Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2012
7.8.2012 | 18:08
Meira af límmiðum!
Hvernig á ritari að vita að hvort það eru Bændasamtökin eða Nei-samtökin sem framleiða heyrúllulímmiða, sem nú eru seldir með næstum 50% afslætti?
Þetta eru hvort eð er næstum sömu samtökin!
Sitt lítið af hverju getur nú farið framhjá manni.
En það eru víst samtök Nei-sinna á Íslandi sem framleiða herlegheitin!
Kannski koma bændur með sína eigin límmiða þegar fram í sækir? Hver veit?
7.8.2012 | 17:04
Gunnar Alexander um ESB og neytendamál
Hagfræðingurinn Gunnar Alexander Ólafsson, skrifaði grein um ESB-málið þann 7.ágúst í FRBL og segir til að byrja með: "Um þessar mundir standa yfir aðildarviðræður Íslands að Evrópusambandinu (ESB). Neytendasamtökin (NS) hafa ekki tekið afstöðu með eða á móti aðild Íslands að ESB en í nokkur ár hafa NS skoðað kosti og galla mögulegrar aðildar. Að mati NS væri aðild að ESB í mörgu mjög góður kostur fyrir íslenska neytendur. Ef Ísland gerist aðili mun það styrkja fjárhag heimilanna. Hagur neytenda myndi batna vegna þess að Ísland yrði aðili að mun stærra markaðssvæði og samkeppni myndi því aukast. Að vera utan ESB gerir það að verkum að Íslendingar njóta þess ekki til fulls að vera fullir aðilar að innri markaðnum. Viðskiptakostnaður er mun hærri nú vegna tollafgreiðslu og umsýslukostnaðar ýmiss konar. En almennt verður að taka fram að áður en hægt er að taka afstöðu til aðildar að ESB verður aðildarsamningur að liggja fyrir.
Ef skoðaðir eru þrír þættir sem skipta neytendur mestu máli; húsnæðislán, matarkostnaður og neytendavernd, þá er ljóst að aðild að ESB hefur verulega þýðingu fyrir neytendur. Við aðild Íslands að ESB myndi vaxtakostnaður neytenda lækka töluvert og þar hafa húsnæðislánin mesta þýðingu. Húsnæðiskostnaður er einn stærsti kostnaðarliður í bókhaldi hvers neytanda. Í könnun sem NS gerðu árið 2005 kom fram að kostnaður íslenskra neytenda vegna húsnæðislána er umtalsvert hærri en á öðrum Norðurlöndum og löndum sem hafa evru sem gjaldmiðil. Lántökukostnaður, kostnaður við greiðslu afborgana og uppgreiðslugjald var almennt hærra á Íslandi en í þeim löndum sem könnunin náði til. Í sömu könnun kom fram að vextir á íslenska húsnæðismarkaðnum voru þeir hæstu meðal þeirra landa sem könnunin náði til og raunvextir voru að jafnaði 2 til 5 prósentustigum hærri hér á landi en á hinum löndunum í könnuninni."
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 17:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
7.8.2012 | 10:16
Franskt smjör er fyrir alla!
Munið þið eftir "smjörmálinu" í fyrra, rétt fyrir jólin?
Norðmenn urðu uppiskroppa með smjör og leituðu hingað til Íslands í von um smjör.
En var snúið til baka með þeim rökum að ..."íslenskt smjör væri fyrir Íslendinga." Á vef Bændablaðsins má hinsvegar lesa að nú eru Norðmenn farnir að kaupa franskt smjör.
Frakkar eru grenilega með opnari huga gagnvart þeim sem vilja kaupa franskt smjör, en við! Franskt smjör er greinilega fyrir alla!
Franska smjörið er búið til samkvæmt þeirri uppskrift sem norska Tine-smjörið er gert úr. Snilld!
6.8.2012 | 13:36
Dauf heyrúlluherferð!
Sumarið 2012 fer í sögubækurnar sem eitt það hlýjasta síðan mælingar hófust og var meðalhitinn í júlí heilum 1.9 gráðum hærri en í meðalári.
Sólríkt hefur verið með afbrigðum og þurrt, svo mikið að bændur hafa kvartað - laxveiðiár eru margar hverjar sem sprænur.
Ritari, sem kominn er af léttasta skeiði og man mörg sumrin, er á þeirri skoðun að sumarið 2012 sé eitt það albesta sem hann hefur upplifað.
Sá hinn sami hefur líka flandrað um landið og keyrt fram hjá mörgum íslenskum sveitabæjum. Og þar hefur t.d. verið í gangi heyskapur.
Eitt af því sem Bændasamtökin, sem eru jú alfarið á móti ESB-aðild (að mestu leyti eftir að hafa kynnt sér reynslu EINS ESB-ríkis, Finnlands), brugðu á það ráð að gera rúllubaggaáróðursmiða með boðskap gegn ESB. Rúllubaggamiðana á s.s. að líma á rúllubaggana (svona til að auka aðeins á plastið!!).
Sumir forsprakka Nei-samtakanna hafa hoppað hæði sína af gleði og telja þetta mjög vel heppnaða herferð.
Ritari, sem eins og áður sagði, hefur flandrað helling um landið í sumar, hefur hinsvegar aðeins séð þessa and-ESB-límmiða á örfáum bæjum. Og hefur þó keyrt um mikil landbúnaðarhéruð eins og Borgarfjörð, Skagafjörð og um sveitir Norðurlands! Kannski fór þetta allt saman á Suðurlandið og Austur
Samkvæmt opinberum upplýsingum kostar stykkið 3000 íslenskar krónur eða um 20 Evrur.
En hver borgar fyrir framleiðsluna á þessu og auglýsingarnar? Eru það hin skattafjármögnuðu Bændasamtök Íslands?
Ef svo er, þá eru það almennir skattborgarar sem eru að borga þennan brúsa!
Já, Bændasamtök Íslands fara sínu fram - það er engin spurning!
Ps. En eins og myndin ber með sér má skapa list úr heyrúllum!
2.8.2012 | 12:05
Grikkir eða bankakallar?
"Bandaríski bankinn Citigroup telur það mun líklegra en áður að Grikkland segi skilið við evruna. Spáir bankinn því núna að 90% líkur séu á því að Grikkir segi sig frá evrunni á næstu 12-18 mánuðum og að 75% líkur séu á því að það gerist á næstu 6 mánuðum."
Þessu segir MBL.is frá. Hljómar þetta ekki eins og veðmál?
Hinsvegar eru Grikkir sjálfir ekkert á þeim buxunum að yfirgefa Evruna. Er ekki eðlilegra að taka freka mark á því en bandarískum bankaköllum?
2.8.2012 | 09:02
Evrunni fylgdi stöðugleiki í Þýskalandi - hefur tryggt jafnt verðlag
Í Speglinum var nýlega fjallað um Evruna og áhrif hennar á þýskt efnahagslíf. Þar segir meðal annars:
"Samkvæmt tölum sem nýlega voru birtar í Þýskalandi hefur verð fyrir vörur og þjónustu hækkað um 43 af hundraði síðustu tvo áratugina, eða frá árinu 1991. Á sama tíma hefur kaup þýskra launþega hækkað um 45 af hundraði, eða um tveimur prósentum meira en almenn þjónusta og neysluvara. Þetta eru að mati tölvísra manna meðmæli með evrunni sem gjaldmiðli. Hún hefur í það minnsta ekki leitt til lakari kjara almennings hér í Þýskalandi, nema síður væri. Í skýrslu sem Þýska efnahagsstofnunin, Institut der deutschen Wirtschaft, sendi frá sér fyrir skömmu kemur líka fram, að töluverðar breytingar hafa orðið á því, hversu lengi menn þurfa að vinna fyrir hinum ýmsu neysluvörum. Þar er tekið sem dæmi að enn sem fyrr tekur það skrifstofu- eða iðnaðarmann að meðaltali 3 mínútur að vinna fyrir einu bjórglasi. Það má fastlega reikna með að þetta taki Íslending í sambærilegu starfi ívið lengri tíma."
Gjörgæslugjaldmiðillin okkar, Krónan, hefur verið að braggast að undanförnu, enda landið fullt af túristum. Einnig hefur verið bent á að Seðlabanki Íslands hafi hert á gjaldeyrishöftunum.
Vonir hafa vaknað um að þessi (sennilega tímabundna) styrking geti haft áhrif á verð vöru og þjónustu fyrir landsmenn, sem væri óneitanlega skemmtilegt. Þannig segir í MBL.is í gær: "Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær hefur krónan styrkst um nærri 8% á þremur mánuðum og um rúm 4% síðustu tvær vikur. Gengisvísitala krónunnar hélt áfram að lækka í gær.
Í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag segir Sigurður Markússon, framkvæmdastjóri innkaupasviðs hjá Krónunni, sterkari krónu vera að koma fram í verðlaginu og muni gera það í meira mæli á næstunni. Bendir hann á að um 65% af því sem Krónan selji sé íslensk vara. Þar hafi gengið einnig sín áhrif en annar kostnaður þó fyrirferðarmeiri."
Það verður því virkilega spennandi að fylgjast með þessu á næstunni og eru Neytendasamtökin á vaktinni. Morgunblaðið fullyrðir hreinlega í fyrirsögn með fréttinni að þetta muni skila sér út í verðlagið!
Um þetta er fjallað í leiðara FRBL í dag og þar segir Óli Kr. Ármannsson meðal annars:
..."hafandi reynsluna af sveiflum í gengi krónunnar þá hverfur gleðin yfir styrkingu hennar nú næstum alveg þegar upp rennur fyrir manni það ljós að vitanlega dragi úr gjaldeyrisinnstreyminu þegar líður á haustið og líklega verði þeir sem þannig eru þenkjandi ekki lengi að finna nýjar glufur í varnarmúr Seðlabankans til að stelast með peninga úr landi. Þá segir reynslan manni að tímabundin gengisstyrking hafi að mjög litlu leyti skilað sér í lægra vöruverði og líklegast sé að þeir sem selja okkur hinum innfluttar vörur noti næstu veikingu krónunnar sem fyrirslátt til að auka enn á dýrtíð í landinu.
Meirihluti landsmanna virðist hins vegar kunna ágætlega við þetta ástand og er það miður. Í öllu falli virðist ekki nema tiltölulega litlum hluta landsmanna hugnast að leita raunhæfra leiða úr úr þessari hringavitleysu gengissveiflna. Raunhæfu leiðinni fylgir nefnilega aðild að Evrópusambandinu, stuðningur við gjaldmiðilinn frá Seðlabanka Evrópu og upptaka evru þegar fram líða stundir."
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 08:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir