19.10.2011 | 21:17
Stækkunarstjóri ESB staddur hérlendis
Á Visir.is stendur: "tefan Füle, framkvæmdastjóri stækkunar- og nágrannastefnu ESB, mun á miðvikudag og fimmtudag heimsækja Ísland í fyrsta sinn síðan landið sótti um aðild að Evrópusambandinu. Í heimsókninni mun hann ræða við bæði ráðamenn og hagsmunaaðila um innihald nýútkominnar framvinduskýrslu um Ísland og næstu skref í aðildarferlinu.
Viðræðurnar við Ísland hafa farið vel af stað og ganga vel, enda samstarfið mjög gott," sagði tefan Füle rétt fyrir brottför frá Brussel. Margt í stefnumálum og löggjöf sameinar Ísland og ESB og hagkerfi okkar eru vel samtvinnuð," sagði stækkunarstjórinn um getu Íslands til að standa við skuldbindingar sem fylgja ESB aðild." Öll frétt Vísis
Mbl.is segir einnig frá þessu sem og RÚV.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 21:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.10.2011 | 18:52
Leikhús fáránleikans?
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins ræddi hið svokallað "Plan B" í síðdegisútvarpi Rásar tvö í dag. Í þessu plani (er það góð íslenska hjá þjóðernisflokknum?) er að finna tillögur í efnahagsmálum.
Stjórnandi þáttarins kom inn á gjaldmiðilsmálin og þá sagði Sigmundur að athuga mætti ýmsa kosti í gjaldmiðilsmálu (fyrir utan það að vera með krónuna) og nefndi í því samhengi að taka mætti upp aðra gjaldmiðla, bæði einhliða og tvíhliða. Þeir gjaldmiðlar sem hann sagði menn tala um væru til dæmis Kanadadollar og Norska krónan!
Það er hreint með ólíkindum hvað t.d. hugmyndin um norska krónu er lífsseig hér á landi. Sérstaklega í ljósi þess að Norðmenn eru bara ekkert á því að Ísland taki upp norska krónu! Í frétt á www.visir.is árið 2008(!!) segir:
"Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, telur ekki mögulegt fyrir Íslendinga að taka upp norsku krónuna í stað þeirrar íslensku. RÚV greindi frá.
Forystumenn stjórnarandstöðuflokkanna hafa talað fyrir því að hafnar verði viðræður við Norðmenn um hugsanlegt myntsamstarf."
Sjá menn ekki að þessi hugmynd er fullkomlega óraunhæf?
Og fyrst Kanadadollarinn er svona frábær, af hverju gera þá þau íslensku stórfyrirtæki sem nú gera upp í Evrum, ekki upp í Kanadadollar? Er það kannski vegna þess að viðskiptin eru mest í Evrum og viðskiptasvæðið er mest Evrópa/Evrusvæðið? Til fróðleiks má nefna að árið 2009 flutti Ísland út vörur til Kanada fyrir 6,7 milljarða króna (2,4% af heild). Alls nam útflutningur á vörum og þjónustu þetta árið rúmlega 287 milljörðum. Á vef hagstofunnar segir: "Mest var selt til og keypt frá ESB af þjónustu, 60,4% af útfluttri þjónustu var selt til ESB og 57,9% af innfluttri þjónustu var keypt frá ESB."
Rifjum svo upp þetta hér til "gamans" !
Evrópumál | Breytt 20.10.2011 kl. 10:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.10.2011 | 21:59
Jón Baldvin um "íslensku leiðina" í FRBL
Jón Baldvin Hannibalsson skrifaði grein í Fréttablaðið fyrir skömmu um það sem hann kallar "Íslensku leiðina." Þar fjallar hann um það hvernig Ísland tekst á afleiðingar hrunsins árið 2008. Hann ræðir meðala annars hrun krónunnar:
"Og það var einmitt GENGISHRUNIÐ svo fjarri því að vera lausn vandans sem gerir skuldabyrðina óviðráðanlega. Gengisfelling er pólitísk ofbeldisaðgerð, sem þjónar þeim tilgangi að skera niður lífskjör almennings með verðhækkunum á lífsnauðsynjum. Í tilviki þeirra sem skulda framkallar gengisfelling stökkbreytingu á höfuðstól skuldar og greiðslubyrði. Þess vegna er fjórðungur heimila undir hamrinum. Þess vegna er meirihluti fyrirtækja tæknilega gjaldþrota enn í dag. Þess vegna tórir hagvöxturinn á veiku skari. Þetta er sjálfur efnahagsvandi Íslendinga í hnotskurn. Að kalla þetta hina séríslensku lausn flokkast annað hvort undir efnahagslegt ólæsi eða bara illgirni af verstu sort."
Í lok greinarinnar fjallar Jón um Eistland og aðgerðir þeirra í því efnhagslega brambolti sem margar þjóðir eiga í núna og segir:
"Fyrir skömmu spurði þýskur blaðamaður Toomas Ilves, forseta Eistlands, hvers vegna Eistar sættu sig möglunarlaust við efnahagslegan megrunarkúr (launalækkun og niðurskurð félagslegra útgjalda), sem sendi Grikki trítilóða út í götuvirkin. Í samanburði við nauðungarflutninga Stalíns kippum við okkur ekki upp við hversdaglega erfiðleika. Það er kannski erfiðara ef þú hefur vanist hinu ljúfa lífi of lengi, sagði hann og bætti við: Við þraukuðum til þess að uppfylla skilyrði fyrir upptöku evrunnar. Með gengisfellingu hefðum við leitt allsherjar greiðsluþrot yfir millistéttina, sem er með húsnæðislánin sín í evrum. Við hefðum lagt vaxtarbrodd þjóðfélagsins í rúst.
Er þetta kannski það, sem menn meina með þessu tali um íslensku leiðina: Að leiða allsherjar gjaldþrot yfir millistéttina og að leggja vaxtarbrodd þjóðfélagsins í rúst? Kreppan í Eistlandi var hörð (meiri samdráttur VLF og hærra atvinnuleysi en á Íslandi), svo lengi sem hún varði. En hún var skammvinn. Innviðir þjóðfélagsins stóðust álagið, þ.m.t. gjaldmiðillinn. Hagvöxtur var 8,4% á fyrri helmingi þessa árs. Erlend fjárfesting lætur ekki á sér standa, því að fjárfestar vita, að eignir þeirra verða ekki gengisfelldar, segir Ilves.
En íslenska leiðin? Skuldavandinn er óleystur. Gjaldmiðilsvandinn er óleystur. Gjaldeyrishöftin eru framlengd og erlendar fjárfestingar þar með í biðstöðu. Hagvöxturinn tórir á veiku skari.
Eistar leystu sinn vanda. Við frestum okkar. Er það íslenska leiðin?"
17.10.2011 | 22:18
Opna - loka - sjávarútvegsmál!

Kaflarnir sem nú verða opnaðir fjalla annars vegar um frjálsa för fólks á innri markaði ESB og um hugverkaréttindi. Stefán Haukur Jóhannesson, aðalsamningamaður Íslands í viðræðum við Evrópusambandið, reiknar ekki með erfiðum viðræðum um þessi mál. Þetta séu hvort tveggja kaflar sem falli alfarið undir EES samninginn þannig að Íslendingar séu búnir að taka yfir alla löggjöf ESB á þessum tveimur sviðum. Það séu því engin útistandandi mál í þeim köflum og ekkert um að semja þar."
Búist er við að þessum köflum verði svo lokað sama dag. Öll frétt RÚV
Stöð tvö var einnig með frétt um ESB-málið, sem sneri að opnun kaflans um sjávarútvegsmál, sem samkvæmt heimildum Stöðvar tvö verður opnaður um mitt næsta ár.
Morgunblaðið er einnig með frétt um þetta mál, en þar segir: "
Evrópska fréttastofan Agence Europe hefur eftir íslensku samninganefndinni við Evrópusambandið, að utanríkisráðuneytið vonist til að um mitt næsta ár verði búið að opna alla samningskaflana í aðildarviðræðum Íslands að sambandinu. Sér í lagi kaflana um flóknustu úrlausnarefnin, þ.e. um sjávarútvegs- og landbúnaðarmál.
Samninganefndin segir að ráðuneytið lýsi yfir ánægju með það sem fram kemur í nýrri stöðuskýrslu ESB um umsókn Íslands. Utanríkisráðuneytið fagni skýrslunni sem undirstriki þá staðreynd að Ísland sé að mæta þeim efnahagslegu og pólitísku skilyrðum sem ESB hafi sett svo Ísland geti orðið hluti af ESB.
Það skrið sem sé komið á viðræðuferlið hjá íslensku samninganefndinni muni halda áfram."
Samkvæmt þessu verður kominn fullur þungi í ESB-málið eftir um átta mánuði.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 22:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.10.2011 | 17:09
Þorsteinn Pálsson í Silfri Egils: Reglan um hlutfallslegan stöðugleika tryggir veiðireynslu Íslands
Þorsteinn Pálsson, fyrrum forsætisráðherra, ræddi Evrópumálin í Silfri Egils í dag og kom þar meðal annars fram að reglan um ,,hlutfallslegan stöðugleika" myndi tryggja yfirráð og veiðireynslu Íslands yfir staðbundnum stofnum hér við landið. Þetta var bara eitt af mörgum atriðum sem bar á góma.
Hlusta má á viðtalið hér (í miðju klippunnar).
15.10.2011 | 18:09
Jón Bjarnason vill fund með Brussel!

ESB hefur óskað eftir að íslensk stjórnvöld leggi fram áætlun um hvernig þau ætli að standa að breytingum á stofnunum svo að Ísland geti staðið við þær skuldbindingar sem landið tekur á sig ef landsmenn samþykkja aðildarsamning við ESB."
Eins og fram hefur komið í fréttum hefur ráðuneyti Jóns neitað að gera breytingar á stofnunum og öðru áður en liggur fyrir hvort þjóðin samþykki aðild eða ekki. Þ.e. að halda óbreyttu ástandi.
Að sögn Bjarna Harðarsonar, upplýsingafulltrúa, ráðuneytisins, er markmiðið með fundarbeiðninni að fá skýringar á ákveðnum atriðum í rýniskýrslunni.
13.10.2011 | 20:45
UTN: Rýniskýrsla ESB um byggðamál

· Íslensk stjórnsýsla er lítil og sveigjanleg og til staðar er talsverð reynsla við rekstur og þátttöku í ýmsum áætlunum ESB.
· Viðeigandi löggjöf er að mestu til staðar en styrkja þarf lagagrundvöll á nokkrum sviðum og tryggja að fjárlagagerð á sviði byggðamála taki mið af áætlanagerð til lengri tíma.
· Við framkvæmd byggðastefnunnar ætlar Ísland að nýta núverandi stjórnsýslu eftir því sem kostur er og hafa hana smáa og einfalda í sniðum.
Þróa þarf verklag sem tryggir að reglum ESB um val verkefna og framkvæmd byggðastefnunnar verði fylgt og koma á fót samráðsferli milli ráðuneyta.
· Starfsfólk stjórnsýslunnar er hæft og vel menntað en byggja þarf upp þekkingu vegna framkvæmdar byggðastefnunnar, m.a. á sviði áætlanagerðar, verkefnastjórnunar, eftirlits og mats.
· Efla þarf stjórnun og eftirlit með ríkisútgjöldum þegar kemur að þeim þáttum sem nauðsynlegir eru til framkvæmdar byggðastefnunnar.
Niðurstaða ESB er kynnt með bréfi til íslenskra stjórnvalda."
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 20:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.10.2011 | 20:40
Ísland vel undirbúið fyrir aðildarviðræður við ESB
Í fréttum Stöðvar tvö þann 12.október birtist frétt um ganginn í aðildarviðræðum við ESB og í samtali við Stöð tvö sagði Stefan Füle, stækkunarstjóri ESB að aðild Ísland að EES myndaði góðan grunn fyrir aðildarviðræðurnar.
Þrátt fyrir allt er Ísland vel undirbúið og því ber að klára málið. Það á að kjósa um aðildarsamning!
13.10.2011 | 10:03
Jón Steindór endurkjörinn formaður samtakanna Já-Ísland

Fjölmennur aðalfundur Sterkara Íslands var haldinn á miðvikudagskvöld. Farið var yfir verkefni félagsins á síðasta starfsári og kosið í stjórn og 70 manna framkvæmdaráð. Sterkara Íslands stýrir verkefninu Já Ísland.
Formaður félagsins Jón Steindór Valdimarsson var endurkjörinn en auk hans voru kjörnir í stjórn, Arndís Kristjánsdóttir lögfræðingur, Valdimar Birgirsson í aðalstjórn. Í varastjórn voru kjörin Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir stjórnmálafræðingur og Daði Rafnsson markaðsfræðingur.
Auk þeirra eiga sæti í stjórn, tilnefnd af aðildarfélögum Sterkara Íslands:
Benedikt Jóhannesson fyrir Sjálfstæða evrópumenn.
Andrés Pétursson fyrir Evrópusamtökin.
Anna Margrét Guðjónsdóttir fyrir Evrópuvakt Samfylkingarinnar."
Einni mun í næstu viku bætast við fulltrúi frá Ungum Evrópusinnum, en þá heldur félagið aðalfund.
Á fundinum var einnig skipað í öflugt framkvæmdaráð Já-Ísland.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 13:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.10.2011 | 21:20
Spenna færist í ESB-málið
ESB-málið var á forsíðu Fréttablaðsins í dag enda líklegt að aukin spenna færist í samningaviðræður Íslands og ESB á næstu mánuðum, þegar ,,erfiðu kaflarnir" verða opnaðir. Í frétt FRBL segir:
"Allir kaflar í samningaviðræðum Íslands og Evrópusambandsins verða opnir til umræðu eða lokið um mitt næsta ár, ef óskir Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra ná fram að ganga. Hann ítrekaði þær við Guido Westerwelle, utanríkisráðherra Þýskalands, á fundi í gær og tók sá síðarnefndi vel í þær hugmyndir.
Hans viðbrögð voru að vel væri hægt að hugsa sér að búið væri að opna alla kaflana áður en formennsku Dana lýkur. Hann sagði Íslendinga sýna mikinn metnað í viðræðunum, sem væri gott. Nauðsynlegt væri að hafa skriðþunga og halda mómentinu í málinu. Þeim leist vel á þá stefnu okkar að ljúka málinu undir forystu Dana, segir Össur."
Síðar segir: "Össur segist hafa ítrekað þær óskir sínar að helmingur þeirra kafla sem óopnaðir eru verði kominn til umræðu fyrir áramót og allir kaflarnir áður en Danir láta af forystuhlutverki sínu í ESB, en það gerist á miðju næsta ári. Ríkjaráðstefna með ESB verður næst haldin í desember og þá stendur til að opna fleiri kafla.
Westerwelle lýsti yfir stuðningi Þjóðverja við umsókn Íslendinga og Össur segir það mikilvægt, enda séu Þjóðverjar öflugasta þjóð bandalagsins.
Ráðherrarnir fóru yfir þau mál sem gætu orðið erfið í viðræðunum og mestur hluti samræðnanna snerist um fiskveiðimál og sjávarútveg. Ég kom því sterklega á framfæri að mikilvægt væri að geta opnað þyngstu kaflana sem fyrst, það er að segja þá sem lúta að landbúnaði og sjávarútvegi.
12.10.2011 | 17:42
Fundur um landbúnaðarmál
Fyrsti hádegisfundur vetrarins hjá Evrópuvakt Samfylkingarinnar verður haldinn á Kaffi Sólon, Bankastræti, þriðjudaginn 18. október kl. 12.00.
Með fundinum hefst aftur hádegisfundaröð Evrópuvaktarinnar sem naut mikilla vinsælda sl. vetur. Umræðuefni fundarins að þessu sinni verður áhrif Evrópusambandsaðildar á íslenskan landbúnað. Björn Sigurbjörnsson fyrrv. ráðuneytisstjóri mun segja frá þekkingu og reynslu sinni af regluverki Evrópusambandsins í landbúnaðarmálum og fjalla um áhrif aðildar á íslenskan landbúnað.
Að loknu framsöguerindi verða opnar umræður og eru fundarmenn hvattir til að taka þátt og láta í ljós sínar skoðanir og bera fram fyrirspurnir.
Fundurinn verður haldinn á Kaffi Sólon (efri hæð) í Bankastræti frá kl. 12.00 til 13.00 og er öllum opinn. Að vanda verður hádegisverðurinn á viðráðanlegu verði."
12.10.2011 | 08:51
Krónan Akkilesarhæll?

Við ákváðum að draga tilboð okkar tilbaka þar sem Vegagerðin vildi ekki leyfa okkur að hafa hluta tilboðsins í norskum krónum, segir Frode Nilsen, framkvæmdastjóri LNS. " (Leturbreyting ES-blogg).
Gengur þetta? Hvernig getur nútímaríki búið við þessar aðstæður?
10.10.2011 | 17:26
Írskir bændur dyggir stuðningsmenn ESB, 8 af hverjum 10 styðja aðild

Samkvæmt skoðanakönnuninni er enn mikið traust á Evrópusambandinu og trúir meirihluti þeirra sem tóku þátt í könnuninni, eða næstum þrír á móti hverjum einum, að það sé betra fyrir Írland að vera innan sambandsins en utan þess."
Hér er öll frétt DV, þar sem "krækt" er á frétt í The Irish Times um þetta.
Sátt er um það á Írlandi að aðgangur að mörkuðum ESB fyrir írskar landbúnaðarvörur hefur þýtt stórkostlega hluti fyrir írskan landbúnað.
Um það og fleira sem tengist aðild Írlands að ESB, má lesa hér.
10.10.2011 | 17:17
Margt áhugavert í þættinum Sprengisandi um helgina
Sprengisandur, þáttur Sigurjóns M. Egilssonar, á Bylgjunni, fjallaði næstum allur um "Hrunið" í október 2008 (þið vitið, þegar íslensku bankarnir og krónan hrundu!).
Sigurjón spjallaði meðal annars l við Þorstein Pálsson, fyrrum ráðherra og einn af samningamönnum Íslands gagnvart ESB. Þar kom margt áhugavert fram og margt sem sneri að samskiptum Íslands og Evrópu, gjaldmiðilsmál og fleira.
10.10.2011 | 17:12
Hækkanir hlutabréfa í Evrópu!

Dow Jones-hlutabréfavísitalan í Bandaríkjunum hefur nú hækkað um 2,39 prósent en S&P 500-hlutabréfavísitalan um tæp 2,8 prósent. Þá hefur FTSE-vísitalan í kauphöllinni í London í Bretlandi hækkað um 1,85 prósent það sem af er dags og DAX-vísitalan í Þýskalandi hækkað um 2,68 prósent."
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir