Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, október 2009

Spurningalisti Íslands afhentur í Brussel

?Ísland hefur svarađ spurningum ESB um Ísland og hafa svörin veriđ send til Brussel. Ţetta kemur fram í öllum helstu fjölmiđlum landsins. Alls voru spurningarnar um 2500, sem verđur í raun ađ teljast lítiđ, önnur umsóknarlönd hafa ţurft ađ svara mun fleiri spurningum.

Svörin viđ spurningunum hafa veriđ birt opinberlega!

Norđmenn fylgjast einnig međ, sjá hér


,,Eins og vatn af gćs" (Um leiđara MBL)

BorpallurÍmyndum okkur ,,senu" í framtíđinni, (sem er kannski ekki alveg út úr kortinu!): Forsćtisráđherra Noregs tilkynnti í morgun ađ olíuvinnslu yrđi hćtt í Noregi innan ţriggja ára. Ástćđan er ađ olíuauđlindir Norđmanna eru ađ tćmast.

Allir vita ađ Norđmenn eru olíuţjóđ og olía stendur fyrir um helmingi af útflutningi Norđmanna. En allir vita ađ olían er ekki óţrjótandi auđlind. Hvađ gerist ef olíuna ţrýtur. Ţetta er ekki bara "sena" sem Norđmenn hrćđast, heldur allar olíuţjóđir.

Morgunblađiđ gerir ţađ ađ umfjöllunarefni sínu í dag ţá stađreynd ađ Norđmenn hafi tvisvar sinnum fellt ađild ađ ESB. En ef verulega myndi á bjáta hjá Norđmönnum, hvert skyldu ţeir sćkja stuđning? Myndu ţeir fara til Rússlands (ekki hefur ţađ gefist Íslandi vel ađ undanförnu)? Myndu ţeir fara yfir til Kanada, eđa Bandaríkjanna? Nei,langlíklegast er ađ ţeir myndu sćkja til Evrópu.

Leiđarahöfundur (les: Davíđ Oddsson) segir í leiđara sínum:,, Áhugi ýmissa á Evrópusambandsađild Íslands er ţví beinlínis tengd vanmáttarkennd og vonbrigđum ţjóđarinnar. Ţćr tilfinningar munu smám saman rjátlast af henni og ţar međ stuđningurinn viđ Evrópusambandiđ.

Síđustu skođanakannanir sýna ađ sjálfstraust ţjóđarinnar er ađeins ađ styrkjast og ţegar ţađ gerist mun sá hrćđsluáróđur, sem nú er stundađur hér á landi af ţeim sem síst skyldi, hrökkva af henni eins og vatn af gćs."

Fyrst má kannski benda á ađ ţađ hefđi átt ađ standa ,,tengdur" ţví áhugi er karlkyns orđ, en hvađ um ţađ.

Ţađ er hinsvegar áhugavert ađ velta fyrir sér hvađa vonbrigđi leiđarahöfundurinn er ađ tala um. Skyldi ţađ vera vonbrigđi međ ţá efnahagsstefnu sem ritstjórinn stóđ fyrir sem forsćtisráđherra og ţann skefjalausa ný-líberalisma a la Thathcher og Ronald Reagan (Trickle-down-economy), sem hér hefur ríkt, allt fram ađ hruni.

Svo gefur leiđarahöfundur sér ađ ţetta muni bara ,,rjátla af fólki" og fólk muni vakna eins og eftir vondan draum.

Hann gleymir ţví hinsvegar ađ hér býr fólk sem trúir á hina evrópsku hugsjón og hugsjónir sem tengdar eru samvinnu Evrópuríkja. Trúir á ađ Ísland tilheyri međ eđlilegum hćtti ţví evrópska samfélagi sem ţar er ađ finna! Ţađ trúir ţví líka ađ Ísland ţurfi ađ finna sér stađ í heimskerfinu í kjölfar hruns kommúnismans og ţeirra gríđarlegu breytinga sem ţađ hafđi í för međ sér. Heimsmyndin er gjörbreytt.

Síđan er talađ um hrćđsluáróđur og ađ hlutir muni hrökkva af ţjóđinni eins og ,,vatn af gćs." Ţetta er bara ekki svona einfalt. Og ef hrćđsluáróđur er ađ finna hjá Evrópusinnum, ţá eru ţeir svo sannarlega ekki einir um ţađ. Andstćđingar hafa t.d. líka veriđ duglegir viđ ađ spá endalokum íslensks landbúnađar o.s.frv. Slíkt hefur hvergi gerst í Evrópulandi, sem gerst hefur ađili ađ ESB! Ţetta veit leiđarahöfundur MBL.

Hér međ er leiđarahöfundi bent á greinasafn Evrópusamtakanna á www.evropa.is. Er ţar ađ finna mikinn hrćđsluáróđur?

Hann á kannski fylgismenn sem trúa ţví ađ ţetta sé svona einfalt, ađ ţetta "ESB-rugl" muni bara ,,rjátla af" fólki. En ţetta er ekki svona einfalt. Ekki heldur hjá Norđmönnum!


Malta og ESB - hádegisfundur

H.Í.Ágćta áhugafólk um Evrópumál, Evrópusamtökin og Rannsóknasetur um smáríki viđ Háskóla Íslands standa fyrir opnum fundi um Möltu og Evrópusambandiđ.

Fundurinn verđur í Kornhlöđunni (bakviđ Lćkjarbrekkku í Bankastrćti 2), ţriđjudaginn 27.október, kl. 12. Bođiđ verđur upp á súpu og brauđ.

Frummćlendur eru tveir sérfrćđingar frá Möltu sem hafa mikla reynslu af samskiptum viđ Evrópusambandiđ; Dr. Simon Busuttil og Dr. Roderic Pace, stjórnmálafrćđiprófessor viđ Möltuháskóla.

Busuttil er Evrópuţingmađur og var í forsvari fyrir upplýsingamiđstöđ um Evrópumál í ađildarviđrćđum Möltu og ESB. Hann er talinn hafa stađiđ sig međ eindćmum vel og t.a.m. komu Maltverjar mjög vel út úr könnun um ţekkingu á ESB sem taliđ er ađ megi rekja til starfa miđstöđvarinnar. Professor Pace er stjórnmálafrćđiprófessor viđ Háskólann á Möltu og hefur m.a. kennt viđ sumarskólann Háskóla Íslands. Ţeir unnu báđir í samninganefnd Möltu á sínum tíma.

Dagskráin er svona:

Malta and the EU: Expectations and Experience
Malta og Evrópusambandiđ: Vćntingar og reynsla

The Influence of a Small New EU Member State
Dr. Simon Busuttil, Evrópuţingmađur  Heimasíđa hans 

Adapting to the EU: The Case of Malta
Roderick Pace, stjórnmálafrćđiprófessor viđ Möltuháskóla

Hanna Katrín FriđriksdóttirFundarstjóri er Hanna Katrín Friđriksson, MBA.


Geilíska samţykkt innan ESB

SkotarEvrópusambandiđ hefur samţykkt ađ ţeir sem tali skoska geilísku geti notađ hana í opinberum samskiptum innan ESB.

Fyrst tungumál eins og skoska geilískan, sem í raun sárafáir tala enda nota í reynd allir ensku í sínum samskiptum viđ yfirvöld í Skotlandi, fćr svona sess í ESB-kerfinu er lítil ástćđa til ađ hafa áhyggjur af stöđu íslenskunnar ef til ESB ađildar kemur. Ţetta getur varla talist vera ađ ganga á rétt smáríkja, eins og sumir hafa veriđ ađ gefa í skyn hér á landi.

Sjá međfylgjandi frétt á BBC.

Bendum einnig á áhugaverđa fréttaskýringu á BBC um stöđu smáríkja. Ţar er töluvert fjallađ um Ísland.

Fyrir áhugamenn um Geilísku


Vel heppnađir fundir fyrir Norđan

Jón Sigurđsson Evrópusamtökin, í samvinnu viđ áhugafólk um Evrópumál, stóđu fyrir tveimur fundum á Norđurlandi fimmtudaginn 15. október og föstudaginn 16. október 2009. Frummćlandi á báđum fundunum var Jón Sigurđsson fyrrverandi ráđherra og seđlabankastjóri. Fyrri fundurinn var á Akureyri en sá síđari á Húsavík.

Fundurinn á Akureyri var haldinn á Hótel KEA og var settur upp í námsskeiđsformi.  Jón fór almennt yfir stöđu Evrópumála í fyrri hluta erindis síns. Í síđari hlutanum fjallađi hann um sértćk málefni eins og sjávarútvegs-, landbúnađar- og gjaldmiđilsmál. Hátt í 30 manns mćttu á ţetta námskeiđ og er ţađ mjög gott ţví ţetta var fjögurra tíma námskeiđ. Mjög góđur rómur var ađ gerđur ađ erindi Jóns enda mađurinn hafsjór af fróđleik um ţessi mál og öfgalaus í málflutningi sínum.

Á Húsavík stóđ Atvinnuţróunarfélag Húsavíkur ađ fundinum međ Evrópusamtökunum.  Fundurinn var haldinn í hádeginu og mćttu ţar 25 manns. Einkum var ánćgjulegt ađ margar konur létu sjá sig en ţćr voru frekar fáar á fundinum á Akureyri. Fundurinn var fjörugur og var Jón mikiđ spurđur út í atvinnumál og hugsanlega ESB ađild.  Á báđum fundunum lagđi Jón áherslu á ađ Evrópusambandsađild vćri ekki allsherjarlausn á öllum vandamálum Íslendinga. Ţađ vćri hins vegar rökrétt framhald af ţeirri stefnu sem íslensk stjórnvöld hafa fylgt í utanríkisviđskiptamálum Íslendinga allt frá EFTA ađildinni áriđ 1970.

Gjaldmiđilsmálin voru Jóni einkar hugleikin á fundunum enda telur hann ađ einungis ţrír möguleikar séu fyrir hendi. Í fyrsta lagi ađ hafa gömlu krónuna međ viđeigandi höftum. Í öđru lagi ađ taka upp dollar einhliđa međ miklum kostnađi viđ gjaldeyrisvarasjóđ. Í ţriđja lagi ađ sćkja um ađild ađ ESB og taka upp evru í samvinnu viđ Evrópska seđlabankann.  Öllum ţessum leiđum fylgja bćđi kostir og allar og fór Jón yfir ţađ á mjög yfirvegađan hátt.


Bakkar Klaus?

Vaclav KlausMargt bendir nú til ţess ađ hinn 68 ára gamli forseti Tékklands, Vaclav Klaus, sé ađ skipta um skođun varđandi Lissabon-sáttmálann. Hann hefur stađfastlega neitađ ađ skrifa undir hann, en nú virđist s.s. eitthvađ vera ađ gerast hjá karli. Ástćđan er ţessi (á ensku):

,,The train carrying the treaty is going so fast and it's so far that it can't be stopped or returned, no matter how much some of us would want that. I cannot and will not wait for British elections, unless they hold them in the next few days or weeks."

Hann virđist s.s. vera kominn á ţá skođun ađ ferliđ sé hreinlega og langt gengiđ til ţess ađ hćgt sé ađ stoppa ţađ og hann geti ekki beđiđ eftir nýjum breskum kosningum. Leiđtogi breskra íhaldsmanna, David Cameron, er líklegur sigurvegari nćstu kosninga og er hann efasemdarmađur um ESB. Hann hafđi lofađ ţjóđaratkvćđi um sáttmálann, í kjölfar kosninga, en dró svo í land međ ţađ.

Vera má ađ ákvörđun Klaus hafđi međ stađfestingu Pólverja ađ gera, sem skrifuđu undir Lissabon-samninginn um daginn, ţađ er ţó ekki stađfest. Klaus á ţó eftir ađ skrifa undir samninginn.

Klaus er međ ákveđnar hugmyndir í ţessum efnum. Hann vill t.d. ekki ađ Ţjóđverjar, sem reknir voru frá Súdeta-hérđuđunum í ţáverandi Tékkóslóvakíu, eftir seinni heimsstyrjöld, geti sótt skađabćtur. Ţjóđverjar réđust inn í Tékkóslóvakíu áriđ 1938.

Ţá hefur hópur öldungardeildarţingmanna í Tékklandi vísađ Lissabon-sáttmálanum til stjórnlagadómstóls, en ţeir telja hann brjóta í bága viđ stjórnarskrá landsins. Úr ţessu verđur skoriđ eftir eina viku.

Vaclav HavelAnnar Vaclav, Havel ađ eftirnafni og fyrrum forseti Tékklands lýsti í gćr framferđi Klaus sem óábyrgu og ađ ţetta myndi skađa ímynd Tékklands: ,,I am very sorry about this, because it is hurting the name of the Czech Republic in Europe,” said Mr Havel, who was regularly imprisoned and saw his work banned under communism, before being swept to the presidency by the pro-democracy Velvet Revolution 20 years ago.

“It’s irresponsible and dangerous, but I strongly believe that the treaty will be ratified by the end of the year,” he added." (sjá: Irish Times)

Ađrar heimildir: Bloomberg News og Spectator


Pressan á siglingu: Ólafur og orrustan um Ísland

Vefmiđillinn Pressan hefur veriđ ađ sćkja í sig veđriđ samkvćmt vefmćlingum (sjá www.modernus.is). Ţar er ađ finna ágćtis penna úr ýmsum áttum og er umrćđan oft hin fjölbreyttasta.

Ólafur ArnaldsÓlafur Arnarson er s.k. ,,Pressupenni" og fer ţar á stundum mikinn. Undanfarna daga hefur birst eftir hann greinaröđ sem hann kallar ,,Orrustan um Ísland."

Í fyrstu tveimur hlutunum fjallar hann mikiđ um ađdraganda ritstjóraskipta Morgunblađsins, sem jú hafa vakiđ ţjóđarathygli.

Og ţetta tengist m.a. Evrópumálum hér á íslandi, á ţví er enginn vafi, MBL hefur tekiđ U-beygju í ţeim efnum međ tilkomu Davíđs og Haralds.

Fyrir ţá sem vilja kynna sér skrif Ólafs er bara ađ smella á tenglana:

Seldi mömmu Moggann

Einskis svifist

(Mynd: www.pressan.is)


Góđ einkunn Íslands - MBL

MBLMorgunblađiđ birti frétt ţess efnis ađ Ísland fái góđa einkunn frá Olli Rehn, stćkkunarstjóra ESB. Vitnađ er í nýja skýrslu ESB um ţau ríki sem nú hafa sótt um ađild ađ ESB. Orđrétt segir í fréttinni: ,,Ţar kemur fram ađ Ísland byggi á langri lýđrćđishefđ og hafi í gegnum evrópska efnahagsbandalagiđ tekiđ upp stóran hluta laga sem gilda hjá ESB. Jafnframt sé Íslandi ađili ađ Schengen landamćrasamstarfinu.

Ísland sé mikilvćgur liđsmađur ESB í málefnum Norđurslóđa og hjá ESB sé veriđ ađ vinna ađ undirbúningi ađ ađildarviđrćđum viđ Ísland."

Heimild fréttarinnarer fréttasíđan EurActiv, en ţar kemur einnig fram ađ ESB sé ađ skipta um áherslur varđandi mat á umsóknum ríkja, á ţann hátt ađ meira tillit verđi tekiđ til ađstćđna í hverju ríki fyrir sig. Međ ţessu sýnir ţví ESB umsóknarríkjum meiri sveigjanleika og metur hvert ríki fyrir sig, ađstćđur og svo framvegis. Kemur slíkt ekki Íslandi til góđa?


Raunsćr lögmađur Fćreyinga vill nálgast ESB/EFTA

Kaj Leo JohannesenLögmađur Fćreyinga, Kaj Leo Johannesen, var í opinberri heimsókn hér í vikunni. Hann hefur áhuga á ađ Fćreyingar nálgist ESB og EFTA. Hann segir ţađ vera pólitíska nauđsyn fyrir Fćreyinga ađ taka ţessi mál til skođunar og. Verđur ađ segjast eins og er ađ á ţessari stuttu frétt á RÚV má skynja ađ hér sé raunsćismađur á ferđinni, sem leggur kalt hagsmunamat á hlutina.

Fréttin í heild sinni er hér og sennilega er hún klippt út úr komandi ţćtti VIĐTALSINS hjá Boga Ágústssyni.


Ísland og Króatía í samfloti inn í ESB?

Olli RehnHiđ virta danska dagblađ, Berlingske Tidende, hefur eftir Olli Rehn, stćkkunarmálastjóra ESB, ađ mögulega geti Ísland og Króatía gerst ađilar ađ ESB á svipuđum tíma. Ţetta kemur einnig fram í frétt á www.visir.is 

Ţar segir m.a.: ,,Ţađ er mögulegt ađ mat á Íslandi verđi tilbúiđ fyrir jól," segir Rehn. Hann stađhćfir jafnframt ađ Ísland eigi efnahagslega samleiđ međ Evrópusambandinu. „Um leiđ og viđ erum viss um ađ Króatía og Ísland eru tilbúin, ćttu ţau ađ fá inngöngu. Ef ţau eru tilbúin fyrir inngöngu á um ţađ bil sama tíma - ef munurinn er einungis fáeinir mánuđir - ţá er ţađ mikilvćgt fyrir Evrópusambandiđ ađ ţau fái inngöngu á sama tíma..."


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband