10.10.2011 | 16:48
Á föstudaginn: Lissabon sáttmálinn: Breytingar fyrir smáríki?
Alþjóðamálastofnun og Rannsóknarsetur um smáríki við Háskóla Íslands standa fyrir vikulegri hádegisfundaröð á haustmisseri.
Erlendir fræðimenn kynna rannsóknir sínar. Að auki fléttast inn í fundaröðina málstofur í samvinnu við aðra aðila. Fundirnir fara fram í Odda 201 frá kl. 12-13 á föstudögum í vetur, nema annað sé tekið fram.
Næstkomandi föstudag mun Gunilla Herolf, yfirmaður rannsóknasviðs, Stockholm International Peace Research Institute (SIPRI) í Svíþjóð ræða; Lissabon sáttmálinn: Breytingar fyrir smáríki?
Evrópumál | Breytt 14.10.2011 kl. 08:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.10.2011 | 10:59
"Minni háttar mál" !
Á nafnlausu bloggi sem er mótfallið ESB er færsla sem snýr að aðildarsamningi Íslands og ESB, sem þjóðin á að fá að kjósa um, þegar hann liggur fyrir. Alþekkt er að sterk öfl í íslensku samfélagi VILJA TAKA ÞANN RÉTT AF ÞJÓÐINNI AÐ FÁ AÐ KJÓSA UM HANN.
Úlfar Hauksson, togarasjómaður og stjórnmálafræðingur gerir þetta meðal annars að umræðuefni í hvassri grein í Fréttablaðinu um helgina og leggur þetta upp með skýrum hætti.
En á þessu nafnlausa bloggi er verið að tala um sérlausnir og óhætt er að segja að léttilega sé tekið á málum: "Tímabundnar undanþágur eru þó stundum veittar, svo og sérlausnir um minni háttar mál."
Einmitt! Eiríkur Bergmann Einarsson birti grein um þessi ,,minni háttar mál" í Fréttablaðinu vorið 2008.
Meðal þeirra ,,minni háttar mála" sem hann fjallar um er t.d. landbúnaðarlausn Finna og Svía, sem og sérlausn Möltu varðandi sjávaútveg!!
Einnig fjallar Eiríkur um undanþágur, sem lesa má um hér, en í grein hans segir: "Danmörk og Bretland hafa gengið lengst í fyrirvörum og undanþágum frá reglugerðaverki ESB og virðast jafnvel hafa kerfisbundna stefnu þess efnis að taka ekki þátt á öllum samstarfssviðum ESB. Bæði Bretland og Danmörk eru undanþegin þriðja stigi myntbandalags ESB og þar með frá því að taka upp evruna. Bretland og Írland standa fyrir utan Schengen og Danmörk viðurkennir ekki yfirþjóðlegan rétt Evrópusambandsins á sviði innanríkis- og dómsmála. Danir viðurkenna heldur ekki að ríkisborgararéttur ESB taki framar dönskum ríkisborgararétti og eru einnig undanþegnir varnarstefnu ESB.[i]
Þá má nefna að Danmörk fékk ennfremur sérlausn í sínum aðildarsamningi frá árinu 1973 sem kveður á um að Danir mega viðhalda löggjöf sinni á kaupum útlendinga á sumarhúsum í Danmörku."
En þetta eru að sjálfsögðu allt saman "minni háttar mál" !!
Að slá ryki í augu fólks, í því eru Nei-sinnar sleipastir!
Ps. Um kl. 17.00 í dag var farið að skrifa undir færslurnar á þessu bloggi, sem er víst runnið undan rifjum Ragnars Arnalds, fyrrum formanns Alþýðubandalagsins gamla, frá síðustu öld.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 17:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
9.10.2011 | 09:20
Leiðari Fréttatímans um skuldir og gjaldmiðilsmál
Jón Kaldal, ritstjóri Fréttatímans gerir gjaldmiðilsmál að umræðuefni í leiðara blaðsins helgina 7-9.október (þegar 3 ár voru liðin frá HRUNINU).
Hann bendir á þá staðreynd að áð árunum 2000-2007 jukust skuldir landsmanna við lánastofnanir um 252% og segir það vera ,,sturlaða tölu."
Í lok leiðarans kemur svo Jón að þeirri staðreynd að íslenska krónan sem örmynt, hafði víðtæk áhrif á skuldir landsmanna (sem voru jú með fullt af lánum sem tengd voru við erlendar myntir, innskot, ES-blogg).
Jón segir í lokin: "Skuldir heimilanna hefðu ekki stökkbreyst í verðbólgu og gengisfalli ef hér hefði verið annar gjaldmiðill."
Heyr, heyr!
7.10.2011 | 17:07
Meira um "mútufé" og aðra "vonda" peninga frá ESB!
Andstæðingar ESB segja stöðugt að fjármagn sem Íslendingum standi til boða í sambandi við aðildarumsóknina að ESB, hvort sem það eru svokallaðir IPA-styrkir (sem við sögðum frá í færslum fyrr í vikunni) eða eitthvað annað, sé mútufé.
Ísland á í miklu Evrópusamstarfi á ýmsum sviðum og í þessu samhengi er t.d. fróðlegt að skoða nýlega frétt frá Skagafirði, þar sem sagt er frá nýju (fyrirhuguðu) námi í plast og trefjasmíði við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki. Námið hefur fengið ríflegan styrk frá menntaáætlun ESB, Leonardo, alls 36 milljónir króna. Er þetta mútufé?
Annað svið þar sem ætlað "mútufé" andstæðinga ESB kemur fyrir er fiskeldi, sem t.d. er stundað í Skagafirði og háskólinn að Hólum menntar menn í.
Hér er t.d. áhugavert yfirlit yfir verkefni í fiskeldi við háskólann á Hólum, þar sem Evrópusambandið er nánast alfarið styrktaraðili að, en þessum verkefnum er nú lokið.
Hér eru rannsóknir sem eru í gangi og hér styrkir ESB fjögur verkefni!
Umræðan um "mútufé" frá ESB er afkáraleg!
Myndin er frá Landssambandi fiskeldisstöðva.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 17:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.10.2011 | 12:19
Bergur Ebbi í nýju Akureyrarblaði: Möppudýrin
Á vef JÁ-Ísland er sagt frá nýrri grein eftir Berg Ebba Benediktsson, í nýju blaði á Akureyri, Akureyri-Vikublað:
"Í nýjasta tölublaðinu...birtist skemmtileg grein eftir Berg Ebba Benediktsson, lögfræðing og uppistandara í Mið-Ísland. Greinin ber nafnið Möppudýrin og fjallar um þær hugmyndir sem margt ungt fólk hefur um starfsmenn Evrópusambandsins, eða möppudýrin eins og þeir eru stundum kallaðir.
Í greininni segir meðal annars:
Hver eru annars möppudýrin? Væntanlega starfsfólk Evrópusambandsins. Og hvað gera þessi dýr? Hanga á skrifstofum allan daginn og taka ákvarðanir um hallagráðu banana og leyfilega fituprósentu íslensks lambakjöts, þ.e. ef þau eru ekki of upptekin við að kaupa sér ný grá ullarjakkaföt og borða schnitzel í hádegisverðarboði þar sem jafnframt er rætt um hvernig sé best að arðræna smáþjóðir. Ef bara brot af þessu er satt þá virðist þetta fólk allavega lifa tíu sinnum svalara lífi en ég eða nokkrir vinir mínir."
Öll greinin er á bls. 10 í blaðinu, sem má nálgast hér
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 13:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.10.2011 | 12:14
Aðalfundur Ungra Evrópusinna - 18.október
Á vef ungra Evrópusinna stendur:
"Stjórn Ungra Evrópusinna boðar til aðalfundar þann 18. október næstkomandi. Aðalfundurinn verður haldinn í Skipholti 50a, í húsakynnum Já Ísland, klukkan 20.00.
Við hvetjum fólk til þess að bjóða sig fram í stjórn félagsins með því að senda póst á ungirevropusinnar@ungirevropusinnar.is fyrir klukkan 16.00, mánudaginn 17. október. Lagabreytingatillögur skulu einnig berast fyrir þann tíma.
Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
1. Skýrsla fráfarandi stjórnar
2. Lagabreytingar
3. Kosning til stjórnar
4. Önnur mál/Fjör
Óvæntur gestur flytur stutt erindi. Léttar veitingar í boði."
6.10.2011 | 18:53
Mútur? Varla!
Eins og fram kom hér í færslunni á undan, hafa IPA-styrkir verið til umræðua. Í svari á Evrópuvef H.Í. um þessa styrki segir meðal annars þetta:
"Undirbúningi verkefna sem til greina kæmi að styrkt yrðu á fyrstu landsáætlun IPA 2011 lauk formlega 3. júní síðastliðinn þegar íslensk stjórnvöld sendu framkvæmdastjórn Evrópusambandsins tillögu sína. Að sögn utanríkisráðherra voru öll verkefnin valin með tilliti til þess að þau nýtist óháð aðild að Evrópusambandinu. Ákvörðun verður tekin í nóvember næstkomandi á vettvangi stjórnar IPA þar sem öll aðildarríki sambandsins eiga sæti.
Í þessari tillögu Íslands að IPA-landsáætlun 2011 eru lögð fram alls sjö verkefni:
- Hagstofa Íslands: Endurbætur á gerð þjóðhagsreikninga.
- Matís: Framfylgni reglugerða um matvælaöryggi sem hafa nú þegar verið innleiddar á Íslandi sem hluti af skuldbindingum í EES.
- Náttúrufræðistofnun: Kortlagning vistkerfa og fuglalífs á Íslandi.
- Þýðingamiðstöð: Þýðing á regluverki Evrópusambandsins yfir á íslensku.
- Skrifstofa landstengiliðar: Samræming og miðlun styrkja og uppbygging þekkingar á stuðningi ESB á sviði byggðamála og atvinnuuppbyggingar.
- Fræðslumiðstöð atvinnulífsins: Efling á starfshæfni fullorðinna með litla formlega menntun.
- Háskólafélag Suðurlands: Verkefnið Katla Jarðvangur sem felur meðal annars í sér þróunaráætlun fyrir svæðið kringum Eyjafjallajökul og uppbyggingu á þekkingarsetri um svæðið."
Það er varla hægt að kalla þetta "mútur"!
6.10.2011 | 18:17
Fundur ? Matís og IPA-styrkir
Fréttablaðið sagði frá því í gær að Matís, sem tilheyrir Landbúnaðarráðuneytinu, hafi sótt um 300 milljóna IPA-styrk frá ESB, vegna innleiðingar matvælalöggjafar ESB hér á landi.
Sagt er frá í fréttinni að hæstvirtur ráðherra, Jón Bjarnason, hafi verið á fundinum, en það er samt ekki alveg á hreinu. Það var jafnvel ekki alveg á hreinu hvort fundurinn hefði verið haldinn!
Jón Bjarnason vill að minnsta kosti ekki tjá sig um málið (sem kemur kannski ekki á óvart)!
En hinn ágæti fjölmiðlafulltrúi Jóns Bjarnasonar, Bjarni Harðarson, staðfesti síðan að fundurinn hefði farið fram og að Matís hefði haft frumkvæði að honum.
IPA-styrkir eru til að aðstoða umsóknarrríki til að færa ýmislegt til betri vegar fyrir aðild og Matís hefur einnig fengið aðra styrki frá ESB í metnaðarfull verkefni eins og sjá má hér.
Í leiðara Fréttablaðsins í dag tekur Ólafur Stephensen, ritstjóri, þetta mál fyrir og segir meðal annars:
"Fréttablaðið sagði frá því í gær að Matvælarannsóknir Íslands (Matís), opinbert hlutafélag sem heyrir undir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið, hefði sótt um 300 milljónir króna í svokallaðan IPA-styrk frá Evrópusambandinu. Peningarnir eru ætlaðir til tækjakaupa þannig að Matís geti framkvæmt ýmsar lögbundnar mælingar í þágu matvælaöryggis.
Ný matvælalöggjöf, sem er hluti EES-samningsins, tekur gildi um næstu mánaðamót og það er til að geta uppfyllt skilyrði hennar sem Matís sækir um styrkinn.
Styrkumsóknin er óneitanlega athyglisverð í ljósi þess að Jón Bjarnason landbúnaðarráðherra, sem fer með hundrað prósenta eignarhlut ríkisins í Matís, hafði látið það boð út ganga að stofnanir sem heyrðu undir landbúnaðarráðuneytið ættu að láta það ógert að sækja um IPA-styrki. Ráðherra talaði raunar alls ekki fallega um þessa styrki, kallaði þá andlýðræðislega og "fémútur" á Búnaðarþingi í vor."
Síðar skrifar Ólafur:
"Jón Bjarnason setur sig með öðrum orðum ekki upp á móti því að Matís, sem heyrir undir hann, sæki um IPA-styrkinn. Enda væri það svolítið skrýtið ef ráðherrann færi að reyna að þvælast fyrir því að fyrirtækið gæti uppfyllt skilyrði laga sem hann mælti fyrir sjálfur á Alþingi í fyrravor.
Það væri líka sérkennilegt ef sá maður á Íslandi sem mest og oftast talar um matvælaöryggi (að Haraldi Benediktssyni kannski undanskildum) væri á móti því að gera Matís kleift að sinna þeirri lögbundnu skyldu sinni að mæla til dæmis skordýraeitur og varnarefni í matvælum.
Sömuleiðis hefði það verið furðulegt að ráðherrann hefði sett sig upp á móti þessari styrkumsókn Matís, í ljósi þess að fyrirtækið og forverar þess, rannsóknastofnanir á vegum ríkisins, hafa fengið hundruð milljóna króna í styrki frá Evrópusambandinu frá því að EES-samningurinn tók gildi. Matís sótti á síðasta ári um 25 slíka.
Andstöðuleysi Jóns Bjarnasonar við styrkumsókn Matís afhjúpar hins vegar tal hans um vondu múturnar frá ESB sem innantómt og hræsnisfullt píp. Sem er undirstrikað enn frekar af þeirri staðreynd að sjálfur stýrði Jón einu sinni ríkisstofnun sem sótti um og fékk drjúga ESB-styrki, nefnilega Háskólanum á Hólum. En þá hétu þeir auðvitað ekki mútur."
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 18:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.10.2011 | 21:13
Göran Persson: Evran sterkur gjaldmiðill - sænska/norska krónan geta orðið fyrir árás
Göran Persson, fyrrum fjármálaráðherra og forsætisráðherra Svíþjóðar sagði í sjónvarpsviðtali í gærkvöldi að Evran væri traustur gjaldmiðill og að spákaupmenn gætu vel gert árás á bæði norsku og sænsku krónuna. Þetta væru litlir gjaldmiðlar.´
Persson sagði að svissneski frankinn væri dæmi um lítinn gjaldmiðill sem hefðu þurft að sækja sér skjólí Evruna.
Sviss tengdi fyrir skömmu frankann við Evurna.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 21:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
5.10.2011 | 21:02
Gjaldmiðilsmál: Einhliða upptaka ekki kostur

Kom þetta fram á fundi Árna Páls Árnasonar fyrir efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis í morgun en þar var farið vítt og breitt um stöðu skuldugra heimila og fyrirtækja og ráðherrann spurður spjörunum úr."
Síðar segir: "Sagði Árni Páll að í sínum huga væri ekkert annað í boði fyrir Íslendinga en búa við krónu í höftum eða sækja hratt og örugglega um evruna samhliða aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Aðeins evran veitti litlu myntkerfi það skjól sem nauðsynlegt væri fyrir land og þjóð."
4.10.2011 | 21:52
Dómstóll ESB: Má kaupa íþróttaáskrift hvar sem er í Evrópu!
RÚV birti í kvöld mjög áhugaverða frétt, hún talar fyrir sjálfa sig!
http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4604101/2011/10/04/8/
Réttur neytenda er sterkur í ESB!
4.10.2011 | 18:14
Anna Margrét Guðjónsdóttir: Lán eða ólán?
Anna Margrét Guðjónsdóttir, stjórnarmaður Já-Íslands, skrifar áhugaverða grein um vaxtamál í Fréttablaðið í dag. Þar ber hún saman lán til fasteigna kaupa í Belgíu og hér á landi. Um lánin segir meðal annars í greininni:
"Forsendur eru þær sömu, þ.e. beðið er um 16 milljón króna lán annars vegar og 100.000 evra lán hins vegar með veði í fasteign. 100.000 evrur samsvara tæplega 16 milljónum íslenskra króna miðað við gengi Seðlabanka Íslands sama dag. Lánin eru bæði til 25 ára og í báðum tilvikum er um að ræða fastar mánaðarlegar afborganir á lánstímanum eða 300 afborganir alls.
Báðir bankarnir hafa þann varnagla á að endurskoða vextina að fimm árum liðnum. Samkvæmt skilmálum ING bankans geta þeir þó hvorki hækkað né lækkað um meira en 5% þegar þar að kemur. Ekkert slíkt þak er að finna hjá Arion banka.
Íbúum víðast hvar í Evrópu bjóðast svipuð lánakjör og ING bankinn í Belgíu býður. En þau bjóðast ekki okkur Íslendingum - við verðum að sætta okkur við að borga nokkur hundruð þúsund krónum meira en þeir, á ári hverju, fyrir nákvæmlega sams konar lán. Svo lengi sem við stöndum fyrir utan Evrópusambandið.
Nú er spurt: Hvaða kjör viljum við láta bjóða okkur, börnum okkar og barnabörnum í framtíðinni? Lán eða ólán?"
3.10.2011 | 20:32
Framkvæmdastjórn ESB rannsakar gengis og verðtyggingu
Fram kemur í miðlum í dag að nefnd að vegum Evrópuþingsins hefur fengið erindi frá Íslandi. Á Eyjunni segir að..."Evrópuþingið hafi falið framkvæmdastjórn Evrópusambandsins að rannsaka hvort gengistryggð lán og verðtrygging neytendalána hér á landi brjóti gegn neytendalöggjöf Evrópusambandsins. Að auki vinnur Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, að rannsókn á málinu."
Neytendalöggjöf ESB er ein sú umfangsmesta í heimi og það verður vissulega áhugavert að sjá hvað út úr þessu kemur.
Margrét Tryggvadóttir, þingmaður, gerir þetta að umtalsefni í pistli og Eyjan segir frá þessu.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 20:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
3.10.2011 | 08:46
Andrés Pétursson um gjaldmiðilsmál í Fréttablaðinu
Andrés Pétursson, formaður Evrópusamtakanna skrifar grein í Fréttablaðið í dag um gjaldmiðilsmál. 'i greininni, sem ber yfirskriftina Svisslendingar tengja frankann við evruna, segir meðal annars: "
Andstæðingar aðildar Íslands að Evrópusambandinu hafa ekki bent á neinar raunhæfar leiðir varðandi framtíðarskipan gjaldmiðilsmála á Íslandi. Þeir hafa flestir viðurkennt þau vandamál sem tengjast íslensku krónunni; þ.e. miklar sveiflur í gengi, háa vexti og varnarleysi gagnvart árásum erlendra spákaupmanna. Andstæðingarnir hafa fabúlerað um aðra gjaldmiðla eins og norsku krónuna, svissneska frankann, Bandaríkjadollar eða jafnvel Kanadadollar. Virtir hagfræðingar eins og Ásgeir Jónsson og Gylfi Zoega hafa hins vegar bent á veikleika slíkra úrræða eins og skort á varanlegum bakhjarli fyrir slíkan "gjaldmiðil" og þar að auki væri það gríðarlega dýrt fyrir íslenska ríkið að mynda varasjóð til bakka hann upp.
Staðreyndin er sú að eini raunhæfi valkostur Íslands í gjaldeyrismálum, ef menn vilja ekki evru, er að halda í krónuna með tilheyrandi gjaldeyrishöftum. Færð hafa verið sterk rök fyrir því af mörgum sérfræðingum að með þeirri leið myndum við smám saman dragast aftur úr í lífskjörum miðað við nágrannaþjóðir okkar og einnig að dæma íslenskan almenning til að greiða miklu meira til dæmis í
húsnæðisvexti. Um þetta var meðal annars fjallað í vandaðri skýrslu nefndar Framsóknarflokksins frá árinu 2008 um gjaldmiðilsmál. Þar segir meðal annars:
"Eftir að hafa kynnt sér þau sjónarmið sem hafa verið uppi um gjaldmiðilsbreytingar og kallað á fund sinn hóp sérfræðinga og hagsmunaaðila um málefnið er það skoðun nefndarinnar að það séu fyrst og fremst tveir kostir sem komi til greina.
Annaðhvort að viðhalda krónunni sem framtíðargjaldmiðli og þá með fjölbreyttari framkvæmd peningastefnunnar og stórefldum gjaldeyrisvarasjóði eða með því að taka upp evru sem gjaldmiðil með fullri aðild að peningamálstefnu Seðlabanka Evrópu. Rökin fyrir því að taka upp evruna ef skipt er um gjaldmiðil á annað borð eru m.a. að nýr gjaldmiðill þurfi að endurspegla utanríkisviðskipti þjóðarinnar sem best og vera stór alþjóðlegur gjaldmiðill. Sá gjaldmiðill sem er besti samnefnari þessara þátta fyrir Ísland er evran."
Af einhverjum ástæðum hafa núverandi forystumenn Framsóknarflokksins stungið þessari skýrslu ofan í skúffu. Búið er að fjarlæga tengil í skýrsluna af heimasíðu flokksins og lítið sem ekkert er vísað í hana í umræðum þingmanna flokksins um gjaldmiðilsmál."
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 21:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.10.2011 | 19:42
David Cameron: Bretland áfram í ESB

Cameron sagði Breta ekki geta neitað þeirri staðreynd að tvö sterkustu hagkerfi Evrópu: Þýskaland og Frakkland eigi í nokkrum erfiðleikum og að það valdi miklum áhyggjum."
Síðar segir: "Cameron sagðist ósammála því að Bretland ætti að yfirgefa sambandið. Bretar ættu frekar að beita sér fyrir breytingum innan ESB. Hann sagði ESB vera falið of mikið vald fyrir hönd Bretlands og nauðsynlegt væri að fá eitthvað til baka." Frétt MBL
Þetta er í samræmi við yfirlýsingar William Hague, utanríkisráðherra, þegar hann tók við embætti, en hann sagði þá að Bretland myndi að sjálfsögðu halda áfram í Evrópusamstarfinu.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 19:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir