Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2009

Hugemann eða ekki Hugemann, það er spurningin!

Jóhann HaukssonÍ síðasta sunnudagsblaði Morgunblaðsins, á besta stað, við hlið leiðara, birtist grein eftir Sigfried nokkurn Hugemann, þar sem hann varar Íslendinga við því að ganga í ESB. Eins og nafnið gefur til kynna er Hugemenn útlendingur. Menn hafa verið að velta fyrir sér þessum Hugemann og það gerir t.d. Jóhann Hauksson (mynd), fréttamaður DV á bloggi sínu. Jóhann og fleiri hafa nefnilega reynt að "gúggla" Hugemann, en ekki fundið neitt bitastætt um kappann!

Sagt er að þeir sem séu ekki á Google, séu ekki til! Þetta er náttúrlega grín, en alvara þó. Sérstaklega í ljósi þess að Hugemann titlar sig sem ráðgjafa og segist hafa unnið fyrir fjölda banka í Evrópu. En í hverju var ráðgjöf hans fólgin? Að hafa ,,low profile" eða eitthvað slíkt?

Hvað um það, hér eru pælingar Jóhanns Haukssonar


Hvað gera bændur þá?

GHÁStjórnmálafræðingurinn Gunnar Hólmsteinn Ársælsson, ritaði grein í Morgunblaðið á sunnudaginn um landbúnaðarmál og afstöðu Bændasamtaka Íslands gagnvart því ferli sem fór í gang við aðildarumsókn Íslands að ESB. Í greininni segir Gunnar m.a:

,,Samtök bænda hafa einnig rætt Evrópumálin. Þau hafa komist að þeirri niðurstöðu að ESB sé ekkert fyrir íslenska bændur. Þau hafa einnig ákveðið að taka ekki þátt í umræðunni á meðan umsóknarferli stendur. Bændasamtökin vilja því ekki einu sinni ræða ESB. Samtökin nota Bændablaðið til þess að koma boðskap sínum á framfæri.

Er þeim stætt á þessari afstöðu? Íslenskur landbúnaður er sá landbúnaður sem nýtur hvað mestra styrkja á byggðu bóli, samkvæmt OECD og tölum landbúnaðarsamtakanna. Árið 2005 var þetta um 10 milljarðar króna. Framlag landbúnaðar til landsframleiðslunnar var 1.1% árið 2006 og í greininni starfaði 3,8% vinnuafls í landinu (var 38% árið 1940). Til samanburðar má geta þess að rekstrargjöld Hafnarfjarðarbæjar árið 2007 námu svipaðri upphæð. Þetta er því eins og að íslenskur almenningur myndi greiða fyrir allan rekstur Hafnarfjarðarbæjar.

Laun bænda eru einnig sér kapítuli útaf fyrir sig. Meðallaun þeirra eru með þeim lægstu á almennum vinnumarkaði. Vitað er að búmennskan dugar mörgum ekki til að ná endum saman. Grípa því margir til allskyns aukavinnu. Þetta er staðfest í nýrri skýrslu, Litróf búskapar og byggða, sem Háskóli Íslands gaf nýlega út. Þar kemur fram að 70% fjölskyldna, ,,hafa einhverjar tekjur af launavinnu eða verktakastarfsemi utan býlisins. Þetta er með því hæsta sem gerist í Evrópu,” segir í skýrslunni. Í henni kemur einnig fram að áhyggjur vegna nýliðunar í landbúnaði eru ofarlega í huga bænda. Meðalaldur bænda árið 2006 var 52 ár.

Þá eru margir bændur gríðarlega skuldsettir, sérstaklega mjólkurbændur. Fyrir skömmum voru fréttir í fjölmiðlum þess efnis að um 10% þeirra glímdu við mjög alvarleg fjárhagsvandræði og stefnir nokkur fjöldi þeirra í gjaldþrot.

Hvað varðar styrki er það athyglisverð staðreynd að íslenskir bændur fá tvöfalt meiri styrk en bændur innan ESB, sem hlutfall af verðmæti framleiðslunnar. Um er að ræða 30% innan ESB, en yfir 60% hér á landi. Þetta má lesa í Hagtölum bænda árið 2007.

Af þessu má því draga eftirfarandi ályktun: Hér er um litla grein að ræða, en mikilvæga, allir íslenskir neytendur vilja jú íslenskar landbúnaðarafurðir og bera traust til landbúnaðarins. Það hafa kannanir sýnt. En hún kostar, svo um munar. Staða greinarinnar vekur einnig þá spurningu hvort bændur hljóti ekki að velta fyrir nýjum kostum? Eða er óbreytt ástand óskastaðan?"

Grein Gunnars má lesa í heild sinni á www.evropa.is


Bogi og Stubb

Alexander StubbRitstjórn Evrópubloggsins vill vekja athygli á fínu VIÐTALI Boga Ágústssonar í gær en þar ræddi hann við utanríkisráðherra Finnlands, Alexander Stubb. Sá er fæddur árið 1968 og því aðeins 41 árs gamall. Í viðtalinu er að finna margt áhugavert um ESB, samband Finna og Rússa, sem og fleira. Stubb er mikill Evrópu og alþjóðasinni, sem og ,,fanatískur" áhugamaður um íþróttir.

Viðtalið: http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4504392/2009/10/04/


Íslenzkir Nei-sinnar fjúkandi

ReiðurÍslenzkir Nei-sinnar hafa brugðist ókvæða við samþykkt Lissabon-sáttmálans á Írlandi. Við skulum kíkja á viðbrögð nokkurra þeirra:

Angry,,Evrópusambandið hótaði Írum öllu illu ef þeir samþykktu ekki sáttmálann. Í aðdraganda kosninganna komu peningasekkir frá Brussel til að kaupa velvilja kjósenda á eyjunni grænu. "

Angry,,ESB er afturganga Adolfs nokkurs Hitlers, sem átti sér þennan stóra og “göfuga” draum.Hann er líka höfundur einkunnarorða sölumanna “dýrðarsamfélagsins”, sem ranglega hafa verið eignuð samstarfsmanni hans Joseph Goebbels:“Make the lie big, make it simple, keep saying it, and eventually they will believe it.”

Angry,,Þetta er eins og krabbamein sem gróðrar um sig í þjóðfélögum."

Angry,,Írar áttu ekki annarra kosta völ. Þeir áttu yfir höfði sér að vera reknir úr EUef sáttmálinn yrði ekki samþykktur. Ekta EU, IMF taktik þar á ferð." (undirtstrikun bloggara)

Angry,,Þetta er Djöfuls þjóðernishyggja og ekkert annað. Nú jæja, aðal löndin í ESB fundu upp þjóðernishyggjuna og kölluðu sig hinn siðmentaða heim. Lægri þjóðir voru svona sem maður arðrændi."

Angry,,Vaclav Klaus verður drepinn fyrir áramót."


Írland = 67% Já - 33% Nei

Frá DublinWall Street Journal birtir lokatölur úr atkvæðagreiðslunni um Lissabonn-sáttmálann, sem fram fóru í gær. Niðurstaðan var að já sögðu 67% og nei sögðu 33%, eða tvöfalt fleiri sem sögðu já. Þátttaka var meiri en í fyrra, 59%. Hér er einnig frétt Irish Times um málið.


Yfirgnæfandi JÁ á Írlandi!

Írski fáninnÍrar samþykktu Lissabonn-sáttmálann með yfirgnæfandi meirihluta í þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram fór í gær. Þar með er mikilvægri hindrun rutt úr vegi fyrir því að sáttmálinn, sem er m.a. ætlað að betrumbæta ákvarðanatöku innan sambandsins og auka skilvirkni þess, taki gildi. Einnig aukast með þessu líkurnar á að Pólland muni staðfesta sáttmálann, en þeir hafa verið að bíða eftir þjóðaratkvæði Íra. ,,Við erum í erfiðir efahagslegri stöðu og þetta er mikilvægt fyrsta skref í að ná bata," sag'i fjármálaráðherra Íra, Brian Lenihan, í samtali við Irish Times.

Ekki var um tvísýna kosningu að ræða, úrslitin voru afgerandi.

Hefur þetta áhrif á umsókn Íslands um aðild að ESB? Já, að því leyti að ekki verður um neina stjórnarkreppu að ræða í ESB og því getur ferli Íslands hjá ESB haldið áfram á eðlilegan hátt.

 


Afdráttarlaust írskt JÁ samkvæmt útgönguspám og talningu

ESBSamkvæmt útgönguspám og talningum sem Irish Times birtir í dag lítur út fyrir að Írar samþykki Lissabonn-sáttmálann með góðum meirihluta. Sjá fréttum málið. Í könnun sem Fine Gail, stærsti stjórnmálaflokkur Írlands gerði, bendir útkoman jafnvel til hlutfallsins 2:1, JÁ-hliðinni í vil. Úrslit eiga að liggja fyrir í kvöld.

Í þessu samhengi er athyglisvert að skoða frétt MBL um málið í morgun, undir fyrirsögninni ,,TVÍSÝNT HVORT ÍRAR SAMÞYKKJA SÁTTMÁLANN." Í,,fréttinni," sem reyndar er viðtal við aðstoðarstjórnmálaritstjóra hjá Irish Independent, Sean Moloney, kemur hinsvegar ekkert efnislega fram þess efnis að það sé tvísýnt að Írar muni samþykkja sáttmálann! Um er að ræða almennt spjall Baldurs Arnarssonar, blaðamanns við Sean um ýmis mál sem tengjast atkvæðagreiðslunni. Að vísu segir Sean orðrétt þegar viðtalið er tekið (væntanlega í gær, föstudag): ,,Kosning stendur enn yfir og það er mjög erfitt að spá um útkomuna..." Þýðir þetta að málið er tvísýnt?

Almennt er mjög erfitt að spá um útkomur þegar kosningar standa yfir, en vert er að benda á að langflestar kannanir í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar hafa bent til þess að Írar muni samþykkja sáttmálann.

MBLNýjum herrum fylgja nýjar áherslur og ný vinnubrögð, það segir sig sjálft. Síðan Davíð og Haraldur tóku við sem ritstjórar MBL á skrifstofum sínum, hefur ESB verið fyrirferðarlítið á síðum blaðsins, það sést með því að leita í fréttum blaðsins.

Tónninn hefur líka breyst sbr. Staksteinar síðastliðinn fimmtudag: ,,Samfylkingin hefur ekkert fram að færa nema óraunsæjar og óhjálplegrar hugmyndir um inngöngu landsins í Evrópusambandið. Mikill meirihluti þjóðarinnar er á móti því. (feitletranir/undirstrikanir; bloggari)

Bloggara er spurn: Er það óraunsætt og óhjálplegt að vinna að því að allar íslenskar framleiðsluvörur fái fullt tollfrelsi á markaði sem telur um 500 milljónir manna? T.d. afurðir sjávarútvegsins? Flytjum við ekki út fisk til Evrópu sem síðan er notaður til fullvinnslu? Af hverju er svona lítið um fullvinnslu sjávarafurða hér á landi? Eru menn ekki að segja að við eigum að framleiða okkur út úr kreppunni? EES-samningurinn veitir að vísu mikið tollfrelsi, en ekki 100% (t.d. ekki síld og humar).

Gildir ekki að fá sem mest fyrir allar þær vörur sem við seljum og flytjum út? Þetta veit sjálfsagt MBL, enda stofnað af kaupmönnum á sínum tíma, en kaupmenn vita jú mikilvægi alþjóðaverslunar.


Birtir til í sænskum iðnaði

svdSænska dagblaðið (SVD), greinir frá skýrslu bankans Swedbank í dag, en í henni kemur fram að svokölluð ,,innkaupavísitala" hækkaði í september, fjórða mánuðinn í röð. Þessi vísitala endurspeglar innkaup hjá sænska iðnaðinum og er byggð á tölum frá innkaupastjórum iðnfyrirtækja. Þetta er talið endurspegla aukna bjartsýni i þessum geira. Þá kemur einnig fram í fréttinni að iðnfyrirtæki hafa í auknum mæli dregið uppsagnir til baka.

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband