Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2013
24.1.2013 | 11:21
Egill um Ólaf á Eyjunni
Orð forseta lýðveldisins á erlendri grundu í Sviss hafa orðið mönnum tilefni til skrifa og á Eyjunni skrifar Egill Helgason:
"Það er kannski ekki alveg rétt hjá forseta vorum að Ísland sé gott dæmi um hvernig er að standa utan Evrópusambandsins og njóta velgengni. Það getur verið að það henti Íslendingum að vera utan ESB, en við erum varla nein fyrirmynd þótt tekist hafi að rétta aðeins úr efnahagslífinu hér eftir fáránlega óstjórn og hrun.
Ísland er reyndar með aukaaðild að ESB í gegnum EES samninginn. Sjálfur David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, hefur talað um að slíkt fyrirkomulag sé ómögulegt. Þannig taki ríki við tilskipunum án þess að ráða nokkuð um þær.
Ríki Evrópu hafa gengið í Evrópusambandið af ýmsum ástæðum, ríki Austur-Evrópu fóru til dæmis þangað inn eftir áratugalanga hörmungasögu. Í aðeins einu Evrópusambandsríki er í alvöru talað um úrsögn.
Það er í Bretlandi eða nánar tiltekið Englandi því fylgi við ESB er mun meira í Skotlandi. Bandaríkjamenn vara bresku ríkisstjórnina við að stíga þetta skref segja að það muni dæma Breta til áhrifaleysis. Það verður forvitnilegt að sjá þessa umræðu í samhengi við fríverslunarsamning ESB og Bandaríkjanna sem er í burðarliðnum."
Síðan segir Egill: "
Sviss er fyrir utan með sína fjármagnsparadís og Norðmenn hafa sína olíu. Fjármagnsparadísir eitra efnahagslíf heimsins, olían eitrar umhverfið. En Svisslendingar og Norðmenn vita ekki aura sinna tal. Samt eru til dæmis Norðmenn út um allt í Evrópu að gæta hagsmuna sinna. Það geta Íslendingar ekki. En við erum líka örríki sem skiptir fjarskalega litlu máli í hinu stóra samhengi. Þannig gátum við til dæmis hannað útgönguleið úr bankahruninu hér sem hefði varla gengið meðal stærri þjóða.
Og svo má spyrja hvort forsetanum finnist upplausn Evrópusambandsins vera fýsilegur kostur, að Evrópuþjóðir fari aftur að keppa sín á milli eins og áður í stað samvinnu? Hann er alltaf mjög neikvæður í tali gagnvart ESB en þegar Kína er annars vegar er hann með eindæmum jákvæður. Þeir eru fáir þjóðarleiðtogarnir í Evrópu sem tala með þessum hætti.
Í framhaldi af þessu má benda á viðtal við Einar Benediktsson sendiherra sem birtist í síðasta þætti af Silfri Egils."
(Leturbreyting ES-bloggið)
24.1.2013 | 09:35
Dr. Jón Ormur Halldórsson um öxla Evrópu í FRBL
Dr. Jón Ormur Halldórsson skrifar mjög áhugaverða hugleiðingu um Evrópumálin í Fréttablaðið þann 24.1 undir fyrirsögninni Öxlar Evrópu. Grein hans hefst svona:
"Aldrei hafa jafnólíkar þjóðir bundist jafn nánum böndum og Þýskaland og Frakkland. Í vikunni halda menn upp á fimmtíu ára afmæli vináttusáttmála þjóðanna tveggja sem kenndur er við Elysée-höllina í París. Það segir sögu um nánd þessa sambands að ríkisstjórnir landanna halda sameiginlega ríkisstjórnarfundi tvisvar á ári og á milli embættismanna og ráðherra þeirra er formlegt, stöðugt og oft náið samráð. Menn kenna samstarfið ýmist við öxul eða mótor og hvort tveggja er lýsandi.
Samvinnuferlið í Evrópu hefur mjög hvílt á þessu afar sérstaka sambandi. Vilji ríkjanna til nánara samstarfs hefur líka verið einn af sterkustu kröftunum í að knýja áfram evrópska samvinnu. Samstarfið hefur stundum verið erfiðara en sögur um Mitterand, Kohl, dEsteing og Schmidt gefa til kynna. Árangurinn er hins vegar ótvíræður og heimssögulegur. Og nú standa menn á krossgötum."
Í greininni víkur Jón síðan að Póllandi og auknum áhrifum þess (landið gekk í ESB 2004):
"Eitt til viðbótar skiptir síðan máli fyrir framhaldið. Það er efnahagslegur uppgangur, stóraukinn pólitískur þroski og vaxandi sjálfsöryggi Póllands. Af sögulegum ástæðum vilja Þjóðverjar sem allra nánast samstarf við Pólland. Árangur Pólverja í efnahagsmálum og vaxandi áhugi þar í landi fyrir fullri þátttöku í nánu samstarfi Evrópuríkja hefur stórlega aukið vægi Pólverja í evrópskum stjórnmálum. Það mun vaxa enn frekar á næstu árum, sérstaklega ef Pólland tekur upp evru. Tímabundnir erfiðleikar sem eru fram undan í pólskum efnahagsmálum breyta þessu ekki. Náið samstarf á milli Berlínar og Varsjár er einn helsti lykillinn að nýju pólitísku jafnvægi í ESB. Frakkar eiga tæpast betra svar við þessu en enn nánara samband við Berlín. Vonda svarið, alvöru bandalag Miðjarðarhafsþjóða gegn meintu ofríki hinna efnuðu og sparsömu norðanmanna, er ekki fýsilegur kostur fyrir neinn. Bandalag Frakka við Breta mun af augljósum ástæðum takmarkast við aukna hernaðarsamvinnu. Hún er raunar orðin mjög eftirtektarverð, en á þessu sviði eru Þjóðverjar síður til í tuskið vegna annarra viðhorfa til beitingar valds í þágu utanríkispólitískra markmiða."
24.1.2013 | 09:08
Forseti hverra er forsetinn?
Forseti Íslands, sem samkvæmt hefð, er sameiningartákn íslensku þjóðarinnar, fer mikinn í Davos þessar dagana og hefur látið frá sér mjög neikvæð ummæli um ESB og veðjar gegn aðild Íslands að sambandinu.
Núverandi forseti virðist gefa lítið fyrir hefðir og virðist mikið í mun að fá athygli og hella sér yfir fyrrum þjóðarleiðtoga (sem þegar hafa fengið að heyra það!) og nudda salti í sárin.
En það "merkilegasta" við þetta er að hinn stór-pólítíski forseti þjóðarinnar virðist algerlega genginn í NEI-liðið og það vill ekki hugsa þá hugsun til enda að íslenska þjóðin fái aðildarsamning á borðið, til þess að kjósa um í þjóðaratkvæðagreiðslu!
Helstu NEI-sinnar hoppa hæð sína í loft upp af gleði, enda búnir að fá talsmann sem fer á kostnað almennings um alla veröld og breiðir út sinn pólitíska boðskap, sem virðist alls ekki vera sniðinn fyrir hag allra landsmanna, heldur eingöngu sérhagsmunahópa hérlendis. Sem láta almannahagsmuni sig litlu skipta.
Forseti hverra er forseti Íslands?
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 09:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.1.2013 | 17:12
Hvernig getur Cameron samið aftur ef ekkert er um að semja?
David Cameron flutti "Evrópuræðuna" sína sem menn hafa beðið eftir með nokkurri eftirvæntingu. Og loksins kom hún. Cameron vill "endursemja" um aðild Bretlands að ESB.
Hann vill svo svo láta þjóðina kjósa um málið í þjóðaratkvæðagreiðslu einhverntímann á árunum 2015-17 og að því gefnu að Íhaldsflokkurinn vinni næstu kosningar, sem verða 2014.
En hvernig í ósköpunum á Cameron að fara að þessu?
Að minnsta kosti samkvæmt íslenskum andstæðingum ESB - sem sífellt tuða um það að "það sé ekkert um að semja - þetta sé bara AÐLÖGUN", er þetta nokkuð vonlaust mál.
Samkvæmt rökum íslenskra nei-sinna agetur Cameron ekki endursamið við ESB og er þá málið ekki dautt?
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 17:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.1.2013 | 13:15
Sema Erla á DV-blogginu: Ræðum lífskjör almennings í ESB-málinu
Umræðan um mögulega aðild Íslands að Evrópusambandinu tekur til margra þátta sem nauðsynlegt er að ræða. Þá á ég við þætti eins og sjávarútveg, landbúnað, fullveldi og fleira í þeim dúr, en umræðan stjórnast oftar en ekki af slíkum þáttum. Að mínu mati gleymist hins vegar oft að ræða um hvað aðild Íslands að ESB snýst fyrst og fremst um. Það er, lífskjör almennings á Íslandi.
Í dag einkennist Ísland af litlu atvinnuframboði, háu matvælaverði, háum vöxtum, verðtryggingu, gjaldeyrishöftum, fáum tækifærum og ónýtum gjaldmiðli sem heimilin í landinu bera gríðarlega háan kostnað af. Ég á bágt með að trúa því að slík lífskjör séu framtíðarsýn margra Íslendinga.
Í dag höfum við, fólkið í landinu, fengið tækifæri til þess að ákveða hvernig framtíð við viljum á Íslandi, og hvort sú framtíð eigi að einkennast af þáttum eins og þeim sem nefndir eru hér að ofan. Eða hvort við göngum í Evrópusambandið, tökum upp evru, og bætum lífskjör almennings á Íslandi.
Lægra matvælaverð
Á árunum 2008 - 2012 hækkaði matvælaverð á Íslandi um 32%. Ítrekað hefur verið rannsakað hvað muni gerast með matvælaverð á Íslandi eftir inngöngu í ESB og alltaf virðist niðurstaðan vera sú sama. Matvælaverð mun lækka! Sem dæmi má nefna að verð á kjúklingum, eggjum og svínakjöti mun lækka um allt að 40 - 50% og mjólkurvörur um allt að 25%. Ég hef margoft nefnt þetta áður, einfaldlega vegna þess að slíkum sparnaði fyrir heimilin má ekki gera lítið úr.
Lægri vextir
Annað sem mikið hefur verið rætt um og rannsakað í tengslum við aðild Íslands að ESB eru lánakjör okkar Íslendinga miðað við lánakjör Evrópuríkjanna, sérstaklega á húsnæðismarkaði.
Með íslensku krónuna og verðtryggðu lánin búum við hér á landi við gríðarlega háar vaxtagreiðslur, miðað við nágranna okkar í Evrópu. Sem dæmi má nefna á árunum 1998 - 2010 voru nafnvextir á húsnæðislánum hér a landi um 12% meðan þeir voru mest 5% í Evrópu. Í dæmi sem ASÍ tók til skoðunar kom í ljós að á meðan evrópsk fjölskylda var að borga um 5 - 800 þús.kr. í vexti á ári, var íslensk fjölskylda með sama lán að borga um 1 - 2 milljónir króna í vexti á ári.
Með aðild Íslands og upptöku evru gefst okkur tækifæri til þess að taka lán á betri kjörum, án verðtryggingar, og þannig munu heimilin í landinu spara sér gríðarlega háar upphæðir í vaxtagreiðslur á ári hverju."
22.1.2013 | 18:14
Verðbólga meira en tvisvar sinnum meiri hér í ESB
Greining Íslandsbanka birti yfirlit yfir verðbólgu í Morgunkorni sínu þann 22.1. Þar kemur fram að verðbólga hér á landi er meira en tvisvar sinnum en að meðaltali í ESB. Á meðfylgjandi mynd sést vel hvernig verbólgan fer með Íslendinga. Það er þessi verbólga sem veldur stöðugum kostnaðarhækkunum og hækkun verðtryggðra lána. Einnig er áhugavert að hin EES-löndin fylgja nær alveg ferlinu í ESB, enda þau lönd (Noregur og Lichtenstein) bæði með alvöru gjaldmiðla. Myndin er frá Greiningu Íslandsbanka.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 18:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.1.2013 | 09:43
Sigmundur Davíð las bækling í Silfri Egils
Sigmundur Davíð, formaður Framsóknarflokksins er vel læs og er það hið besta mál. Hann las t.d. vel á ensku upp úr bæklingi frá ESB í Silfri Egils í gær, með það að markmiði að sýna fram að að um eiginlegar samningaviðræður við ESB, væri ekki að ræða.
En hér getur Sigmundur t.d. lesið um að Malta samdi um alveg SÉR-lausn á fiskveiðimálum og hér getur hann lesið um t.d. undanþágur/sérlausn Breta vegna Schengen.
Nú svo er hægt að benda Sigmundi á að Finnar og Svíar fengu t.d. alveg SÉR-lausn vegna landbúnaðar, sem mál lesa um hér, ásamt eiginlega öllum öðrum undantekningum/sérlausnum. Þetta er frá sjálfu Alþingi eftir fyrirspurn frá þingflokksformanni Sigmundar, Gunnari Braga Sveinssyni.
Það er því alveg greinilega hellingur sem umsóknarlönd geta SAMIÐ um í viðræðum við ESB! Við trúum að Sigmundur viti það, en að hann vilji bara ekki að landsmenn viti það!
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 12:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
21.1.2013 | 09:12
Össur í FRBL: Evrusvæðið réttir af
Í innsendri grein í FRBL um Evrusvæðið segir Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra:
"Fjárfestar eru á ný að öðlast traust á evrusvæðinu. Nýleg könnun meðal tæplega átta hundruð fjárfesta sýndi að þeir telja nú evrusvæðið komið yfir það versta í efnahagserfiðleikum sínum. Það er í samræmi við æ fleiri teikn um að evrusvæðið sé að rétta úr kútnum. Skammtímatölur eru allar í rétta átt. Í upphafi árs lýsti Christine Lagarde, forstjóri AGS, því yfir að Portúgal væri komið á beinu brautina. Írland er á jákvæðri leið sem allir þekkja. Á Ítalíu er bankakerfið á mun traustari grunni en menn töldu. Traust forysta Marios Monti, fráfarandi forsætisráðherra, hefur komið fjötri á skuldir ítalska ríkisins. Þó hafa mest kaflaskil orðið í Grikklandsfárinu, sem misserum saman var notað til að spá kafsiglingu evrunnar. Annað varð uppi. Föst viðspyrna Grikkja með einbeittri liðsemd Evrópusambandsins leiddi til að fyrir skömmu hækkuðu matsfyrirtæki lánshæfismat Grikklands um heila sex flokka. Nýjasta hagspá Evrópusambandsins undirstrikar þetta með því að spá efnahagsbata á þessu og næsta ári. Duttu svo dauðar lýs úr hári margra þegar Morgunblaðið birti frétt um að nú sæi fyrir endann á erfiðleikum evrusvæðisins. Blaðið hefur þó með aðdáunarverðri reglusemi spáð yfirvofandi andláti evrunnar ef ekki í þessari viku, þá örugglega hinni næstu.
Evran hefur styrkst
Í kjölfar alþjóðlegu fjármálakreppunnar, sem náði hámarki haustið 2008, stigu aðildarríki Evrópusambandsins harða glímu við margvíslega erfiðleika. Þá mátti að nokkru rekja til inngróinna veikleika í reglu- og stofnanaumgjörð evrusvæðisins. Duldist þó fáum að stór hluti vandans lá í langvarandi agaleysi í opinberum fjármálum ýmissa evruríkja. Evrusvæðið hefur því fyrst og fremst glímt við ríkisfjármála- og bankakreppu í sumum aðildarríkjum. En evruríkin eiga hins vegar ekki við gjaldeyris- eða gjaldmiðilskreppu að stríða.
Þannig hefur evran sem gjaldmiðill haldið styrk sínum á alþjóðlegum gjaldeyrismörkuðum frá því fjármálakreppan skall á og löngu fyrr. Í lok ágúst síðastliðins, löngu eftir að kreppan hófst, var gengi hennar 6,5% hærra en gengi Bandaríkjadals. Það er verulega hærra en þau 4% sem evran hefur að meðaltali verið sterkari en Bandaríkjadalur frá því hún kom í heiminn árið 1999. Frá upphafi evrusamstarfsins hefur Seðlabanka Evrópu jafnframt tekist í meginatriðum að halda verðbólgumarkmiði sínu. Greiðslukerfi evrunnar hefur jafnan verið traust og engin fjármagnshöft þurft á viðskipti með evrur frá því að fjármálakreppan skall á."
21.1.2013 | 09:10
Leiðari FRBL 19.1 um nýja könnun blaðsins
Ólafur Þ. Stephensen, ritsrtjóri Fréttablaðsins, fjallaði í leiðara þann 19.1 um nýjustu könnun blaðsins um Evrópumálin. Leiðarinn byrjar svona:
"Athyglisvert er að rýna í niðurstöður könnunar sem Fréttablaðið og Stöð 2 gerðu á afstöðu fólks til aðildarviðræðnanna við Evrópusambandið. Þar sagðist tæpur helmingur, 48,5 prósent, vilja klára aðildarviðræður og halda þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarsamninginn, 36,4 prósent vildu slíta viðræðunum og 15,2 prósent vildu gera hlé á þeim og greiða þjóðaratkvæði um framhaldið, eins og Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Jón Bjarnason hafa lagt til.
Þessi niðurstaða þýðir í fyrsta lagi að það er ekki rétt að allur stuðningur við aðildarferlið meðal þjóðarinnar sé þorrinn, eins og sumir stjórnmálamenn hamra á, þótt hann hafi vissulega minnkað. Í síðustu könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 þar sem spurt var um aðildarferlið, fyrir rúmu ári, sögðust 65,3 prósent vilja ljúka viðræðunum.
Í öðru lagi er ekki hægt að túlka niðurstöðuna þannig, eins og sumir hafa viljað gera, að tæpur meirihluti sé fyrir því að hætta aðildarviðræðunum. Við verðum að gera ráð fyrir að einhverjir þeirra sem vilja gera viðræðuhlé og ganga svo til atkvæða um framhaldið myndu kjósa að halda viðræðunum áfram.
Í þriðja lagi er augljóslega lítið til í þeirri gagnrýni á fyrri kannanir um þetta efni, að ekkert sé að marka þær af því að svarendur stökkvi nánast sjálfkrafa á svarmöguleika sem inniheldur orðið þjóðaratkvæðagreiðsla"."
21.1.2013 | 09:07
Þorsteinn Pálsson rýnir í stöðuna
Í pistli sínum laugardaginn 19.1 fjallaði Þorsteinn Pálsson, fyrrum ráðherra, um Evrópumálin og hófst pistill hans með þessum orðum:
"Andstæðingar Evrópusambandsaðildar nota aðeins svartan lit í lýsingum sínum á þessu umfangsmesta og árangursríkasta samstarfi fullvalda ríkja sem nú þekkist. Á síðasta ári sáu þeir fyrir hrun evrunnar og upplausn myntbandalagsins alveg á næsta leiti en sjálf endalok sambandsins bar við sjónarrönd.
Þeir voru í engum vafa um að Grikkland myndi annaðhvort fara úr sambandinu eða verða rekið á dyr. Þetta voru miklar dómsdagsspár. Á þeim var reist krafan um að Ísland drægi aðildarumsókn sína til baka. Dómsdagur rann hins vegar ekki upp. Í miðjum krappasta dansi sem myntbandalagið hefur lent í með evruna styrktist hún, ekki bara á móti dollar heldur líka gagnvart íslensku haftakrónunni. Hvort ætli það segi meiri sögu um evruna eða krónuna?
Að þessu virtu er ekki nema von að úti í móum andstöðunnar hafi menn klórað sér í höfðinu upp á síðkastið. Það hefur aftur leitt til þess að sannfæringin um brotthvarf Breta úr Evrópusambandinu er nú orðin jafn sterk og hún var fyrir útgöngu Grikkja fyrir ári. Verkurinn er bara sá að það er engum málstað hollt til lengdar að skipta um röksemdir jafn títt og vindáttin breytist."
Í lokin segir Þorsteinn: "Fari svo að VG hafni því á flokksráðsfundi síðar í þessum mánuði að bera ábyrgð á framhaldi viðræðnanna er sá flokkur um leið að segja að hann ætli ekki í ríkisstjórn nema með Sjálfstæðisflokknum. Það væru stór tíðindi. Framhald á sögulegu vinstra samstarfi yrði þar með útilokað fyrir kosningar. Nýr leiðtogi Samfylkingarinnar yrði því á fyrsta degi að hrökkva eða stökkva með stjórnarslitahótunina. Ef hann hrykki yrði Samfylkingin að gjalti og algerlega marklaus í kosningabaráttunni.
Af þessu má ráða að allir flokkarnir eru í klípu með þetta mál. Loki menn á þessa leið áður en á hana reynir í alvöru gætu menn verið að glata besta tækifærinu til vaxtar og varanlegs stöðugleika. Kosningabaráttan mun síðan sýna hverjir ætla að gera það að fyrsta boðorði sínu að þrengja kosti Íslands."
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir