Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2011
31.7.2011 | 17:41
Eyjan tók undir með Evrópusamtökunum
Vefmiðillinni Eyjan tók undir með Evrópusamtökunum í sambandi við pistil Styrmis Gunnarssonar í helgarblaði Morgunblaðsins, en þar ræðir hann meðal annars um beint lýðræði. Á Eyjunni stendur:
"Hvernig stendur á því að Styrmir Gunnarsson, fyrrum ritstjóri Morgunblaðsins, telur beint lýðræði hornstein nýs og betra íslensks samfélags en vill ekki leyfa Íslendingum að vita hvað Evrópusambandsaðild hefur í för með sér og kjósa um það í kjölfarið?
Þessari spurningu velta pistlahöfundar Evrópusamtakanna fyrir sér í kjölfar skrifa Styrmis í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins í dag.
Þar fer Styrmir yfir þann mun sem virðist vera á samfélagsgerð Íslendinga og Norðmanna þegar dramatískir atburðir eiga sér stað. Ólíkt Norðmönnum sem nú standa þéttar saman en áður í kjölfar voðaverka Anders Breivik og vekja aðdáun fyrir vikið hefur íslenskt samfélag sundrast enn meira í kjölfar bankahrunsins 2008."
Þessi frétt er efst í flokki "heitustu umræðna" á Eyjunni nú um stundir.
Evrópumál | Breytt 1.8.2011 kl. 10:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
31.7.2011 | 10:14
Guðmundur Gunnarsson um kaupmátt
Guðmundur Gunnarsson, stjórnlagaráðsmaður, fjallar um efnahagsmál í nýjum pistli á Eyjunni og kemur þar í lokin inn á kaupmátt, þ.e. það sem launþegar fá fyrir launin sín. Guðmundur segir:
"Íslenskum launamönnum hafði tekist frá 2000 að ná um 13% kaupmáttaraukningu fram að Hruni, en töpuðu henni allri við Hrunið,auk þess að fjöldi heimila tapaði öllum sínum eignum.
Danir féllu ekkert í kaupmætti um við efnahagshrunið og hafa bætt við sig 1% eftir 2008 og tæp 6% það sem af er þessari öld. Auk þess að halda þeir sínum eignum.
Svíar hafa gert betur, þeir hafa bætt við sig 2.3% eftir efnahagshrunið og 7,3% það sem af er þessari öld, og líka halda sínum eignum.
Finnland hefur bætt við sig 4,5% í kaupmætti frá efnahagshruninu og bætt við sig 10,8% það sem af er þessari öld.
Meðaltal kaupmáttaraukningar í Evrópu það sem af er þessari öld er 12,7%, þar af 2,7% eftir efnahagshrunið. Heimild: Alþjóðavinnumálastofnunin (ILO) árið 2010.
Vextir hér á landi eru töluvert hærri en annarsstaðar og vaxtamunur verður alltaf a.m.k. 5% hærri á Íslandi en innan Evrusvæðisins, það er vegna krónunnar. Ef fjölskylda kaupir sér eitt hús á Íslandi og önnur kaupir sér hús t.d. í Danmörku. Þá er staðan sú eftir 20 ár að íslenska fjölskyldan hefur greitt sem svarar andvirðis rúmlega tveggja húsa, séu greiðslur bornar saman við stöðu dönsku fjölskyldunnar."
Megin atburðir Hrunsins voru tveir: Fall bankakerfisins og hrun Krónunnar ( sem hefur verið í sóttkví í meira en þrjú ár!).
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 13:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
30.7.2011 | 11:18
Gleymdi Styrmir Krónunni?
Styrmir Gunnarsson, fyrrum ritstjóri Morgunblaðsins, hefur ekki sagt skilið við sitt gamla blað og skrifar þar reglulega pistla um samfélagsmál. Sá sem ritar þessi orð getur stundum tekið undir með Styrmi enda hefur Styrmir góða yfirsýn yfir landsmálin. Nú um stundir ber mest á Styrmi sem öðrum ritstjóra(?) Evrópuvaktarinnar.
Í pistli í sunnudagsMogganum sem ber yfirskriftina; Sálarkreppa hins lokaða klíkusamfélags segir Styrmir það vera skoðun sína að Íslandi og Íslendingnum hafi ekki tekist að sameinast eftir kreppuna sem skall á árið 2008. Hann miðar við Norðmenn eftir hina skelfilegu atburði sem áttu sér stað þar í landi í lok síðustu viku, en viðbrögð þeirra hafa vakið aðdáun; að berjast gegn hinu vonda með enn meira lýðræði, opnun samfélagsins og umræðu.
Styrmir liggur ekki á skoðunum sínum: "Þótt hrunið haustið 2008 sé einhver dramatískasti atburður sem orðið hefur í lífi íslenzku þjóðarinnar á lýðveldistímanum hefur það ekki orðið til þess að sameina þjóðina. Kannski vegna þess að á yfirborðinu snýst það að mestu um peninga og peningar sundra yfirleitt fólki en sameina ekki.
Þó er það svo, að hrunið á sér dýpri rætur. Það snýst ekki einvörðungu um peninga. Það snýst um samfélagsgerðina, samskipti og tengsl okkar í milli, hið lokaða samfélag fámennisins, fjölskyldu-, vina- og kunningjatengsl. Ef við tökumst ekki á við þær rætur vandans verður nýtt hrun."
En Styrmi tekst einnig að koma inn á vandamálin í Evrópu, en eins og kunnugt er, er hann í stjórn Nei-samtakanna: "...það er hins vegar aldrei of seint að hefja opnar umræður um grundvallarveikleikana í samfélagsgerð okkar. Þegar við horfum til Evrópu, úr þeirri fjarlægð, sem við búum við hér, sjáum við vel þá bresti sem eru í sameiginlegu gjaldmiðilskerfi evruríkjanna en við sjáum ekki jafn vel brestina í okkar eigin þjóðfélagsgerð."
En Styrmir: Hvað með krónuna? Hversvegna sneiðir Styrmir svo listilega framhjá þeirri staðreynd að gjaldmiðilshrunið (og eftirköst þess, sem enn í dag leiða til aukinnar verðbólgu hér á landi og skuldaaukningar heimila) er eitt af höfuðvandamálum efnahagslífsins? Nei, sennilega má ekki ræða það, eða það er hreinlega ekki vilji til þess!
Styrmir er einnig mikill talsmaður beins lýðræðis og telur að það geti leyst mikið af okkar vandamálum og segir einfaldlega: "Hið beina lýðræði er svarið."
Á sama tíma er Styrmir hluti af samtökum, sem vilja draga ESB-málið til baka og ekki veita þjóðinni þann rétt að kjósa um aðildarsamning í þjóðaratkvæðagreiðslu!
Hvað er lýðræðislegra en að vinna að góðum samningi, ræða hann á lýðræðislegan hátt og ganga svo til atkvæða?
Hvernig gengur þetta upp?
29.7.2011 | 10:44
Fréttatíminn: Stöðugleika ekki náð með krónuna sem hagstjórnartæki
Í leiðara Fréttatímans í dag skrifa Jón Kaldal um gjaldmiðilsmál, en sú kenning hefur verið á lofti að krónan eigi (og sé) að bjarga okkur út úr efnahagsvandanum. Hægt er hinsvegar að spyrja hvar þessi stórkostlega "krónubjörgun" sé?
Yfirskrift leiðarans er; "Flóttinn frá því að tala um krónuna," og beinir Jón orðum sínum að Bjarna Benediktssyni og Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formönnum tveggja Nei-flokka í ESB málinu og segir að réttilega sé hægt að gagnrýna stjórnvöld fyrir slæma frammistöðu við að skapa atvinnulífinu góða umgjörð.
Svo segir Jón Kaldal: "Gagnrýni þeirra hljómar hins vegar heldur aumlega þegar þeir skjóta sér á sama tíma undan því að ræða þann grundvallarþátt efnahagslífsins sem krónan er." Og hann segir þessa tvo leiðtoga ekki virðast vilja ræða framtíðarskipan gjaldmiðilsmála hér á landi og segir síðan: " Lengi hefur þó legið fyrir að ásættanlegum stöðugleika verður ekki náð með krónuna sem hagstjórnartæki."
Lesa má allan leiðarann á vef blaðsins, www.frettatiminn.is
27.7.2011 | 11:39
Ofmat á krónunni?
Tómas Ingi Olrich, fyrrum ráðherra Sjálfstæðisflokksins, skrifar grein um Evruna í Morgunblaðið í dag og þar má lesa þetta:
"Á árunum fyrir lánsfjárkreppuna var ljóst að íslenska krónan var ofmetin á markaði. Réðu því miklar framkvæmdir og þensla á íslenskum vinnumarkaði, sem ekki var fylgt eftir með samdrætti í opinberum framkvæmdum. Við þessi vandamál bættist útgáfa verðbréfa í íslenskum krónum erlendis. Jók hún á ofmat krónunnar og frestaði aðlögun gjaldeyrisins að raunveruleikanum. Seðlabanki Íslands gerði það sem var á hans valdi til að draga úr þenslu með mjög háum stýrivöxtum."
Þetta er athyglisverð fullyrðing, því spyrja má; snerist þetta um ofmat á krónunni? Var ekki gengi krónunnar kolvitlaust skráð og var það ekki gert með handvirkum hætti?
Var ekki krónan "spilamynt" sem menn úti í heimi (og hérlendis) gátu leikið sér með, tekið stöðu gagn og svo framvegis?
Og hvað er sem segir okkur að það muni breytast? Litlir gjaldmiðlar eru mun berskjaldaðri gagnvart spákaupmennsku en stórir. Evran er mun öruggari gjaldmiðill að þessu leyti en krónan, minnsti sjálfstæði gjaldmiðill í heimi!
27.7.2011 | 11:26
FRBL: "Hættu að hræða fólk, Jón!"
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson, stjórnmálafræðingur og stjórnarmaður í Evrópusamtökunum, skrifar grein í Fréttablaðið í dag um landbúnaðarmál og kemur í henni inn á ESB-málið. Gunnar segir meðal annars:
"Íslenskir bændur eru í þeirri óskastöðu að geta flutt út íslenskt lamb og grætt vel. Á móti er bannað að flytja inn erlent kjöt, ef á þarf að halda vegna eftirspurnar hér. Jón Bjarnason, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra Íslands, segir að það komi ekki til greina, þrátt fyrir samninga þess efnis um að ákveðinn innflutning eigi að leyfa.
Sem rök fyrir máli sínu notar Jón Bjarnason fæðu og matvælaöryggi" landsins. Kjarninn í þeim rökum er sá að allur innflutningur á landbúnaðarafurðum (og þetta tengist að sjálfsögðu ESB-málinu, þar sem tollar á ESB-landbúnaðarafurðir myndu falla niður við aðild) myndi ganga af íslenskum landbúnaði dauðum. Rústa landbúnaðinn, eins og sumum bændum er tamt að segja.
Það er hinsvegar svo að í engu ríki sem gengið hefur í ESB hefur landbúnaður lagst í rúst! Nýlegt dæmi um hið gagnstæða er hið mikla landbúnaðarland, Pólland, sem gekk í ESB árið 2004. Þar hefur ESB styrkt landbúnað og eflt þá atvinnugrein í samvinnu við pólsk stjórnvöld. Þar með hefur aðild stóraukið fæðu- og matvælaöryggi" Póllands og nútímavætt pólskan landbúnað, gert hann samkeppnishæfari! Nefna má í þessu sambandi að útflutningur á pólskum landbúnaðarafurðum hefur stóraukist og um 70% útflutnings fara til ESB, mest Þýskalands."
26.7.2011 | 12:36
Inga Sigrún Atladóttir í FRBL: Höfum mikið að bjóða!
Inga Sigrún Atladóttir, bæjarfulltrúi í Vogum, skrifar grein um ESB-málið í dag, en það er alltaf ánægjulegt þegar konur tjá sig um þetta mál, enda mikil "kallaslagsíða" á því. Inga Sigrún segir:
"Ég tel aftur á móti að Ísland hafi mikið að bjóða grönnum sínum í Evrópu og ég tel að við höfum skyldur til að miðla þeim verðmætum sem við höfum. Þá er ég ekki að tala um orku, fisk eða landbúnaðarvörur heldur lýðræðishefð og friðarboðskap sem Íslendingar hafa varðveitt í margar kynslóðir, ekki bara í orði heldur líka í framkvæmd.
Markmið Evrópusambandsins er að jafna og bæta kjör í aðildarríkjunum. Evrópusambandið byggir á þeirri sýn að friður á milli sjálfstæðra ríkja verði best tryggður með samskiptum og samvinnu, gagnkvæmum skilningi og jafnræði í réttindum og lífskjörum.
Íslendingar hafa staðið sig mjög vel í að móta reglur um réttindi fólks á vinnumarkaði og miðlað þannig áherslum íslensks vinnumarkaðar um velferð og réttindi inn í samevrópskar reglur. Aðild ASÍ að Evrópusambandi stéttarfélaga hefur gefið sambandinu tækifæri til að standa þá vakt með miklum sóma. Á sama hátt getum við nýtt sérþekkingu okkar og reynslu til að hafa áhrif í friðar- og lýðræðismálum innan Evrópusambandsins."
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 12:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
25.7.2011 | 15:35
Verðbólga tvisvar sinnum hærri en verðbólgumarkmið S.Í.
Helstu miðlar greina frá því í dag að verðbólga á ársgrundvelli sé um 5% eða tvisvar sinnum meiri en verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands, sem er upp á 2,5%.
Það hefur verið við lýði í fjölda ára, en aðeins á árunum 2003-4 og í byrjun þessa árs hefur tekist að halda þetta markmið. Sem segir ákveðna sögu.
Morgunblaðið sem og Vísir.is skýra frá þessu og nefndar eru margvíslegar skýringar á þessu, allt frá sumarútsölum til falls á gengi krónunnar, sem Jónas Kristjánsson gerði að umfjöllunarefni í pistli á bloggi sínu fyrir skömmu. Einnig má lesa um þessi mál á vef Hagstofunnar.
Íslenskir neytendur sitja því áfram í verðbólgusúpunni!
Til samanburðar má nefna að meðaltal verðbólgu innan ESB nú í júni var 2.7% og meðaltal verðbólgu í ESB frá 1991 til 2010 var 2.24%. Þetta heitir verðstöðugleiki!
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 15:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
22.7.2011 | 21:27
Djúp samúð til Norðmanna
Evrópusamtökin votta norskuð þjóðinni dýpstu samúð vegna hinna hræðilegu atburða sem gerðust í Osló og nágrenni í dag.
Orð duga vart til að lýsa hryllingnum.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 21:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.7.2011 | 09:58
Samkomulag um Grikkland - Evra styrkist
Á www.visir.is stendur: "Leiðtogar evruríkjanna sautján samþykktu í dag að koma gríska ríkinu enn á ný til bjargar og slógu um leið á ótta fjármálaheimsins við að gengi evrunnar hrapi.
Grikkir fá nú 109 milljarða evra samtals í fjárhagsaðstoð, eða ríflega 18.000 milljarða króna, bæði frá Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Auk þess hafa fjármálafyrirtæki samþykkt að veita Grikkjum eftirgjöf á skuldum upp á 37 milljarða evra, eða rúmlega 6.000 milljarða króna.
Þá verða vextir á neyðarlánum ESB og AGS til Grikklands lækkaðir úr 4,5 prósentum í 3,5 prósent og afborgunartími lánanna verður lengdur úr 7,5 árum í 15 til 30 ár."
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir