30.10.2012 | 13:09
Aðalfundur Evrópusamtakanna fimmtudaginn 15. nóvember
Aðalfundur Evrópusamtakanna verður haldinn fimmtudaginn 15. nóvember n.k. kl.17.15 að Skipholti 50a (húsnæði Já Ísland).
Dagskrá:
1. Hefðbundin aðalfundarstörf.
2. Evrópumaður ársins. Tilkynnt um útnefninguna.
3. ,,Schengen og alþjóðleg samskipti Íslands" Jóhann R. Benediktsson, fyrrum sýslumaður á Keflavíkurflugvelli og núverandi framkvæmdastjóri sprotafyrirtækisins HBT flytur erindi.
Allir áhugamenn um Evrópumál hjartanlega velkomnir.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 20:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.10.2012 | 19:41
Verðbólga og krónan (fellur)
Í Morgunkorni frá Íslandsbanka segir þann 29.10:
"Fróðlegt verður að sjá hvernig spá Hagstofunnar verður hvað verðbólgu varðar, enda verða oft talsverðar breytingar á milli útgáfa þar sem forsendur breytast stöðugt frá einum tíma til annars. Í júlí reiknaði Hagstofan með 5,4% verðbólgu í ár, sem er á svipuðu róli og aðrar nýlegar spár sem birtar hafa verið reikna með. Á næsta ári reiknaði Hagstofan með 3,9% verðbólgu en 2,8% árið þar á eftir. Var þessi spá Hagstofunnar frá því í júlí töluvert bjartsýnni á verðbólguhorfur á næstu tveimur árum en flestar aðrar spár sem birtar hafa verið nú í haust, og kæmi því ekki á óvart að meiri verðbólgu yrði spáð nú. Á hinn bóginn áætlaði Hagstofan að gengi krónunnar myndi veikjast um 2,8% í ár og 0,6% á næsta ári en myndi styrkjast lítillega eftir það. Er sýn þeirra þar með heldur svartari en þeirra aðila sem hafa gefið út spá í haust sem reikna með að gengið muni styrkjast strax á næsta ári."
Einn helsti veröbólguvaldurinn er krónan og hún heldur áfram að falla, þrátt fyrir gjaldeyrishöft, nú er gengisvísitalan komin yfir 227 stig! Myndin er skjáskot af www.m5.is.
Meira að segja Morgunblaðið gerir þetta að umtalsefni í frétt fyrir fjórum dögum og þar segir: "Veiking krónunnar frá í ágúst hefur verið rúmlega 9% og hefur það unnið gegn styrkingu hennar framan af ári eftir að breytingar voru gerðar á fjármagnshöftunum í mars. Greiningardeild Arion banka bendir á þetta og segir að gangi veiking síðustu mánaða ekki til baka muni það orsaka umtalsverða verðbólgu næstu mánuði."
Ástandið í gjaldmiðilsmálum er eins og á skjálftasvæði! Stöðugur óstöðugleiki!
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 19:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
25.10.2012 | 22:51
ASÍ: Mikilvægt að ljúka viðræðum við ESB - ná hagstæðum samningi
Eins og fram kom í fréttum, var fertugasta þing ASÍ haldið um síðustu helgi. Þar var samþykkt eftirfarandi ályktun um Evbrópumál:
"40. þing Alþýðusambands Íslands telur mikilvægt að ljúka viðræðum Íslands og ESB svo fljótt sem kostur er með það að markmiði að ná eins hagstæðum samningum og unnt er. Það verði síðan íslenska þjóðin sem taki afstöðu til samningsniðurstöðunnar og aðildar að ESB í bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu.
ASÍ hefur ekki tekið afstöðu til þess hvort hagsmunum Íslands og íslensks launafólks sé best borgið með aðild að ESB, en hefur skýra sýn á hvaða markmiðum þurfi að ná í aðildarviðræðunum til þess að hægt verði að leggja endanlegt mat á kosti og galla fullrar aðildar."
24.10.2012 | 17:03
Benedikt Jóhannesson endurkjörinn formaður Sjálfstæðra Evrópumanna
Sjálfstæðir Evrópumenn héldu góðan aðalfund síðdegis þann 23.október. Að loknum venjulegum aðalfundarstörfum sté Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, alþingismaður og fyrrum ráðherra í pontu og hélt þar ræðu um meðal annars stjórnmálaástandið og Evrópumálin. Fékk ræða hennar mjög góðar viðtökur og spunnust líflegar umræður í kjölfarið.
Þorgerður benti meðal annars á að Sjálfstæðisflokkurinn hefði verið drífandi þátttakakandi í öllum stórum árkvörðunum á sviði utanríkismála hér á landi frá stofnun lýðveldis. Hún taldi það sama ætti að eiga við um ESB-málið og telur það fráleita hugmynd að slíta aðildarviðræðum.
Hún sagði einnig að það þyrfti að leggja mikla áherslu á það að halda Sjálfstæðisflokknum sem breiðu og víðsýnu stjórnmálaafli hér á landi.
Hún lagði einnig á það mikla áherlsu að fram þyrfti að fara skynsamleg og málefnaleg umræða um Evrópðumálin, sem ekki væri byggð á upphrópunum og gífuryrðum. Fundarmenn tóku undir þetta.
Eins og sagt var hér að framan spunnust skemmtilegar umræður í framhaldi af ræðu Þorgerðar og fór fjöldi manns í pontu.
Á fundinum var Benedikt Jóhannesson, endurkjörinn formaður Sjálfstæðra Evrópumanna til næstu tveggja ára.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 17:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
23.10.2012 | 22:09
Fróðlegt viðtal við Michel Rocard

23.10.2012 | 21:59
ESB reiðubúið í nýja kafla - viðræðurnar rúlla
Í frétt á vef Utanríkisráðuneytisins segir:
"Íslenskum stjórnvöldum hefur borist staðfesting frá formennskuríki Evrópusambandsins, Kýpur, þess efnis að sambandið sé reiðubúið til að hefja viðræður um samningskafla 3 um staðfesturétt og þjónustufrelsi og kafla 4 um frjálsa fjármagnsflutninga.
Upphaflega hafði framkvæmdastjórn ESB gert ráð fyrir því að þau atriði þessara tveggja kafla sem snúa að sjávarútvegi yrðu hluti af viðræðum um kafla 13 um sjávarútvegsmál en frá því hafa aðildarríki ESB horfið.
Því munu viðræður um takmarkanir í íslenskum lögum á stofnsetningu í sjávarútvegi og aðgang erlendra fiskiskipa, skráðum í ríkjum sem Ísland hefur ekki gert samninga við um flökkustofna, að þjónustu og höfnum, fara fram undir formerkjum kafla 3.
Um fjárfestingar í sjávarútvegi verður að sama skapi fjallað í viðræðum um kafla 4. Evrópusambandið óskar eftir samningsafstöðu Íslands fyrir þessa tvo tilteknu kafla og verður hún í kjölfarið birt á viðræður.is líkt og samningsafstaða allra kafla hingað til."
23.10.2012 | 21:57
Berlín í verðlaun

22.10.2012 | 21:33
Heimdellingar brutu lög til að vekja athygli á gjaldeyrishöftunum

Kemur fram í tilkynningu frá félaginu að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefði keyrt framhjá og fylgdist með viðskiptunum án þess að stöðva þau. Þó svo að þau séu bönnuð, segir í tilkynningu frá Heimdalli.
Í ályktun stjórnar Heimdallar kemur fram að henni þykir brýnt að stjórnvöld afnemi gjaldeyrishöft sem allra fyrst."
Síðar segir í fréttinni um ályktun frá Heimdalli: "Það er sjálfsögð krafa í vestrænu lýðræðisríki að hægt sé að eiga viðskipti með gjaldeyri á frjálsum markaði. Gjaldeyrishöft fela í sér gífurlega frelsisskerðingu og gerir Íslendinga að föngum í eigin landi.
Frelsi ungs fólks til athafna, m.a. að flytja eða ferðast úr landi, á ekki að vera háð geðþótta stjórnmálamanna eða embættismanna Seðlabankans. Því er mikilvægt að afnema gjaldeyrishöftin sem allra fyrst.
Með því að halda krónunni áfram er aðeins verið að reisa hærri girðingar á þá frelsisskerðingu sem Íslendingar búa nú við. Kostnaðurinn mun að lokum enda á yngri kynslóðum. Þjóðargjaldmiðill skerðir frelsi einstaklinga, af þeirri einföldu ástæðu að hann er ekki til fyrir fólkið heldur fyrir stjórnvöld til að fela agaleysi í ríkisfjármálum."
Höftin eru skelfing!
Til "gamans" er hér svo nýtt skjáskot af www.m5.is sem sýnir gengissveiflur krónunnar, en gengsivísitalan fór í 223 stig síðastliðinn föstudag.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 21:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.10.2012 | 21:22
Hinn blákaldi fáránleiki gjaldmiðilsmálanna
Í þætti sínum, Sprengisandi, sunnudaginn, 21.október, spilaði Sigurjón M. Egilsson mjög áhugavert viðtal við Sigurjón Haraldsson, rekstrarhagfræðing í Danmörku, sem neitaði að borga af íslenska námsláninu. Og hafði betur, eins og segir í tilkynningu á vef þáttarins.
Viðtalið sýnir meðal annars fram á hinn blákalda fáránleika gjaldmiðilsmála á Íslandi, sem og sláandi mun þess að búa í landi, þar sem ekki þarf að notast við verðtryggingu.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 21:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.10.2012 | 15:40
Aðalfundur Sjálfstæðra Evrópumanna þriðjudaginn 23.október

Aðalfundur Sjálfstæðra Evrópumanna verður haldinn í Skipholti 50a klukkan 17.10, þriðjudaginn 23. október.
Dagskráin er sem hér segir:
1. Venjuleg aðalfundarstörf
2. Erindi Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um stjórnmálaástandið
3. Umræður.
Í tilkynningu kemur fram að reiknað er með að fundurinn standi í um einn og hálfan tími.
18.10.2012 | 17:11
Opnunarviðmið í landbúnaði uppfyllt
Á vefnum www.vidraedur.is stendur: "Opnunarviðmið sem sett var fyrir samningakaflanum um landbúnaðarmál í aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins hefur verið uppfyllt af hálfu íslenskra stjórnvalda. Framkvæmdastjórn ESB óskaði á sínum tíma eftir því að Ísland legði fram ítarlega og tímasetta aðgerðaáætlun um hvernig undirbúningi á sviði landbúnaðar- og dreifbýlisþróunar verður háttað komi til aðildar Íslands að Evrópusambandinu.
Íslensk stjórnvöld luku við gerð áætlunarinnar í júlí s.l. og afhentu framkvæmdastjórn ESB til umfjöllunar. Niðurstaðan er sú að áætlunin er fullnægjandi lýsing á því með hvaða hætti Ísland hyggst haga undirbúningi sínum. Opnunarviðmiðið er því uppfyllt. Samningahópur um landbúnaðarmál vinnur nú að mótun samningsafstöðu"
Lesið meira hér.
18.10.2012 | 08:42
Ólafur Þ. Stephensen um friðarverlaunin og ESB
Í leiðara Fréttablaðsins þann 16.október skrifaði Ólafur Þ. Stephensen um þá staðreynd að friðaverðlaun Nóbels voru veitt Evrópusambandinu fyrir skömmu. Hann ræðir í byrjun meðal annars þá gagnrýni sem komið hefur fram vegna þessa, en segir svo:
"Sumt af þessari gagnrýni ber einkenni þeirrar öfgakenndu og vanþroskuðu Evrópuumræðu sem við erum orðin svo vön; Evrópusambandinu er stillt upp sem einhvers konar andlýðræðislegu og lítt friðelskandi skrímsli. Það er eins og sumir gleymi því að í ESB eru öll nánustu vina- og bandalagsríki bæði Íslands og Noregs, sem eru líkust okkur af löndum heims og við eigum nánust samskipti við. Ef Evrópusambandið er svona vont, hlýtur það að segja sína sögu um jafnnáin samstarfsríki þess eða hvað?
Tímasetning verðlaunaveitingarinnar hefur verið gagnrýnd; að einmitt nú þegar ESB sé í kreppu fái það klapp á bakið fyrir afrek sín í fortíðinni. Staðreyndin er hins vegar að þetta er rétti tímapunkturinn til að minna á stórmerkilegan árangur Evrópusamstarfsins. Þeir sem gera lítið úr honum virðast hafa gleymt því að um aldabil var Evrópa álfa sífellds ófriðar. Friðurinn sem ríkt hefur undanfarna sex áratugi er langt frá því sjálfgefinn.
ESB snýst ekki bara um efnahagsmál. Upprunalegt markmið hinna evrópsku stofnana sem síðar urðu að ESB var að samtvinna efnahagslíf aðildarríkjanna svo rækilega að stríð þeirra á milli yrði óhugsandi. Engum dettur nú lengur í hug að Þýzkaland og Frakkland fari í stríð eina ferðina enn og taki álfuna alla með sér.
ESB gaf síðar ríkjum, sem hafa kastað af sér oki einræðis herforingjastjórna eða kommúnísks alræðis, fyrirheit um efnahagslegan ávinning af samstarfi á forsendum frjáls markaðar, en setti um leið skýr skilyrði um lýðræðislega stjórnarhætti og virðingu fyrir mannréttindum. Fyrir hálfri öld hefði fáa dreymt um að Suður- og Austur-Evrópuríkin yrðu sameinuð Vestur-Evrópuríkjunum í jafnnánu og friðsamlegu samstarfi og raun ber nú vitni."
17.10.2012 | 07:02
NIÐUR MEÐ SKÍTKASTIÐ!
16.10.2012 | 21:17
Við stöndum á tímamótum
Magnús Orri Schram, þingmaður, gaf fyrir skömmu út bókina, Við stöndum á tímamótum, þar sem hann veltir fyrir sér viðfangsefnum stjórnmálanna í víðum skilningi.
Um er að ræða einskona "manifesto" upp á tæpar 140 síður og fer Magnús víða, eins og bent hefur verið á.
Magnús Orri er einn af okkar nýjustu þingmönnum, en hann settist á þing fyrir Samfylkinguna í kjölfar kosninganna árið 2009.
Bókin er lipurlega skrifuð, enda hefur Magnús Orri einnig ritað fjölmargar greinar í dagblöð um málefni líðandi stundar. Veröld gefur út.
16.10.2012 | 20:57
Byggðastefna - byggðamál, hvenær komið þið?
Í áðurnefndri könnun kemur fram að um 80% kjósenda Framsóknarflokks eru á móti aðild og talan er svipuð hjá Sjálfstæðisflokki.
Kannski eru kjósendur "landsbyggðar og bændaflokksins" t.d. svona ánægðir með áherslur flokksins í byggðamálum og byggðastefnu hans?
Það er hinsvegar athyglisvert að í ályktunum flokksins frá síðasta þingi hans í fyrravor er hvorugt þessara orða að finna!
ESB hefur hinsvegar mjög virka byggðastefnu.
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir