Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2011

Krónan stakk sér síðdegis!

KrónaFram kemur á vísi.is að krónan tók dýfu síðdegis; ,,Gengi krónunnar tók nokkra dýfu síðdegis í dag. Nú klukkutíma fyrir lokun markaðarins hefur gengið veikst um 0,8% og gengisvísitalan er komin í rúmlega 214 stig.

Nokkrir samverkandi þættir gætu hér átt hlut að máli. Nefna má samning Seðlabankans við fjármálafyrirtæki í desember s.l. um umfangsmikil gjaldeyriskaup af þeim og vaxtagreiðslur til erlendra eigenda ríkisskuldabréfa en stór flokkur þeirra bréfa rann út í desember.

Þá má einnig nefna að birgjar eru sennilega í einhverjum mæli að greiða erlendum viðskiptavinum sínum fyrir vörur sem keyptar voru fyrir síðustu jólavertíð.

Á móti kemur svo að ferðamannastraumurinn til Íslands er í lágmarki þessa daganna og gjaldeyrir frá ferðamönnum því með minnsta móti."

Heimildin

Í annarri frétt segir svo að Evran hafi styrkst í dag og þar kemur einnig fram að vel hafi tekist til með sölu ríkisskuldabréfa í bæði Portúgal og Spáni.

 


Rífandi gangur í rýnivinnu

island-esb-dv.jpgGóður gangur virðist vera í rýnivinnu Íslands og ESB, þar sem löggjöf er borin saman. Þann 14.1 lauk rýnivinnu um mennta, menningarmál, rannsóknir og vísindi. Og í dag var vinnu vegna umhverfismála lokið, eins og sjá má á frétt Eyjunnar um málið. Lítill munur er á löggjöf ESB og Íslands á þessu sviði.

Málið er því alls ekki komið í öngstræti, eins og sumir vilja meina. Það öngstræti er kannski helst til í hugum þeirra sjálfra, hver veit?


Áhugaverð saga á Stöð tvö

Stöð tvö birti áhugaverða frétt í kvöld, segjum ekki meira, sjón er sögu ríkari!

Textaútgáfa


Helgi Skúli Kjartansson: Var Ísland engu líkt?

H.Í.Bendum á þetta: 

Alþjóðamálastofnun og Rannsóknasetur um smáríki standa fyrir fundaröð í vetur undir yfirskriftinni Evrópa: Samræður við fræðimenn.

Stofnunin hefur fengið til liðs við sig fjölmarga fræðimenn af ýmsum fræðasviðum sem kynna rannsóknir sínar um Ísland og Evrópu á vikulegum fundum í hádeginu á föstudögum.

Föstudaginn 21. janúar hefjum við leik að nýju á nýju ári.

Helgi Skúli Kjartansson, prófessor í sagnfræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands fjallar um Ísland milli 1815 og 1914, og metur hvaða einingar það eru í Evrópu þess tíma sem gagnlegast er að bera Ísland saman við, en erindi Helga Skúla nefnist Var Ísland engu líkt?

Fundurinn fer fram í Lögbergi 101, föstudaginn 21. janúar, frá kl. 12 til 13. Allir velkomnir. 


Tær snilld - Ísland!

Björgvin PállÍslendingar lögðu Norðmenn í sögulegum leik á heimsmeistaramótinu í handbolta, 29-22 nú í kvöld. Þar með hefur landsliðið unnið alla sína fimm leiki hingað til og það er einstakt!

Evrópusamtökin óska íslenska liðinu og Íslendingum til hamingju með sigurinn - þetta er tær snilld!

Á laugardag eru Þjóðverjar á dagskrá og verður það eflaust hörku viðureign! 

(Mynd: Vísir.is) 


Össur um málefni norðuslóða í FRBL

Össur SkarðhéðinssonÖssur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, ritar áhugaverða grein í Fréttablaðið í dag um málefni norðurslóða. Hann segir: "Málefni norðurslóða eru eitt af kjarnamálum í utanríkisstefnu ríkisstjórnarinnar og nú liggur fyrir Alþingi þingsályktunartillaga mín um norðurslóðastefnu Íslands. Þar eru sett fram skýr stefnumið er miða að því að tryggja hagsmuni Íslendinga á sviði auðlindanýtingar, siglinga, umhverfismála og sjálfbærrar þróunar.

Eitt af grundvallaratriðum norðurslóðastefnu Íslands er að tryggja að Ísland hafi bein áhrif á þróun og alþjóðlega ákvarðanatöku í málefnum svæðisins. Ísland á bæði land og hafsvæði innan norðurheimskautsbaugs og engum dylst að Íslendingar reiða sig á viðkvæm náttúrugæði norðurslóða s.s. við fiskveiðar, ferðaþjónustu og orkuvinnslu. Ábyrgur málflutningur í alþjóðasamskiptum auk lagalegra, visfræðilegra og efnhagslegra raka gegnir hér lykilhlutverki. Jafnframt er í stefnunni lagt til að íslensk stjórnvöld beiti sér fyrir víðtækri skilgreiningu á norðurslóðum sem byggi ekki aðeins á landfræðilegri afmörkun heldur tryggi að undir norðurslóðir falli einnig lönd og svæði sem tengjast því nánum böndum gegnum efnahagsleg, samfélagsleg, pólitísk og öryggistengd vensl.

Norðurskautsráðið er mikilvægasti vettvangur alþjóðlegrar samvinnu og stefnumótunar um hagsmunamál norðurskautsríkjanna átta; Bandaríkjanna, Danmerkur f.h. Grænlands, Finnlands, Íslands, Kanada, Noregs, Rússlands og Svíþjóðar. Tillagan kveður skýrt á um að efla beri ráðið til að takast á við yfirstandandi breytingar og vaxandi áhuga alþjóðasamfélagsins á málefnum norðurslóða. Það er sérstakt ánægjuefni að aðildarríki Norðurskautsráðsins skyldu ljúka viðræðum um fyrsta bindandi alþjóðasamninginn um leit og björgun á norðurslóðum í Reykjavík fyrir skemmstu. Hann er mikilvægt fordæmi fyrir frekari samningagerð s.s. um mengunarvarnir og vöktun á norðurhöfum."

Og síðar ritar Össur: "Vísindarannsóknir og fræðsla um málefni norðurheimsskautsvæðsins eru forsenda ábyrgrar þátttöku Íslendinga í umræðu og ákvarðanatöku um framtíðarþróun þess. Því þarf að efla þátttöku íslenskra fræðimanna í alþjóðlegu samstarfi um vísindarannsóknir og fræðslu og leggja rækt við innlent vísindastarf. Fjárfesting í rannsóknum á öllum þáttum norðurslóða getur ekki annað en styrkt stöðu okkar gagnvart öðrum þjóðum svæðisins, og byggt undir málstað okkar."

Öll greinin  


Riddarar hins óbreytta ástands berjast fyrir hina heilögu kú!

Heilög kúÁ forsíðu MBL í dag stóð í aðalfrétt: "Engin áform eru um að breyta íslenskum lögum eða reglugerðum til að stofna greiðslustofnun í landbúnaði eða taka upp byggðaáætlun að hætti Evrópusambandsins (ESB), fyrr en aðild að sambandinu hefur verið samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu og formlega staðfest af Íslandi og ESB.

Þetta kemur fram í svörum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins við spurningum ESB í kafla 11 um landbúnað og byggðamál. Svörin hafa verið send samninganefnd Íslands gagnvart ESB, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. ESB spyr m.a. hvernig og hvenær Ísland hyggist aðlaga lagaumhverfið sitt hvað varðar stofnun greiðslustofnunar og fleiri breytingar varðandi stjórn- og eftirlitskerfi landbúnaðarins.

Í svari ráðuneytisins segir m.a. að verulegur munur sé á lögum og stjórnkerfi landbúnaðar á Íslandi og í ESB. Ísland þyrfti að grípa til veigamikilla lagabreytinga auk breytinga í stjórnsýslu og stækkunar stofnanakerfis til að laga sig að landbúnaðarkerfi ESB. Ráðuneytið telur enga þörf á því til að framfylgja núverandi landbúnaðarstefnu. Þá segir ráðuneytið að stefna íslensku ríkisstjórnarinnar sé skýr: Engin aðlögun verði að lagaverki ESB fyrr en aðildarsamningur Íslands að sambandinu hafi verið staðfestur. Þá sé það skoðun ríkisstjórnarinnar að vegna stærðar landsins sé óþarft að taka upp stofnanakerfi ESB."

Sá sem svarar er auðvitað enginn annar en Jón Bjarnason, sem berst eins og ljón fyrir óbreyttu ástandi í sínum málaflokki, landbúnaðarmálum.

Í þau mál fara um 110 milljarðar á hverjum áratug úr vasa íslenskra skattborgara. Til bænda og til reksturs Bændasamtaka Íslands. Miðað við núverandi framlög.

Þetta er í raun hin heilaga kú íslensks samfélags og Jón Bjarnason vill að hin heilaga kú verði áfram ÓSNERTANLEG!

Hvort búum við á Indlandi eða Íslandi? 


Lesefni um upptöku Evrunnar í Eistlandi

EvrurEins og fram hefur komið í fréttum tók Eistland upp Evruna í byrjun árs. Athyglisvert verður að fylgjast með því hvernig þetta gengur, en hingað til hefur Evru-upptakan gengið vel.

Á vefsíðu hjá fjármálaráðuneyti Eistlands má lesa mikið af upplýsingum um upptöku Evrunnar. T.d. þá staðreynd að undanfarna mánuði hafa öll verð verið skráð bæði í Evrum og eistneskum krónum og verður svo fram á mitt þetta ár. Ýmsum aðgerðum er beitt til þess að sporna við verðhækkunum og svo framvegis.

Hér er vefsíðan: http://euro.eesti.ee/EU/Prod/Euroveeb/Main_Page/index.jsp 

 


Ásmundur og ógöngurnar

Ásmundur Einar DaðasonÞað er nokkuð átakanlegt að heyra Heimssýnar-þingmanninn úr VG og leiðtoga Nei-sinna, Ásmund Einar Daðason hrópa yfir þingheim að ESB-málið sé komið í ógöngur!

Á sama tíma og það berast fréttir um að ESB-málið sé einmitt og akkúrat eins og það á að vera! Á áætlun og hvaðeina!

Samkvæmt fréttum RÚV verður í næstu viku rýnifundur um landbúnaðarmál. Sjálfsagt mun Ásmundur Einar fylgjast vel með því máli, enda bóndi. 

Alls er lokið rýnifundum um 11 af þeim köflum taka verður fyrir, en þeir eru alls 35 og um þessa kafla má lesa hér.


Þröstur Ólafsson í Fréttablaðið í dag: Er athvarf í vestrænni samvinnu ?

Þröstur ÓlafssonÞröstur Ólafsson, hagfræðingur, ritar áhugaverða grein í Fréttablaðið í dag og spyr: Er athvarf í vestrænni samvinnu ? Hann segir m.a.: ". Við erum vestrænt lýðræðisríki með menningu, tungumál og sið sem á evrópskan uppruna. Vestræn samvinna var lausnarorð margra. Enn heyrast raddir sem telja hagsmunum okkar best borgið við hliðina á Bandaríkjunum, þótt ljóst virðist að áhugi þeirra á norðurslóðum sé nánast enginn. Hvaða hald er í vestrænni samvinnu á tímum hnattvæðingar, er til eitthvert afl sem tekur ákvarðanir í nafni Vesturlanda?"

Í lok greinarinnar segir Þröstur: "Þegar Bandaríkin draga sig úr vestrænni samstöðu, sem við höfum litið á sem utanríkis­pólitísk heimkynni okkar, eigum við Íslendingar engan annan valkost en Evrópu, sem þrátt fyrir erfiðar fæðingarhríðir er athvarf og von lítilla evrópskra þjóða, sem vilja láta rödd sína heyrast í nýrri og flóknari heimsmynd. Að vera ein á báti, eins og félagarnir lengst til vinstri og hægri telja vænlegast, er heimssýn frumbýlingsins á heiðinni - draumórar. Árið 1949 tók Alþingi ákvörðun um að bindast Vesturveldunum. Sú ákvörðun var umdeild en affarasæl. Við fundum öryggi og fengum viðspyrnu. Við beittum aðild okkar að sameiginlegu bandalagi til að láta rödd okkar heyrast, fá stuðning bæði við meint og mikilvæg hagsmunamál. Annars hefðum við lent í kröppum dansi ein með Sovétið ógnandi og lofandi annars vegar en Bandaríkin hinum megin. Við hefðum orðið hættulegt bitbein. Átök stórvelda eru engir barnaleikir. Þeir verða það heldur ekki á 21. öld. Í þeim átökum, hvert sem form þeirra verður, er betra að vera með vinum og jafningjum."

Öll greinin 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband