Bloggfærslur mánaðarins, október 2009
23.10.2009 | 12:50
Spurningalisti Íslands afhentur í Brussel
Ísland hefur svarað spurningum ESB um Ísland og hafa svörin verið send til Brussel. Þetta kemur fram í öllum helstu fjölmiðlum landsins. Alls voru spurningarnar um 2500, sem verður í raun að teljast lítið, önnur umsóknarlönd hafa þurft að svara mun fleiri spurningum.
Svörin við spurningunum hafa verið birt opinberlega!
Norðmenn fylgjast einnig með, sjá hér
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 13:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.10.2009 | 17:53
,,Eins og vatn af gæs" (Um leiðara MBL)
Ímyndum okkur ,,senu" í framtíðinni, (sem er kannski ekki alveg út úr kortinu!): Forsætisráðherra Noregs tilkynnti í morgun að olíuvinnslu yrði hætt í Noregi innan þriggja ára. Ástæðan er að olíuauðlindir Norðmanna eru að tæmast.
Allir vita að Norðmenn eru olíuþjóð og olía stendur fyrir um helmingi af útflutningi Norðmanna. En allir vita að olían er ekki óþrjótandi auðlind. Hvað gerist ef olíuna þrýtur. Þetta er ekki bara "sena" sem Norðmenn hræðast, heldur allar olíuþjóðir.
Morgunblaðið gerir það að umfjöllunarefni sínu í dag þá staðreynd að Norðmenn hafi tvisvar sinnum fellt aðild að ESB. En ef verulega myndi á bjáta hjá Norðmönnum, hvert skyldu þeir sækja stuðning? Myndu þeir fara til Rússlands (ekki hefur það gefist Íslandi vel að undanförnu)? Myndu þeir fara yfir til Kanada, eða Bandaríkjanna? Nei,langlíklegast er að þeir myndu sækja til Evrópu.
Leiðarahöfundur (les: Davíð Oddsson) segir í leiðara sínum:,, Áhugi ýmissa á Evrópusambandsaðild Íslands er því beinlínis tengd vanmáttarkennd og vonbrigðum þjóðarinnar. Þær tilfinningar munu smám saman rjátlast af henni og þar með stuðningurinn við Evrópusambandið.
Síðustu skoðanakannanir sýna að sjálfstraust þjóðarinnar er aðeins að styrkjast og þegar það gerist mun sá hræðsluáróður, sem nú er stundaður hér á landi af þeim sem síst skyldi, hrökkva af henni eins og vatn af gæs."
Fyrst má kannski benda á að það hefði átt að standa ,,tengdur" því áhugi er karlkyns orð, en hvað um það.
Það er hinsvegar áhugavert að velta fyrir sér hvaða vonbrigði leiðarahöfundurinn er að tala um. Skyldi það vera vonbrigði með þá efnahagsstefnu sem ritstjórinn stóð fyrir sem forsætisráðherra og þann skefjalausa ný-líberalisma a la Thathcher og Ronald Reagan (Trickle-down-economy), sem hér hefur ríkt, allt fram að hruni.
Svo gefur leiðarahöfundur sér að þetta muni bara ,,rjátla af fólki" og fólk muni vakna eins og eftir vondan draum.
Hann gleymir því hinsvegar að hér býr fólk sem trúir á hina evrópsku hugsjón og hugsjónir sem tengdar eru samvinnu Evrópuríkja. Trúir á að Ísland tilheyri með eðlilegum hætti því evrópska samfélagi sem þar er að finna! Það trúir því líka að Ísland þurfi að finna sér stað í heimskerfinu í kjölfar hruns kommúnismans og þeirra gríðarlegu breytinga sem það hafði í för með sér. Heimsmyndin er gjörbreytt.
Síðan er talað um hræðsluáróður og að hlutir muni hrökkva af þjóðinni eins og ,,vatn af gæs." Þetta er bara ekki svona einfalt. Og ef hræðsluáróður er að finna hjá Evrópusinnum, þá eru þeir svo sannarlega ekki einir um það. Andstæðingar hafa t.d. líka verið duglegir við að spá endalokum íslensks landbúnaðar o.s.frv. Slíkt hefur hvergi gerst í Evrópulandi, sem gerst hefur aðili að ESB! Þetta veit leiðarahöfundur MBL.
Hér með er leiðarahöfundi bent á greinasafn Evrópusamtakanna á www.evropa.is. Er þar að finna mikinn hræðsluáróður?
Hann á kannski fylgismenn sem trúa því að þetta sé svona einfalt, að þetta "ESB-rugl" muni bara ,,rjátla af" fólki. En þetta er ekki svona einfalt. Ekki heldur hjá Norðmönnum!
21.10.2009 | 16:56
Malta og ESB - hádegisfundur
Ágæta áhugafólk um Evrópumál, Evrópusamtökin og Rannsóknasetur um smáríki við Háskóla Íslands standa fyrir opnum fundi um Möltu og Evrópusambandið.
Fundurinn verður í Kornhlöðunni (bakvið Lækjarbrekkku í Bankastræti 2), þriðjudaginn 27.október, kl. 12. Boðið verður upp á súpu og brauð.
Frummælendur eru tveir sérfræðingar frá Möltu sem hafa mikla reynslu af samskiptum við Evrópusambandið; Dr. Simon Busuttil og Dr. Roderic Pace, stjórnmálafræðiprófessor við Möltuháskóla.
Busuttil er Evrópuþingmaður og var í forsvari fyrir upplýsingamiðstöð um Evrópumál í aðildarviðræðum Möltu og ESB. Hann er talinn hafa staðið sig með eindæmum vel og t.a.m. komu Maltverjar mjög vel út úr könnun um þekkingu á ESB sem talið er að megi rekja til starfa miðstöðvarinnar. Professor Pace er stjórnmálafræðiprófessor við Háskólann á Möltu og hefur m.a. kennt við sumarskólann Háskóla Íslands. Þeir unnu báðir í samninganefnd Möltu á sínum tíma.
Dagskráin er svona:
Malta and the EU: Expectations and Experience
Malta og Evrópusambandið: Væntingar og reynsla
The Influence of a Small New EU Member State
Dr. Simon Busuttil, Evrópuþingmaður Heimasíða hans
Adapting to the EU: The Case of Malta
Roderick Pace, stjórnmálafræðiprófessor við Möltuháskóla
Fundarstjóri er Hanna Katrín Friðriksson, MBA.
Evrópumál | Breytt 22.10.2009 kl. 11:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.10.2009 | 11:21
Geilíska samþykkt innan ESB
Evrópusambandið hefur samþykkt að þeir sem tali skoska geilísku geti notað hana í opinberum samskiptum innan ESB.
Fyrst tungumál eins og skoska geilískan, sem í raun sárafáir tala enda nota í reynd allir ensku í sínum samskiptum við yfirvöld í Skotlandi, fær svona sess í ESB-kerfinu er lítil ástæða til að hafa áhyggjur af stöðu íslenskunnar ef til ESB aðildar kemur. Þetta getur varla talist vera að ganga á rétt smáríkja, eins og sumir hafa verið að gefa í skyn hér á landi.
Sjá meðfylgjandi frétt á BBC.
Bendum einnig á áhugaverða fréttaskýringu á BBC um stöðu smáríkja. Þar er töluvert fjallað um Ísland.
Fyrir áhugamenn um Geilísku
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 11:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.10.2009 | 20:21
Vel heppnaðir fundir fyrir Norðan
Evrópusamtökin, í samvinnu við áhugafólk um Evrópumál, stóðu fyrir tveimur fundum á Norðurlandi fimmtudaginn 15. október og föstudaginn 16. október 2009. Frummælandi á báðum fundunum var Jón Sigurðsson fyrrverandi ráðherra og seðlabankastjóri. Fyrri fundurinn var á Akureyri en sá síðari á Húsavík.
Fundurinn á Akureyri var haldinn á Hótel KEA og var settur upp í námsskeiðsformi. Jón fór almennt yfir stöðu Evrópumála í fyrri hluta erindis síns. Í síðari hlutanum fjallaði hann um sértæk málefni eins og sjávarútvegs-, landbúnaðar- og gjaldmiðilsmál. Hátt í 30 manns mættu á þetta námskeið og er það mjög gott því þetta var fjögurra tíma námskeið. Mjög góður rómur var að gerður að erindi Jóns enda maðurinn hafsjór af fróðleik um þessi mál og öfgalaus í málflutningi sínum.
Á Húsavík stóð Atvinnuþróunarfélag Húsavíkur að fundinum með Evrópusamtökunum. Fundurinn var haldinn í hádeginu og mættu þar 25 manns. Einkum var ánægjulegt að margar konur létu sjá sig en þær voru frekar fáar á fundinum á Akureyri. Fundurinn var fjörugur og var Jón mikið spurður út í atvinnumál og hugsanlega ESB aðild. Á báðum fundunum lagði Jón áherslu á að Evrópusambandsaðild væri ekki allsherjarlausn á öllum vandamálum Íslendinga. Það væri hins vegar rökrétt framhald af þeirri stefnu sem íslensk stjórnvöld hafa fylgt í utanríkisviðskiptamálum Íslendinga allt frá EFTA aðildinni árið 1970.
Gjaldmiðilsmálin voru Jóni einkar hugleikin á fundunum enda telur hann að einungis þrír möguleikar séu fyrir hendi. Í fyrsta lagi að hafa gömlu krónuna með viðeigandi höftum. Í öðru lagi að taka upp dollar einhliða með miklum kostnaði við gjaldeyrisvarasjóð. Í þriðja lagi að sækja um aðild að ESB og taka upp evru í samvinnu við Evrópska seðlabankann. Öllum þessum leiðum fylgja bæði kostir og allar og fór Jón yfir það á mjög yfirvegaðan hátt.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 20:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.10.2009 | 18:09
Bakkar Klaus?
Margt bendir nú til þess að hinn 68 ára gamli forseti Tékklands, Vaclav Klaus, sé að skipta um skoðun varðandi Lissabon-sáttmálann. Hann hefur staðfastlega neitað að skrifa undir hann, en nú virðist s.s. eitthvað vera að gerast hjá karli. Ástæðan er þessi (á ensku):
,,The train carrying the treaty is going so fast and it's so far that it can't be stopped or returned, no matter how much some of us would want that. I cannot and will not wait for British elections, unless they hold them in the next few days or weeks."
Hann virðist s.s. vera kominn á þá skoðun að ferlið sé hreinlega og langt gengið til þess að hægt sé að stoppa það og hann geti ekki beðið eftir nýjum breskum kosningum. Leiðtogi breskra íhaldsmanna, David Cameron, er líklegur sigurvegari næstu kosninga og er hann efasemdarmaður um ESB. Hann hafði lofað þjóðaratkvæði um sáttmálann, í kjölfar kosninga, en dró svo í land með það.
Vera má að ákvörðun Klaus hafði með staðfestingu Pólverja að gera, sem skrifuðu undir Lissabon-samninginn um daginn, það er þó ekki staðfest. Klaus á þó eftir að skrifa undir samninginn.
Klaus er með ákveðnar hugmyndir í þessum efnum. Hann vill t.d. ekki að Þjóðverjar, sem reknir voru frá Súdeta-hérðuðunum í þáverandi Tékkóslóvakíu, eftir seinni heimsstyrjöld, geti sótt skaðabætur. Þjóðverjar réðust inn í Tékkóslóvakíu árið 1938.
Þá hefur hópur öldungardeildarþingmanna í Tékklandi vísað Lissabon-sáttmálanum til stjórnlagadómstóls, en þeir telja hann brjóta í bága við stjórnarskrá landsins. Úr þessu verður skorið eftir eina viku.
Annar Vaclav, Havel að eftirnafni og fyrrum forseti Tékklands lýsti í gær framferði Klaus sem óábyrgu og að þetta myndi skaða ímynd Tékklands: ,,I am very sorry about this, because it is hurting the name of the Czech Republic in Europe, said Mr Havel, who was regularly imprisoned and saw his work banned under communism, before being swept to the presidency by the pro-democracy Velvet Revolution 20 years ago.
Its irresponsible and dangerous, but I strongly believe that the treaty will be ratified by the end of the year, he added." (sjá: Irish Times)
Aðrar heimildir: Bloomberg News og Spectator
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 21:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.10.2009 | 22:35
Pressan á siglingu: Ólafur og orrustan um Ísland
Vefmiðillinn Pressan hefur verið að sækja í sig veðrið samkvæmt vefmælingum (sjá www.modernus.is). Þar er að finna ágætis penna úr ýmsum áttum og er umræðan oft hin fjölbreyttasta.
Ólafur Arnarson er s.k. ,,Pressupenni" og fer þar á stundum mikinn. Undanfarna daga hefur birst eftir hann greinaröð sem hann kallar ,,Orrustan um Ísland."
Í fyrstu tveimur hlutunum fjallar hann mikið um aðdraganda ritstjóraskipta Morgunblaðsins, sem jú hafa vakið þjóðarathygli.
Og þetta tengist m.a. Evrópumálum hér á íslandi, á því er enginn vafi, MBL hefur tekið U-beygju í þeim efnum með tilkomu Davíðs og Haralds.
Fyrir þá sem vilja kynna sér skrif Ólafs er bara að smella á tenglana:
(Mynd: www.pressan.is)
Evrópumál | Breytt 17.10.2009 kl. 10:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.10.2009 | 21:49
Góð einkunn Íslands - MBL
Morgunblaðið birti frétt þess efnis að Ísland fái góða einkunn frá Olli Rehn, stækkunarstjóra ESB. Vitnað er í nýja skýrslu ESB um þau ríki sem nú hafa sótt um aðild að ESB. Orðrétt segir í fréttinni: ,,Þar kemur fram að Ísland byggi á langri lýðræðishefð og hafi í gegnum evrópska efnahagsbandalagið tekið upp stóran hluta laga sem gilda hjá ESB. Jafnframt sé Íslandi aðili að Schengen landamærasamstarfinu.
Ísland sé mikilvægur liðsmaður ESB í málefnum Norðurslóða og hjá ESB sé verið að vinna að undirbúningi að aðildarviðræðum við Ísland."
Heimild fréttarinnarer fréttasíðan EurActiv, en þar kemur einnig fram að ESB sé að skipta um áherslur varðandi mat á umsóknum ríkja, á þann hátt að meira tillit verði tekið til aðstæðna í hverju ríki fyrir sig. Með þessu sýnir því ESB umsóknarríkjum meiri sveigjanleika og metur hvert ríki fyrir sig, aðstæður og svo framvegis. Kemur slíkt ekki Íslandi til góða?
15.10.2009 | 08:51
Raunsær lögmaður Færeyinga vill nálgast ESB/EFTA
Lögmaður Færeyinga, Kaj Leo Johannesen, var í opinberri heimsókn hér í vikunni. Hann hefur áhuga á að Færeyingar nálgist ESB og EFTA. Hann segir það vera pólitíska nauðsyn fyrir Færeyinga að taka þessi mál til skoðunar og. Verður að segjast eins og er að á þessari stuttu frétt á RÚV má skynja að hér sé raunsæismaður á ferðinni, sem leggur kalt hagsmunamat á hlutina.
Fréttin í heild sinni er hér og sennilega er hún klippt út úr komandi þætti VIÐTALSINS hjá Boga Ágústssyni.
14.10.2009 | 21:19
Ísland og Króatía í samfloti inn í ESB?
Hið virta danska dagblað, Berlingske Tidende, hefur eftir Olli Rehn, stækkunarmálastjóra ESB, að mögulega geti Ísland og Króatía gerst aðilar að ESB á svipuðum tíma. Þetta kemur einnig fram í frétt á www.visir.is
Þar segir m.a.: ,,Það er mögulegt að mat á Íslandi verði tilbúið fyrir jól," segir Rehn. Hann staðhæfir jafnframt að Ísland eigi efnahagslega samleið með Evrópusambandinu. Um leið og við erum viss um að Króatía og Ísland eru tilbúin, ættu þau að fá inngöngu. Ef þau eru tilbúin fyrir inngöngu á um það bil sama tíma - ef munurinn er einungis fáeinir mánuðir - þá er það mikilvægt fyrir Evrópusambandið að þau fái inngöngu á sama tíma..."
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir