Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2009

Klaus sáttur - samkomulag milli hans og ESB

Vaclav Klaus-happyVaclav Klaus, forseti Tékklands, er ánægður þessa dagana, en hann fékk í gegn kröfur sínar sem hann setti fram gagnvart Lissabon-sáttmálanum. Þær snerust um atvik sem gerðust í aðdraganda og eftirspili seinni heimsstyrjaldar. ESB og Klaus hafa því náð saman og er það gleðilegt. Þar með aukast líkurnar á því verulega að Lissabon-sáttmálinn verði samþykktur af öllum aðildarríkjum ESB. Um þetta má m.a. lesa í frétt á BBC.


Þýðingin?

jon bjarnasonEins og þeim sem fylgjast með umræðunni er kunnugt um ætlar Jón Bjarnason, sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra að láta þýða spurningalista ESB til Íslands. Ætlunin var m.a. að láta þýða listann úti á landi. Nú er búið að skila svörum við spurningunum til ESB, en þá vaknar kannski sú spurning, hvernig gengur með þýðinguna Jón? Hvað kostar pakkinn og til hvers verður þýðingin notuð?

ESB aðstoðar þróunarlönd

esb-merkiMorgunblaðið birti athyglisverða frétt um framlag ESB til umhverfismála, en í henni segir m.a.:,,Leiðtogar Evrópusambandsins samþykktu í dag í lok tveggja leiðtogafundar í Brussel, samning með skilyrðum, þar sem skilgreint er hvernig aðstoða eigi ríki til að takast á við loftlagsbreytingar. Niðurstaðan varð sú að árið 2020 komi þróunarlöndin til með að  þurfa um 100 milljarða evra á ári til að takast á við loftslagsbreytingar."

Öll fréttin er hér


Hvass Jón í Fréttablaðinu!

Jón KaldalJón Kaldal, ritstjóri Fréttablaðsins skrifar hvassan leiðar í blaðið í dag undir yfirskriftinni,,Krónan er tæki fyrir viðvaninga." Má túlka leiðara Jóns sem andsvar við leiðara MBL frá því í gær, sem mærði krónuna. Eru þessi tveir leiðarar til marks um þær skiptu skoðanir sem eru uppi varðandi minnsta sjálfstæða gjaldmiðil heims. Jón segir m.a.:

,,Það hlálega við aðdáendaklúbb krónunnar er að hann samanstendur af sömu mönnum og þreyttust ekki á að lofsyngja sveigjanleika hagkerfis með eigin mynt. Það átti að vera grunnurinn að velmegun þjóðarinnar. En þau leiktjöld brunnu til ösku síðasta haust. Stefnan að baki þeim skildi íslenska þjóð eftir í sjálfheldu, rúna trausti og virðingu umheimsins. Svo illa er meira að segja komið fyrir krónunni að þegar erlendir kaupendur að fiskinum okkar hafa reynt að greiða fyrir hann með krónum neita útflytjendurnir að taka við slíkri greiðslu. Niður­lægingin er algjör.
Hugmyndafræði sjálfstæðu peningamálastefnunnar varð endan­lega gjaldþrota fyrir ári. Og það í orðsins fyllstu merkingu. Enda er krónan ekki annað en tæki fyrir viðvaninga í efnahagsstjórnun."

Leiðarinn í heild sinni er hér


Jóhann gegn Mogga

johann_haukssonJóhann Hauksson, helsti fréttaskýrandi DV, heldur úti kröftugu bloggi og í dag skrifar hann beitta færslu gegn leiðara Moggans í morgun. Leiðari MBL fjallar um krónuna og má lesa hér og þar er megin þemað sú hugsun að íslenska krónan sé einhverskonar stuðpúði sem nú sé að bjarga íslensku þjóðinni, sé meir að segja að gera kraftaverk!

Þessu er Jóhann ósammála og skrifa sterka færslu á móti MBL og segir m.a.:,,Sögulegt gengisfall krónunnar er jafngild stórfelldri kauplækkun almennra launamanna.  Það endurspeglast í stórfelldum samdrætti í innflutningi.  Neyslusamdráttur fækkar störfum, setur mörg fyrirtæki á hausinn og óvíst er hvort útflutningurinn bætir það upp."

Færsla JH í heild sinni


ESB og smáríkin

kristjan_vigfussonÍ kjölfar mjög áhugaverðs fundar í gær um reynslu Möltu af Evrópusambandinu þá er vert að benda á mjög góðan pistil eftir Kristján Vigfússon kennara og forstöðumann Evrópufræðaseturs við Háskólann í Reykjavík á www.pressan.is

Það er í senn bæði merkilegt en um leið sorglegt að sjá orðræðu margra andstæðinga aðildar Íslands að Evrópusambandinu um áhrif og stöðu smáríkja innan ESB.  Þegar þeim er bent á reynslu smáríkja af veru sinni innan ESB þá er oft gripið til útúrsnúninga eða reynt að gera lítið úr þeim staðreyndum sem liggja fyrir.

Jafnvel er reynt að gera lítið úr þeim sérfræðingum og þeim sem hafa raunverulega reynslu af þessu starfi. Þegar rökleysan er orðin algjör þá er gripið til þess ráðs að segja ,,já, það getur vel verið að það henti þessum þjóðum vel að vera innan ESB og að þau hafa ef til vill áhrif en það hentar ekki Íslendingum!" Hvað getur maður sagt!

En nóg um það. Kristján segir meðal annars í grein sinni.

,,í umræðunni hér á landi eru völd smáríkja innan Evrópusambandsins oft og iðulega afgreidd á mjög léttvægan hátt og fullyrt að smáríki hafi lítil eða engin áhrif og það sama muni gilda um Ísland. Ef grannt er skoðað þá eru formleg völd smáríkja innan Evrópusambandsins veruleg og staðreyndin er sú að stærri ríki Evrópusambandsins hafa í raun samþykkt að smærri ríki hafi meira að segja að teknu tilliti til fólksfjölda og efnahagslegs styrks þegar kemur að áhrifum og ákvarðanatöku. Á sumum sviðum eru völd smáríkja jöfn á við völd stóru ríkjanna vegna neitunarvalds í mikilvægum málaflokkum. Með öðrum orðum gáfu stærri ríkin meira eftir af sínu fullveldi inn í sameiginlegar stofnanir en smærri ríkin."

Öll greinin


Dr. Simon Busuttil: Hef haft mikil áhrif á Evrópuþinginu

Dr. Simon BusuttilÍ viðtali við Dr. Simon Busuttil, á RÚV í kvöld, sagði hann hafa það komið sér á óvart hve mikil áhrif hann hefði haft á Evrópuþinginu. Þetta er algerlega andstætt því sem úrtölumenn um ESB hafa sagt: Að Íslendingar yrðu áhrifalausir innan ESB.

Meira verður fjallað um reynslu Möltu af ESB í VIÐTALINU hjá Boga Ágústssyni um næstu helgi. En hér er frétt RÚV frá því í kvöld.


Mogginn og fiskarnir...

ÞorskurÞað kemur ekki á óvart að með nýjum ritstjórum MBL blása vindar engra breytinga, eins og sést á öðrum leiðara blaðsins í gær, sem allt eins hefði getað verið skrifaður af gamla ritstjóranum, Styrmi Gunnarssyni. Eins og þeir sem sáu "magasín-moggann" um helgina birtist hann þar undir efnisþættinum Af innlendum vettvangi. Styrmir er sem kunnugt er mikill andstæðingur Evrópusambandsins, en hefur hinsvegar ávallt varið íslenska kvótakerfið með kjafti og klóm.

En aftur að leiðaranum, sem fjallar um ESB og fiskveiðimál. Er hér um að ræða viljandi eða óviljandi rangtúlkun MBL á orðum Joe Borg?

Í leiðaranum segir m.a:,, Joe Borg, fiskveiðistjóri framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, viðraði nýlega hugmyndir um að sjávarútvegskerfi sambandsins yrði bylt og tekið yrði upp sóknarmarkskerfi. Í nýlegri ræðu Borg má sjá að hann áttar sig á að innan sambandsins verði ekki allir á eitt sáttir við að bylta kerfinu. Þar kæmu til áhyggjur af því að hinum svokallaða „hlutfallslega stöðugleika“ yrði varpað fyrir róða. Þetta þýðir með öðrum orðum að veiðireynsla hefði ekki lengur þýðingu."

Málið hefur komið til tals hér á landi vegna ummæla spænskra útgerðarmanna þess efnis að þeir vilji breyta kerfinu. MBL birti frétt um málið. Spænskir útgerðarmenn tala hinsvegar ekki fyrir spænsk stjórnvöld og eru ekki fulltrúar þeirra. Rétt eins og LÍÚ hér á landi! Þá er um það einhugur meðal annarra þjóða ESB að halda reglunni um hlutfallslegan stöðugleika.

Sé ræða Borg skoðuð nánar, sést hvað hann hugsar; ,,Some of you may now think “But what about relative stability?” The fact is that you could take today’s relative stability and transform it into effort. In doing so, the rights as apportioned between Member States would not be affected in any way." Veiðiréttindi myndu ekki skerðast samkvæmt Borg!

Það módel sem m.a. hefur verið litið til er kvótaframsals-módelið íslenska og einnig horfir ESB til Nýja-Sjálands.

Í leiðaranum er sagt að þessar hugmyndir hljómi ekki vel í eyrum LÍÚ, en hljóma einhverjar breytingar vel í eyrum LÍÚ?

Hvað með t.d. þá hugmynd að Ísland gæti fengið umtalsverð áhrif á fiskveiðimál innan ESB. Það blasti jú við Norðmönnum á sínum tíma.

Hvað með þá hugmynd að íslenskt hugvit og tækni gæti orðið enn frekari útflutningsvara frá Íslandi til ESB við mögulega aðild?

Í samningaviðræðum við ESB gildir fyrir Íslendinga að setja fram skýrar og afmarkaðar kröfur varðandi fiskveiðimálin og það er mikill misskilningur að Evrópusinnar vilji að Íslendingar missi forræðið yfir fiskveiðilögsögunni.Það er goðsaga!

En fiskveiðimál eru á nokkurs efa málaflokkur þar sem Íslendingar gætu látið mikið til sín taka!

Nú stendur yfir endurskoðun á sjávarútvegsstefnu ESB og á henni að vera lokið árið 2012. Við þá vinnu nýtur ESB aðstoðar Stefáns Ásmundssonar, sérfræðings, en hann hóf störf þar í apríl síðastliðnum

Af hverju skyldi ESB sækjast eftir þekkingu og reynslu okkar?

 


Malta og ESB, á morgun

Malta-ExpMinnum alla áhugamenn á hádegisfund um reynslu Möltu af ESB. Fundurinn er á morgun í Kornhlöðunni og hefst með súpu og brauði kl. 12.00! (dagskrá er að finna í eldri tilkynningu hér á blogginu. Allir velkomnir!

Ps.Smellið á mynd til að fá hana í stóra og aftur til að fá hana í sér glugga.


Evran ,,hliðargjaldmiðill" í Svíþjóð

Euro-CityÞað hefur ekki farið hátt í íslenskum fjölmiðlum (eins og margt annað utan úr heimi) en í Svíþjóð eru í gangi athyglisverðir hlutir með Evruna. Svíar felldu upptöku Evrunnar árið 2003, en upp á síðkastið hafa þær raddir gerst háværari um upptöku hennar. Einn stjórnarflokkanna, Þjóðarflokkurinn vill t.d. stefna að upptöku hennar sem fyrst.

 

Engu að síðar er Evran í notkun í Svíþjóð með opinberum hætt á tveimur stöðum, í borginni Haparanda og í kommúnunni Höganäs.

 

Haparanda er nyrst í Svíþjóð og liggur á landamærum Svíþjóðar og Finnlands, en Finnar tóku eins og kunnugt er upp Evruna þegar hún var innleidd. Það þykir því eðlilegasti hlutur í heimi á þeim bænum að nota Evruna.

 

Höganäs-kommúna er hinsvegar í S-Svíþjóð, tilheyrir Skáni. Í byrjun þessa árs var sett í gang verkefni þess efnis að nota Evruna sem ,,hliðargjaldmiðill” við sænsku krónuna. Sjálfur bærinn Höganäs fékk einnig titilinn ,,Euro-City”. Opinberlega hefur því kommúnan tekið upp Evruna sem gjaldmiðil og rökin eru m.a. þau að þetta geti verið þægilegt fyrir ferðamenn sem koma til staðarins og einnig þá Svía sem koma með Evrur heim úr ferðalögum um Evrusvæðið.

 

Hægt er að nota Evruna til kaupa á vörum og þjónustu, taka út Evrur í hraðbönkum o.s.frv. Þetta er því samvinnuverkefni allra aðila sem koma að verslun og viðskiptum í kommúnunni. Öll verð eru því birt í Evrum og sænskum krónum.

 

Mr EuroSá sem hefur drifið þetta mest áfram er fulltrúi Hægriflokksins í Höganäs-kommúnu, Peter Kovacs, kallaður ,,Mr Euro,” sem jafnframt er formaður bæjarstjórnarinar. Þetta framtak Kovacs hefur m.a. fengið markaðssetningarverðlaun fyrir árið 2009.

Hann vill gera NV-hluta Skánar að ,,Evrusvæði" og hefur fengið tillagan fengið athygli á svæðinu. Um þetta hefur verið fjallað í öðrum kommúnum og m.a. myndi Helsingborg falla inn í þetta svæði. Þar búa um 300.000, eða jafnmargir og á Íslandi.

 

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband