Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008
29.5.2008 | 16:01
Á móti internetinu?
"Að vera á móti evrunni er eins og að vera á móti internetinu!" sagði finnski utanríkisráðherran á norrænni ráðstefnu um Evrópumál í Osló fyrr á þessu ári. Þetta kemur fram í grein Eddu Rósar Karlsdóttur, hagfræðings og forstöðumanns greiningardeildar Landsbankans, sem skrifar mjög beinskeitta grein í ,,Markaðinn" fylgirit Fréttablaðsins í gær. Þar talar hún mjög opinskátt um erfiða stöðu íslensku krónunnar og segir meðal annars:
Hafa þarf í huga að sumir af helstu kostum krónunnar eru ekki þeir sömu og áður. Meðal mikilvægustu raka fyrir sjálfstæðri mynt er að hún getur hjálpað ef stóráföll dynja yfir. Dæmi um slík áföll væri hrun fiskistofna eða náttúruhamfarir sem eyðileggja virkjanir eða önnur framleiðslutæki og kippa þannig stoðunum undan tekjumöguleikum þjóðarinnar. Snörp veiking krónunnar myndi milda mjög afleiðingar slíkra áfalla, með því að bæta samkeppnisstöðu íslenskra fyrirtækja gagnvart erlendum. Nú hafa tímarnir breyst og flest bendir til þess að krónan geti verið sjálfstæð uppspretta stóráfalla. Sviptingar á alþjóðamörkuðum geta valdið gríðarlegum sveiflum í gengi krónunnar og breytt aðgengi fyrirtækja og heimila að fjármagni á einni nóttu. Slíkar sveiflur valda stórskaða. Þær draga þróttinn úr atvinnulífinu, sem aftur kann að draga úr aðgengi Íslands að alþjóðlegum fjármálamörkuðum.
Greinina er hægt að lesa þessari slóð: http://vefblod.visir.is/index.php?s=2056&p=55012
27.5.2008 | 10:48
Viðvarandi skammtímavandi
Jón Steindór Valdimarsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, skrifar góðan leiðara í nýjasta tölublað fréttabréfs SI. Þar ræðir hann meðal annars um hin sérkennilegu rök andstæðinga aðildar Íslands að Evrópusambandið að aðild sé ekki lausn á skammtímavanda þjóðarinnar. Þetta er kallað í rökfræði ,,afvegaleiðing" (red herring á ensku eða Smoke screen) þar sem andstæðingum er borið á brýn ákveðin skoðun og svo eru færð rök gegn þeirri skoðun.
Við sem teljum að aðild Íslands að Evrópusambandinu sé af hinu góða höfum aldrei haldið því fram að þetta sé skammtímalausn heldur fyrst og fremst langtímalausn á miklum sveiflum í íslensku efnhagslífi. Jón Steindór segir meðal annars í leiðara sínum:
Samtök iðnaðarins hafa alla tíð verið óþreytandi að benda á nauðsyn stöðugleika og jafnvægis. Það sé forsenda þess að geta byggt upp alþjóðlegt og samkeppnishæft atvinnulíf og halda því í landinu. Langt er síðan Samtökin hófu að benda á að með því að skipta um umgjörð efnahags- og gjaldeyris mála skapast skilyrði til þess að vinna bug á þessum viðvarandi vanda. Aðild að Evrópusambandinu og upptaka evru er að mati Samtaka iðnaðarins besta leiðin til þess. Það er ekki nein skyndihugdetta sem orðið hefur til á síðustu mánuðum þegar gefið hefur á bátinn. Aðild að ESB er ekki skyndilausn og hún leysir okkur alls ekki undan því að kunna fótum okkar forráð í efnahagsmálum. Hún er hins vegar upphafið að því að losna undan samfelldum skammtímavanda.
Leiðarann er hægt að lesa á vef Samtaka iðnaðarins.
14.5.2008 | 16:15
Úr efnahagsþrengingum í ESB? - Kappræður í HÍ
Mánudaginn 19. maí mun hagfræðideild Háskóla Íslands bjóða til kappræðna um framtíðarstefnu Íslands gagnvart Evrópusambandinu.
"Úr efnahagsþrengingum í ESB?"
Ragnar Arnalds og Þorvaldur Gylfason
Mánudagur 19. maí, 12-13.30
Háskólatorg, Háskóla Íslands, stofa HT- 101
Segja má að þetta sé framhald af fundum Evrópusamtakanna og Heimssýnar á Akureyri og Ísafirði í fyrra en það voru einmitt Þorvaldur Gylfason og Ragnar Arnalds sem rökræddu þessi mál þar.
14.5.2008 | 16:11
Jón Baldvin mundar stílvopnið í Evrópuumræðunni
Ágæta áhugafólk um Evrópumál, Jón Baldvin Hannibalsson skrifar sterka grein í Morgunblaðið í dag. Greinilegt er að gamla utanríkisráðherranum er misboðið með leiðaraskrifum Morgunblaðsins að undanförnu og lætur hann leiðarahöfund fá það óþvegið. Eins og Jóns Baldvins er von og vís mundar hann stílvopnið að snilld og segir hann meðal annars:
Er það boðlegt að bera okkur Evrópusinnum á brýn uppgjöf í sjálfstæðisbaráttunni eða vilja til að afhenda yfirráð yfir auðlindum okkar til embættismanna í Brussel, þótt við viljum endurheimta með samtakamætti alþjóðlegs samstarfs þau áhrif, sem hnattvæðingin hefur fyrir löngu svipt hverja ríkisstjórn fyrir sig. Þetta eru að vísu ekki mín orð. Þetta er orðrétt tilvitnun í leiðara í 24-stundum, aukaútgáfu Morgunblaðsins þann 26. apríl s.l., eftir Ólaf Þ. Stephensen ritstjóra. Og Ólafur bætir við: Alþjóðlegt samstarf sviptir ríki ekki sjálfstæði sínu, enda geta þau hvenær sem er sagt sig frá því ef þau kjósa það." Við þessi orð væntanlegs eftirmanns núverandi ritstjóra Morgunblaðsins hef ég engu að bæta.
Við mælum með því að lesa þessa grein.
9.5.2008 | 09:03
Evrópudagurinn í dag - Samkoma á Hótel Sögu kl.12.00
Í dag er Evrópudagurinn og mikið stendur til hjá Evrópusamtökunum. Í dag kl.12.00-13.30 stöndum við fyrir samkomu á Hótel Sögu í Yale salnum (gamla Skála) og tökum svo þátt í umræðum síðar í dag um öryggismál í Evrópu. Evrópusamtökin munu tilkynna hver hefur hlotið útnefninguna ,,Evrópumaður ársins" fyrir árið 2007. Sérstakur gestur fundarins verður Rina Valeur Rasmussen, framkvæmdastjóri dönsku Evrópusamtakanna. Hún mun fjalla um aukið vægi Evrópuþingsins og hvernig Danir haga sinni pólitík í ljósi þróunarinnar í Evrópu. Í upphafi mun tónlistarmaðurinn Jakob Frímann Magnússon flytja ,,Óð til Evrópu" eins og honum er einum lagið og boðið verður upp á léttan hádegismat.
Síðar í dag taka Evrópusamtökin þátt í áhugaverðri umræðu;
Öryggismál í Evrópu: Er Ísland með?
Málstofa á vegum utanríkisráðuneytisins, Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands og Evrópusamtakanna, föstudaginn 9. maí frá 15:00 til 16:30 í stofu 101 í Lögbergi
8.5.2008 | 10:38
Guðni vekur athygli
Ræða Guðna Ágústssonar formanns Framsóknarflokksins á vorfundi flokksins á laugardaginn og ummæli hans um þjóðatkvæðagreiðslu um Evrópumál hefur vakið töluverða athygli. Baldur Þórhallsson, prófessor við HÍ, skrifaði grein í 24 Stundir í gær og sagði meðal annars
Enn eitt skrefið nær aðildarumsókn að ESB hefur verið stigið. Á ný leiðir gamli bænda- og landsbyggðarflokkurinn Evrópuumræðuna, nú undir forystu Guðna Ágústssonar. Hver hefði trúað því fyrir nokkrum vikum?
Ólafur Stephensen ritstjóri skrifar leiðara um sama mál í dag í 24 Stundir. Hann segir meðal annars:
Tillaga formannsins að leið út úr þeim ógöngum er að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort Ísland eigi að sækja um aðild að ESB, og svo verði aðildarsamningurinn lagður fyrir þjóðina í annarri atkvæðagreiðslu. Guðni er fyrsti flokksformaðurinn, sem leggur þetta til, en forystumenn annarra flokka ættu að hafa ástæðu til að skoða tillöguna með opnum huga. Fyrir því eru margar ástæður. Í fyrsta lagi hefur þeirri skoðun vaxið ásmegin undanfarin ár, að ástæða sé til að nýta kosti beins lýðræðis á Íslandi; leyfa almenningi að kjósa beint um stór mál. Eru mörg mál stærri en þetta? Hvorki andstæðingar né fylgismenn ESB-aðildar hafa ástæðu til að leggjast gegn þessari lýðræðislegu leið; þeir hljóta að hafa nægilega trú á málstað sínum og sannfæringarkrafti.
Við minnum líka á Evrópudaginn á morgun föstudag í Yale salnum (gamla Skála) kl.12.00-13.30.
7.5.2008 | 10:40
Leiðari fréttablaðsins í dag
Þorsteinn Pálsson ritstjóri Fréttablaðsins skrifar ágætan leiðara í dag um sjávarúvegsstefnu Evrópusambandsins. Þar rekur hann kosti og galla þess fyrir sjávarútveg að Ísland gangi í Evrópusambandið. Í lokin segir hann;
Af þessu má ráða að sameiginlega fiskveiðistefnan og erlend fjárfesting gætu falið í sér ákveðið óhagræði og minniháttar áhættu. Með rökum verða þessi atriði hins vegar ekki metin svo þung á vogarskálunum að þau útiloki aðild að Evrópusambandinu og samkeppnishæfu myntsamfélagi sem er sjávarútveginum ekki síður mikilvægt en öðrum atvinnugreinum.
Við minnum líka á fund Evrópusamtakanna á Hótel Sögu í hádeginu á föstudaginn.
6.5.2008 | 17:19
Evrópudagurinn 9. maí
Í tilefni af Evrópudeginum (Schumann deginum) föstudaginn 9. maí halda Evrópusamtökin samkomu á Hótel Sögu frá kl.12.00-13.30. Evrópudagurinn 9 maí er rakinn til svokallaðrar Schuman yfirlýsingar frá árinu 1950. Þann dag klukkan 18:00 lýsti Robert Schuman, þáverandi utanríkisráðherra Frakklands, því yfir að samrunaferli Evrópu væri hafið. Yfirlýsingin leiddi til undirritunar Parísarsáttmálans um kola- og stálbandalag Evrópu um það bil ári síðar. Sex Evrópuþjóðir; Belgía, Frakkland, Holland, Ítalía, Lúxemborg og Þýskaland ákváðu þá að vinna saman að ákveðnum sameiginlegum viðfangsefnum. Síðan hefur samstarf lýðræðisaflanna í Evrópu verið í sífelldri þróun og mótun.
Evrópusamtökin á Íslandi munu þá tilkynna hver hefur hlotið útnefninguna ,,Evrópumaður ársins" fyrir árið 2007. Sérstakur gestur fundarins verður Rina Valeur Rasmussen, framkvæmdastjóri dönsku Evrópusamtakanna. Hún mun fjalla um aukið vægi Evrópuþingsins og hvernig Danir haga sinni pólitík í ljósi þróunarinnar í Evrópu. Í upphafi mun tónlistarmaðurinn Jakob Frímann Magnússon flytja ,,Óð til Evrópu" eins og honum er einum lagið.
Boðið er upp á léttan hádegisverð. Allt áhugafólk um Evrópumál velkomið. Fundurinn er haldinn í samvinnu við Dansk-íslenska félagið á Íslandi.
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir