Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2011

Evrópuvettvangurinn - EVA, settur á laggirnar

Hallur MagnússonHallur Magnússon, fyrrum borgarfulltrúi, hefur stofnað nýtt afl í Evrópumálum, sem kallaður er Evrópuvettvangurinn, EVA. Á bloggi sínu skrifar Hallur: 

"Evrópuvettvangurinn er þverpólitískur samstarfsvettvangur áhugafólks sem vilja opna og lýðræðislega umræðu í tengslum við aðildarviðræður Íslands að Evrópusambandinu.

Samtökin taka ekki fyrirfram afstöðu með eða á móti aðild að Evrópusambandinu en leggja áherslu á vandaða málsmeðferð og að Ísland nái sem hagstæðustum aðildarsamningi sem þjóðin taki afstöðu til í þjóðaratkvæðagreiðslu."

Formlegur stofnfundur verður haldinn 11.apríl. 

Meira hér 


Framsóknarflokkurinn og flokksþingið

FramsóknFlokksþing Framsóknarflokksins er haldið núna um helgina og þar verða hin ýmsu mál tekin fyrir, þó mál málanna Icesave, hafi ekki fengið pláss í ræðu formannsins, í setningarræðunni fyrr í dag.

Það er mikil pressa á Framsóknarflokknum að breyta um stefnu í Evrópumálum, en flokkurinn hefur talið sér það til tekna hve metnaðarfull vinna hefur verið unnin í þeim málum, t.d. í Evrópunefnd flokksins. Hún sendi þetta frá sér árið 2007:

,,Framsóknarflokkurinn vill vera leiðandi afl í Evrópuumræðunni á Íslandi. Líkt og í öðrum stjórnmálaflokkum hérlendis er mismunur á afstöðu manna til Evrópusambandsaðildar. Burtséð frá því er mikilvægt að til staðar sé þekking innan flokksins sem unnt er að byggja á ef mál taka aðra stefnu á vettvangi Evrópumála en verið hefur undanfarinn áratug eða svo."

Á heimsíðu flokksins, undir liðnum málefni stendur svo þetta, með forskeytinu Við viljum: "Móta stefnu í gjaldmiðilsmálum, fara í aðildarviðræður við ESB og tengja krónuna við evru með upptöku evru sem langtímamarkmið." 

Á vef bænda stendur hinsvegar þetta. "Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins segir að flokkurinn verði að skýra stefnu sína í Evrópusambandsmálum. Sú ályktun sem samþykkt var á síðasta flokksþingi flokksins fyrir tveimur árum síðan hafi verið opin og hana hægt að túlka á báðar áttir. Þetta kom fram í ræðu Sigmundar við setningu 31. flokksþings Framsóknarflokksins en þingið hófst í dag.

Þá er það spurningin: Er það sem stendur á heimsíðu flokksins eitthvað óskýrt?

Morgunblaðið (vinamiðill Bændasamtakanna) reynir einnig hvað það getur til þess að hafa áhrif á afstöðu framsóknarmanna eins og berlega kemur fram í frétt í blaðinu í dag: "Í umfjöllun um þingið í Morgunblaðinu í dag segir, að búist sé við að mestur stuðningur verði við harðorðustu tillöguna, sem gerir ráð fyrir því að flokkurinn hafni ESB-aðild Íslands og að aðildarviðræðum við ESB verði hætt." 

Morgunblaðið (les: Davíð Oddsson) vill að Framsókn snúist til NEI-sins í Evrópumálum og rær að því öllum árum.


Portúgalir biðja um aðstoð ESB

Portúgal hefur beðið ESB um fjárhagsaðstoð vegna efnahagsörðugleika sem landið glímir við. Þetta meðal annars vegna þess að ekki er pólitísk samstaða í landinu um niðurskurð sem landið stendur frammi fyrir. Fjallað var um þetta mál í Speglinum á RÚV og það var Kristinn R.Ólafsson sem fjallaði um málið.

Portgúgal hefur bakhjarl og eins og fram kemur í þessari frétt The Guardian haggaðist Evran ekki og ávöxtunarkrafan á ríkisbréf Spánar stóð óbreytt.

Búist er við að ESB bregðist skjótt við beiðni Portúgala. Íbúar Portúgal eru 10 milljónir og gekk landið í þáverandi Evrópubandalagið árið 1986. 


Fréttablaðið: Samningaviðræður við ESB gætu hafist í júní

esbis.jpgÍ Fréttablaðinu í dag kom fram: "Stefan Fule stækkunarstjóri Evrópusambandsins segir að næsti áfangi í aðildarviðræðum Íslands og sambandsins gætu hafist í júní í sumar.

Þetta kemur fram í frétt á Bloomberg fréttaveitunni þar sem vitnað er í yfirlýsingu frá Fule um málið frá því í gærdag. Fule segir mögulegt að næsta skref verði stigið þann 27. júní.

Tímasetningin sé þó í bjartsýnara lagi en Fule telur að hún fái staðist þar sem báðir aðilar séu sammála um að halda áfram að þróa aðild Íslands að sambandinu.

Fule segir að lykilatriðið í næsta áfanga viðræðnanna verði að ná niðurstöðu í landbúnaðar, umhverfis og sjávarútvegsmálum."

Hið besta mál!

Heimildin

 


ESB-málið heldur áfram - fleiri rýnifundum lokið - samningaviðræður nálgast

island-esb-dv.jpgÞó allt snúist þessa dagana um þjóðaratkvæðið um Icesave um næstu helgi, heldur ESB-málið áfram. Á vef Utanríkisráðuneytsins má lesa að tveimur rýnifundum lauk í dag og í lok mars. Á þessum fundum er löggjöf Íslands og ESB borin saman.

Í frétt frá í dag segir: "Rýnifundi um 33. kafla samningaviðræðna við Evrópusambandið, fjárhags- og framlagamál, lauk í Brussel í gær. Á fundinum, sem var sá síðari af tveimur, báru sérfræðingar Íslands og ESB saman löggjöf í þessum samningskafla. Fyrir íslenska hópnum fór Maríanna Jónasdóttir, formaður samningahópsins." Öll fréttin

Í frétt  frá 31.mars segir "Rýnifundi um 12. kafla löggjafar Evrópusambandsins, matvælaöryggi, lauk í Brussel í dag. Á fundinum, sem var hinn síðari af tveimur, báru sérfræðingar Íslands og ESB saman löggjöf í þessum samningskafla. Fyrir íslenska hópnum fór Bryndís Kjartansdóttir, formaður samningahóps um EES I málefni. Á fundinum var rætt um framkvæmd reglna hérlendis á sviði matvælaöryggis en 12. kafli er hluti af EES-samningnum og stór hluti gerða Evrópusambandsins á sviðinu eru þegar innleiddar eða verða innleiddar á næstunni.

Nokkur munur er á gildandi reglum hér á landi og innan ESB. Var þessum mun skýrt haldið til haga af fulltrúum Íslands og athyglinni sérstaklega beint að reglum um innflutning lifandi dýra og dýrasjúkdómum, í samræmi við álit utanríkismálanefndar. Einnig var sérstaklega vikið að því að margir þeir sjúkdómar sem herja á búpening erlendis, þekkjast ekki hér á landi sem m.a. helgast af ströngu eftirliti og aðgerðum sem gripið hefur verið til." Öll fréttin

Hinar eiginlegu samningaviðræður Íslands og ESB nálgast og það er vel! 


Doktor Hannes Hólmsteinn um hvalveiðar og ESB

Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Í fréttatilkynningu frá Alþjóðamálastofnun H.Í segir:

"Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson fjallar um andstöðu Evrópusambandsins við hvalveiðar Íslendinga. Heyrst hafa raddir í Evrópu um, að setja eigi það skilyrði fyrir aðild Íslendinga að ESB, að hvalveiðum á Íslandsmiðum verði hætt. En hvernig er unnt að leysa ágreining þeirra sem vilja eta hval og nýta á annan hátt, og hinna sem vilja friða hann? Hvað veldur því, að sumir hvalastofnar voru á sínum tíma ofnýttir, til dæmis stærsta dýr jarðar, steypireyðurinn? Þola þeir stofnar, sem Íslendingar hafa nýtt síðustu árin, langreyður og hrefna, frekari veiðar?
Í fyrirlestrinum verður farið yfir hagfræði rányrkju, eins og kanadíski stærðfræðingurinn Colin Clark setti hana fram í frægri ritgerð í Science, og reifuð nýleg svör fræðimanna við greiningu Clarks. Einnig verður rætt um hið tilfinningalega aðdráttarafl, sem „þokkafull risadýr“ (charismatic megafauna) eins og hvalir og fílar hafa, og gerður greinarmunur á verndun og friðun. Þá verður vikið að sjónarmiðum um afrán hvala en þeir éta meira af fiski á ári en allur íslenski fiskiskipaflotinn aflar. Stungið verður upp á lausn hvalveiðideilunnar þar sem tekið er tillit til hagsmuna þeirra sem hlut eiga að máli, Hvals hf., sem nýtir stórhveli, hrefnuveiðimanna, hvalavina og þeirra sem stunda veiðar á þorski, loðnu og annari fæðu hvala.

Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson er prófessor í stjórnmálafræði á Félagsvísindasviði Háskóla Íslands. Þessi fyrirlestur er þáttur í rannsóknarverkefni, sem hann hefur umsjón með um „Umhverfisvernd, eignaréttindi og auðlindanýtingu“.

Staður og stund: Föstudaginn 8. apríl 2011, Lögberg 101, frá kl. 12 til 13 


SME um MBL

smeFréttaskýring Morgunblaðsins um Framsóknarflokkinn og komandi flokksþing hefur vakið umræður. Í þættinum Sprengisandi í morgun fjallaði Sigurjón M. Egilsson (SME), stjórnandi þáttarins, um hana og hlusta má á umfjöllun Sigurjóns hér.

Hitnar í Framsókn vegna ESB-málsins

DVÍ fréttaskýringu eftir Jóhann Hauksson í helgarblaði DV skrifar hann um möguleg átök innan Framsóknarflokksins um ESB-málið, en flokksþing verður haldið sömu helgi og greidd verða atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave (tímasetningin hefur valdið umræðum). Jóhann skrifar:

"Samkvæmt heimildum DV er nú lagt á ráðin um að breyta stefnuskrá Framsóknarflokksins sem lögð verður fram á flokksþingi um aðra helgi 8.- 10. apríl, þá sömu og þjóðaratkvæðagreiðslan um Icesavesamninginn fer fram. Ætlunin er að herða að ESB-sinnum innan flokksins og taka upp einbeitta andstöðu við aðildarumsóknina og þar með hugsanlega upptöku evru þegar fram líða stundir. Einn harðasti andstæðingur Evrópusambandsins á Alþingi er Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, en hún er mágkona Guðna Ágústssonar fyrrverandi formanns flokksins og ráðherra. Vigdís hefur ekki endanlega lýst yfir framboði gegn Birki Jóni Jónssyni sitjandi varaformanni flokksins, en víst þykir að hún fari fyrir róttækum tillögum gegn ESB og aðildarumsókninni líkt og hún hefur gert með tillöguflutningi sínum á Alþingi. Eftir því sem næst verður komist mun Sturla Þórðarson aðstoða hana við framboðið fyrir flokksþingið en hann var mjög áberandi í stuðningsmannaliði Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns flokksins, fyrir formannskjörið á flokksþinginu í janúar 2009. Þá var aðildarumsókn að ESB samþykkt að fullnægðum skilyrðum um hagsmuni Íslands, meðal annars í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum. Herði Framsóknarflokkurinn róðurinn gegn ESB-aðildarumsókninni aukast jafnframt líkur á klofningi innan flokksins. Þannig hafa bæði Siv Friðleifsdóttir og Guðmundur Steingrímsson stutt aðildarumsóknina sem og Icesave-samninginn opinberlega. Nálægt þeim í ESB-afstöðunni eru þingmennirnir Birkir Jón Jónsson og jafnvel Eygló Harðardóttir. Hörðustu andstæðingar ESB innan þingflokksins eru auk Vigdísar þeir Gunnar Bragi Sveinsson, Höskuldur Þórhallsson og Sigurður Ingi Jóhannsson."

Framsókn hefur stært sig af því að hafa unnið mjög vandaða vinnu í Evrópumálum og telur sig vera umbótaflokk eða eins og segir á heimasíðu flokksins: 

"Framsóknarflokkurinn er frjálslyndur félagshyggjuflokkur sem vinnur að stöðugum umbótum á samfélaginu og lausn sameiginlegra viðfangsefna þjóðfélagsins á grunni samvinnu og jafnaðar." 

Þá er það bara spurningin hvort Evrópusamvinna er eitthvað sem flokkurinn vill kenna sig við eða hvort það skapast eitthvað "sturlungst" ástand, með klofningi og illdeilum. Meira að segja nafnið Sturla kemur hér við sögu!

Athyglisvert. 


Aðalfundur Evrópusamtaka hjúkrunarfélaga haldinn hér á landi

HjúkrunarfræðingarÍslendingar eru á fullu í allskyns Evrópusamvinnu. Dæmi um slíkt sást í Fréttablaðinu í gær, en þar var sagt frá því að Evrópusamtök hjúkrunarfélaga halda aðalfund sinn hér á landi. Í fréttinni segir: "Evrópusamtök hjúkrunarfélaga, EFN, halda aðalfund sinn á Íslandi í dag og á morgun. Félag íslenskra hjúkrunarfélaga, FÍH, gerðist aðili að samtökunum í mars árið 1998 en þetta er í fyrsta sinn sem EFN fundar hérlendis. "Aðild að þessum samtökum er mjög mikilvæg því innan þeirra er afar breið þekking sem nýtist okkur á Íslandi við ákvarðanatöku um mótun okkar heilbrigðisstefnu. Aðildin gefur okkur jafnframt möguleika á að fylgjast með og hafa áhrif á stefnu ESB um heilbrigðismál en við höfum bein áhrif á og tökum þátt í heilbrigðisstefnumótun innan EFN," segir Jón Aðalbjörn Jónsson, alþjóðafulltrúi FÍH, en EFN er ráðgefandi vettvangur hjúkrunarfræðinga gagnvart ESB og EES. EFN rekur skrifstofu í Brussel og aðalfundinn á Íslandi sækja aðilar frá hjúkrunarfélögum nærri þrjátíu landa Evrópu auk alþjóðastofnana. "Þau mál sem EFN fjallar um eru meðal annars menntunarmál hjúkrunarfræðinga, starfssvið þeirra og möguleiki á að flytjast á milli landa. Ég, sem alþjóðafulltrúi FÍH, sæki þessa fundi þegar við á þar sem unnið er með vinnuhópum innan EFN. Í þeim nefndum er farið yfir ýmis efni. Meðal þess má nefna að unnið er að stefnumótun fyrir öryggi sjúklinga og gæði í hjúkrun. Fagleg símenntun sem tryggir að sjúklingar séu í umsjón fagmanneskju sem viðheldur sinni menntun er ofarlega á baugi og farið er yfir afleiðingar sem frumvörp um tilskipun um heilbrigðismál, sem Evrópubandalagið er að undirbúa, kann að hafa á hjúkrun og heilbrigðismál þjóða." 

All fréttina má lesa hér 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband