Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2010

Nei-sinnar herða enn tökin á Mogga

MBLOg meira af Morgunblaðinu: Í blaðinu í dag er viðtal við Per Olaf Lundteigen, þingmann norska Miðflokksins (Ísland=Framsóknarflokkurinn) og bónda (ekki nefnt í viðtalinu). Hann segir að engar líkur séu á því að Norðmenn gangi í ESB.

Þetta er s.s. ekkert nýtt að frá Noregi komi svona fréttir, þeir hafa jú sína olíu, allt í "gúddí."

En hún er TAKMÖRKUÐ AUÐLIND, það vita allir. Förum ekki nánar út í það.

En það er stjórnarmaður í Heimssýn (1 af 41! - er þetta ekki bákn?), Hjörtur Guðmundsson, sem ritar vitalið. Hann starfar nú á Morgunblaðinu og er einn hatrammasti Nei-sinni landsins. Hann er líka bloggari og þar má einnig kynna sér persónulegu skoðanir hans.

T.d. er nýleg færsla hjá honum undir fyrirsögninni "Össur hafður að fífli"

Sami Hjörtur reyndi einnig "hér í den" að koma á laggirnar þjóðernissinnuðum stjórnmálaflokki, en það rann út í sandinn.


Uppfinninga(blaða)menn Morgunblaðsins

MBLMoggi birtir frétt í gær um ESB, á ESB-síðu sinni, sem nánast hefur legið í dvala síðan frá landsfundi Sjálfstæðisflokksins í lok júní og þar til Adolf Guðmundsson, formaður LíÚ, lét hin frægu "klára-aðildarferlið-ummæli" falla á Rás 2 fyrir skömmu.

En allavega, í gær birtist þýðing á frétt Aftenposten um aðildarviðræður Íslands og ESB, undir fyrirsögninni "Gætu tekið Noreg á þetta" og þar er þetta í byrjun fréttarinnar:

"Norska dagblaðið Aftenposten fjallar í dag um aðildarviðræður Íslendinga við Evrópusambandið Þar segir að í Brussel óttist stjórnmálamennirnir að sagan af aðildarviðræðum Noregs endurtaki sig. Samningurinn verði felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu eins og Norðmenn gerðu 1972 og 1994."

Þetta er að sjálfsögðu óska-sviðsmynd núverandi MBL, þ.e. að Íslendingar felli aðildarsamning, því þar á bæ stjórna menn sem sjá rautt þegar minnst er á ESB og hafa verið mest hér á Íslandi.

En það er uppfinningasemi blaðamanna MBL, sem vekur athygli ritara. Lesið þetta: "Rakið er í Aftenposten að ESB hafi haldið því fram að ekki verði hægt að bjóða Íslendingum varanlegar undanþágur frá sjáarútvegsmálum, en að hægt sé að ræða um aðlögunaraðgerðir. Nefnd eru dæmi um undanþágur sem önnur lönd hafi fengið. Svo sem um snus-sölu í Svíþjóð og nautaat á Spáni."

Takið eftir orðinu: AÐLÖGUNARAÐGERÐIR!

Hér er frumtextinn: "EU har fremholdt at man ikke kan tilby en slik ordning permanent, men at det kan være snakk om overgangsordninger. Flere EU-land har fått unntak fra EU-regler i årenes løp. Det gjelder blant annet Sveriges snussalg og Spanias tyrefekting."

Hjá MBL eru menn svo staðráðnir í að allt sem nú gerist í viðræðum ESB sé bara AÐLÖGUN, að ekki verði samið um eitt eða neitt, við Íslendingar verðum í hlutverki þess sem bara gleypir og tekur við því sem kemur frá Brussel. Það er eins og við höfum engan sjálfstæðan vilja, engar eigin hugmyndir, engar væntingar eða vonir!

Þannig vill Mogginn allavegana láta málið líta út!

Ps. Við erum ekki Norðmenn, það er ekki 1994, það er 2010, veröldin er ekki eins og hún var þá. Er erfitt að skilja það?


Guðmundur Andri um "Virkið í norðri"

Guðmundur Andri ThorssonVekjum athygli á grein Guðmundar Andra Thorssonar í Fréttablaðinu í gær, en þar fjallar hann um makalausa grein Ögmundar Jónassonar, "Virkið í norðri" í MBL síðastliðinn föstudag.

Hér er hluti greinar Guðmundar Andra:

"Ögmundur Jónasson alþingismaður skrifaði grein í Morgunblaðið síðastliðinn föstudag. Hún heitir „Virkið í norðri" eftir frægu riti Gunnars M. Magnúss um hernám Íslands. ESB er samkvæmt þessari grein útþenslusinnað heimsveldi sem hyggst leggja undir sig Ísland. Ögmundur talar um að „herskáir Evrópusinnar líti hýru auga til Festung Island" og þarf ekki að hafa mörg orð um hugrenningatengslin sem slíkri orðanotkun er ætlað að vekja - eins og orðinu „lífsrými" sem skýtur líka upp kollinum.

Ögmundur varar við gýligjöfum: „…ekki mun standa á styrkveitingum - svona rétt á meðan verið er að tala okkur til. Hið sama gæti hent okkur og indíána Norður-Ameríku. Þeir töpuðu landinu en sátu uppi með glerperlur og eldvatn."

Undir lok greinarinnar talar alþingismaðurinn um að við eigum að standa upprétt en ekki að vera „auðtrúa lítilmagni"; og svo fáum við hinn óhjákvæmilega varíant við frasann um barðan þræl og feitan þjón: „Þegar knékrjúpandi maður rís á fætur, hættir hann að vera lítill."

Hernumdar þjóðir

Danir, Frakkar, Austurríkismenn, Maltverjar, Ítalir, Búlgarir, Finnar, Englendingar, Írar, Belgar, Kýpverjar, Tékkar, Eistar, Þjóðverjar, Grikkir, Ungverjar, Lúxemborgarar, Spánverjar, Svíar… þetta eru hernumdar þjóðir. Þetta eru auðtrúa lítilmagnar. Þetta eru knékrjúpandi menn.

Danir kunna að virðast ligeglad með sitt smörrebröð og et par bajere, en það er bara plat því þetta er buguð þjóð undir járnhæl Evrópusambandsins. Frakkar kunna að virðast montnir með allt sitt savoir-faire og haute couture og sil-vous-plait - en Ögmundur veit betur: þetta eru knékrjúpandi menn. Írarnir geta svo sem gaulað endalaust þessa sjálfstæðissöngva sína en í þeirra brjósti á frelsið ekki heima: Feitir þjónar. Og Svíarnir líta kannski út fyrir að vera voða pottþéttir og jättebra en velferðin hjá þeim er bara glerperlur og eldvatn sem þeir hafa fengið: þeir eru nefnilega auðtrúa lítilmagnar.

„Festung Island"… „Lífsrými"… Orðbragð Ögmundar Jónassonar spilar á sömu kenndir og merkið sem ég sá á heimasíðu skoðanasystkina hans í samtökum sem kalla sig „Rauðan vettvang": þar er búið að taka burt stjörnurnar úr merki ESB og setja hakakrossa í staðinn. 

Öll greinin


Jón Steindór: Við erum sammála

Jón Steindór ValdimarssonJón Steindór Valdimarsson, lögfræðingur, skrifar góða grein í Fréttablaðið í dag, en þar fjallar hann um útspil og ummæli Adolfs Guðmundssonar, formanns LÍÚ á rás 2 hér um daginn.

Í grein sinni segir Jón m.a.:

"Landssamband íslenskra útvegsmanna, LÍÚ, hefur tekið skynsama og raunsæja afstöðu til samningaviðræðna Íslands um aðild að Evrópusambandinu. Adolf Guðmundsson, formaður LÍÚ, sagði í umræðum í ríkisútvarpinu 4. ágúst sl. að LÍÚ hefði tekið þátt í sjávarútvegshópi vegna samninganna og að þeirra markmið væri að tryggja eins góðan samning og kostur væri.

Nú held ég að það sé ekki raunhæft að tala um það að þetta aðildarferli verði dregið til baka. Ég held að menn verði að ganga leiðina alla leið. Það er náttúrlega það mikilvægasta fyrir okkur er það að reyna að gera eins góðan samning eins og við mögulega getum fyrir Íslands hönd um sjávarútvegsmál, landbúnaðarmál og önnur þau ágreiningsefni sem eru þar fyrir, til þess að menn geti tekið afstöðu, vegna þess að ef að á einhverjum tímapunkti menn taka þá ákvörðun um að fara þar inn, við vitum náttúrlega að eins og staðan er núna, þá eru menn á móti, það getur sveiflast og þar af leiðandi er það algjört lykilatriði að menn reyni að ná ítrustu kröfum sínum fram í þeim samningaviðræðum sem eru fram undan," sagði formaður LÍÚ í viðtalinu.

Beitum okkur af alefli

Þetta viðhorf Adolfs er í fullu samræmi við það sem Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði á 39. landsfundi flokksins 25. júní sl.:
„En ég vil jafnframt að eitt sé alveg skýrt hvað mögulegt framhald þessa máls varðar. Ef viðræður við Evrópusambandið halda áfram þá er það skylda okkar að beita okkur af alefli fyrir því að hagsmuna Íslands verði gætt í hvívetna í viðræðuferlinu. Þá mun Sjálfstæðisflokkurinn gera allt sem í hans valdi stendur til að sá samningur sem kann að verða gerður við Evrópusambandið verji hagsmuni okkar Íslendinga sem allra best. Þjóðin tekur svo afstöðu til samningsins. Um þetta hljótum við öll að vera sammála," sagði formaður Sjálfstæðisflokksins.

Alveg eins og LÍÚ lítur á málið er það hættuspil fyrir Sjálfstæðisflokkinn að freista þess að loka á umræðu og vera staðinn að því að spilla fyrir að besti hugsanlegi samningur verði lagður fyrir þjóðina. Þá er ferlið í raun ómarktækt og málið ekki til lykta leitt á réttum forsendum. Málið yrði því enn óútkljáð og héldi áfram að vera fleinn í þjóðmálaumræðunni.

Öll grein Jóns

 


Sagði Adolf eitthvað sem mátti ekki?

adolfAdolf Guðmundsson, formaður LÍÚ, sér ástæðu til að senda frá sér fréttatilkynningu eftir viðtal á Rás-2, í gær, sem vakið hefur mikla athygli. Þar sagði Adolf það ekki vera raunhæft að draga ESB-umsóknina til baka og að stefna bæri að ná eins góðum samningi í sjávarútvegsmálum, eins og hægt er.

Þetta hleypti illu blóði í ýmsa stjórnarmenn í LÍÚ.

En Adolf hefur sent þetta frá sér og er m.a. að finna á vef LÍÚ.

"Að gefnu tilefni vill undirritaður árétta að engin breyting hefur orðið á afstöðu LÍÚ til aðildar að Evrópusambandinu. Ummæli mín undir lok viðtals í síðdegisþætti á Rás 2 í sl. miðvikudag voru í fréttum RÚV síðar þann sama dag af einhverri ástæðu slitin úr samhengi við annað sem ég hafði sagt fyrr í þættinum.

LÍÚ hefur um árabil lýst þeirri afstöðu samtakanna að Ísland eigi ekki erindi inn í Evrópusambandið. Ríkisstjórn Íslands sótti hins vegar um aðild að ESB þvert á vilja meirihluta þjóðarinnar. Ég lýsti því í viðtalinu að ég teldi óraunhæft að reikna með því að umsóknin yrði dregin til baka og átti þá við að ég sé engin merki þess að ríkisstjórnin geri það, sem þó væri auðvitað hið eina rétta í málinu. Í ljósi þess bæri okkur skylda til þess - eins og ávallt þegar hagsmunir Íslands eru í húfi - að ná eins góðum samingum fyrir Íslands hönd og kostur væri.

Ég tel að það komi strax í ljós í aðildarviðræðunum, að það eru engin líkindi til þess að við náum viðunandi samningi fyrir Íslands hönd eins og ég lýsti í viðtalinu."


Þá er það spurningin: Sagði Adolf eitthvað sem mátti ekki segja? 


Ungir Evrópusinnar senda Ísafold opið bréf

Ungir Evrópusinnar hafa sent Ísafold, sem eru samtök gegn ESB, bréf vegna bréfs hinna síðarnefndu til þingmanna Íslands.

Það byrjar svona: " Eftir að við lásum bréf ykkar, sem stílað er á hæstvirtan forseta Alþingis og háttvirta Alþingismenn, þar sem þið hvetjið þingmenn til þess að samþykkja þingsályktunartillögu þess efnis að draga umsókn Íslands að Evrópusambandinu til baka og gefið fyrir því tvær ástæður hvers vegna þið styðjið slíka tillögu, langar okkur að benda ykkur á nokkra hluti.

Þið segið í bréfinu að þær forsendur sem leiddu til aðildarumsóknar Íslands að ESB, að Evrópusambandsaðild og upptaka evrunnar myndu flýta fyrir efnahagsbata hins íslenska hagkerfis, séu brostnar. Það verður að teljast einstakt í sögunni að tólf frjáls og fullvalda ríki kasti af sjálfsdáðum eigin gjaldmiðli og taki í staðinn upp sameiginlega mynt, mynt sem í dag er orðinn einn útbreiddasti gjaldmiðill í heimi og hátt í þrjátíu ríki nota. Gengi evrunnar hefur sveiflast töluvert gagnvart Bandaríkjadal og á fyrstu árum féll til dæmis gengi hennar verulega en styrktist svo að nýju. Það stöðvaði hins vegar ekki ný ríki í því að taka upp Evruna sem og íslensk fyrirtæki, til dæmis útgerðarfyrirtæki, í að stunda sín viðskipti í Evrum. Það er því fullsnemmt að dæma evruna til dauða."


Allt bréfið 


Verða Íslendingar fyllibyttur í boði ESB?

Ögmundur JónassonÖgmundur Jónasson, þingmaður(!) fer mikinn í Morgunblaðinu í dag, í grein sem næstum vekur upp gæsahúð, þannig er andinn í henni. Segja má að hún falli í flokk þeirra greina sem styðja við hina svokölluðu "Hrægammakenningu" þ.e. að ESB vilji sölsa undir sig allt verðmætt hér við land.

Ögmundur skrifar m.a.: "Ef Ísland sameinast Evrópusambandinu fjölgar íbúum um 0,07 prósent. Yfirráðasvæði sambandsins stækkar um tæp 10 prósent og áhrifasvæði (eftirlits- og björgunarsvæði) um 20 prósent. Það er ekki að undra að herskáir Evrópusinnar líti hýru auga til Festung Island, Virkisins í norðri. Áhrifasvæðið færi úr ca 10 milljónum ferkílómetra í 12 milljónir ferkílómeta. Koma aðrir jafn færandi hendi? Halda menn að þessum 0,07 prósentum muni verða treyst fyrir stjórn og eftirliti á 20% Evrópu? Að sjálfsögðu ekki. En ekki mun standa á styrkveitingum – svona rétt á meðan verið er að tala okkur til. Hið sama gæti hent okkur og indíána Norður-Ameríku. Þeir töpuðu landinu en sátu uppi með glerperlur og eldvatn." (Leturbreyting, ES-blogg)

 Hann notar s.s. sér til stuðnings eitt ógeðfelldasta dæmið úr amerískri sögu, þ.e.a.s. meðferð hvíta mannsins á indíánum.

Og gefur þar með í skyn að meðferð ESB á Íslendingum verði svipuð. Og ekki nóg með það, heldur er ESB líka ein allsherjar peningadæla, sem notar fé sitt til að "kaupa" lönd inn í sambandið!

Þetta er makalaus málflutningur og í raun eitt það versta sem sett hefur verið á pappír í ESB-umræðunni lengi.

Ögmundur virðist hafa orðið öfgunum að bráð, talar um "stórríki", "innlimun", "við gegn þeim" og segir að ESB sé að tala niður til okkar, svo eitthvað sé nefnt.

Ögmundur ætti að vita betur; ESB rænir t.d. ekki auðlindum af aðildarþjóðum, hefur ekki innlimað eitt einasta landa og ekki borgað með búsi!

Það mun verða íslenska þjóðin sem greiðir atkvæði um það á endanum, hvort við göngum í ESB eða ekki! Þegar aðildarsamningur liggur fyrir!

Stundum verður maður kjaftstopp, grein Ögmundar er í þeim flokknum!

Vonandi er botninum náð hjá Ögmundi með þessari ótrúlegu grein! 

Okkur hjá Evrópusamtökunum er spurn eftir lesturinn á greininni:

Verða Íslendingar fyllibyttur í boði ESB? 

 


Er ESB skrifræðisbákn?

Gunnar Hólmsteinn ÁrsælssonGunnar Hólmsteinn Ársælsson, stjórnarmaður í Evrópusamtökunum, skrifar grein í Fréttablaðið í gær og spyr ER ESB SKRIFRÆÐISBÁKN?

Hann skrifar m.a: " Þegar rætt er um ESB hafa andstæðingar þess mjög gaman af því að halda uppi allskyns goðsögnum um sambandið og starfsemi þess.

Ein slík er að ESB sé stórkostlegt skrifræðisbákn og pappírsskrímsli. En lítum á nokkrar staðreyndir: Aðildarríki ESB eru 27 að tölu og telur sambandið um 500 milljónir manna. Hjá því starfa um 50.000 manns, sem er um það bil 0,0001% af íbúafjölda álfunnar.

Á vefsíðu Evrópusamtakanna er einmitt fjallað um þetta og þar segir eftirfarandi:

"Er ESB ekki bara skrifræðisbákn? Starfsfólk ESB er um 50.000 manns, íbúar ESB eru um 500 milljónir. Yfirfært á Ísland myndi þetta þýða um 30 manna starfslið, eða álíka og þeir sem vinna hjá embætti sýslumannsins í Hafnarfirði."

En hvernig lítur þetta út í öðrum löndum? Tökum dæmi til samanburðar frá Bandaríkjunum, en margir helstu Nei-sinnar eru mjög hallir undir aukin samskipti einmitt í þá áttina. Nægir þar að nefna t.d. menn á borð við Björn Bjarnason, fyrrum dómsmálaráðherra og Styrmi Gunnarsson, fyrrum ritstjóra Morgunblaðsins."

Öll greinin 


EU-27 skýrsla komin út

Evrópusamtökin vekja athygli á útkomu skýrslu EU-27 Watch númer 9 en í skýrslunni er að finna framlag Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands um Evrópuumræðuna hérlendis.

Hér að neðan er útskýrt hvaða umfjöllunarefni voru tekin fyrir að þessu sinni og veittar upplýsingar um nýja vefsíðu þar sem má nálgast skýrsluna alla. 

EU-27 Watch No. 9 / EU-27Watch.org released

The latest edition of the EU-27 Watch is available free of charge at www.eu-27Watch.org. In this edition, experts on European integration from the 27 member states and 4 candidate countries disclose the Euro-political discourse relevant to their respective countries in English.

Topics of the ninth edition include:

the implementation of the Lisbon Treaty;
the European Neighbourhood Policy and enlargement;
European economic policy and the financial crisis;
European climate and energy policy.

The EU-27 Watch has provided concise depictions of the prevailing European debates for the past 6 years. Through use of the footnotes, further English sources can be found on country specific issues.

The new platform, www.eu-27Watch.org, presents the reader enhanced access to the texts. Reports are sorted by country or by question, presenting the reader quicker access to information. The timeline gives an overview of the European political environment since 2004.

www.eu-27Watch.org 

 


Það er 2010!

fish_Atlantic_codMagnað er að heyra hvað menn geta verið fastir í sögunni! Það á svo sannarlega við um ESB-málið, þ.e.a.s þá staðreynd að Nei-sinnar eru sífellt að tönnlast á því hvað Norðmenn hafi fengið rotinn samning í sjávarútvegsmálum. Menn deilir hinsvegar um hvort það hafi verið raunin.

Norðmenn voru að semja í upphafi níunda áratugarins, á síðustu öld (c.a. 1990, í tölum). En nú er 2010! 

Það eru allt aðrir hlutir i gangi núna, hlutirnir standa bara ekki ekki í stað! Samningur Norðmanna er ekki einhver algildur FASTI sem sífellt er hægt að vísa til.

Þetta sýnir einnig mikla örvæntingu NEI-sinna, sem eru einfaldlega á nálum yfir því að Ísland geti fengið góðan samning. Það er s.k. "worst-case-scenario" Nei-sinna, versta mögulega útkoma.

Það eru nefnilega mjög margir sem geta hugsað sér aðild, náist góður samningur um sjávarútvegsmál.

Eða um 71%, samkvæmt könnun, sem Morgunblaðið birti ekki!

Hér má hlusta á Jón Steindór og Adolf Guðmundsson ræða ESB og sjávarútveginn.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband