúinn og gríðarlegan vanda, í formi aukinna skulda upp á þúsundir milljarða. Það veldur mikilli eignarýrnun, greiðsluþroti og gjaldþrotum. Ávinningurinn kemur þá í hlut fárra útvalda (skuldlausra). Því er haldið að okkur að sveigjanleikinn er dýru verði keyptur og það er íslenskur almenningur sem borgar þann brúsa, t.d. með því að borga þegar upp er staðið 4 - 5 sinnum meira en t.d. Danir og Svíar fyrir þakið sem hann byggir yfir sig og sína.
Sveigjanleikinn kostar okkur himinháa vexti. Frá árinu 1995 og til ársloka 2007 var vaxtamunur við útlönd að meðaltali um 5%. Gengi krónunnar var nánast hið sama í lok þessa tímabils og það var í upphafi. Við erum að borga 3 - 4 sinnum meira fyrir þakið sem við kaupum yfir fjölskylduna, það er vegna þess að við erum með krónuna.
Þessi vandi er miklu mun stærri og alvarlegri en sá ávinningur, sem kemur fram á rekstrarhlið fárra fyrirtækja. Gengisfallið skapar miklu mun meiri vanda fyrir venjuleg fyrirtæki á efnahagshliðinni - þar sem aukning erl. skulda þurrkar út allt eigin fé og setur viðkomandi einingu í greiðslu stopp eða mikinn vanda."
13.8.2010 | 20:54
Rífandi gangur í Þýskalandi
Efnahagur Þýskalands virðist vera á blússandi hraða um þessar mundir. Time gerir þessu skil í umfjöllun, en þar er Þýskalandi líkt við "hina nýju markaði" svo mikið er innstreymi pantana hjá þýskum framleiðendum.
Um fjöllun TIME er hér, en kíkjum hér aðeins á hluta úr henni, á ensku:
"It would be easy to explain the revival of the German economic motor as the effect of a 10% drop in the value of the euro against the dollar this year, but that's only part of the story. Germany's advances, especially over the past decade, are the product of restructuring, productivity gains, and wage restraint to push down costs. At the same time, German companies, especially the mid-sized companies that make up the "Mittelstand" the backbone of the German economy are investing more in R&D than many of their rivals, meaning they often manufacture products that no one else can, giving Germany an edge even when its products are more expensive.".
S.s., verðlækkun Evrunnar (10% gagnvart dollar) er hluti skýringarinnar, en hagræðingaraðgerðir Þjóðverja hafa skilað miklum árangri. Meðalstór fyrirtæki, burðarásinn í hagkerfinu, hafa einnig lag meira í rannsóknir og þróun. Og með því náð forskoti á aðra framleiðendur.
Eurostat birti einnig tölur þess efnir í dag að hagvöxtur á ESB-svæðinu hafi verið 1.7% á öðrum fjórðungi þessa árs, sem er mun meira en á sama tímabili í fyrra.
Þá eru Þjóðverjar einnig að sækja á aðra markaði, utan ESB(!), eins og þessi leiðari Financial Times, ber með sér (þarf aðgang).
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 21:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
13.8.2010 | 16:27
Hvaða fjölmörgu ráðherrar?
Við höfum verið að skrifa um rangfærslur Nei-sinna. Það hefur vakið athygli og okkur hafa borist ábendingar úr ýmsum áttum varðandi fleiri slík dæmi. Eitt er úr leiðara MBL þann 27.júlí síðastliðinn. Allir vita jú hver skrifar flesta leiðara MBL um Evrópumál. Í leiðaranum segir þetta:
""Financial Times segir að fjölmargir utanríkisráðherrar Evrópulanda furði sig á því að þessa dagana sé verið að samþykkja að hefja aðildarviðræður við Íslendinga. Undrun ráðherranna stafar af því, að þeim er að verða ljóst að þetta ferli allt er í óþökk íslensku þjóðarinnar."
Sé vefsíða FT hinsvegar skönnuð, finnst engin frétt eða leiðari þar sem þessi útlegging finnst. Hvaða fjölmörgu ráðherrar eru þetta eiginlega sem Morgunblaðið er að skrifa um? Væri kannski hægt að fá einhver nöfn?
Evrópusamtökunum er ekki kunnugt um þetta! Er þetta þá bara hlutur sem Morgunblaðið veit og enginn annar? Hinsvegar vita samtökin að umsókn Íslands hefur víðtækan stuðning, ekkert ESB ríki hefur talað gegn umsókninni, enda aðildarviðræður samþykktar einróma hér um daginn.
Er leiðarahöfundur að fara hressilega yfir sannleiksstrikið í þessu efni og skrifar hann bara út frá eigin skoðunum í málinu?
Það er sagt að í stríði sé sannleikurinn ávallt fyrsta fórnarlambið.
Því má spyrja hvort MBL sé komið í svoddan ESB-stríð að þar skipti sannleikurinn engu máli?
Bara alls engu!
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 16:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
13.8.2010 | 11:22
Samdráttur í afla og verðmæti
Hagstofa Íslands birtir í dag áhugaverðar tölur um fiskaflann/fiskveiðar. Fréttin hefst svona:
"Afli á föstu verði
Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum júlímánuði, metinn á föstu verði, var 13,2% minni en í júlí 2009. Það sem af er árinu hefur aflinn dregist saman um 13% miðað við sama tímabil 2009, sé hann metinn á föstu verði.
Afli í tonnum
Aflinn nam alls 116.820 tonnum í júlí 2010 samanborið við 160,132 tonn í sama mánuði árið áður."
Hér er öll fréttin Einnig er áhugavert graf hér, sem tengist þessu.
Þetta sýnir auðvitað að fiskiauðlindin er takmörkuð og hana ber að passa. Þess vegna eru niðurstöður úr viðræðum Íslands og ESB um sjávarútvegsmál svo mikilvægar og mikilvægt að góður samningur náist, rétt eins og Adolf Guðmundsson, frá LÍÚ, benti á um daginn á rás 2.
Það er þekkt staðreynd að innan sjávarútvegsins verða EKKI til þau 3000 störf á ári, sem þarf að skapa komandi kynslóðum atvinnu. Þau þarf að skapa annarsstaðar.
Atvinnustefna framtíðar þarf að taka þetta með inn í reikninginn. Efla þarf rannsóknir og þróunarvinnu, atvinnugreinar sem byggja á þekkingu á hugviti.
Þetta er m.a. hægt að gera með aukinni samvinnu við Evrópuþjóðir. ESB-ríkin (og ESB) veita árlega yfir 200 milljörðum Evra (1.85% af BNP/VLF í ESB) í rannsóknir og þróun, sem m.a. við höfum notið góðs af.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 11:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (30)
13.8.2010 | 10:35
Að skekkja söguna viljandi
Morgunblaðið birti í gær frétt á ESB-síðu sinni um grein í European Union Times, sem byggð er á grein eftir blaðamann blaðsins og stjórnarmann í samtökum Nei-sinna, Hjört Guðmundsson. Greinin er full af rangfærslum og skökkum sögutúlkunum. Eins og t.d. að viðskiptalífið sé á móti aðild, sem er alrangt ("Finally the business community opposes membership").
Nokkrar athugasemdir hafa birst við færsluna og við tökum okkur það leyfi að birta eina hér, sem rituð er af Dadi:
"This article fails to offer any relevant insight on why polls in Iceland are showing resistance towards EU membership.
The necessary support among the Icelandic people has in fact never been there and the present government was and is well aware of that.
- This is plainly wrong. The Social Democrats were offered a mandate to lead the coalition government in 2009. Their plan for Iceland to get out of the mess is EU Membership. The result of the election was widely interpreted as Iceland moving in that direction.
Since last summer repeated opinion polls have shown more people against joining the EU than ever before. You would have to understand a little bit about Icelandic politics to realise what is going on. There was an economic and political crash in 2008, worse than just about anywhere else. People are scared and confused. There are many rabble rousers making loud noises and xenophobia is on the rise. Yes, people are unhappy at the current state of Iceland and express it in polls.
First of all it is the self-determination, the independence. Icelanders believe and for a very good reason that by joining the EU their independence would be no more.
- For a good reason??? Iceland can hardly be described as a model independent country today. We are and have been since 2008 dependent on the good nations of the EU to hand us a lifeline through the IMF. Independence was achieved in 1944 but it was the US which allowed us to go through with it and supported us from being a developing country to development in the latter half of the 20th century. Without the USs backing because of a strategic cold war position, Icelanders would not have developed this mistaken sense of invincibility and stubborn mistrust of foreigners. The June 17th issue was not insulting to anyone and did not trouble nobody but those who held the reins in the corrupt government that ruled Iceland in the last couple of decades.
Icelanders will never be willing to accept that any authority over Icelandic waters will be transferred to the EU.
- The corrupt fishing industry already owes an almighty sum to European banks and is already mostly using Euros themselves. And it remains to be seen what the contract on membership will say on this issue. Fortunately now we have a chance to find out.
Agriculture is also very important to Icelanders
- No, it is very important to the farmers lobby to keep its status as the worlds most subsidized agriculture.
He gave a speech in Brussels on the day accession talks between Iceland and the EU were formally launched in which he claimed that his government was united behind the EU application. On the same day the farm and fisheries minister told Icelandic media that the accession process should be stopped
- Yes, this is true. But the fisheries minister is talking against the coalition governments agreement that Iceland should hold membership talks with the EU. The fisheries minister is an offspring of the corrupt rural politics which have maintained an iron grip on Icelandic policies through an incredibly unfair voting system where votes in rural areas count more than double those in urban areas. His interests lie with the big farmers, not with average Icelandic households and everybody knows this.
There is only one political party in Iceland which supports EU membership and that is the foreign ministers own governing Social Democratic Alliance.
- Yes, and all the other parties are severely damaged after the economic collapse and have yet to go through the reform necessary to form a vision and a future plan for Iceland and its citizens. The SDs at least have a plan which has for a long time been EU membership to get a grip on currency matters, inflation, consumer issues, imports and exports and international relations. The other parties are all ablaze in infighting and realpolitik which makes them absolutely unfit to make any decisions or put forth responsible policies.
In addition, this summer Icelands largest political party, the conservative Independence Party, which is the most likely to enter government if the current fragile one should break apart, accepted the idea that the EU application should be withdrawn completely and without delay. The policy was overwhelmingly accepted at the partys national congress at the end of June and the partys chairman has said publicly that making it come to pass will be a top priority should the party enter into government.
- The Independence Party is responsible for one of the biggest economic collapses in history. It is massively corrupt and badly in need of serious reform and shake up within. The old guard is holding firm and managed to push this idea at the meeting. Interestingly, the fishing lobby which are the main backers of the party now that the banks and big businesses can no longer feed it with money in exchange for policies, later claimed that it wanted EU talks to go on and a national referendum.
Please, if you are going to post stories like this, try to find out reasons behind the facts. Iceland is in a very vulnerable state right now. Maybe Iceland is too underdeveloped to become an EU member? But we are seriously lacking alternatives "
12.8.2010 | 14:43
Baldur: Hugmyndafræði Hitlers - svar við grein Ögmundar Jónassonar
Dr. Baldur Þórhallsson skrifaði grein í Fréttablaðið í gær um grein Ögmundar Jónassonar, "Virkið í Norðri," sem vakti mikla athygli
Baldur segir m.a:"ESB hefur ekki eingöngu tekist ætlunarverk sitt að tryggja frið innan sinna vébanda heldur hefur því tekist að stuðla að auknu lýðræði og aukinni virðingu fyrir mannréttindum í álfunni allri. Samvinna þjóðríkjanna innan ESB hefur auk þess skilað sér í betri lífskjörum fyrir almenna borgara og gert Evrópu samkeppnishæfari á heimsmarkaði. Bretar sóttust til að mynda fljótlega eftir inngöngu í sambandið þegar ljóst var að hagur ríkja innan sambands var mun betri en þeirra sem fyrir utan það stóðu. Í dag hafa flest þjóðríki Evrópu gengið í sambandið. Þau sem ekki hafa þegar gert það stefna flest að inngöngu.
Greininni lýkur svo á þessum orðum: "Þegar þingmaður líkir ESB við ríki nasista og segir það byggja á hugmyndafræði Hitlers setur mann hljóðan." (Leturbreyting, ES-blogg)
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 14:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
12.8.2010 | 14:13
Flettiskyltaáróður Nei-sinna
Ljóst er að í komandi baráttu um ESB-málið verðu öllu tjaldað til. Flettiskilti með hinum einfalda áróðri ESB - Nei takk, hafa vakið athygli.
M.a. er fólk að velta fyrir sér hver fjármagni þessar auglýsingar og dettur þá mönnum í hug fjársterkir aðilar sem eru á móti aðild.
Hverjir skyldu það vera? Eiga samtök Nei-sinna svona mikinn pening?
Eitt er víst, að keyra svona skilti á jafn mörgum stöðum og nú er gert KOSTAR! Hleypur sennilega á hundruðum þúsunda á mánuði.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 14:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (67)
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir