Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2013
28.1.2013 | 12:19
Árni Páll Árnason um "rótarmeinið mikla"
Árni Páll Árnason, alþingismaður, skrifaði grein um gjaldmiðils og efnhagsmál í Fréttablaðið þann 26.janúar og hefst hún með þessum orðum:
"Ísland hefur náð miklum árangri undanfarin ár en við vitum líka að enn er margt óunnið. Horfum til þess vanda sem bíður: Kaupmáttar, skuldastöðu, stöðu lífeyrisþega sem geta ekki aukið tekjur sínar með því að bæta við sig vinnu, húsnæðislausna ungs fólks og þeirrar lykilspurningar af hverju sjálfbær hagvöxtur og fjárfesting lætur á sér standa.
Það merkilega er að ein og sama orsökin bakar allan þennan vanda og kemur í veg fyrir úrlausn hans. Það er eitt og sama rótarmeinið: Hið úrsérgengna hagkerfi krónunnar.
Gengisfelling er arðrán
Gengisfallið árið 2008 rýrði kjör okkar og færði skuldastöðuna í hæðir sem við höfðum aldrei gert ráð fyrir. Gengisfallið var vissulega á sinn hátt aðferð til að ná fram efnahagslegum viðsnúningi sem við höfum síðan notið en það gerði bara eitt: Það lækkaði í einni svipan laun landsmanna. Það er þessi aðferð við efnahagslegan viðsnúning sem forystumenn gömlu kerfisflokkanna Sjálfstæðisflokksins, Framsóknar og VG mæra við hvert tækifæri og forsetinn lofsyngur í Davos.
Þessi íslenska aðferð byggir ekki á neinni efnahagssnilli. Hún skapar engin verðmæti. Hún felur bara í sér einfalt gamaldags arðrán. Krónan gerir ráðandi öflum kleift að lækka launin okkar án þess að við fáum rönd við reist. Það er nú öll snilldin.
Áskrift að skuldavanda
Með sama hætti hækkar krónan skuldir okkar. Skuldavandinn er bein og óhjákvæmileg afleiðing krónunnar. Þeir sem ekki vilja skipta um gjaldmiðil eru að biðja um að vera áskrifendur að skuldavanda með reglulegu millibili.
Gengisfallið rýrði kjör lífeyrisþega. Þótt núverandi ríkisstjórn hafi staðið vörð um kaupmátt lífeyrisþega og sett hækkun lægstu bóta í forgang hefur hann samt rýrnað. Það er gömul saga og ný að engir tapa meira á verðbólgu og gengissveiflum en lágtekjufólk og lífeyrisþegar. Það virðist torlærð lexía á Íslandi og í öllu falli virðist forysta kerfisflokkanna ónæm fyrir þeim sannindum."
Í lokin segir Árni: "Í engu öðru þróuðu ríki býr launafólk og verðmætaskapandi fyrirtæki við jafn fullkomna óvissu um verðmæti þess gjaldmiðils sem við fáum greitt í fyrir vinnu okkar og vöru. Þess vegna snýst spurningin um aðild að Evrópusambandinu og upptöku evru um svo allt annað og meira hér á landi en í nokkru nágrannalandanna. Þau búa við gjaldgengan gjaldmiðil en við ekki. Þar er valið milli tveggja kosta sem báðir hafa kost og löst. Hér er valið um gjaldgengan gjaldmiðil eða ekki.
Rótarmeinið mikla er augljóst. Það mengar og skemmir allt athafnalíf og þjóðlíf, elur á skammtímahugsun og gróðabralli og refsar fólki fyrir sjálfsaga, forsjálni og vinnusemi. Það er þjóðarnauðsyn að uppræta það.
Alþjóðleg samkeppni með krónu er eins og að hlaupa 100 metra hlaup á Ólympíuleikum á vaðstígvélum með 20 kílóa lóð á bakinu. Þess vegna flýja fyrirtækin þetta góða land og fólkið ferðbýr sig. Það er sannkallað kraftaverk hverju íslensk þjóð og samkeppnishæf fyrirtæki hafa áorkað með þessar drápsklyfjar. Hugsið ykkur hvað við gætum ef þessari byrði væri létt af okkur og við nytum sama afkomuöryggis og frjálsborið fólk í öðrum Evrópulöndum.
Þess vegna verðum við að halda áfram opnum þeim leiðum sem vísað geta út."
25.1.2013 | 11:18
Karl Th. um krónublæti á Eyjunni
Karl Th. Birgisson, skrifar pistil um gjaldmiðilsmál á Eyjuna, sem hefst svona:
"Sumt er fyndnara en annað.
Til dæmis þessi texti hér:
Sjálfstæðisflokkurinn telur að leita eigi eftir samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um að íslensk stjórnvöld og IMF (AGS) vinni að því í sameiningu að í lok efnahagsáætlunar Íslands og sjóðsins geti Íslendingar tekið upp evru sem gjaldmiðil í sátt og samvinnu við Evrópusambandið.
Hann er úr auglýsingu frá Sjálfstæðisflokknum fyrir kosningar 2009. Fyrirsögnin var Trúverðug leið að upptöku evru.
Undir allt saman kvittar svo Bjarni Benediktsson.
Jahá. Því má slá föstu að þetta sé ekki stefna Sjálfstæðisflokksins núna. Hvers vegna ekki? Af hverju vildi Bjarni evru þá en ekki núna? Hvað hefur breytzt?
Til dæmis það, að evran gerir fátt annað en að styrkjast. Krísan í Evrópu er nefnilega ekki gjaldmiðilskreppa, heldur skuldakreppa einstakra ríkja. Það er engin sérstök kreppa í Belgíu eða Finnlandi.
Hitt hefur ekki breytzt, að krónan heldur áfram að veikjast, þrátt fyrir gjaldeyrishöft."
25.1.2013 | 10:21
Ótti við þriðja samdráttarskeiðið í Bretlandi
Hagspekingar hafa áhyggjur af efnahag Bretlands, en nýjar tölur sýna að um samdrátt upp á 0.3% var að ræða á síðasta ársfjórðungi 2012. Hætta er á því að Bretland lendi í þriðja samdráttarskeiðinu á fimm árum að sögn The Independent.
Bretar eru með sjálfstæðan gjaldmiðil, hið breska pund. Af hverju ekki bara fella gengið á því góðan slatta, til að rétta þetta af, myndu kannski einhverjir hér heima segja? Svona eins og gert hefur verið við krónuna í gegnum tíðina?
Redda bara málinu þannig?
Nei, málið er að það er bara skammtímaplástur, eins og hér á Íslandi þekkjum af eigin raun.
25.1.2013 | 09:16
Egill Helgaon um útspil Camerons
"Sú ákvörðun Davids Cameron að segjast ætla að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB árið 2017 er að mörgu leyti skringileg.
Forsætisráðherrann kaupir með þessu frið til skamms tíma innan flokks síns. Mestu Evrópuandstæðingarnir þar hefðu þó viljað sjá atkvæðagreiðsluna mun fyrr. En þeir klöppuðu fyrir honum í þinginu í gær og það gerist ekki á hverjum degi.
Cameron vonast líka til að stöðva framrás Ukip, hins pópúlíska flokks Nigels Farage.
En það er ekki einu sinni víst að hann geti staðið við loforðið kannski verður Íhaldsflokkurinn ekki í stjórn eftir hálfan áratug, þegar atkvæðagreiðslan á að fara fram. Þannig virkar þetta fremur eins og ódýr pólitísk brella sem getur haft ófyrséðar afleiðingar."
25.1.2013 | 09:12
Guðbjartur Hannesson um leitina að stöðugleikanum í DV
Eitt mesta þrætuepli íslensku þjóðarinnar undanfarin ár og áratugi er samband hennar við erlendar þjóðir. Fjárhagslegir hagsmunir, stundum sérhagsmunir, yfirgnæfa venjulega þá umræðu og gnýrinn er oft mikill. Umsókn okkar um aðild að Evrópusambandinu, sem í fyllingu tímans verður borin undir þjóðina í formi samnings, hefur í þessum klassíska anda orðið eitt stærsta bitbein stjórnmála nútímans. Stóryrði eru ekki spöruð og flokkar klofna. Grundvöllur þessarar umræðu er alls ekki nýr eins og Gunnar Þór Bjarnason sagnfræðingur rekur svo ágætlega í bókinni Upp með fánann sem kom út fyrir síðustu jól. Þar fjallar höfundur um gríðarlega flokkadrætti og átök um uppkastið svonefnda árið 1908 sem fjallaði um samband okkar við Dani á tímum sjálfstæðisbaráttu.
Viðskipti og frelsi
En svo segir líka frá því í nýlegri grein í Vísbendingu eftir Ásgeir Jónsson hagfræðing að Jón forseti Sigurðsson hafi talið viðskipti og frelsi til milliríkjaviðskipta vera forsendu sjálfstæðis og fullveldis. Þar skipti gjaldmiðillinn ekki máli heldur stöðugleikinn. Kannast einhver við rökin?
Ásgeir rekur í greininni hálfgerða sorgarsögu krónunnar og segir: Stóran hluta af þessum óstöðugleika má rekja til íslensku krónunnar sem varð að sjálfstæðum gjaldmiðli við stofnun fullveldis árið 1918 og það á sama tíma og alþjóðlegt myntstarf um gullfót steytti á skerjum. Þannig hófst saga gjaldeyrisvandræða og verðbólgu sem staðið hefur óslitið fram á okkar daga. Þessi óstöðugleiki sést vel á þeirri staðreynd að við fullveldi var íslenska krónan jafngild þeirri dönsku en nú þarf 2000 íslenskar krónur (ef myntbreytingin 1980 er tekin með í reikninginn) til þess að kaupa eina danska.
Samfylkingin hefur af festu og einurð stutt aðild að Evrópusambandinu og vill leysa þjóðina úr álögum haftakrónu með upptöku evru sem staðist hefur mikla prófraun að undanförnu. Aðild er í senn efnahagsstefna Samfylkingarinnar en einnig stefna um pólitískt samstarf við vina- og viðskiptalönd á mörgum öðrum sviðum svo sem um öryggismál, menningar- og menntamál og raunhæfa leið til lækkunar vaxta og almenns verðlags. Staða viðræðnanna og aðildarumsóknarinnar gerir að verkum að hún verður að kosningamáli. Ég er ekki tilbúinn til þess að falla frá þessum víðsýnu og almennu markmiðum flokks míns eftir þingkosningar í vor."
Morgunblaðið segir frá því þann 25.1 að nú geti Íslendingar tekið þátt (og unnið) í nýju happdrætti sem heitir Eurojackpot. Og það engar smáupphæðir!
En bíðum nú við - er þetta ekki bara hluti af einhverri stórhættulegri AÐLÖGUN? Arrrg!
Er þetta happdrætti kannski rekið og fjármagnað af "áróðursskrifstofum" ESB og eru ekki allir starfsmennirnir hálaunaðir "bjúrókratar" frá "Brussel-skrifræðisskrímslinu"?
Er ekki bara verið að reyna að troða Íslendingum bakdyramegin inn í ESB undir einhverjum happdrættisformerkjum? Þetta er samsæri af verstu evrópsku tegund!
Nei-samtök landsins hljóta af þessu tilefni að boða til aukafundar og mótmæla harðlega þessari nýjustu atlögu að fullveldi landsins og óþolandi átroðslu ESB-ríkjanna, sem að þessu standa.
Og allt þetta í byrjun Þorra, í þokkabót - þegar landinn á að vera að gæða sér á hrútspungum, lundaböggum og súrum hval í friði og ró!
Þetta er náttúrlega óþolandi! Og eru vinningarnir kannski greiddir í Evrum?
Þeim sem vilja kvarta yfir þessari "erlendu átroðslu" er bent á þessa síðu!
Ps. Þeir sem ekki fatta færsluna, ja, það er þeirra vandamál!
24.1.2013 | 17:27
Þórður Snær um Ólaf Ragnar og hans þema
Einn af hvassari leiðurum undanfarið er án efa leiðari Fréttablaðsins þann 24.1. Hann skrifar Þórður Snær Júlíusson vegna ummæla þjóðhöfðingja Íslendinga í útlöndum (Davos, Sviss). Þórður skrifar:
"Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, er alltaf með þema í gangi. Á fölsku velmegunarárunum var það þjóðrembingslegt liðsinni við útrás sjálftitlaðra viðskiptajöfra. Í kjölfar hrunsins var það andstaða við Icesave. Frá því í forsetakosningunum síðasta sumar hefur þemað að mestu verið Evrópusambandið.
Forsetinn var fenginn til að vera viðstaddur hefðarmannasamkunduna sem nú stendur yfir í Davos í Sviss. Þar veitti hann Bloomberg viðtal og hélt nýjasta þema sínu á lofti. Þar sagði Ólafur Ragnar að það væru "fá lönd í heiminum sem hafa náð viðlíka velgengni og Sviss. Síðan má horfa til Noregs og míns heimalands, Íslands, sem hefur náð sér betur á strik eftir fjármálakrísuna en Evrópa. Þannig að það er erfitt að halda því fram að maður þurfi að vera í ESB til að njóta velgengni".
Í Sviss búa um átta milljónir manna. Landið er, vegna bankaleyndar, eins konar risastór peningaskápur fyrir ríkasta fólk í heimi. Í Sviss eru líka afar lágir skattar. Þess vegna flutti til dæmis Actavis höfuðstöðvar sínar þangað. Fjölmargar, misgeðugar, alþjóðlegar risa-fyrirtækjasamsteypur hafa fengið sömu hugmynd á síðustu áratugum. Á meðal þeirra eru Glencore (stærsti hrávörumiðlari í heimi), Nestlé (eitt stærsta matvælafyrirtæki í heimi) og Hoffmann-La Roche (einn stærsti lyfjaframleiðandi í heimi).
Í Sviss er líka mikil iðnaðarframleiðsla. Meira en sjötíu prósent af útflutningi landsins eru efnavörur, vél- og/eða rafvörur og úr, klukkur eða tengdar afurðir. Þessar vörur eru að langmestu leyti framleiddar í stórum verksmiðjum. Allt ofangreint gerir það að verkum að efnahagur Sviss er mjög sterkur og landið getur því haldið úti sterkum eigin gjaldmiðli."
Um Noreg segir Þórður: "Í Noregi búa rúmlega fimm milljónir manna. Í Noregi er nýrík olíuþjóð með vestræna lifnaðarhætti, og sem slík algjörlega einstakt frávik. Norðmenn hafa líka farið ótrúlega skynsamlega með olíuauð sinn í gegnum hinn svokallaða olíusjóð, sem er reyndar orðinn of stór og farinn að ofhita hagkerfi landsins.
Því er spáð að stærð sjóðsins verði 717 milljarðar dala í lok árs 2014. Það eru um 92.500 milljarðar íslenskra króna. Þar að auki á norska ríkið meiri fjármunaeignir en það skuldar, sem þýðir í raun að það skuldar minna en ekkert. Ísland er hvorki Sviss né Noregur. Hér búa 320 þúsund manns. Íslendingar beittu, fyrstir þjóða í mannkynssögunni, neyðarrétti til að koma í veg fyrir allsherjargjaldþrot eftir hrun bankanna haustið 2008."
Leiðaranum lýkur Þórður svo með þessum orðum: "Síðan þá hefur skuldastaða þjóðarinnar verið, vægast sagt, erfið, gjaldmiðillinn fallið um tæp 50 prósent og gjaldeyrishöft verið við lýði til að hindra að um þúsund milljarðar króna yfirgefi hagkerfið. Fjárfesting er í lágmarki, atvinnuleysi að nokkru leyti falið með sérstökum átaksverkefnum, verðbólga viðvarandi og það eru ágætis líkur á pólitískri kreppu að loknum alþingiskosningum. Hér hefur margt gott verið gert til að halda landinu á floti, og við eigum fína möguleika á því að sigrast á erfiðleikum okkar, en það er fjarstæðukennt að halda því fram að Ísland hafi notið einhverrar sérstakrar velgengni."
Ólafur Ragnar er klókur maður. Hann fær iðulega það sem hann vill og hefur með ótrúlegri kænsku náð að endurvinna sjálfan sig þegar hann er kominn í þrot með fyrri þemu. En oft eru orð hans innihaldslaust og illa rökstutt bull. Viðtal hans við Bloomberg var slíkt."
Þess má svo geta að daginn eftir viðtalið var frétt á Bloomberg þess efnis að hlutbréf í Evrópu hefðu náð sínu hæsta verði í 23 mánuði! Skyldi þetta eitthvað tengjast?
24.1.2013 | 17:13
Össur ræddi við Evrópumálaráðherra Íra,Lucindu Creighton
Í fréttatilkynningu á vef Utanríkisráðuneytisins þann 23.1 segir:
"Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra átti í dag fund með Lucindu Creighton, Evrópumálaráðherra Íra en Írar fara með formennsku í ráðherraráði Evrópusambandsins fyrrihluta þessa árs. Þetta er í annað sinn á rúmu ári sem Creighton heimsækir Ísland.
Á fundi sínum ræddu þau helstu áherslur í formennskuáætlun Íra en stækkun ESB er þar á meðal. Þau ræddu stöðuna í aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins og nýlega samþykkt ríkisstjórnarflokkana um meðferð viðræðnanna fram að kosningum.
Utanríkisráðherra tók upp stöðuna í makrílviðræðum Íslendinga, ESB og Norðmanna og lýsti vonbrigðum með nýlega einhliða ákvörðun hinna tveggja síðarnefndu um makrílkvóta. Lagði hann áherslu á að allir málsaðilar setjist að samningaborði til að finna varanlega lausn sem tryggi sjálfbæra nýtingu stofnsins.
Þá kynnti utanríkisráðherra Creigthon stöðuna í Icesave-dómsmálinu en á mánudag kveður EFTA dómstóllinn upp úrskurð sinn í málinu. Ráðherra sagði mikilvægt að virða niðurstöðu dómsins, hver sem hún yrði, og minnti á að um helmingur allra innistæðna á Icesave-reikningunum hefði nú þegar verið endurgreiddur úr búi Landsbankans."
24.1.2013 | 13:59
Frosti Sigurjónsson: Vel hægt að fá undanþágur í ESB-viðræðum
Fyrrum formaður NEI-samtaka Íslands, Frosti Sigurjónsson, var í viðtali um peningamál í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni þann 23.1, en viðtalið byrjaði samt á ESB-málinu.
Fram að þessu hafa Nei-sinnar hingað til hamrað á því að ekkert sé hægt að semja um og ESB-málið snerist eingöngu um aðlögun.
En í viðtalinu sagði Frosti að það væri vel mögulegt fyrir Ísland að fá vissar undanþágur, nokkuð sem félagar hans hafa alfarið neitað!
Hvernig fær maður undanþágur ef það er ekki samið um neitt og þetta er bara aðlögun?
Þokukenndur málflutningur NEI-sinna gengur ekki upp!
Í viðtalinu viðurkenndi hann svo óbeint að krónan væri ekki traustur gjaldmiðill.
Ps. Svo vill Bretland SEMJA við ESB upp á nýtt! HALLÓ!!
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 15:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
24.1.2013 | 13:42
Svíar, uppsagnir og gengisfelling
Samkvæmt fréttum hefur bylgja af uppsögnum gengið yfir Svíþjóð frá því í haust og allt að 70.000 manns verið sagt upp störfum. Mest hefur þetta komið niður á suðurhluta landsins, þar sem mikið er um allskyns smáiðnað og fyrirtæki sem sjá stærri aðilum fyrir vörum og þjónustu.
Svíar eru með sjálfstæða mynt og samkvæmt hagspekingum "Krónusinna" ættu þeir því ekki að hugsa um neitt annað en að fella gengið snarlega (nota "sveigjanleika" gjaldmiðilsins) og þannig auka samkeppnishæfnina.
En munu Svíar gera það? Nei, það er nánast útilokað. Sænskum ráðamönnum þykir nefnilega vænna um gjaldmiðil sinn en svo að þeir séu sífellt að minnka andvirði hans.
Það er eitthvað annað en meðferðin á íslenska gjaldmiðlinum, sem tapað hefur 99,5% af upprunalegu andvirði á innan við 100 árum, frá fullveldinu árið 1918. Saga Íslands í gjaldmiðilsmálum er nefnilega saga rýrnunar krónunnar.
Kallast þetta ekki ofbeldi?
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir