16.10.2012 | 20:45
"Cream de la cream" - rjómi rjómans!
Í könnun sem Nei-sinnar Íslands létu gera kemur fram að andstaða við ESB-aðild er mikil. Það er nú kannski ekk skrýtið í ljósi þess að Evrópa er að glíma við verstu efnhagskreppu síðan á þriðja ártug síðustu aldar, en hefur tekist að án þess að til stríðsátaka hafi komið.
Fyrir það fékk sambandið friðarverðlaun Nóbels fyrir skömmu. Það er heldur ekki skrýtið í ljósi þess að ekki er vitað hver niðurstaða aðildarviðræðna verður, því þeim er einfaldlega ekki lokið!
Þeir sem betur mega sín í samfélaginu og njóta rjómans, þurfa kannski ekkert á aðild að halda, hvur veit? Fyrir slíka aðila er kannski hentugt, þægilegt og best að predika andstöðu og boða óbreytt ástand. Eins og sést í fjölmiðlum sem andsnúnir eru aðild.
En fyrir almenning, sem berst við gengissveiflur, verðbólgu, himinháa vexti og vertryggingu lána, er aðild að ESB gríðarlega mikilvægt mál.
Að maður tali ekki um þjóð og atvinnulíf sem býr við gjaldmiðil í höftum. Ástand sem enginn hefur getað slegið tölu á, þ.e. hvað höftin hafa kostað íslenskt atvinnulíf og samfélag. Það er nokkuð sem ENGINN veit! En flestir eru sammála um að kostar samfélagið gríðarlega fjármuni.
Þetta eru kannski stóru spurningarnar í sambandi við ESB-málið, þ.e. hagsmunir almennings en ekki lítilla sérhagsmunahópa, sem lifa ef til vill í einhverjum öðrum veruleika en flest annað fólk.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 20:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.10.2012 | 20:23
Össur um afleik Bjarna Ben
"Skákblinda heitir það, þegar menn leika hroðalega af sér á taflborðinu. Bjarni Benediktsson lék illa af sér fyrir hönd Íslands þegar hann lýsti yfir, að hann vildi slíta aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið.
Tillaga hans gengur þvert á niðurstöðu nýlegrar skýrslu Seðlabankans, sem segir það svart á hvítu að Íslendingar þurfi að velja á milli tveggja kosta í gjaldmiðilsmálum: Halda krónunni í einhvers konar höftum, eða ganga í Evrópusambandið og taka upp evru í bættum herklæðum.
Í því ljósi er beinlínis skaðlegt hagsmunum Íslendinga að taka af landsmönnum þann möguleika að velja á milli þessara tveggja kosta. Það felst þó í stefnu Bjarna."
Á þessum orðum hefst góð grein eftir Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, í FRBL þann 16.10. Lesið nánar hér.
12.10.2012 | 10:33
Friðarverðlaun Nóbels til ESB

Að auki sé það talið Evrópusambandinu til tekna að friðsamlegt sé í álfunni þrátt fyrir margvíslega erfiðleika."
Einhugur var um þetta val í Nóbelsnefndinni, samkvæmt fréttinni.
Evrópusamtökin óska ESB að sjálfsögðu til hamingju með þetta!
11.10.2012 | 19:29
ESB birtir framvinduskýrslu
ESB birti svokallaða framvinduskýrslu um ESB-málið þann 10.oktober um stöðu aðildarsamninganna, þar sem fram kemur að framvinda málsins er í réttum skorðum. Á ensku segir í byrjun tilkynningar:
"The Commission is confident that the EU will be able to present a package for the negotiations which takes Iceland's specificities into account and safeguards the principles and acquis of the EU, allowing also, in due course, for a fully informed decision of the Icelandic people."
ESB lýsir því s.s. yfir að tekið verði tillit til sérstöðu Íslands.
Lesið meira hér
11.10.2012 | 19:24
Jóhann Hauksson á DV-bloggi um loftvarnarmál

Jóhann Hauksson, blaðafulltrúi ríkisstjórnarinnar og DV-bloggari, bloggar um Evrópumál á DV og segir þar meðal annars:
"Hvernig stendur á því að þeir sem hafa hæst um fullveldi og sjálfstæði Íslands og telja sig sjálfskipaða þjóðvarnarmenn sætta sig við að ESB-þjóðir verji lofthelgi Íslands?
Er ekki augljóst að fullveldi okkar og sjálfstæði er einmitt varið af þessum vondu þjóðum? Að fullveldi okkar og sjálfstæði eigum við undir nánum og jákvæðum samskiptum við þessar þjóðir?
Hvernig stendur á því að þessir sömu einangrunarsinnar vilja ekki breyta stjórnarskránni til þess að auðvelda samstarf við Evrópu (ESB) t.d. um eftirlit með losun gróðurhúsalofttegunda eða fjölþjóðlegt eftirlit með bönkum og fjármálastofnunum?
Hvernig vilja þessir einangrunarsinnar búa að ungu fólki sem í vaxandi mæli samsamar sig hópum yifr landamæri og sækir sjálfsmynd sína og lífsviðhorf í gegn um samskipti á netinu sem þekkir engin landamæri yfirleitt?"
10.10.2012 | 19:18
Þráinn Bertelsson um útúrsnúninga og fleira
Eins og svo oft áður fjallar Morgunblaðið í dag um afstöðu VG til aðildarviðræðna við Evrópusambandið, en nokkrir þingmenn flokksins vilja að aðildarviðræðum verði ekki fram haldið á næsta kjörtímabili. Þráinn er ósammála því og vill gefa ferlinu þann tíma sem þarf."
Góður Þráinn!
9.10.2012 | 07:26
Bjarni hræddur um krónuna!
Það er margt skrýtið í kýrhausnum!
Nú óttast formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, um hina sjálfstæðu íslensku mynt, krónuna. Hann óttast að hún geti hrunið vegna væntanlegar afborgana af lánun hjá Landsbankanum og geti sett áætlun um afnám gjaldeyrishafta úr skorðum.
Óneitanlega ekki uppörvandi hugleiðingar helsta talsmanns krónunnar og undirstrikar enn og aftur þær ógöngur sem íslensk gjaldmiðilsmál eru í.
Enda mörg stærstu fyrirtæki landsins löngu farin að gera upp í Evrum eða öðrum traustari gjaldmiðlum en blessaðri krónunni ein og sjá má á umfjöllun hér á blogginu.
Á sama tíma græða fjármálastofnanir á verðbólgu, sem orsakast af krónunni, en almennir lántakendur með verðtryggð lán sjá lán sín bara hækka og hækka. Hve lengi á þetta að vera svona?
8.10.2012 | 22:17
Evrópusambandið og íslensk stjórnsýsla: Málþing
Félag stjórnsýslufræðinga og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála í samstarfi við
Félag forstöðumanna ríkisstofnana og Evrópustofu bjóða til málþings.
Evrópusambandið og íslensk stjórnsýsla:
Hver eru áhrif regluverks ESB og umsóknarferlis Íslands að sambandinu
á íslenskar stofnanir og sveitarfélög?
Fimmtudaginn 18. okt kl. 12-14:15 á Grand hótel Reykjavík.
Hádegisverður frá kl. 12- dagskrá hefst 12:15.
Skráning HÉR Þátttökugjald kr. 5400.-, hádegisverður innifalinn.
Dagskrá:
1. Setning og opnunarávarp. Eggert Ólafsson, formaður Félags stjórnsýslufræðinga.
2. Dr. Anamarija Musa kennari í opinberri stjórnsýslu við lagadeild Háskólans í Zagreb, Króatíu.
Umbætur í stjórnsýslu Króatíu í tengslum við inngöngu landsins í ESB.
3. Dr. Baldur Þórhallsson, prófessor við Stjórnmálafræðideild HÍ.
Evrópuvæðing íslenskrar stjórnsýslu - samanburður við hin Norðurlöndin. Kynning á niðurstöðum rannsóknar.
4. Frá sjónarhóli sveitarfélaga
Eiríkur B. Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga
5. Frá sjónarhóli ríkisstofnana
Kristin Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar
Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar
Eftir framsögur verða panelumræður með frummælendum og með þátttöku Stefáns Hauks Jóhannessonar sendiherra og aðalsamningamanns vegna viðræðna um aðild Íslands að ESB.
Fundarstjóri: Svavar Halldórsson, stjórnmála- og stjórnsýslufræðingur.
Evrópusamruninn hefur haft afgerandi áhrif á þróun íslensks samfélags í gegnum aðildina að Evrópska efnahagsvæðinu á þeim tveimur áratugum sem liðnir eru frá því að Ísland gerðist aðili að EES. Það á ekki síst við um starfsemi og áherslur íslenskrar stjórnsýslu og opinberra stofnana á báðum stjórnsýslustigum. Umsóknarferli Íslands að sambandinu mun hafa í för með sér breytingar á stjórnsýslunni og þá ekki síður kjósi Ísland að ganga í Evrópusambandið.
Á fundinum verður m.a. leitað svara við eftirfarandi spurningum:
1. Að hvaða leyti hefur EES samningurinn, innleiðing regluverks ESB í íslensk lög og umsóknarferli Íslands að ESB haft áhrif á og leitt til breytinga á áherslum og verkefnum íslenskrar stjórnsýslu, hjá ríki, sveitarfélögum og opinberum stofnunum?
2. Hefur það leitt til framfara fyrir starfsemina og málaflokkinn eða haft neikvæð áhrif á þróun starfsins?
3. Hver er reynsla Norðurlandanna?
4. Hver er reynsla ríkis sem fær væntanlega aðild að ESB á næsta ári?
Frummælendur eru dr. Anamarija Musa kennari í opinberri stjórnsýslu við lagadeild Háskólans í Zagreb, Króatíu, en hún hefur í rannsóknum sínum lagt áherslu á að skoða umbætur í opinberri stjórnsýslu í Króatíu í tengslum við aðildarumsókn landsins að ESB.
Þá mun dr. Baldur Þórhallsson, prófessor við Stjórnmálafræðideild HÍ fjalla um niðurstöður umfangsmikillar samanburðarrannsóknar um Evrópuvæðingu stjórnsýslunnar á Norðurlöndum.
Eiríkur B. Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga mun síðan ræða efnið f rá sjónarhóli sveitarfélaga og Kristin Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar og Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar frá sjónarhóli stofnana sinna.
Eftir framsöguerindi verða pallborðsumræður með þátttöku frummælenda, en auk þeirra mun Stefán Haukur Jóhannesson sendiherra og aðalsamningamaður Íslands í aðildarviðræðum við Evrópusambandið taka þátt í pallborði og bregðast við erindum.
Fundarstjóri og stjórnandi pallborðs er Svavar Halldórsson, stjórnmála- og stjórnsýslufræðingur.
Dr. Anamarija Musa sem er sérstakur gestur ráðstefnunnar er kennari við lagadeild Háskólans í Zagreb, Króatíu. Hún er lögfræðingur að mennt og hefur sérhæft sig í stjórnsýslulögum og opinberri stjórnsýslu m.a. með áherslu á Evrópufræði og evrópska stjórnhætti. Hún hefur tekið þátt í mörgum evrópskum verkefnum á sínu rannsóknarsviði og skoðað m.a. Evrópuvæðingu stjórnsýslunnar í Króatíu í tengslum við umsókn landsins að ESB og ritað fjölda greina og bókakafla um þessi efni.
8.10.2012 | 21:54
Stóru fyrirtækin flýja haftakrónuna - fleiri gera upp í Evrum en dollar

"287 félög hafa heimild til að gera upp og semja ársreikning í erlendri mynt fyrir árið 2011. Þetta kemur fram í Tíund, fréttablaði Ríkisskattstjóra. Af þessum félögum gera flest upp í evru og næst flest í bandaríkjadal sem er ólíkt því sem verið hefur.
Þetta er ekki nema lítið brot af heildarfjölda íslenskra félaga en veltutölur þeirra benda þó til að hér sé um mörg stærstu félög landsins að ræða en árið 2010 var heildarvelta þessara félaga um 20,9% af heildarveltu allra íslenskra félaga."
Í frétt fyrir rúmu ári síðan um sama máli, í sama blaði segir:
"Alls hafa 137 félög fengið heimild Ríkisskattstjóra til að gera upp og skila ársreikningum í evrum. Ásókn á síðustu árum hefur verið talsverð. Á árunum 2008 til 2011 hafa 72 félög sótt um og fengið heimild til að færa bókhaldið í evrum, samkvæmt upplýsingum frá Skúla Eggert Þórðarsyni ríkisskattstjóra. Í dag eru fyrirliggjandi hjá Ársreikningaskrá umsóknir fjögurra félaga um að gera upp í evru. Fjögur önnur vilja gera upp í bandarískum dollar.
Á mynd sem fylgir greininni sést að fleiri fyrirtæki gera nú upp í Evrum en dollar, miðað við 2011. Einnig má í raun segja að þau fyrirtæki sem gera upp í dönskum krónum, geri upp í Evrum, þar sem danska krónan er beintengd gengi Evrunnar. Sá fjöldi félaga sem gerir upp í Evrum hefur tvöfaldast frá árinu 2007.
7.10.2012 | 19:43
Klárum aðildarviðræðurnar - fyrir næstu helgi :)
Í yfirlýsingu frá Samstöðu segir: "Þá segir í ályktunum Samstöðu að afar brýnt sé að viðræðum um aðild að Evrópusambandinu ljúki á þessu ári svo þær skyggi ekki á brýn kosningamál í næstu kosningum."
Hvort á að hlæja eða gráta yfir þessu?
Væri ekki lag að klára þetta bara fyrir næstu helgi ? :)
7.10.2012 | 19:31
Tvær áhugaverðar greinar
Tvær áhugaverðar greinar um Evrópumál og gjaldmiðilsmál birtust í vikunni. Í FRBL segir Pawel Bartoszek eftirfarandi:
"Spyrjum okkur einfaldrar spurningar: Er krónan góður gjaldmiðill?
Hvaða kröfur ættum við sem launþegar og neytendur að gera til gjaldmiðils? Tvennt kemur upp í hugann. Í fyrsta lagi ætti að vera hægt að kaupa hluti fyrir gjaldmiðilinn. Í öðru lagi ætti gjaldmiðillinn að vera svipað mikils virði frá einum degi til annars.
Það er líka hægt að spyrja: Hvað er til merkis um að gjaldmiðill sé vondur? Vondir gjaldmiðlar eru gjarnan í frjálsu falli, gagnslausir utan heimalandsins, og stundum hvort tveggja í einu. Sem barn bjó ég í landi með mjög vondan gjaldmiðil. Ekki hélt ég að ég þyrfti að endurtaka þá reynslu á fertugsaldri.
Hver sem vill getur slegið USD to UAH" inn í Google-leitarvélina, til að komast að því hve margar úkraínskar hrívnur sé hægt að fá fyrir einn bandarískan dollara. Google-leitarvélin treystir sér hins vegar ekki til að svara því hve margar íslenskar krónur fáist fyrir dollara.
Hún gerði það einu sinni en hún gerir það ekki lengur. Lái henni hver sem vill.
Krónan fellur þannig á fyrri hluta prófsins. Þökk sé gjaldeyrishöftunum er til dæmis ekki auðvelt að kaupa íbúð í Berlín eða bíl á Ítalíu. Það er ömurlegt. Menn sitja við tölvu allan daginn að reyna að vinna sér inn pening til þess eins að einhverjir stjórnmálamenn og skriffinnar ákveði hverju megi eyða honum í. Og þeir hika ekki við að skipa mönnum að eyða honum á landsvæði sem 0,005% heimsins búa á."
Á vefsíðu Já-Ísland birtist svo grein, sem upprunalega birtist í helgarblaði Fréttatímans þann 5.október, eftir Egil Almar Ágústsson, meistaranema í hagfræði og fjármálum. Hann segir m.a.:"
Í þarsíðustu viku kom út rit Seðlabankans um valkosti í gjaldmiðilsmálum. Þar er í raun komist að þeirri niðurstöðu að aðeins tveir valkostir séu til staðar fyrir Íslendinga. Annað hvort áframhaldandi króna eða evra með inngöngu í Evrópusambandið. Einhliða upptaka er talinn óraunhæf. Enn fremur flækja gjaldeyrishöftin málið. Þau gera það að verkum að sú spurning hvort við getum haldið áfram í EES blandast í málið. Skoðum þessa tvo valkosti og útvíkkum hvað þeir þýða í raun og veru.
Evra með inngöngu í Evrópusambandið
Í samningaviðræðum við Evrópusambandið verður samið um það hvernig ferlið í kringum upptöku evru á Íslandi mun verða. Afnám gjaldeyrishafta verður mikilvægur þáttur í þeim samningaviðræðum og það kann að vera að samningarnir snúist um hvort Evrópusambandið geti hjálpað Íslandi að leysa gjaldeyrishöftin. Endapunkturinn verður að Ísland verði með evru og algerlega án gjaldeyrishafta.
Króna utan EES
Fyrir nokkrum vikum gaf Seðlabankinn út rit um mögulegar varúðarreglur eftir fjármagnshöft. Í raun og veru var Seðlabankinn að segja að hann teldi ekki raunhæft að hafa algerlega frjálsa fjármagnsflutninga meðíslenskri krónu. Í öðrum orðum að gjaldeyrishöft yrðu áfram. Jafnframt hefur skapast ákveðin samstaða í umræðunni um að krónu muni alltaf fylgja einhver höft. Gjaldeyrishöft eru brot á EES samningnum. Þau fara gegn grunnforsendum Evrópusambandsins (Fjórfrelsið) og þar með EES samningsins. Fjórfrelsið er ein mikilvægasta stoð Evrópusambandins. Sú regla sér til þess að innan ESB er frjálst flæði fjármagns, fólks, vöru og þjónustu. Gjaldeyrishöft koma í veg fyrir frjálst flæði fjármagns en þrengja einnig frjálst flæði vöru, þjónustu og fólks.
Ef við ætlum að halda áfram í EES og með krónu þá þyrftum við að semja við Evrópusambandið um varanlega undanþágu frá grunnstoð Evrópusambandsins og EES samningsins (Fjórfrelsinu). Það hlýtur að teljast augljóst að Evrópusambandið mun aldrei samþykkja að land í EES uppfylli ekki grunnstoð samningsins. Þar af leiðandi getur Ísland varla haldið áfram í EES með krónu. Hvort sem við viljum halda áfram eða ekki mun koma sá tímapunktur að við getum ekki verið áfram í EES. Við einfaldlega uppfyllum ekki grunnskilyrðin."
5.10.2012 | 08:15
SAMSTAÐA UM ÞJÓÐARHAGSMUNI - YFIRLÝSING
SAMSTAÐA UM ÞJÓÐARHAGSMUNI:
Mikilvægasta verkefni íslenskra stjórnmála er að tryggja sambærileg lífskjör og í grannlöndum. Við ungu fólki á Íslandi blasir hins vegar framtíð með lægri launum, dýrara lánsfé, minna athafnafrelsi og veikara velferðarkerfi. Þessari framtíðarsýn þarf að breyta.
Fyrirsjáanlegt er að Ísland muni búa við takmarkanir á viðskiptafrelsi um langa framtíð verði ekkert að gert.
Þær hugmyndir sem uppi eru um nýtt form gjaldeyrishafta sýna – svo að ekki verður um villst – að óbreytt staða er óhugsandi og endurskoðun samningsins um Evrópska efnahagssvæðið er óhjákvæmileg.
Stöðu Íslands á innri markaðnum verður að styrkja og jafna samkeppnisstöðu við nágrannalönd. Því er nauðsynlegt að ná breiðri samstöðu um þessi brýnustu markmið:
• Agaða hagstjórn sem samræmi stefnuna í ríkisfjármálum og málefnum atvinnuveganna markmiðinu um fjármálastöðugleika og upptöku nothæfs gjaldmiðils.
• Traustan pólitískan stuðning við efnahagsmarkmiðin og aðildarviðræður við Evrópusambandið. Einungis þannig næst fram eins hagstæður samningur og mögulegt er, sem þjóðin tekur síðar afstöðu til.
• Nýja raunhæfa áætlun um aðildarviðræðurnar með hliðsjón af aðstæðum hér heima og í Evrópu, sem gefur rýmri tíma til að ná samstöðu sem tryggi hagsmuni þjóðarinnar.
• Sú breyting á stjórnarskránni taki gildi sem tryggir að þjóðin geti tekið þessar brýnu ákvarðanir um stöðu Íslands í Evrópu á næsta kjörtímabili.
Ekki er rökrétt að veikja stöðu Íslands með því að loka á einstaka kosti meðan ekki er vitað að aðrir séu færir. Við skorum því á fólkið í landinu að taka höndum saman um öfgalaus viðhorf, að beita áhrifum sínum til að þrýsta á stjórnmálaflokkana og treysta samstöðu um þjóðarhagsmuni, festu í alþjóðasamskiptum og eflingu hagstjórnar á Íslandi. Þannig verða samkeppnishæfni og ásættanleg lífskjör þjóðarinnar tryggð til framtíðar.
Reykjavík, 2. október 2012.
Eftirfarandi skrifuðu undir yfirlýsinguna. Starfsheiti aðeins til glöggvunar, en allir mættu til fundar sem einstaklingar en ekki fulltrúar annarra.
Andrés Magnússon, frkvstj. Samt. Verslunar og Þjónustu
Andrés Pétursson, Alþjóðastofnun HÍ
Ari K Jónsson rektor HR
Árni Gunnarsson, fv. alþm
Árni Oddur Þórðarson, Eyri
Baldur Þórhallsson, HÍ
Benedikt Jóhannesson, frkvstj. Talnakönnunar
Björn Sigurbjörnsson, fv. ráðuneytisstj.
Bolli Valgarðsson, ráðgjafi
Einar Stefánsson, læknir
Ellisif Tinna Víðisdóttir, Thule
Erna Bryndís Halldórsdóttir, lögg. end.
Finnbjörn A. Hermannsson, form. Samiðnar
Finnur Oddsson, frkvstj. Viðskiptaráðs
Friðrik Pálsson, forstj. Hótel Rangá
G.Valdimar Valdimarsson, kerfisfr.
Gísli Hjálmtýsson, frkvstj. Thule
Grímur Sæmundsen, forstj. Bláa lónsins
Guðmundur Gunnarsson, verkalýðsforingi
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ
Gylfi Sigfússon, forstj. Eimskips
Halldór Einarsson, Henson
Halldór Halldórsson, form. Samb. ísl. sveitarfél.
Hanna Katrín Friðriksson, frkvstj. hjá Icepharma
Hannes G. Sigurðsson, aðstfrkvstj. SA
Haraldur Flosi Tryggvason, form. stj. Orkuveitunnar
Helga Valfells, Nýsköpunarsjóði
Helgi Magnússon, iðnrekandi
Hilmar B. Janusson, deildarforseti, HÍ
Hilmar P. Valgarðsson, Eimskipafél.
Hjörleifur Pálsson, Össuri
Jóhann R. Benediktsson HBT International
Jón Ásbergsson, Íslandsstofu
Jón Ingvarsson, lögfr.
Jón Kristjánsson, fv. alþm.
Jón Sigurðsson, fv. form . Framsóknarflokksins
Jón Sigurðsson, Össuri
Karl Steinar Guðnason, fv. alþm.
Kolbeinn Kolbeinsson, Ístaki
Kolbrún Hrund Víðisdóttir frkvstj. 19 hæð og Turninn
Kristín Pétursdóttir, Auði Capital
Kristján Þorsteinsson, Marel
Kristrún Heimisdóttir, lektor
Loftur Árnason, Ístaki
Lúðvík Bergvinsson, fv. alþm.
Magnús Geir Þórðarson, LR
Margrét Guðmundsdóttir, Icepharma
Margrét Kristmannsdóttir, Pfaff
Margrét Frímannsdóttir, fv. form. Alþýðuflokksins
Páll Rafnar Þorsteinsson, stjórnmálafr. KOM
Pétur J. Eiríksson, form. Hörpu
Ragnheiður Kolsoe, þróunarfulltr.
Rannveig Guðmundsdóttir, fv. alþm.
Sigsteinn Grétarsson, Marel
Sigurður Harðarson, Centra
Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir, frkvstj. Já Íslands
Stefán Jón Hafstein, Þróunarsamvinnust.
Stefán Thors, Skipulagsstofun
Svana Helen Björnsdóttir, form. SI
Thomas Möller, Rými
Valgerður Sverrisdóttir, fv. utanríkisráðh.
Vésteinn Ólason, próf.
Vilhjálmur Egilsson, frkvstj. SA
Vilhjálmur Þorsteinsson, fjárfestir
Vilmundur Jósefsson, form. SA
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, alþm.
Þorkell Sigurlaugsson, form. Framtakssjóðsins
Þorsteinn Pálsson, fv. forsætisráðh.
Þórður Harðarson, læknir
Þórður Magnússon, Eyri
Þórður Sverrisson, forstj. Nýherja
Þórunn Sveinbjarnardóttir, fv. ráðh.
Þráinn Þorvaldsson Saga Medica
Þröstur Ólafsson, fv. frkvstj. Sinfóníunnar
Örn Gústafsson, Okkar líf
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 08:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
3.10.2012 | 05:44
Riddarar í bloggheimum

Fyrirsjáanlegt er að Ísland muni búa við takmarkanir á viðskiptafrelsi um langa framtíð verði ekkert að gert.
Þær hugmyndir sem uppi eru um nýtt form gjaldeyrishafta sýna svo að ekki verður um villst að óbreytt staða er óhugsandi og endurskoðun samningsins um Evrópska efnahagssvæðið er óhjákvæmileg.
Stöðu Íslands á innri markaðnum verður að styrkja og jafna samkeppnisstöðu við nágrannalönd. Því er nauðsynlegt að ná breiðri samstöðu um þessi brýnustu markmið:
- Agaða hagstjórn sem samræmi stefnuna í ríkisfjármálum og málefnum atvinnuveganna markmiðinu um fjármálastöðugleika og upptöku nothæfs gjaldmiðils.
- Traustan pólitískan stuðning við efnahagsmarkmiðin og aðildarviðræður við Evrópusambandið. Einungis þannig næst fram eins hagstæður samningur og mögulegt er, sem þjóðin tekur síðar afstöðu til.
- Nýja raunhæfa áætlun um aðildarviðræðurnar með hliðsjón af aðstæðum hér heima og í Evrópu, sem gefur rýmri tíma til að ná samstöðu sem tryggi hagsmuni þjóðarinnar.
- Sú breyting á stjórnarskránni taki gildi sem tryggir að þjóðin geti tekið þessar brýnu ákvarðanir um stöðu Íslands í Evrópu á næsta kjörtímabili.
Ekki er rökrétt að veikja stöðu Íslands með því að loka á einstaka kosti meðan ekki er vitað að aðrir séu færir. Við skorum því á fólkið í landinu að taka höndum saman um öfgalaus viðhorf, að beita áhrifum sínum til að þrýsta á stjórnmálaflokkana og treysta samstöðu um þjóðarhagsmuni, festu í alþjóðasamskiptum og eflingu hagstjórnar á Íslandi. Þannig verða samkeppnishæfni og ásættanleg lífskjör þjóðarinnar tryggð til framtíðar.
Ekki leið hinsvegar á löngu þar til sjálfskipaðir riddarar bloggheima riðu fram á völlinn til þess að gera lítið úr þessu framtaki. Sjálfsagt er það fólk sem hefur lausnir á öllum vandamálum Íslands og hefur ekkert betra að gera en að gera lítið út frumkvæði annarra! Það er kannski einmitt gegn niðurrifsöflum sem þessum, sem framtakinu er beint, hver veit?
(Skjáskot af www.blog.is)
2.10.2012 | 19:30
Ákall um betri umræðu og að ljúka aðildarviðræðum við ESB
Í hópnum er að finna fólk úr flestum flokkum sem eiga sæti á Alþingi og fleiri til. Það sem mun helst brenna á fólkinu er stjórn efnahagsmála annars vegar og hins vegar það að samningaviðræðum við Evrópusambandið verði haldið áfram og samningur úr þeim borinn undir þjóðaratkvæði."
Síðan segir:
"Meðal þeirra sem mættu á fundinn eru Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, Benedikt Jóhannesson, framkvæmdastjóri Heims, Vilmundur Jósepsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, og Þórður Magnússon, stjórnarformaður Eyris. Einnig þau Jón Sigurðsson, Jón Kristjánsson og Valgerður Sverrisdóttir sem öll hafa verið ráðherrar fyrir hönd Framsóknarflokksins. Þá eru á staðnum þau Kristrún Heimisdóttir, fyrrverandi aðstoðarmaður tveggja ráðherra Samfylkingarinnar, Rannveig Guðmundsdóttir og Þórunn Sveinbjarnardóttir, báðar fyrrverandi þingmenn Samfylkingarinnar, og Árni Páll Árnason, núverandi þingmaður Samfylkingar. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ samtaka verslunar og þjónustu, Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, og Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, voru einnig meðal fundargesta."
30.9.2012 | 12:54
Össur um Björn Bjarnason og Evruna - grein á grein ofan
Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, skrifaði skemmtilega grein um gjaldmiðilsmál í FRBL þann 25. september síðastliðinn, sem birtist hér í heild sinni:
"Björn Bjarnason setti nýlega fram snilldarhugmynd um hvernig ætti að losa Íslendinga við krónuna. Björn vill að við gerum tvíhliða samning við ESB um að taka hana upp í gegnum EES-samninginn.
Þetta er flott hjá Birni. Eini gallinn á þessari fínu hugmynd er að hún er sama marki brennd og flest það sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur fram að færa um gjaldmiðilsmálin. Hún er óframkvæmanleg.
Það veit Björn reyndar sjálfur. Hvernig veit ég að Björn veit það? Það veit Björn líka. Hann var nefnilega formaður í frægri Evrópunefnd, sem ég sat í með honum, og hún gaf út stórmerka skýrslu.
Þar var meðal annars fjallað um gjaldmiðilsmálin. Við könnuðum sérstaklega hvort gerlegt væri að taka evruna upp einhliða eða með sérstökum samningum við ESB án aðildar. Niðurstaðan var alveg skýr. Við Björn Bjarnason, og raunar aðrir nefndarmenn, vorum sammála um að þeir möguleikar verða í reynd að teljast óraunhæfir".
Seðlabankinn lagði svo þessa nýjustu hugmynd Björns endanlega til verðskuldaðrar hvílu í skýrslu sinni frá síðustu viku. Þar rökstyður bankinn hví upptaka evru án aðildar að ESB, hvort sem er einhliða eða tvíhliða, er ekki raunhæfur kostur.
Það breytir þó engu um fögnuð minn yfir hugmynd Björns. Þó hún sé óraunhæf að mati bæði Seðlabankans og hans sjálfs eins og hann hugsaði árið 2007, þá sýnir hún aðra og merkilegri þróun hjá einum af hugsuðum Sjálfstæðisflokksins:
Fyrst Björn Bjarnason vill nú taka upp evruna með sínum hætti, þá er vart hægt að gagnálykta annað en hann sé kominn á þá skoðun að Íslendingum sé ekki hald í krónunni til framtíðar. Þar erum við sammála. Við Björn Bjarnason viljum báðir taka upp evruna hann vill bara nota leið sem Seðlabankinn segir óraunhæfa."
Björn Bjarnason brást svo við hér og síðan koma enn ein greinin, eftir Þröst Ólafsson, hagfræðing, í kjölfarið.
Gjaldmiðilsmálin brenna greinilega á mönnum, enda íslenskt samfélag og atvinnulíf í höftum, m.a. vegna gjalsmiðilshruns árið 2008.
Evrópumál | Breytt 2.10.2012 kl. 19:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir